Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 10. apríl 1963 MORGUHBL AÐ1Ð 13 Vöxtur framleiðslu og útflutnings - gjalda verður varhug við ofþenslu Rekstursafkoma Rekstursafkoma Seðlabankans 1962 varð allmiklu lakari en ár- ið 1961. Stafaði það einkum áf auknum vaxtagreiðslum vegna innstæðna innlendra aðila í Seðlabankanum, en á móti eign- aðist bankinn tiltölulega vaxta- lágar erlendar eignir. Tekjuaf- gangur reyndist 1.1 millj. kr. á árinu, og er þá búið að greiða 5 millj. kr. arð í sérstakan sjóð, en helmingi tekna hans árlega verður varið til Vísindasjóðs. Ár ið 1961 varð tekjuafgangur hins vegar 6.3 millj. kr. — Eigið fé bankans hækkaði á árinu 1962 um 2.9 millj. kr. í 236.5 millj. kr., en þá er gengistapsreikning- ur tekinn til eigna, en hann nam 34 millj. kr. í árslok. Sé hann dreginn frá eigin fé bankans, er það í árslok 1962 202.5 millj. kr. Samkvæmt samkomulagi við ríkissjóð tók bankinn við geng- istapsreikningnum árið 1961, og verður hann afskrifaður á næstu árum, eftir því sem talið verð- ur fært. Lántökur á árinu Á árinu annaðist bankinn eft- irfarandi lántökur. í marz gerði Seðlabankinn lánssamning i New York um 700.000 dollara lán handa Sogsvirkuninni til greiðslu á vélum til stækkunar írafossstöðvarinnar. Lánið skal endurgreiða á árunum 1964— 1966, en með vilyrði um fram- lengingu til 1968. 'Vextir eru 5% % á ári. Lánið er affalla- laust. í októbermánuði gerði Seðla- bankinn lánssamning í New York um einnar milljón dollara lán vegna ríkissjóðs, sem end- urlánar fjárhæðina til hafnar- gerðar í Þorlákshöfn. Lánið end- urgreiðist á árunum 1963—1968, en vilyrði eru um framlengingu fil ársins 1972. Vextir eru 514%. En"in afföll eru á láninu. Seðlabankinn vann að og und- Irbíó lántöku að fjárhæð tvær milljónir sterlingspunda, sem Hambrosbanki bauð út á mark- aðnum í London fyrir hönd rík- issjóðs íslands snemma í desem- ber. Lánið er til langs tíma. Greiðist helmingur þess með jöfnum afborgunum á árunum 1968—1988, en hinn helmingur- inn í einu lagi 1988. Vextir eru 614%, en vegna affalla voru raunverulegir vextir til kaup- enda bréfanna 6.7%. Kostnaður við lántökuna var 2,5% og raun- verulegir vextir fyrir lántaka þvi 6,9%. Glaldeyriss&mningur Norðurlanda Norðurlöndín hafa, svo sem kunnugt 'er, með sér margvís- legt samstarf, enda þótt fátt af því hafi mikla beina efnahags- lega þýðingu. Það verður því að teljast til tíðinda, að seðlabank- ar Norðurlanda gerðu hinn 20. marz 1962 með sér samning um að veita hver öðrum gagnkvæm gjaldeyrislán, þegar þess er þörf vegna greiðsluerfiðleika, enda hafi lántökubankinn þegar not- að að nokkrum hluta yfirdrátt- armöguleika sína hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Samningur þessl veitir Seðlabankanum láns heimild hjá hinum seðlabönkum Norðurlanda að upphæð allt að 10 millj. sænskra króna, en lán- veitingarskylda Seðlabankans getur numið allt að 20 millj. sænskra króna. Hér er um að ræða verulega viðbót við gjald- eyrisvarasjóð þjóðarinnar. Efnahagsstofnunin Hinn 30. maí 1962 gerðist Seðlabankinn aðili að stofnun og rekstri Efnahagsstofnunarinnar í samvinnu við ríkisstjórnina og Framkvæmdabankann. Standa þessir þrír aðilar straum af rekstri Efnahagsstofnunarinnar, hver að einum þriðja hluta, og á Seðlabankinn einn fulltrúa í stjórn hennar. Meginhlutverk Efnahagsstofnunarinnar er að vinna að skýrslugerð og áætlun- um