Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 23
Miðvíkudagur 10. apríl 1963 UORCTJNBLAÐIÐ 23 - Ræða Jóns G. Maríussonar Framhald al bls. 13. meginatriðum svipar henni mjög til ársins 1961, enda voru ytri aðstæður svipaðar, mikil aukn- meginatriðum svipar henni mjög ing bæði í framleiðslu og pen- ingatekjum og hagstæður greiðslujöfnuður við ótlönd. — Spariinnlán jukust árið 1962 meir en nokkru sinni fyrr, og þrátt fyrir mikla útlánaaukn- ing í batnaði staða bankakerfis- ins gagnvart Seðlabankanum stórlega. Verður nú rætt um helztu þætti peningamálanna, en síðan vikið að stefnunni í pen- ingamálunum í heild og þeim vandamálum, sem nú blasa við. Batnandi staða innlendra a'Vila við Seðlabankann Staða innlendra aðila við Seðlabankann batnaði mjög veru lega á árinu, sérlega vegna stór- aukinna innstæðna bankakerfis- ins í Seðlabankanum. Aðstaða banka og annarra peningastofn- ana við Seðlabankann batnaði um 592 millj. kr. á árinu 1962, og sundurliðast sú upphæð í að- alatriðum sem hér segir: Skuldir bankanna vegna enduT kaupa á afurðavíxlum lækkuðu um 112 millj. kr., og stafaði sú lækkun að nokkru leyti af minni vörubirgðum í árslok 1962, én að mestu leyti af því, að Lands- bankinn tók á árinu 170 millj. kr. stutt lán í Bandaríkjunum í sam- bandi við sölu á freðfiski þang- að, og voru lán þessi endurlánuð íslenzkum útflytjendum. 1 pen- Ingamálaskýrslunum eru þessi lán talin með útlánum íslenzkra banka og sem stutt skuld bank- anna við útlönd og koma þannig til frádráttar gjaldeyrisstöðunni og hafa engin áhrif á hana til hækkunar eða lækkunar. Fyrir utan endurkaupin batnaði staða banka og sparisjóða við Seðla- bankann um 514 millj. kr. á ár- inu,N en staða fjárfestingalána- stofnana versnaði um 34 millj. kr. Hinar auknu skuldir fjár- festingalánastofnana s t ö f u ð u fyrst og fremst af starfsemi Stofn lánadeildar sjávarútvegsins, en útlán hennar á árinu námu 55 millj. kr., sem komu til lækk- unar á útlánum bankanna. Er nú hinum miklu útlánum Stofn- lánadeildarinnar, sem hófust á árinu 1961, að mestu lokið, en tilgangnr þeirra var að breyta stuttum skuldum sjávarútvegs- ins í löng lán. Þessi útlán voru í heild orðin 354 millj. kr. í lok ársins 1962, en þá hafði verið endurgreitt af Jánum 21 millj. kr., svo að heildarútlán í árslok voru 333 millj. kr. Hin stórbætta staða banka og sparisjóða gagnvart Seðlabank- anum, en hún nam, eins og áður segir, 514 millj. kr. á árinu 1962, stafaði bæði af innlánsbinding- unni og bættri lausafjárstöðu bankanna. Reglur um innláns- bindingu voru óbreyttar á árinu 1962, og voru bindiskyld 30 % af aukningu innlána hjá innláns- stofnunum, en lágmarksbinding var 3% af heildarinnstæðu. Alls jukust innstæður á bundnum reikningum um 272 millj. kr. á árinu 1962, en höfðu aukizt um 253 millj. kr. á árinu 1961. Átti innlánsbindingin þannig megin- þátt í því að bæta stöðu banka- kerfisins gagnvart Seðlabank- anum á árinu 1962 og þar með í þeirrf aukningu gjaldeyrisforð- ans, sem þá átti sér stað. Auk þess hækkuðu almennar óbundn- ar ínnstæður banka og annarra innlánsstofnana um 153 millj. kr., en jafnframt voru lausaskuldir þeirra við Seðlabankann að mestu greiddar. Víxlar gegn verð bréfum, sem verið höfðu 41 millj. kr. í árslok 1961, greiddust að fullu á árinu, og aðeins einn við- Ekiptabanki var í skuld á reikn- ingi sínum við Seðlabankann í érslok, og nam hún rúmum 4 millj. kr. Staða ríkissjóðs og ríkisstofn- ana gagnvart Seðlabankanum batnaði verulega á árinu 1962. 