Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐI9 Miðvikudagur 10. apríl 1963 — Nú hef é.g vcrift hér í viku og enn hefur mér ekki tekizt að komast n>ður að sjónum. Nú kom eitt andartak þagnar Og skelfingar, en sir Daniel stóð og horfði á rennvota buxnaskálm sína, en þá kom fagnaðaróp frá Tígrisdýrinu: — Ég hitti! En þá öskraði Daniel: — Izzy, rektu þessa drísildjöfla heim. Svo þaut hann upp í stigann og hrópaði! Meaker! Skósvdlnn hans kom hlaupandi. — Komdu upp í svefnherbergið mitt, skipaði Dan og úr miðjum stiganum, bætti hann við: — Og þú líka, Alec. Komdu upp. Það var ekki um að villast, að veizlunni var lokið. 4. Alee dokaði við stundarkorn til að horfa á Izzy afgreiða fimm skelfda drísildjöfla og einn sigri- hrósandi út í kuldann og dimm- una. Nú yrðu þeir að ganga. Vagninn, sem átti að flytja þá heim átti ekki að koma fyrr en eftir klukkustund, En þeir hefðu að minnsta kosti tónlist sér til skemmtunar, því neðan af stígn- um mátti þegar heyra í munn- hörpu foringjans. Laurie var horfinn. Alec glotti til Isambards. — Jæja, sagði hann, — nú er víst tími til kominn að tala við blessaðan (húsbóndann! — Ég öfunda þig ekkert af því, svaraði Izzy. — Sjálfur er ég búinn að fá meirá en nóg. Alec gekk upp, hægum skref- um. Eldur logaði glatt í svefn- herbergi sir Daniels og fyrir framan hann sat sir Daniel í hægindastól. Meaker hafði þeg- ar fært hann úr buxunum og síðu ullarnærbuxunum og hann teygði nú skanka'na að eldinum. Svo kom Meaker með þurr föt, en sir Daniel veifaði honum frá. — Farðu útt sagði hann snöggt. Hann tók vindlaveski úr vas- anum, kveikti sér í vindli, hægt og vandlega, og sagði: — Alec, ég vil, að þú hættir við rit- stjórnina á „Dunkerleys“. Það datt alveg ofan yfir Alec. Hann hafði búizt við einu þess- ara frægu reiðikasta húsbónd- ans, í sambandi við slysin, sem þarna voru orðin. En það var sýnilega langt frá huga sir Daniels. Það var horfið og hann hafði snúið sér að öðru. Nú, en það var svo sem í góðu sam- ræmi við Dunkerley-ævintýrið. Sir Daniel horfði einbeittum augum á glóðina í vindlinum sínum og kreppti tærnar að eld- inum. — Það er kominn tími til að reyna fyrir sér á nýju sviði, sagði hann. — Mér hefur verið að detta í hug að fara að gefa út bækur. Það var ekki nema einn þægi- legur stóll þarna inni og á hon- um sat Dan. Alec skellti sér því á bjarnarfelldinn, sem var á gólf inu, við fætur hans. Hann gerð- ist svo djarfur að taka í stóru tána á sir Daniel og kreista hana dálítið. En sir Daniel spurði ön- uglega og kippti að s,ér fætinum: — Hlustarðu ekki á það, sem ég er að segja? Hver djöfullinn er meiningin? Alec glotti til hans. — Jæja, þá get ég borið til baka orðróm sem gengur um, að þú gangir á brauðfótum. Það snörlaði í Daniel. — Æ, reyndu nú einu sinni að tala eins og maður með viti. — Gott og vel. En mér er bara ekki vel ljóst, hvað þessi bóka- útgáfa þín snertir mig. — Hún snertir þig að öllu leyti. Þú mátt ekki verða of ein- 'haefur. Þú ert núna í þaagilegri stöðu sem ritstjóri, enda ertu þegar farinn að hringa þig upp eins og snigill í kuðung. Þú þarft að hafa áhuga á öllum fyrir- tækjum mínum. Alec horfði á hann, letilega. Honum var hlýtt og leið þægi- lega þarna við eldinn. Og búrgundarvínið, sem hann hafði fengið með matnum gerði það að verkum, að hann var ekkert uppnæmur fyrir einu kasti hjá húsbóndanum. — ,Gott og vel, Dan, sagði hann rólega. — Víst hef ég áhuga á öllum þínum fyrirtækj- um — að vissu leyti. Og hver ætti fremur að hafa það en ég, sem hef þekkt þig siðan þú áttir ekki bót fyrir rassinn á þér í Mandhester. Sir Daniel spratt á fætur, stór- móðgaður, en áttaði sig strax á því, að hann var ekki vel undir það búinn að sýna af sér virðu- leika. Hann