Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. apríl 1963 M O R C V /V R L 4 Ð I Ð 5 IEins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu, er „stóri vinning-urinn“ í happdrætti DAS einbýlishús við Sunnu- braut 40. Fylgir húsinu bif- reið í bílskúr. Um þennan vinning verður dregið í lok næsta starfsárs, 3. apríl 1964. Húsið stendur fyrir ofan Sunnubrautina, sem er neðsta gatan í Kársnesinu sunnan- j verðu. Útsýni þaðan er eins | og bezt verður á kosið, Reykja u nessfjallgarðinn ber við sjón- I deildarhring og á vetrar- t kvöldum sjást ljósin blika í 'í kaupstöðunum og kauptún- 17 um á Suðurnesjum. Einnig 1 sér til Bessastaða, og beint i fyrir neðan gjálfra bárurnar 1 við grýtta strönd Kópavogs. 7 DAS-húsið er á tveimur « \ hæðum, niðri er eitt herbergi, á eldhús, þvottahús og stofur; i uppi eru þrjú herbergi og bað I/ herbergi. Það þarf varla að lj taka það fram, að öll eru her- 4 bergin útbúin sjkápum úr harð 1 viði, og frágangur allur til I/ fyrirmyndar. Húsið smíðaði lj Þórarinn Þórarinsson, bygg- á ingameistari, eftir teikningu Stofan í DAS-húsinu Kjartans Sveinssonar, arki- tekts. Verðmæti vinningsins er áætlað 1200 þúsund krónur. .Kjartan Sveinsson, arkitekt sagði, að stofurnar nytu sín ekki til fulls fyrr en á sumr- in, því að garðurinn úti fyrir og stofan mynduðu eina heild. Engu að síður væru þær vist- legar á vetrum, með smekk- legum tjöldum fyrir gluggum. íbúðin er búin húsgögnum frá ýmsum fyrirtækjum í bænum, og sá Steinþór Sig- urðsson, listmálari, um upp- setninguna. Húsgögnin fylgja að sjálfsögðu ekki með vinn- ingnurn. Prýða veggina mál- verk þriggja málara frá Hafn arfirði, Kópavogi og Reykja- vík. Þau fyrirtæki, sem léðu húsbúnað eru þessi: Húsgögn- in eru frá Húsgagnverzlun Austurbæjar; gólfteppi frá Axminster h.f.; gluggatjöld og gluggaumbúnaður frá Glugg- ar h.f.; heimilistæki frá Heklu h.f.; sjónvarp frá Vélar og viðtæki h.f.; sængurfatnaður frá sængurfataverzluninni Verið; pottablóm frá blóma- ' skálanum, Nýbýlavegi; og keramik frá Glit. Bkki er að efa að marga fýsir að skoða DAS-húsið að þessu sinni. Það verður til sýnis alla laugardaga og sunnu daga í þessum miánuði, frá kl. 2—8; ennfremur á sama tíma á skírdag, páskadag o^g 2. í páskum. Þetta er 10. starfsár happ- drættis DAS, sem nú er að hefjast. Starfar það með sama hætti og undanfarin ár. Þó verður vinningum fjölgað úr 100 í 150 á mánuði, og mánað- arverð happdrættismiðans hækkar um 10 kr. Stærstu vinningarnir eru, fyrir utan DAS-húsið, 24 íbúðir tilbún- ar undir tréverk, í Ljósheim- um 22; 48 bifreiðir (4 í hverj- um flokki), og 1728 húsbúnað a.