Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVISBL 4 ÐIÐ Miðvikudagur 10. apríl 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. NU OFBJÓÐA ÞEIM FRAMFARIRNAR! Jafnvel kommúnistar fá nú ekki lengur orða bundizt vegna þeirra framfara og uppbyggingar, sem Viðreisn- arstjómin beitir sér fyrir á öllum sviðum þjóðlífsins. — Moskvumálgagnið birtir í gær forystugrein, sem er full hrifningar af framtakssemi og öruggri forystu núverandi ríkisstjórnar. Er þar m.a. dregin upp mynd af hinum jákvæða málflutningi ríkis- stjórnarinnar á Alþingi. — . Kommúnistablaðið kemst m.a. að orði á þessa leið: „Á Alþingi eru lagðar fram tillögum um ýmiss kon- ar nytsöm mál —“ — „og nú er ekki einu sinni kvartað um fjárskort, peningar liggja á lausu til tryggingarmála, tollalækkana, skólamála o. s. frv. —" Trúi því hver sem vill, þetta er lýsing sjálfs komm- únistablaðsins á málefnaflutn ingi Viðreisnarstjórnarinnar í lok kjörtímabilsins á því herrans ári 1963. Kommúnistar horfa fram á veginn í máttlausri ör- væntingu. Þeir verða að gjöra svo vel að viðurkenna, að Viðreisnarstjómin leggur fram á Alþingi'fjölþættar til- lögur um ýmiss konar nytja- mál. Og þessi ríkisstjóm er svo dásamlega á vegi stödd, að áliti kommúnista, að hún þarf ekki einu sinni að kvarta um fjárskort vegna þess að „péningar liggja á lausu til tryggingarmála, tollalækk- ana, skólamála 'o.S.frv. —•“ Það er sem sé ekki bágbor- ið ástandið á heimilK Við- reisnarstjómarinnar að loknu kjörtímabili, að áliti komm- únista. Hún keppist við að leggja fram sem flest þjóð- nytjamál á Alþingi og hefur nóga peninga til þess að koma umbótamálunum í framkvæmd. ★ Það er vissulega gleðilegt fyrir stuðningsmenn stjórn- arinnar 'að sjá þessa lýsingu kommúnistablaðsins á mála- fylgju íiennar á síðasta þingi fyrir kosningar. Hún sýnir að innst inni em kommún- istar fullir hrifningar og að- dáunar á því stórbrotna unp- byggingarstarfi, sem Við- reisnarstjómin hefur unnið sl. fjögur ár. En hvernig stendur á því að stjórnin get- ur nú leyft sér það að flytja mikinn fjölda umbótamála á Alþingi sem mörg hver hafa í för með sér veruleg útgjöld? Astæðan er einfaldlega sú, að þessari ríkisstjóm hefur tekizt að reisa efnahag þjóð- arinnar við, tryggja þrótt- mikið atvinnulíf og stór- aukna framleiðslu, sívaxandi arð af starfi þjóðarinnar. Það er vegna þess að Viðreisnar- stjórninni tókst að bægja frá hruninu, sem vofði yfir þjóð- inni, þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum á miðju kjörtímabili, að hún getur nú framkvæmt marg- víslegar umbætur í þágu þjóðar sinnar. Viðreisnarstjómin hikaði ekki við að segja þjóðinni sannleikann um hið alvar- lega ástand, sem ríkti hér á landi, þegar hún tók við völd um. Hún sagði íslendingum frá því í fullri hreinskilni, að róttækra ráðstafana væri þörf og að sumar þeirra myndu krefjast tímabimd- inna fórna af almenningi. Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar skildi nauðsyn þessara ráðstafana og fagnaði manndómi og kjarki hinnar nýju ríkis- stjómar, sem þorði að segja henni sannleikann. Velmegun sú, sem nú ríkir á íslandi er vissulega mikil sigurlaun, bæði til þjóðar- innar og þeirrar ríkisstjóm- ar, sem hafði forystu um við- reisnarstarfið. Og það er líka ánægjulegt, þegar svo er komið, að jafnvel kommún- istablaðið getur ekki dulið hrifningu sína af hinu þjóð- nýta uppbyggingarstarfi rík- isstjórnarinnar. NÝ DRÁTTAR- BRAUT Á ÍSAFIRÐI TTinn dugmikli athafnamað- ur, Marsellíus Bemharðs- son, skipasmiður á ísafirði, hefur nýlega tekið í notkun nýja dráttarbraut í sam- bandi við skipasmíðastöð sína. Er að þessu mannvirki mikil umbót fyrir útgerðina á Vestfjörðum. í hínni nýju dráttarbraut er hægt að taka upp 400 tonna skip. Það er mjög þýðingarmikið fyrir athafnalífið í hinum einstöku landshlutum að geta fullnægt sem flestum þörf- um sínum heima fyrir. Að því er mikið óhagræði að þurfa að sækja skipaviðgerðir og margvíslega aðra nauðsyn- lega þjónustu til annarra landshluta. En í sambandi við bygg- Skammvinnur friður í Laos FREGNIR, sem borizt hafa frá Laos síðustu daga herma, aS til alvarlegra tíðinda hafi dregið í landinu, eftir að ut- anríkisráðherrann, Q u i n i m Pholsena, var myrtur 1. apríl sl. Bardagar hafa hafizt að nýju á Krukkusléttu, aðal- vettvangi horgarastyrjaldar- innar á undanförnum 2—3 ár- um. I þetta sinn eru það stuðningsmenn hlutlausra og kommúnista, sem eigast við — en áður stóðu bardagar milli hægrimanna annarsveg- ar og hlutlausra og kommún- ista hinsvegar. Um þessar mundir, eða nán ar tiltekið 24. apríl nk., eru liðin tvö ár frá því utanríkis- ráðherrar Sovétríkjanna og Bretlands skírskotuðu til deiluaðila í Laos að hætta bardögum þegar í stað — en ráðherrarnir voru í samein- ingu formenn 14-ríkjaráðstefn unnar, sem fjallaði um mál Indó-Kína í Genf árið 1954. Mæltust þeir jafnframt til þess við stjórn Indlands, að hún kallaði saman til starfa Alþjóðlegu eftirlitsnefndina frá 1954 (International Cont- rol Commission — ICC), en' í henni áttu sæti fulltrúar Ind- lands, Kanada og Póllands. Þegar Bretar og Rússar komu sér saman um þessa af- stöðu, að undangegnum nokk- urra vikna viðræðum, höfðu skærur og bardagar staðið yf- ir í Laos mánuðum saman og þeim hélt áfram allt til 3. maí, að sgmið var „de facto“ vopnahlé. Héldu talsmenn hlutlausra því þá fram, að þeir hefðu þrjá fimmtu'hluta landsins á sínu valdi. Ekkert samkomulag var þó tindirrit- að og héldu skærur — og á stundum allharðir bardagar — lengi áfram. Genfar-ráðstefnan hafði verið kvödd saman 12. maí, en dráttur varð á því, að hún hæfist vegna deilu Rússa og Vesturveldanna um það, hverjum deiluaðila í Laos bæri sæti á ráðstefnunni. Sepdinefndir allra þriggja deiluaðilanna komu til Genf og var loks sætzt á það 16. maí, að þær fengju allar að sitja ráðstefnuna sem áheyrn- arfulltrúar í boði einhverra hinna fjórtán aðildarríkja hennar. Á ýmsu gekk á þessari ráð- stefnu og urðu umræður oft Mynd þessi var tekin 23. júlí 1962 í Genf við undlrritun samn- ingsins um hlutieysi og