1 lok ársins 1961 var innstæða á aðalviðskiptareikningr ríkis- sjóðs 39 millj. kr. Eins og venja er til, breyttist þessi innstæða brátt í skuld, og varð skuld ríkissjóðs við Seðlabankann á þessum reikningi í lok ágúst- mánaðar 85 millj. kr., og er það meira en helmingi lægri upphæð en hæsta skuld ríkissjóðs á árinu 1961. í lok ársins nam innstæða á aðalviðskiptareikningi 86 millj. kr. og hafði þannig batnað um 47 millj. kr. á árinu. Sé litið á heildarviðskipti ríkissjóðs og ríkisstofnana við Seðlabankann, þar á meðal verðbréfakaup, sem meira eða minna eru tengd starf- semi ríkisins, batnaði staðan um 53 millj. kr. á árinu. Þensla í viðskiptum banka Mikil þensla átti sér stað í við- skiptum bankakerfisins á árinu 1962, og jukust útlán og peninga- magn mjög verulega. Aukning spariinnlána nam samtals í bönk um og sparisjóðum 762 millj. kr. á móti 557 millj. kr. aukningu á árinu 1961. Er þetta meiri aukn- ing spariinnlána en nokkru sinni fyrr, og nam hlutfallsleg aukning á árinu 27%. Jafnframt jukust veltiinnlán, það er að segja innstæður á hlaupareikn- ingum og sparisjóðsávísanabók- um, einnig mikið eða samtals um 178 millj. kr. Er þetta 18% 'hækkun, en árið 1961 hækkuðu veltiinnlán um alls 30%. Útlánaaukiiing banka og spari- sjóða á árinu 1962 nam 578 millj. kr., en það er um 13% aukning. Við útlánaaukningu bankanna þarf að bæta lánveit- ingum Stofnlánadeildar sjávar- útvegsins á árinu, þar sem þær eru jafnótt dregnar frá útlána liðum bankanna, en þær lækka skuldir fyrirtækja í sjávarútveg- inum við viðskiptabankana. Alls námu útlán Stofnlánadeildar- innar, sem afgreidd voru 1962, 55 millj. kr., svo að þeim við- bættum var heildarútlánaaukn- ing bankanna á árinu 633 millj. kr., en á árinu 1961 nam út- lánaaukningin reiknuð á sama hátt 650 millj. kr. Útlánaaukn- ingin hefur því orðið mjög svip- uð bæði árin. Þessi mikla út- lánaaukning gat átt sér stað undanfarin tvö ár, án þess að staða bankakerfisins gagnvart Seðlabankanum versnaði, vegna hinnar miklu aukningar innlána. Þannig jukust spariinnlánin ein á árinu 1962 um 762 millj. kr. eða um 129 millj. kr. hærri upphæð en nam aukningu útlána. Engu að síður verður þessi útlána- aukning áhyggjuefni, þegar Iitið er á hina miklu þenslu í eftir- spurn, sem átti sér stað á árinu 1962, og hefði strangara aðhald í útlánum bankanna tvímæla- laust verið æskilegt til að vega þar á móti. Hagstætt ár þjóðarbúinu Síðastliðið ár hefur þannig orðið þjóðarbúinu hagstætt, þjóð arframleiðslan og þó einkum út- flutningsframleiðslan hefur vax- ið verulega, og framleiðslugeta þjóðarinnar hefur verið vel nýtt. Jafnmikil eða meiri framleiðslu- aukning hefur nokkrum sinnum átt sér stað hér á landi síðan styrjöldinni lauk. í samanburði við þau ár verður það að teljast einn mikilvægasti árangur þessa undanfarna góðæristímabils, að tekizt hefur að nýta hinar góðu ytri aðstæður til þess að stór- bæta stöðu þjóðarbúsins út á við, skapa traustari grundvöll frjálsra viðskipta