Morgunblaðið - 10.04.1963, Page 8

Morgunblaðið - 10.04.1963, Page 8
8 MORCUIVBLABI9 Miðvikudagur 10. apríl 1963 Diefenbaker beiö mikinn kosningaósigur í Kanada Lester Pearson líklegur forsætísráðherra Nýja Ottawa og Toronto, 9. apríl. — AP-NTB — ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Kanada í gær. Taln- ingu atkvæða er ekki að fullu lokið, en augljóst að íhalds- flokkur Diefenbakers for- sætisráðherra hefur beðið mikinn ósigur, en Frjáls- lyndi flokkurinn, sem Lester B. Pearson veitir forstöðu, hætt mikið við sig. Enginn flokkur fær þó meirihluta á þingi. Allt bendir til þess að John Diefenbaker láti af embætti og Pearson myndi stjórn með stuðningi demókrataflokksins. Úrslit eru enn ekki kunn í tveimur kjördæmum af 265, en staðan er þannig, að Frjálslynd- ir hafa fengið 126 menn kjörna (höfðu 100), íhaldsflokkurinn 96 (hafði 118), Sósíal-kredit- flokkurinn 24 (hafði 30) og Nýi demókrataflokkurinn 17 (hafði 19). Eftir er að telja atkvæði fjarstaddra hermanna, og geta þau haft einhverjar breytingar á sætaskipun, en ekki teljandi. Fráfarandi stjórn Diefenbak- ers var minhihlutastjórn, en naut stuðnings Sósíal-kredit- flokksins. Nú þarf Diefenbaker hinsvegar stuðning beggja minni / PASKA- BAKSTURINN Bökunarvörur Matarsóti (natron) Hjartasalt Eggjagult Matarlimsduft Súkkat Möndlur (saxaðar) Valhnetur Hnetukjarnar Skrautsykur Vanillusykur Sítrónusykur Lyftiduft Brúnkökukrydd Hunangskrydd Ailrahanda Engifer Kardemommur Kanell Kúmen Múskat Negull Pipar Sýróp HEILDSÖLUBIRGÐIR Skipli«lt Vr Skipholti 1. — Sími 23737. SKEMMTIFERÐ Páskadag kl. 10:00 Farið verður til Keflavíkur (Flugvöllur) — Sandgerðis — Hafnir — Reykjanesvita — Grindavíkur. LÖMD & leiðir Aðalstræti 8. Sími 20-800. flokkanna til að hafa meirihluta á þingi, og eru engar líkur á því að það takist. Hinsvegar er sennilegt að Nýi demókrata- flokkurinn styði stjórn Pearsons með vissum skilyrðum. Diefenbaker var sjálfur end- urkjörinn í Saskatchewan, en sex fyrrverandi meðráðherrar hans féllu. Að kosningu lokinni sagði Diefenbaker að sér þætti það sérstaklega leitt að Howard Green, fyrrverandi utanríkisráð- herra, náði ekki endurkosningu í Vancouver. Hann hefði látið svo mikið til sín taka á alþjóða- vettvangi. Douglas Harkness, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem sagði af sér embætti fyrir kosningar vegna ágreinings við Diefenbak- er, var endurkjörinn. George Green, sem einnig sagði af sér ráðherraembætti, bauð sig ekki fram nú, og hlaut Frjálslyndi flokkurinn sæti hans í Toronto. Diefenbaker, sem er 67 ára, hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 1957, en það ár myndaði hann minnihlutastjórn fram að kosningum 1958. — í kosningunum 1958 vann flokkur Diefenbakers mesta stjórnmála- sigur í sögu Kanada, og hlaut 209 þingsæti, en Frjálslyndir að- eins 48. Lester Pearson er 65 ára. Hann var um skeið utanríkis- ráðherra auk þess sem hann hef- ur verið sendifulltrúi og sendi- herra. Hann hlaut Friðarverð- laun Nobels 1957. Eftirlitsnefnd til Krukkusléttn Reynir að siilla til íriðor í Laos Vientiane, 9. apríl (AP-NTB): Bardagar hafa nú staðið í viku í Laos og hafa Pathet Lao komm únistar náð tveimur borgum á sitt vald að mestu. Fulltrúar al- þjóða eftirlitsnefndarinnar í Laos fara á morgun flugleiðis til Krukkusléttu til að reyna að stilla til friðar milli kommúnista og hiutlausra, og hefur Souvanna Phouma forsætisráðherra farið þess á leit að eftirlitsnefndin hafi fast aðsetur á sléttunni, þar sem bardagar hafa verið að undan- förnu. Formaður eftirlitsnefndarinnar, Xndverjinn Avtar Singh, sagði fréttamönnum að minna hafi ver ið um bardaga á Krukkusléttu í dag en í gær, en kommúnistar hefðu náð á sitt vald borgunum Xieng Khouang og Khang Khang. Sagði Singh að kommúnistar fengju öflugan stuðning frá Nor3 ur Vietnam. Fulltrúar Suðaustur Asíubanda lagsins (SEATO) sitja fund i París um þessar mundir, og komu þeir saman í dag til að ræða á- standið í Laos. Einnig hafa fulltrú ar Sovétríkjanna og Bretlands, sem voru formenn Genfarráðstefn unnar um Laos 1962, verið í stöð ugu sambandi hvor við annan að undanförnu. Rekstrarstyrkir til sjukrahúsa hækki Á LAUGARDAG gerði Kjartan J. Jóhannsson grein fyrir þings- ályktunartillögu, sem hann ásamt Gísla Jónssyni er flutn- ingsmaður að. Hún er þess efnis, að sjúkrahúslögin verði endur- skoðuð með tilliti til þeirra tekna, sem sjúkrahúsin fá til að standa undir rekstri sinum en hafa reynzt ónógar. Verði endur- skoðuninni lokið svo snemma, að hægt verði að taka tillit til þess á næstu fjárlögum, ef það verð- ur ofan á, að rekstrarstyrkir ríkisins hækki. Kjartan J. Jóhannsson (S) hóf mál sitt með því, að eins og veðurfari og samgöngum væri háttað hér á landi, væri óhjá- Isienzkir piltar til Evrópukeppni í París FYRIRKOMULAG Evrópumeist- arakeppni unglinga í körfu- knattleik er nú ákveðið. island er meðal þátttökuþjóða og lend- ir í undankeppni í riðli með Sví- þjóð, Luxemborg frlandi, og Frakklandi. Keppnin í undanrás- 'um fer fram í París 15.