Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 6
MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. apríl 1963 6 Úr þriðja þætti: Tessie (Guðrún Erlingsdóttir) og Billy Bartiett (Ólafur Ólafsson). Leikfélag Selfoss: GRÆNA LYFTAN Gamanlekiur eftir Avery Hopwood. l»ýðing: Sverrir Thoroddsen. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. MIÐVIKUDAGINN 3. apríl s.l. hafði Leikfélag Selfoss frumsýn- ingu á „Grænu lyftunni“ eftir bandaríska rithöfundinn, Avery Hopwood í þýðingu Sverris Thor oddsen. Leikstjórn annast Gsíli Alfreðsson og kona hans, Juliane. Er þetta í annað sinn, sem þau stjórna leikriti fyrir Leikfélag Selfoss, hið fyrra var s.l. haust, er þau sviðsettu „Hokus pokus“ eftir Curt Goetz með ágætum ár- angri nákvæmrar vinnu. Leikritið „Græna lyftan" er gamanleikur í þrem þáttum, fjall ar fyrst og fremst um vandamál hjónabandsins, eða við skulum segja vissa þætti þess. í staðinn fyrir hinn eilífa þríhyrning í með förum höfunda um þetta vanda- mál, stillir Avery Hoppwood upp fimmhyrning á mjög svo skemmti legan hátt, og gamanið, sem stundum virðist ærið grátt, verð- ur að lokum anzi græzkulaust án þess, að það skaði alvöruna, sem að baki býr. Höfundur tekur þannig á efninu, að það á erindi til allra, jafnvel harðsvíraðs pip- arfóíks, sem að sjálfstögðu hug- leiðir þessi vandamál engu síður en verandi og verðandi hjóna- bandsaðilar. Þau hjónin Juliane og Gísli hafa greinilega tekið leikstjómar- hlutverk sitt alvarlega og föstum tökum og náð að skapa misfellu litla heild úr verkinu. Hreyfingar og staðsetningar em eðlilegar og fastmótaðar, framsögn góð og áherzlur mátulegar og á réttum stöðum, en á hinu síðastnefnda sérstaklega vill stundum verða misbrestur hjá „amatörum', og reynir þá á leikstjórnina. Aðalhlutverk, hinn samvizku- sama, fullkomna eiginmann, Billy Bartlett leikur Ólafur Ólafsson af mikilli innlifun. Nýtir hann mjög vel möguleika hlutverksins að kitla hláturkirla áhorfenda án þess, að persónan verði um of hjákátleg, en slík leið milli skers og bám er dálítið vandrötuð, en nauðsynleg, til að túlkunin verði sannfærandi. Kona Billys, Laura Bartlett, leikin af Elínu Arnoldsdóttur, er fjörug og kenjótt, aðsópsmikil, ef því er að skipta. Leikur Elín hlutverk þetta af miklu öryggi sviðsvans leikara, hvort sem um er að ræða fínleik hins kvenlega eða þegar syrtir í álinn hjá þeim hjónum. Hin hjónin í fimmhyrningnum, Jack og Blanny Vheeler em leik- in af Axel Magnússyni og Erlu Jakobsdóttur. Jack er hinn lífs- reyndi eiginmaður, úrræðagóður, nema kannski helzt, þegar á reyn ir, en Blanny hin trygga og góða eiginkona. Gera þau bæði hlut- verkum sínum góð skiL Staka aðilann í fimmhyrningn- um, Phillip Evans, vin frú Bartl- etts, leikur Sigurður Símon Sig- urðsson á geðþekkan hátt. Þjón- ustustúlkan Tfessie er lítið hlut- verk, en vel af hendi leyst af Guðrúnu Erlingsdóttur. Ennfrem ur koma fram burðarkarlarnir Harrigan og Petz leiknir af Hall- dóri Magnússyni og Gunnari Granz, Leiktjöld gerði Carl Granz, leik sviðsstjóri er Halldór Magnússon og ljósameistari Magnús Hákon- arson. Þetta 8. viðfangsefni Leikfélags Selfoss á 5 ára starfsferli þess er mjög vel af hendi leyst, leik- stjórum og leikurum til álits- auka. Benedikt Bogason. Söluörðugleikar á niðurlagðri sild Á FUNDI sameinaðs þings á laugardag kvaddi Gunnar Jó- hannsson (K) sér hljóðs utan %%%%%%%%% ÍSLANDSMÓTIÐ í bridge hélt áfram 1 fyrrakvöld og vom þá spiluð 32 spil af 64 í 3. umferð í landsliðsflokki. Að þessum 32 spilum loknum hafði sveit Einars 36 stig yfir sveit Jóns. Sveit Laufeyjar hafði 20 stig yfir sveit Ólafs og sveit Þóris hafði 53 stig yfir sveit Agnars. 