um þjóðartekjur og fram- kvæmdir og allt það, er varðar heildarþróun þjóðarbúsins. Með tilkomu hennar er komið á nán- ara samstarfi en áður hefur ver- ið milli þeirrá aðila, er fást við skýrslugerð og áætlanir hét á landi, og er sú skipulagsbreyt- ing mjög til bóta. Ríkisábyrgðarsjóður Það hefur lengi tíðkazt, að ríkissjóður veiti fyrirgreiðslu í sambandi við ýmsar framkvæmd ir, ýmist með styrkveitingum, beinum lánveitingum eða með því að ganga í ábyrgð fyrir lán- um til að auðvelda lántökur. Ábyrgðaveitingar hafa farið sí- fellt vaxandi, og var svo komið, að í árslok 1961 nam höfuðstóll ábyrgðalána nær 2.800 millj. kr. Engar fastar reglur giltu um veitingu ríkisábyrgða, en heim- ilda til veitingar þeirra var afl- að með ýmsum lögum og jafn- vel með þingsályktunartillögum. Nauðsynlegt þótti því að setja ákveðnar reglur um veitingu á- Ræða Jóns G sjóður hafði eignazt, ásamt hluta ríkissjóðs af gengishagn- aði vegna gengisbreytingarinnar 4. ágúst 1961. Enn hefur Seðla- bankinn ekki tekið við öllum kröfum vegna ríkisábyrgða, en mun gera það smám saman, eft- ir því sem uppgjöri lýkur. Reikn ingar sjóðsins verða birtir með ríkisreikningnum. Seðlabankanum er ætlað að sjá um starfrækslu sjóðsins, þ.e. allar greiðslur og innheimtut á kröfum, sem sjóðurinn á eða kann að eignast. Einnig er til þess ætlazt, að sjóðurinn hafi milligöngu um veitingu ríkis- ábyrgða, taki við umsóknum um þær, láti fara fram mat á mann- virkjum, sem lánað er út á, og láti fara fram athugun á fjár- hag þeirra, sem ábyrgðar óska, þegar ástæða þykir tiL IViaríassonar, bankastjóra, formanns banka- * sljórnar Seðlabanka Islands byrgðanna, og því voru í marz 1961 samþykkt á Alþingi lög nr. 37/1961 um ríkisábyrgðir. Sam- kýæmt þeim er aðalreglan sú, að veitt skal einföld ábyrgð, og sjálfskuldarábyrgð má því að- eins veita, að það sé sérstaklega leyft í lögum þeim, er ábyrgð- ina heimila. Einnig gera lögin ráð fyrir, að samið verði um öll vanskil vegna ríkisábyrgða, og var fjárveitinganefnd heim- ilað að gefa eftir kröfur í sam- bandi við slíka samninga. Áður en lög þessi voru sett, var aðalreglan sú, að væri ríkis- ábyrgð veitt, var um sjálfskuld- arábyrgð að ræða. Þetta hafði í för með sér sér, að ríkissjóður varð mjög oft að inna af hönd- um greiðslur vegna ábyrgðalána í vanskilum. Þannig hafði ríkis- sjóður eignazt kröfur, er námu hundruðum millj. kr. og bætist þar enn við. Umsýsla þessara mála var orðin kvo viðamikil, að rétt þótti að létta henni af ríkis- sjóði og fá í hendur sérstökum aðila. Meg samningi milli fjár- málaráðuneytisins og Seðla- bankans, sem undirritaður var 24. september 1962, tók bankinn við vörzlu og umsjá Ríkisábyrgða sjóðs. Með lögum um Ríkisábyrgða- sjóð er ákveðið, að úr honum skpli greiða kröfur, sem fallið hafa á ríkissjóð eftir 1. janúar 1961 vegna ríkisábyrgða, og einnig greiða úr honum kröfur, er fallið hafa á ríkissjóð frá sama tíma vegna vanskila á lán- um, sem ríkissjóður hefur tek- ið að láni og endurlánað. Sem stofnfé voru sjóðnum fengnar slikar kröfur, sem rikis- Enn er að sjálfsögðu engu hægt að spá um það, hvernig þessi nýskipan mála gefst, en megintilgangur hennar er að draga úr hinum stórauknu út- gjöl^um ríkissjóðs vegna áfall- inna ríkisábyrgða. Því mark- miði verður reynt að ná, ann- ars vegar með því að setja strang ari ^skilyrði fyrir veitingum ríkisábyrgða, en hins vegar með innheimtu á þeim kröfum, sem á ríkissjóð falla. 