við önnur lönd og búa í 'hagirin fyrir framtíðina. I fyrsta sinn eftir Iok styrjaldar- innar eiga íslendingar nú gjald- eyrisvarasjóð, er gefur þeim nokkurt svigrúm til þess að mæta efnahagsörðugleikum og áföllum, sem ætíð má búa.. við, að þjóð háð duttlungum náttúru- aflamja verði fyrir. Hins vegar er rétt að hafa i huga, að hinn hagstæði greiðslu- jöfnuður við útlönd er ekki ein- hlítur mælikvarði á heilbrigði efnahagsástandsins. Þeir hlutir geta átt sér stað samtímis, sem síðar verði til þess að raska þvi jafnvægi, sem náðst hefur og snúa greiðsluafganginum við út- lönd upp í halla. Þannig eru þess nú þegar merki, að innflutning- ur sé farinn að aukast örar en gjaldeyristekjur þjóðarinnar, svo að búast má við því, að greiðslu- jöfnuðurinn verði óhagstæðari á því ári, sem nú er hafið, en ver- ið hefur undanfarin tvö ár. Hin sívaxandi umfram eftirspurn eftir vinnuafli og ör aukning innflutnings á undanförnum mánuðum eru greinileg merki efnahagslegrar þenslu. Xvær orsakir þenslu Orsakir þessarar þenslu, sem brátt getur Orðið að ofþenslu, eru einkum tvær. Annars vegar er hin mikla tekjuaukning í sjávarútveginum, en hins vegar þær launahækkanir, sem átt hafa sér stað á síðastliðnu ári og það sem af er þessu ári. Tekjuaukn- ingin í sjávarútveginum er að sjálfsögðu merki aukinnar þjóð- arframleiðslu, enda hefur hún verið samfara batnandi greiðslu jöfnuði við útlönd. Engu að síð- ur verður að hafa gát á því, að slík tekjuaukning valdi ekki meiri eftirspurnaraukningu en framleiðslugeta þjóðarbúsins leyf ir. í rauninni hefur þetta þegar gerzt að verulegu leyti hér á landi á síðastliðnu ári. Tekju- aukningin í sjávarútveginum hef ur valdið þenslu í hagkerfinu í heild og mikilli samkeppni um vinnuafl. Þetta ástand á vinnu- markaðnum hefur vafalaust átt mikinn þátt í þeim kaup- og tekjuhækkunum, sem orðið hafa síðustu mánuðina. Þessar launa- hækkanir eru nú orðnar svo miklar, að óhjákvæmilegt er að varpa fram þeirri spurningu, hvort þjóðarbúið geti borið þær án alvarlegra áfalla. Ef reyna á að gera sér grein fyrir þessu, skipta tvö atriði mestu máli, áhrif tekjuaukningarinnar á stöðu þjóðarbúsins út á við og áhrif launahækkananna á af- komu útflutningsatvinnuveg- anna. Við hvörugu þessu er auðvelt að gefa ákveðið svar enn sem komið er. Hér skiptir það í raun- inni meginmáli, hvort áframhald verður á hinum miklu og góðu aflabrögðum, sem einkennt hafa síðastliðin tvö ár. Enginn veit, hve lengi þau standa, en sé gengið út frá þeirri forsendu, að svo verði, er ástæða til að vöna, að þjóðarbúið geti tekið á sig þá eftirspurnaraukningu, sem orðin er, án verulegrar rýrntmar gjald- eyrisforðans. Hins vegar er hætt við, að brátt verði endir bund- inn á það tímabil greiðsluaf- gangs, sem þjóðin hefur átt við að búa nú um skeið. Er það óneit anlega verr farið, þvi að full ástæða væri til að reyna að styrkja aðstöðu og traust þjóð- arinnar út á við enn betur en orðið er. Hin góðu aflabrögð undanfar- inna tveggja ára hafa tvímæla- laust styrkt hag verulegs hluta sjávarútvegsins. Hækkun fisk- verðs og launa er hins vegar Flóamanna var haldinn að Flúðum í Hrunamannahreppi í gær. Fundinn setti varafor- maður stjórnar búsins, Sigur- grímur Jónsson í Holti, í