ívinningar. Nokkrir miðar eru nú fáanlegir í happdrætt- inu og verða þeir seldir til 17. apríl n.k. Ágóðanum verður sem fyrr, varið til áframhald- andi uppbyggingar Hrafnistu, Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Framkvæmdastjórar DAS eru Auðunn Hermanns- son og Baldvin Jónsson. Austin ’46 til sölu og verður til sýnis á plani hjá sendibílastöðinni Þresti í dag frá kl. 5—7. Ráðskonustarf óskast Stúlka með þriggja mán- aða barn óskar eftir ráðs- konustöðu í bænum eða nágrenni bæjarins. Uppl. í síma 32478 frá kl. 1—4. TiSbo3 óskast í svonefnt bryggjuhús við Keflavíkurhöfn. Húsið á að flytjast burt af núverandi stað. Tilboð þurfa að berast hafnarstjóra fyrir 16. apríl 1963. Hafnarstjóri gefur nánari upplýsingar. HAFN ARST J ÓRINN, Gsrðyrkjumaður óskast til að setja niður tré og lagfæra lóð. Upplýsingar í síma 35576. Mótatimbur til sölu stærð 7/8”x4” og 7/8”x6. Uppl. í sima 15432 í kvöld og á morgun. ATHUGIÐ ! að borio saman v'ð útbreiðslu er iangtum odýrara að auglýsa i MorgunblaÖinu, en öðrum blöðum. Afgreiðsiustúlku vantar í tóbaksbúð. — Upplýsingar í síma 17051. SILLI & VALDI. Skrifstofustúlka Heildverzlun í miðbænum óskar að ráða stúlku með verzlunarskólaprófi eða hliðstærri menntun nú þegar eða frá 1. maí. Tilboð merkt „Vélritun -— 6722“ sendist blaðinu fyrir 20. apríl. Húsgagnabólstrarar óskast strax. ISTYRKTARFELAG vangef- i inna hefur nýlega gefið út / bækling, Vangefna barnið, 7 sem Kristinn Björnsson hefur 1 þýtt og staðfært. Bæklingur l þessi fjallar bæði um orsakir i vanþroska, og hvað hægt sé 7 að gera til úrbótar. \ Bækling þennan er hægt að i fá ókeypis á skrifstofu Styrkt 1 j arfélags vangefinna að Skóla. 7 I vörðustíg 18 og á dagheimil-1 I inu í Lyngási. t + Gencrið + 8. apríl 1963. Kaup Sala 1 Enskt pund .....™. 120,28 120,58 1 Bandaríkjadollar — 42.95 43,06 1 Kanadadollar ........ 39,89 40,00 1Ö0 Danskar krónur 622,23 623,83 100 Norskar kr. , 601,35 602,89 100 Sænskar kr......... 827,43 829,58 10" Finnsk mörk _ 1.335,72 1.339,1 100 Franskir fr. 876,40 878,64 100 Svissn. frk. 992,65 995,20 100 Gyllini _________ 1.195,54 1.198,60 100 Vestur-Þýzk mörk 1.074,76 1,077.52 160 Belgiskir Ir. ------- 86,16 86,38 Eapp&iætti Landakoisskéla Dregið hefur verið hjá Borgar- fógeta í happdrætti Landakots- skóla og hafa eftirfarandi númer hlotið vinning: 1) Málverk 02130; 2) Úr 00842; 3) Skrifborðssett 01983; 4) Vegg teppi 01842 5) Barnarúm 00916; 6) Málverk; 00454; 7) Fuglabúr með 2 fuglum 01402; 8) Fiska- búr með 15 fiskum 01434; 9) Bamsi 00832; 10) Lampi 00566; 11) Brúða 01618; 12) Matarkarfa 00371; 13) Baðvigt 01046; 14) Eldhúsvigt 01379; 15) iímlampi 01474; 16) Ilmlampi 00580; 17) Ljósmyndataka 00858; 18) Ljós- myndataka 01431; 19) Brúðurúm 02283; 20) Brúða 02231; 21) Brúða 00084;_22) Kross 02092; 23) Syk- ur og rjómakanna úr silfri 01828 24) Lampi 02165; 25) Lampi 01250. (Birt án ábyrgðar). Vinninganna má vitja í Landa kotsskóla, sími 17631. Húsgagnaverlunin Laugavegi 36. Karl J. Sörheller. Fiskibátur til sölu Nýlegur 50 rúmlesta bátur. — Útb. 400 þús. SKIPA- OG VERÐBRÉFA- (SALAN SKIPA- ILEIGA ÍVESTURGÖTU 5 Vesturgötu 5 — Sími 13339: í kvöld verður síðasta sýningin á Ieikriti Sigurðar Róbertssonar, „Dimmuborgir“, sem hefur nú verið sýnt 11 sinnum í Þjóðleik- húsinu. — Myndin er af Sigríði Ilagalín og Stefáni Tliors í hiut- verkum sinum. Önnumst kaup og sölu verðbréfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.