—20. september nk. og sigurvegari í þessum riðil mætir siðan í 8 liða úrslitakeppni á ítaliu vorið 1964. MIKILL ÁHUGI ísl. piltar hafa sýnt þessari keppnisför mikinn áhuga og lagt á sig margar sérstakar æfingar til undirbúnings. Valdir hafa verið 12 piltar til æfinga sem æft hafa aukalega (auk félags- æfinga) undir stjórn landsliðs- þjálfarans Helga Jóhannssonar. SÉRSTAKAR ÆFINGAR Þegar æfingum félaga sleppir í vor efnir KKÍ til sérstakra æfinga fyrir utanfararflokkinn með mörgum æfingum vikulega bæði þrekæfingar og knattæf- ingar. Meðal piltanna ríkir sem fyrr segir mikill áhugi. Þeir kosta sjálfir ferð sína að mestu leyti, en KKÍ ber þó nokkurn kostnað vegna þjálfunar og mun vænt- anlega stofna til happdrættis til að standa straum af þeim kostn- aði. Listamenn boðaðir á flokksfund Moskvu, 9. apríl (NTB) Miðstjórn kommúnistaflokks Sovétríkjanna hefur verið kvödd saman til fundar í Moskvu 28. maí n.k. til að ræða ýms hug- sjónamáll flokksins. Auk mið- stjórnarinnar mæta á fundinum flokksleiðtogar frá ýmsum hér- uðum og fulltrúar bókmennta og lista, vísinda, skóla og háskóla. Frummælandi á fundinum verður Leonid Ilyichev, formað- ur áróðursdeildar miðstjórnar- innar. Að undanförnu hefur kommún istaflokkurinn barizt eindregið fyrir því að fá rithöfunda og listamenn til að fylgja hefð- bundinni flokkslínu í túlkunum sínum, en verið algjörlega mót- fallinn „vestrænum áhrifum“, sem fram hafa komið. Fjöldi funda hefur verið haldinn þar sem bæði skáld og málarar hafa verið sakaðir um formalisma og fleiri syndir. Nokkrir þeirra hafa viðurkennt syndir sínar og lofað betrun og bót, aðrir hafa kosið að þegja. Er gert ráð fyrir að þetta verði eitt aðal umræðu- efni þingsins. kvæmilegt að hafa allmörg vel búin sjúkrahús dreifð um land- ið. Á annan veg er ekki unnt að tryggja ■ sæmilega líf og heilsu íbúanna. Þetta hafa landsmenn skjlið og hafa kaupstaðir og hér- uð því viða lagt hart að sér til að koma upp dýrum og vel bún- um sjúkrahúsum og fengið til þess styrk úr ríkissjóði, eins og lög mæla fyrir um. En þótt erfitt hafi verið að reisa sjúkrahúsin, hefur þó verið enn erfiðara að standa undir rekstri þeirra. Tekjur þeirra eru daggjald, sem ákveðið er af heilhrigðis- málast j órninni, og rekstrarstyrk ir úr rikissjóði, 10—25 kr. á legudag e f t i r stærð, búnaði og þjónustu. Daggjöldin hafa undan farið hækkað minna en til- kostnaður, en rekstrarstyrkur- inn, sem er lögbundinn, verið óbreyttur frá 1958. Hallinn hefur því farið vax- andi og er að verða mjög þung- bær flestum þeim kaupstöðum og héruðum og öðrum, sem eiga og reka sjúkrahúsin, því að I lengstu lö.g er reynt að veita þá þjónustu, sem búnaður þeirra og aðrar aðstæður framast leyfa. Kvað alþingismaðurinn það alloft koma fyrir, að kostnaður við sjúkling er margfalt meiri en daggjaldið, sem sjúkrahúsið fær. Kvaðst hann t. d. minnast þess, að eitt sinn reið líf sjúklings á því, að unnt yrði að fá handa honum lyf, sem aðeins var til í einni lyfjaverzlun I Reykjavík. Veður var svo vont, að ekki var lendandi á staðnum og ekki fært nema stórri flugvél, sem flaug með iyfið og kastaði því niður. Sem dæmi þess, að kostnaður hafi vaxið meir en hækkun daggjalda má gæta þess, að dag- gjöldin á Landsspítalanum námu 60% kostnaðar, er þau fyrst voru ákveðin, en nú ekki nema helm- ing eða tæplega það. Við dag- gjöld Landsspítalans eru svo daggjöld hinna sjúkrahúsanna miðuð og er því augljóst, að verulega hefur þyngzt sá baggi, sem eigendur þeirra verða að bera, en þeir eru ekki að öllu leyti hinir sömu og notendurnir, A sumum sjúkrahúsum úti i landi er ekki nema helmingur sjúklinganna úr þeim kaupstað, sem á að bera og ber hallann á sjúkrahúsinu. Til að fá þetta mál undirbúið, svo að unnt sé að fá þetta misrétti leiðrétt á næsta Alþingi, er tillagan flutt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.