sjálfstæði Laos. harðar og óvægilegar. Það var ekki fyrr en 22. ágúst, að aðildarríkin urðu sammála um uppkast að samkomulagi um hlutleysi og sjálfstæði landsins, og komið var fram í desember, þegar endanlega var samið um hvernig það hlutleysi og sjálfstæði skyldi tryggt Meðan fulltrúar ríkjanna fjórtán þinguðu í Genf, sátu stjórnmálaleiðtogar landsins sjálfs á rökstólum og urðu ekki á eitt sáttir. f fyrstu deildu þeir lengi um það, hvar þeir ættu að tala sam- an, síðan gátu þeir ekki kom- ið sér saman um hvort skyldi fyir ræða, stjórnarmyndun eða endanlegt vopnahlé. 22. júní 1961 gáfu prinsarnir þrír — Souvanna Phouma, foringi hlutlausra, Souvann- aphong, hálfbróðir hans, for- ingi kommúnista, og Boun Oum, þáverandi forsætisráð- herra hægri stjórnar lands- ins — út sameiginlega yfir- lýsingu eftir fjögurra daga fund I Zurich, þar sem sagði, að þeir hefðu orðið sammála um að mynda stjórn allra flokka. Var yfirlýsingunni mjög vel fagnað á Genfarráð- stefnunni — en prinsarnir áttu eftir að deila og stuðn- ingsmenn þeirra að berjast mikið og lengi, allt fram í júní 1962, áður en þeir gátu komið sér saman um skipt- ingu embætta. Það var ekkl fyrr en 23. júlí 1962, að Genfarráðstefn- unni um framtíð Laos lauk. Þá var undirritaður samning- ur um framtíðarskipan mála í Laos, og staðfestu utanríkis- ráðherrar aðildarríkjanna, að lönd þeirra myndu úm alla framtíð virða sjálfstjórn, sjálf stæði, hiutleysi og landfræði- leg réttindi Laos. ingu hinnar nýjp dráttar- brautar og bættu aðstöðu fyr ir skipasmíðaiðnaðinn á ísa- firði, er rétt að minnast þess, að brýna nauðsyn ber til að efla iðnaðinn víðs vegar um land. Hér í Reykjavík er iðn- aðurinn nú sú atvinnugrein, sem veitir flestu fólki at- vinnu. í flestum kaupstöðum og kauptúnum úti um land er útgerð og fiskiðnaður sú atvinnugrein, sem langsam- lega flestir hafa atvinnu af. Fjölbreyttari og meiri iðn- aður mundi eiga ríkan þátt að skapa meira atvinnuör- yggi í þessum þyggðarlögum. Yfirleitt þarf að stefna að því að atvinnulífið á hverjum stað sé sem fjölberyttast og gefi t. d. ungu fólki sem bezt tækifæri til þess að velja sér starf við sitt hæfi. SKATT ALÆKKUN í STAÐ SKATTRÁNS 'C’ysteinn Jónsson og vinstri ^ stjómin héldu fast við skattránsstefnuna. Hækkun skatta og tolla var eina „úr- ræði“ hennar í efnahagsmál- unum. Viðreisnarstjómin hefur allt annan hátt á. Hún stór- lækkaði skatta á einstakling- 1 um árið 1960 og hófst handa um tollalækkanir árið 1961. Árið 1962 voru skattar á at- vinnurekstur og fyrirtækjum lækkaðir verulega og að því stefnt að auðvelda fram- leiðslutækjunum endurnýjun og uppbyggingu. Nú hefur Viðreisnarstjórn- in lagt fram frumvarp um al- hliða endurskoðun tollskrár- innar og stórfellda tollalækk- un. Eysteinn og vinstri stjóm- in bauð þjóðinni upp á skatt- ránsstefnu og síhækkandi skatta og tolla. Viðreisnar- stjómin lækkar skatta og tolla. Á stefnu og viðhorfum þessara tveggja ríkisstjórna er himinhár munut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.