3. umferðinni lauk í gærkvöldi. í dag hefst keppni kl. 2, og spila þá saman sveitir Þóris og Ólafs, Jóns og Laufeyjar og Agnars og Einars. 4. umferð lýkur síðan í kvöld. Á morgun hefst keppnin einnig kl. 2 og verður þá spiluð síðasta umferðin. Spila þá saman svéitir Einars og Þóris og bendir allt til, að það verði úrslitaleikurinn á mótinu. Einnig spila þá saiman sveitir Laufeyjar og Agnars og sveitir Ólafs og Jóns. Tvær neðstu sveitirnar í landsliðsflokki flytj- ast niður í meistaraflokk. Tvímenningskeppnin hefst n.k. laugardag og verða þá spilaðar 2 umferðir og lýkur keppninni 2. páskadag. Sýningartaflan er notuð á móti þessu og hafa áhorfendur haft mikla ánægju af og eru bridge- unnendur hvattir til að sækja mót þetta og fylgjast með þeim spilum, sem sýnd em á töflunni. Allar keppnirnar fara fram í Skátaheimilinu við Snorrabraut. dagskrár ©g spurðist fyrir um orsakir þess, að starfrækslu nið- urlagningarverksmiðjunnar á Siglufirði hefði verið hætt í bilL Sigurður Ágústsson (S) kvaðst sem stjórnarmeðlimur í Síldar- verksmiðjum ríkisins vilja gefa eftirfarandi upplýsingar. Ástæð- an fyrir þvi, að framleiðsla nið- urlagningarver'ksmiðj unnar hef- ur stöðvazt í bilí er sú, að tals- vert af óseldum birgðuim er fyrir hendi og þess vegna hefur ekki verið talið fært að halda fram- leiðslunni áfram, nema söluhorf- ur bötnuðu. Ekki má rugla saman niður- soðinni og niðurlagðri sáid, nið- urlögð síld hefur miklu minna geymsluiþol en niðursoðin síld, en verksmiðjan á Siglufirði er tilraunaverkstmiðja til að leggja niður síld. Þess vegna er ekki hægt að fram- Leiða nema tak- markað magn án þess að örugg sala sé fynr hendi. Verksmiðja-n hef ur sent sýnis- horn til ýmissa -aðila í Evrópu og Bandarílkjun- um og einnig leitað aðsboðar hjá útflutningsfyrirtækj um SH, SÍS og O. Johnson og Kaaber, en ár- angur orðið mjög rýr og ekki tekizt að selja neitt verulegt -magn á erlendum markaði. Loks upplýsti Sigurður Ágústs son, að Síldarverksmiðj urnar hefðu fyrir nokkru ráðið sér- stak-an sölumann til að fara í söluferð til Evrópu og Banda- rfkjanna á vegum verksmiðjunn- ar siðar í þessum mánuðL Lög iró Alþingi EFTIRFARANDI frumvörp hafa verið samþykkt sem lög frá Alþingi: Um byggingarsjóð aldr- aðs fólks. um happdrætti Dval- arheimilis aldraðra sjómanna, um heimilishjálp fyrir a-ldrað fólk, um bændaskóla, um sigl- ingalög, um sjómanna-lög, um sölu Utanverðuness, um Sbofn- lánadeild landlbúnaðarins, um lámsibeimild til vatnsiveitufram- kvæmda í Vestmannaeyjum, um ábyrgð á láni fyrir Slippstöð- ir.a h.f. Akureyri, um Tónlistar- skóla, um innflutning og gjald- eyrismál, um lögreglum-enn og um veitingasöl-u, giBtistaðahaid oTL Tollskráin til neðri deildar NÝJA tollskráin var sam- þykkt við 3. umræðu í efri deild í gær. S-íðdegis í gær var hún síðan tekin til 1. umræðu í neðri deild og vísað til 2. umræðu og fj áhhagsnef ndar. Við uimræðurn-ar lýsti Gunn- ar Thoroddsen fj-ármál-aráðherra því yfir, að væntanlegt væri frumvarp frá ríkisstjórninni á þessu þingi um hlut sveitarfé- laganna