for- föllum formanns, sr. Svein- bjarnar Högnasonar. Vara- formaður minntist í upphafi máls síns tveggja látinna starfsmanna, þeirra Eiríks Jónssonar í Vorsabæ, sem verið hafði cndurskoðandi reikninga mjólkurbúsins allt frá 1935, og Jóns Þorkelsson- ar á Brjánsstöðum í Gríms- nesi, sem um langt árabil var fulltrúi sveitar sinnar á fundum búsins. v ÞESSI fundur var 35. aðalfund ur Mjólkurbúis Flóamaiina og orðin svo mikil, að fyTÍrsjáan- legir eru miklir rekstrarörðug- leikar í fiskiðnaðinum, ef lengra er haldið áfram á sömu braut. Jafnframt er útflutningur land- búnaðarvara ekki hugsanlegur á samkeppnisgrundvelli með þeim framleiðslukostnaði, sem nú er. Launahækkun Þær launahækkanir, sem orðið hafa að undanförnu, eru vafa- laust meiri en æskilegt hefði verið miðað við framleiðslu- aukningu, og verður að ' búast við, að þær hafi í för með sér versnandi greiðslujöfnuð við út- lönd og erfiðari rekstur í mikil- vægum þáttum útflutningsfram- leiðslunnar. Það hlýtur því að vera meginverkefni í efnahags- málurn á næstunni að koma á festu í kaupgjaldsmálum, þannig að ekki eigi sér stað kauphækk- anir umfram það, sem fram- leiðsluaukning þjóðarinnar leyf- ir. Hér er um að ræða eitt erf- iðasta efnahagsvandamál þjóðar- innar, en til lausnar því skiptir öllu máli, að launþegar skilji, að auknar tekjur án freimleiðslu- aukningar geta ekki til lengdar fært þeim bætt lífskjör. Siglufjarðar* bátar í höfn Fréttaritarinn á Siglufirði símaði: Hér brast á í morgun NA stórhríð mjög snögglega og má segja að stórhríð hafi verið í allan dag, með þeim afleiðingum að fresta varð keppni í Skíðalandsmóti ís- lands, sem hefjast átti í dag. Trill ur, sem voru á sjó hér í morgun eru allar komnar í höfn, en úti eru tveir dekkbátar 70 lesta, en þeir eru ekki taldir í neinni hættu Búizt er við þeim inn kL 6—7 í kvöld. Siglufjarðarskarðsvegurinn var opnaður í gær og lokaðist aftur fljótlega upp úr hádeginu í dag. Aðeins einn bíll kom til okkar yfir skarðið, vöruflutningabíll úr Reykjavík, eign Birgis Runólfs- sonar, sem annast vöruflutninga hér á milli. Eg hafði samband við Birgi síðari hluta dagsins, því bíllinn lagði af stað vestur yfir aftur um 10 leytið í morgun, og tók ferðin yfir skarðið 3 tíma, sem er venjulega um klukkutíma akstur. Viðræður um fjarskipti Genf, 9. apríl (AP): í dag hófust í Genf viðræður full trúa Rússa og Bandaríkjamanna um bein fjarskipti milli Moskvu og Washington. síðasta ár 33. reikningsár búsins. ’Varaformaður kvað afkomu bús- inis á árinu góða. Verðgrundvall- arverð hafði náðst til bænda fyr- ir mjólkina. Varafonmaður nefndi til fund- arstjórnar þá Þorstein Sigurðs- son á Vatnsleysu og Sigmund Sigurðsson í Langholti og til f und arritara Pál Björgvinsson Efra- Hvoilli og Eggert Ólafsison á Þor- valdsseyri. Að lokinni ræðu varaformanns fluttu fraimkvæmdastjóri mjólk urbúsins Grétar Símonarson skýrslu sina og skýrði reikninga búsins. Heildar mjólkurmagn búsins á árinu 1962 nam 34.644,498 kg. og varð aukningin frá árinu áð- ur 5,622% eða 1.844.048 kg. Mjódk uraukning fór fyrst og fremst til ostagerða en framleitt var rúml. 85 tonnum meira af oeti Það þarf að miða stefnuna 1 peninga- og fjármálum við það að hamla á móti þeirri miklu þenslu í eftirspurn, sem