5% aukning þjóðarframleiðslunnar 1962 Árið 1962 reyndist þjóðarbú- skap íslendinga í flestum efnum mjög hagstæð. Samkvæmt bráðabirgðaáætlunum Efnahags- stofnunarinnar er talið, að fram- leiðsluaukningin á árinu hafi numið a.m.k. 5% miðað við árið áður, en árið 1961 er talið, að framleiðsluaukningin hafi num- ið 3%. Verðlag á útflutningsaf- urðum var hagstætt á árinu nema á lýsi, sem lækkaði mjög verulega í verði, en þegar á heildina er litið, bötnuðu verzl- unarkjörin lítið eitt á árinu. Framleiðsluaukningin á árinu átti fyrst og fremst rót sína að rekja til meiri sjávarafla og vinnslu fiskafurða, og annað ár- ið í röð færðu íslenzk fiskiskip að landi meiri aflafeng en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam heildar- aflinn á árinu 1962 768 þúsund tonnum á móti 641 þús. tonnum árið 1961. Aflaaukningin var öll að þakka meiri síldveiðum, sem jukust um rúm 150 þús. tonn eða 47% frá árinu áður. Aftur á móti minnkaði afli á þorskveið- um og öðrum veiðum um næf 10%. Stafaði sú lækkun svo til eingöngu af mjög litlum afla togaraflotans bæði vegna lélegr- ar veiði og langvarandi vinnu- stöðvunar. Nam togaraaflinn að þunga til ekki nema rúmum 5% af heildaraflanum á árinu, og eru það mikil umskipti frá því, sem áður var, því að fyrir aðeins fjórum árum nam togara- aflinn um 40% af heildarafla- magninu. Þótt aukinn afli báta- flotans, einkum á síldveiðum, hafi orðið hér mjög til bjargar að undanförnu, hlýtur hnignun togaraútgerðarinnar að vera mikið áhyggj'uefni. Þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, benda til þess, að nokkur framleiðsluaukning hafi orðið í landbúnaði. Mjólkur- framleiðsla jókst um 8%, en kjötframleiðsla lítið eitt. Fram- leiðsluaukning virðist hafa orð- ið fremur lítil í iðnaði. Á hinn bðginn mun veruleg framleiðslu- aukning hafa átt sér stað í flest- um greinum byggingariðnaðar- ins, enda jókst fjárfesting um 17% á árinu. Hin mikla tekjuaukning, sem átti sér stað í sjávarútveginum, ásamt meiri fjárfestingu og auknum peningatekjum vegna launahækkana hafði í för með sér mjög aukna eftirspurn bæði eftir innflutningi og innlendum vörum og þjónustu. Þetta kom þó ekki fram í versnandi stöðu gagnvart útlöndum vegna mik- illar aukningar í útflutnings- framleiðslu, og varð hagstæður greiðslujöfnuður á árinu. Ný vandamál sköpuðust hins vegar vegna mikillar og vaxandi þenslu á vinnumarkaðinum og hækk- andi kaupgjalds og verðlags. Skal sú þróun efn^hagsmála á árinu 1962 rakin nokkru nánar, einkum að því er varðar þá þætti, sem tengdir eru starf- semi Seðlabankans. ' "V Greiðslujöfnuður og gjaldeyrisstaða Á árinu 1962 varð mjög mikil aukning í utanríkisviðskiptum íslendinga, en jafnframt reynd- ist greiðslujöfnuðurinn hagstæð- ur annað árið í röð, og gjald- eyrisstaðan batnaði stórlega. Meginorsök hinna auknu utan- ríkisviðskipta á árinu var hinn mikli vöxtur útflutningsfram- leiðslunnar. Heildarverðmæti út- flutningsins jókst um 538 millj. miðað við árið áður eða um 17%, en jafnframt lækkuðu birgðir útflutningsafurða í landinu um aðeins 41 millj. kr. Innflutning- urinn jókst þó heldur örar á ár- inu en útflutningur. Séu skip og flugvélar undantekin, jókst heildarverðmæti innflutnings á árinu 1962 um 20%, og stafaði sú hækkun af stóraukinni eftir- spurn innan lands, bæði vegna meiri fjárfestingar og aukinnar