þreif teppi, sem þarna lá og breiddi það yfir ber hnén og settist síðan niður aftur. — Hlustaðu nú á mig og taktu ekki fram í, sagði hann. — Ég ætla að fara að stofna útgáfu- fyrirtæki, og þegar Laurie er bú- inn í Oxford, á hann að standa fyrir því. En þangað til verður að koma því á fæturna. Og það gerir þú. Þú hefur allnokkurn smekk. Þú þekkir góða bók, ef þú lest hana. Jæja þá! Það á að verða þitt hlutverk. En hvað reksturinn snertir, þá vona ég að geta boðið nógu góð kjör, til þess að geta svælt einhvern kunnáttumann frá gamalgrónu fyrirtæki. En eitt atriði verðum við að hafa fyrirfram ákveðið: Ef við tökum framhaldssögur fyrir tímaritið af einhverjum nýjum höfundum, verður það atriði í samningnum, að bókar- rétturinn gangi sjálfkrafa til okkar. Þannig hefðum við átt að fara að við Hesbu Lewison. Nú, en að minnsta kosti lætur hún okkur hafa „Órabelgina" með ánægju. Enda stendur hún í nokkurri þakklætisskuld við Dunkerleys. — Ekki eins mikilli og Dunkerleys við hana, sagði Alec. Það var hún, sem bjargaði tíma- ritinu, sem annars lapti dauðann úr skel. Og auk þess er hún þeg- ar búin að selja söguna öðrum, til útgáfu. > — Hvað segirðu? Hvernig veiztu það? — Af því að ég seldi hana fyrir hana. — Sir Daniel var þögull, and- artak. Síðan sagði hann: — Það gæti breytt afstöðu okkar hvers til annars. Ég vissi fekki, að þú værir farinn að reka verzlun bak við mig. Alee stökk á fætur. — Talaðu ekki svona bölvaða vitleysu! Hvað vissi ég um þínar fyrir- ætlanir? Þarf ég að koma til þín og biðja leyfis fyrir hverja mína hreyfingu, ef hún skyldi koma í bága við einhverja fyrirætlun þína? Ef þú heimtar það, get- urðu haldið áfram að heimta. — Dillworth, sagði sir Daniel. — Ég hef þolað þér sitt af hverju, síðustu tíu árin. Og samt þætti mér það leitt ef þú neydd- ir mig til að segja sambandi okkar slitið. -— Sir Daniel, svaraði Alec, með háðshreimnum, sem hann var vanur að leggja í titilinn. — Ég er í engum vafa um, að samband okkar varir alla þá stund, sem þú þykist hafa eitt- hvað upp úr því. — Leýfðu mér — áður en þú segir eitthvað, sem ekki verður aftur tekið, að þú og systir þín hafa líka haft sæmilega upp úr því. Það stríkkaði á andlitinu á Alec. — Nú, jæja, svo að Elsie er þá líka einn af þínum brauð- þegum? Ég held, að þú ættir að flýta þér að strika yfir það. Allt, sem fyrir hana hefur verið gert, hef ég gert. Þú hefur fengið fullt andvirði þinna peninga frá mér — og það mikið andvirði fyrir litla peninga. Hvorugt okk- ar hefur þegið neina ölmusu af þér. Sir Daniel hefði gjarna viljað .standa upp og geisa, en áttaði sig fljótt á því, að slíkt var ekki hægt um vik. Þess í stað fleygði hann vindlinum í eldinn og sagði: — Jæja, úr því að við erum komnir út í þessa sálma á annað borð, er bezt, að við höfum allt skellt og fellt, hr. Dillworth. Ef út í það er farið, þá er ég eigandi ritsins, sem þér stýrið, og ég vil benda yður á það, að hver ritstjóri, sem er í minni þjónustu, gæti haft gott af að fara varlega. Útgáfur mín- ar fara inn á heimili skikkan- legs fólks um land allt og ég vil ekki hafa neitt hneykslisorð í sam/bandi við ritstjórana mína. — Haldið þér áfram, sagði Alec. — Ég veit að vísu ekki um hvað þér eruð að tala, en haldið þér áfram samt. Sir Daniel stóð upp og hélt utan um sig teppinu. Síðan stik- aði hann að náttborðinu. Þar tók hann upp Gulu bókina og veif- aði henni framan í Alec. — Eng- inn ritstjóri í minni þjónustu, •skal hafa leyfi til að láta nefna sig í sambandi við svona saur- útgáfur. Það þefjar af Oscar Wilde og það er nú þegar nægur óþefur kring um þann herra- mann, upp á síðkastið. - Alec hvítnaði af reiði. Þið, 'þessir andskotans túskildings- hræsnarar! æpti hann. — Þið vitið ekki einu sinni, hvað þið eruð að blaðra! Gula bókin hef- ur ekki flutt einn stafkrók eftir Wilde. SHtltvarpiö Miðvikudagur 10. apríl 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig» urlaug Bjarnadóttir les sög- una „Gesti" eftir Kristínu Sig- fúsdótttir (17) — Sögulok. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börn- in í Fögruhlíð" eftir Halvor Floden; VII. (Sigurður Gunn- arsson). 18.30 Þingfréttir. — 18.50 Tilkynn- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Pálmi Friðriks- son bifreiðaeftirlitsmaður tal- ar um umferðarmál. , 20.05 Sabicas leikur á gítar. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fom- rita: Ólafs saga helga; XXIII (Óskar Halldórsson cand. mag.) b) íslenzk tónlist: Lög eftir Björgvin Guðmundsson c) Erindi: Sjö furðuverk forn aldar; síðara erindi (Jóhann- es Teitsson, Hraungerði, Garðahreppi). d) Snorri Sigf ússon les ljóð eftir Fornólf. e) Smásaga: „Sá bleiki" eftir Geir Kristjánsson (Höf. les) 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. —• Frá skíðalandsmóti á Siglu- firði (Sigurður Sigurðsson). ■— Passíusálmar (49). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; XV. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.40 Næturhljómleikar: a) Frá franska útvarpinu: Sálmar fyrir tenór, kór og hljóm- sveit, eftir Tansman. — Jean Giraudeau, kór og fílharmon íusveit franska útvarpsins flytja. Charles Bruck stjórnar b) Frá útvarpinu í ísrael: „Miðnæturvaka"; óratóría fyrir útvarp eftir Mordecai Seter. — Flytjendur: Ovadi- ah Tuviah, Moshe Hovav, kór og Sinfóníuhljómsveit Kol Israel. — Stjórnandi: Garry Bertini. 23.45 Dagskrárlok. Fimmtudagur 11. apríl (Skírdagur) 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar. (10.10 Veð- urfregnir). 11.00 Messa í Elliheimilinu Grund (Prestur: Séra Sigurbjörn Á, Gíslason. Organleikari: Gúst- af Jóhannesson). 12.15 Hádegisútvarp. 12.45 „Á frívaktinni": sjðmanna* þáttur í umsjá Sigríðar Haga- lín. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitíminn (tónleikar). 16.30 Veðurfregnir. —- Færeysk messa (Hljóðr. í Þórshöfn). 17.00 Erindi: Ónáttúra, flókin sam* setning og orðaleikir í drótt- kvæðum og tízkulist Picassos (Stefán Einarsson prófessor). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Samson Francois leikur píanó lög eftir Debussy. 19.00 Tilkyningar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir og Iþróttaspj all frá skíðalandsmóti á Sigiu- firði (Sigurður Sigurðsson). 20.00 „Paganini", söngleikur í 3 þáttum, eftir Paul Knepler og Bela Jenbach. — Tónlist eftir Franz Lehar. Þýð. Þorsteinu Vadimarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir . 22.10 Svipast um ó suðurslóðum! I. (Séra Sigurður Einarsson), 22.25 Kvöldtónleikar. 23.35 Dagskrárlok. ÁLLTAF FJÖLGÁR YOLKSWÁGEH ® © © © © VORIÐ ER I INiÁND Eruð þér farinn að hugsa til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN, sem leysir vanda'nn? FANTIÐ TÍMANLEGA VOLKSWAGEN er ódýr í innkaupi og rekstri. Verð frá kr; 121.525,— © VERIÐ HAGSYN VinsæJdir VOLKSWAGEN hér á landi saima ótvírætt kosti hans við okkar stað hætti. — VOLKSWAGEN er ekkert tízku fytirbæri það sannar bezt hið háa endur- söluverð hans. VELJIÐ VOLKSWAGEN. HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KUREKI K tK — TeiknarL Fred Harman — Láttu mig hafa skyrtuna þína og hattinn. Vertu snar. Farðu svo í skyrtuna mína og vestið og láttu hattinn á hausinn. — Og heyrðu svo. Ef þú ferð eitt- hvað að hafa þig í frammi þegar lög- reglustjórinn kemur skýt ég þennan rauðhærða vin þinn. — Ég er búinn að tæma öll skot úr byssunni þinni og beltinu líka, svo þér er óhætt að setja það á þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.