nú ríkir. Enda þótt nokkur greiðslujöfn- uður hafi orðið i fjármálum rík- isins síðastliðin ár, hefur ríkis- sjóður ekki með fjármálalegum aðgerðum hamlað neitt, sem heit ið getur, á móti vaxandi þenslu. Eins og útlitið er nú í efnahags- mádum, má fastlega búast við þvi, að þörf verði öflugri ráð- stafana af hálfu rikisins í þvi skyni að draga úr umfram eftir- spurn í þjóðarbúinu. Við þær að- stæður, sem ríkja hér á landi nú, eru fjármálalegar aðgerðir rík- isins áhrifarikasta meðalið til þess að koma í veg fyrir örari aukningu eftirspurnar en fram- leiðslugeta þjóðarbúsins leyfir. Enda þótt tekizt hafi með pen- ingalegum aðgerðum Seðlabank- ans að koma á meira jafnvægi en áður á peningamarkaðnum og styrkja stöðuna út á við, verður varla sagt, að stefnan í peninga- málum hafi haft í för með sér nokkur samdráttaráhrif, og ekki hefur tekizt að koma í veg fyrir þá miklu þenslu eftirspurnar, sem nú einkennir efnahags- ástandið. Það enþví sízt ástæða til þess, eins og nú horfir, að draga úr aðhaldi í peningamál- um eða breyta í grundvallar- atriðum þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið. Jafnframt verður yfirstjórn peningamálanna að vera við því búin að gera gagn- ráðstafanir, gerist þess þörf vegna hættulegrar þróunar. i verðlags- eða gjaldeyrismálum, með auknu aðhaldi um útlán og öðrum aðgerðum í peningamál- um. Sterk aðstaða þjóðarbúsms Staða þjóðarbúsins er í dag sterkari en hún hefur verið um margra ára skeið. Þjóðarfram- leiðslan er mikil, greiðslujöfn- uðurinn er sæmilegur, og gjald- eyrisforðinn skapar nokkurt ör- yggi gegn áföllum. Ytri aðstæð- ur eiga því að vera góðar til þess að mæta vandamálum, sem framundan eru, ef þenslu og verðhækkunum er ekki gefinn laus taumurinn. Vonandi ber þjóðin gæfu til þess að leysa þessi vandamál og stöðva hina nýju verðhækkun- aröldu, áður en hún ris of hátt og kollvarpar þvi jafnvægi, sem hefur náðst. Til þess að þetta takist þarf örugga stjórn efna- hagsmála, bæði í fjármálum og peningamálum, en ekki sízt al- mennan skilning þjóðarinnar á þvi, hve mikilvægt efhahagslegt jafnvægi er sem grundvöllur uppbyggingar atvinnulífsins og þeirra bættu lífskjara, sem allir vilja stefna að. uim 1.392.638 kg. Flutningskostnaður að búinn reyndist pr. lítra 0,3923 kr. og hafði hækkað um 3,8 aura pr. lítra. Nettóútborgun pr. lítra reyndist því 4,4146 kr. -Sem fyrr segir náðist að greiða verðgrund vallarverð kr. 4,9005 brúttó til bænda og komu eftirstöðvamar 88% eyrir til útborgunar í gær. Að loknum skýrslum .fóru fram kosningar. Úr stjórn áttu að ganga Ágúst Þorvaldsson, en var endurkjörinn. í stjórn eiga nú sæti: Sr. Sveinbjörn Högnason, Sigurgrímur Jónsson, Þorsteinn Sigurðsson, Eggert Ólafsson og Ágúst Þorvaldsson. Guðjón Jóns son, Hallgeirsey var kosinn end urskoðandi. Ails sóttu þennan fund 63 full trúan og um 100 gestir auk þeirra. Var öllum veitt kaffi í boði búsins. Sakir rúmleysis í blaðinu verð- ur nánari frásögn af fundinum að bíða næsta blaðs svo sem niður- en árið áður. Seld nýmjólk óx, stöður reikninga og samþykktir. IVIjólkurbiJ Flóamanna greiddi verðgrundvallarv. Aoalfundui búsins haldinn að Flúðum í gæi AÐALFUNDUR Mjólkurbús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.