af aðflutningsgjöldum ti-1 að bæta upp niðurfellingu 8% söluskattsins, en af honum fengu sveitarféilögin 20%. Bíllinn fannst benzínlaus CHEVROLETBÍLNUM G— 922 var stolið í fyrrinótt frá bíilasölu Guðmundar við Berg- þórugötu, en bíllinn var þar til sölu. Eigandinn býr í Keflavíik. Leit v-ar hatfin að bílnum, sem fannst skömmu eítir hádegi í gær við Rauðlhóla. Bíllinn var benzínlaus og hliðarrúða brotin. Þjófamir hafa líklega brotið rúðuna til að komast inn í bil- inn. • Stór vinningur S skrif-ar okkux á þessa leið: „Velvak-andi! Menn ræða um happdræ-ttis- auglýsingu DAS um húsið með bílnu-m og öllu til alls. Þykir flestum sem þessi vinningur sé svo mi'kill, að mönnum hrjósi hugur við að hreppa slíka eign. Eðlilegra sé að dreifa vinning- unum og því fé sem varið er ti-1 þessa eina vinnings yfir á fleirL • Reykingar T------------- skólaæskunnar Um daginn sat ég með nokkr- um kunningjum og rædd voru allskonar mál sem til bjargar mega verða þjóð vorri og fóst- urjörð. Þar bar m.a. á góma leiðir til að stöðva reykingar skólaæskunnar. Taldi einn í hópnum sig hafa lesið það í blöðum borgarinnar að borgar- læknir eða landlæknir, jafnvel báðir, hafi ætlað að beita sér fyrir því, að tafarlaust yrði stöðvuð lausasala á sígarettum. Frá því þetta gerðist er mikið vatn runnið til sjávar en í öll- um „sjoppum" er allt fullt af skólakrökkum svælandi sigar- ettur, sem keyptar eru í stykkja talL Krabbameinsfélagið ætti að beita sér á þessu sviði og er ég þess fullviss að þá myndi þessi ósómi verða stöðvaður. S.“ • Byrgja verður brunninn Móðir skrifar; ,,Kæri Velvakandi! Ég hefi lengi ætlað að skrifa þér, um það málefni, sem ég skrifa um nú, en mér fer sem öðrum, að láta reka á reiðan- um, rneðan ekkert skeður, en nú er það skeð sem ég hefi óttast mest, og það er slys á börnum á Leið yfir Suðurlands- braut úr skóla og er það Guðs rnildi að ekki fór ver. En er hægt að bíða eftir að ver fari, það er hvort sem er aldrei gert neitt fyrr en eitthvað hefur gerat tvö börn verði fyrir bíl í einu ætti að nægja til þess að eitthvað verði gert til bjarg- ar. Það þurfa skilyrðislaust að vera ijós, ekkert annað er full- nægjandi. En á meðan þau eru ekki þyrfti að hafa lögreglu- vörð, í það minnsta þá diaga sem sköli er frá því á morgn- an-a og þangað til kennslu lýk- ur á daginn. Þá og fyrr ekki gseti maður verið nokkurn veg- inn óttalaus um börnin sín, sem þurfa að fara þarna yfir fjór- um sinnum á dag, því að á hverjum degi eru aukatímar. Það er algjörlega óviðunandi að vita af börnunum sínum í þessari hættu á mestu umferða- götu borgarinnar, án alls ör- yggis. Þetfca skipti, sem slysið varð á telpunum, er ekki eina skiptið sem bílar hafa farið fram úr öðrum bílum sem stoppað hafa til þe-ss að hleypa börnum yfir götuna, mitt barn 'kom heim ekki alls fyrir löngu og sagðist naumlega hafa slopp- ið frá bíl sem var svona, og það hafa áreiðanlega fleiri sömu eögu að segja. Því verður að ■hefjast handa og gera eitfchvað til bjar-gar áður en verra hlýzt af en það sem kotmið er. Ég vona Velvakandi mi-nn, að þú komir þessu á framfæri fyrir mig, og okikur öll sem hlut eigurn að máli, því hér er alvara á ferðum. Mó3ir.“ BOSCH Mikið úrval af BOSCH bílflautum 6, 12 og 24 volta. BBÆBURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. BOSCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.