neyðslu^sem siglir í kjölfar auk- inna tekna. Ha^stæður vöruskiptajöfnuður Samkvæmt skýrslum Hagstof- unnar var vöruskiptajöfnuður- inn á árinu 1962 óhagstæður um 224 millj. kr, en um 147 millj. kr. á /árinu 1961. Eins og kunn- ugt er, er í þessum tölum reikn- að með fob-verði á útflutningi, en cif-verði á innflutningi. Þótt þetta sé hin almenna venja, gef- ur þetta ekki réttan samanburð, þar sem innflutningstölurnar hækka sem nemur flutnings- gjöldum, tryggingum og öðruni “ kostnaði. Sé bæði inn- og út- flutningur hins vegar reiknaður á fob-verði, kemur í ljós, að vöruskiptajöfnuðurinn hefur ver ið hagstæður á árinu 1962 um hér um bil 88 millj. kr., en var á sama hátt reiknað hagstæður um 114 millj. kr. á árinu 1961. Það skal tekið fram, að inn- flutningur skipa og flugvéla hefur ekki áhrif á þennan sam- anburð ' milli áranna' 1961 og 1962, þar eð hann var svo að segja hinn sami bæði árin, það er að segja 195 millj. kr. árið 1962, en 193 millj. kr. árið 1961. Viðskiptajöfnuður hagstæður um 250—300 millj. kr. Enn sem komið er liggja að- eins fyrir lauslegar áætlanir um greiðslujöfnuð í heild á árinu- 1962, en samkvæmt þeim hefur viðskiptajöfnuður á vörum og þjónustu verið hagstæður á ár- inu um 250—300 millj. kr., en segja má, að þessi tala sýni raun verulega afkomu þjóðarbúsins út á við. Er þetta heldur betri af- koma en árið 1961, en þá reynd- ist greiðslujöfnuðurinn hagstæð- ur um 225 millj. kr., og var það í fyrsta sinn síðan styrjöldinni lauk, sem hagstæður jöfnuður 1 náðist í greiðsluviðskiptum þjóð- arbúsins út á við. 1 Gjaldeyrisstaða bankanna batn 1 aði á árinu 1962 um 623 millj. 1 kr., en þar af batnaði staðan i frjálsum gjaldeyri um 544 millj ’ kr., en í vöruskiptagjaldeyri um 79 millj. kr. Hin bætta gjald- eyrisstaða bankanna nemur sam- kvæmt þessu yfir 300 millj. kr. 1 hærri upphæð en sá greiðsluaf- gangur, sem náðist á árinu vegna viðskipta með vörur og þjón- 1 ustu. Þessi mismunur stafar að ’ nokkru leyti af óafturkræfu 1 framlagi frá Bandaríkjunum, en af því voru 135 millj. kr. notað- ar á árinu, í öðru lagi af ýmsum fjármagnshreyfingum, en þar af var aukning stuttra vörukaupa- lána innflytjenda samtals 119 1 millj. kr. Jafnframt lækkuðu i skuldir þjóðarinnar erlendis til . langs tíma um 77 millj. kr. á ár- - inuj en nýjar lántökur á árinu - til langs tíma námu 370 millj. . kr. og afborganir af löngum lán- . um 447 millj. kr. í - Aukning gjaldeyrisforðans Hin mikla aukning gjaldeyris- ■ forðans á árunum 1961 og 1962 ’ gerði Seðlabankanum kleift að endurgreiða til fulls yfirdráttar- 1 lán þau, sem tekin voru hjá Al- Þ j óðagj aldeyriss j óðnum og Ev- rópusjóðnum á árinu 1960, en ' Þau námu samtals 595 millj. kr., f reiknað á núgildandi gengi. Hef- J ur með þessari bættu gjaldeyr- ‘ isstöðu náðst mjög mikilsverður árangur, sem nauðsyn ber til að 1 varðveita. Er óhætt að segja, að íslendingar hafi nú í fyrsta sinn síðan í stríðslok eignazt gjald- eyrisforða, sem nálgast það að vera viðunandi miðað við hin miklu utanríkisviðskipti þjóðar- innar og óstöðugleik útflutnings- . atvinnuveganna. Er slíkur gjald- . eyrisforði forsenda þess.-að hægt i sá að halda uppi frjálsum utan- ríkisviðskiptum og varðveita traust íslenzku þjóðarinnar út á . við. Metaukning sparifjár Þróun peningamála á árinu 1962 var yfirleitt hagstæð, en í Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.