Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 20
20
MUKUUIVULAOIO
Miðvikudagur 17. apríl 1963
Eitt af því fáa, sem þekkjan-
legt var í brunarústum flugvél-
arinnar, var lítill tréhestur, um
25 sentimetra langur og skaer-
rauður á lit. Lá hann innan um
brauðsnefðar, er kastazt höfðu til
hliðar út úr brakinu. Var í
fyrstu ekki fullvíst hvort ein-
hver börn hefðu verið með vél-
inni, en seinna kom í Ijós að svo
var ekki, heldur er það algengt
að leikföng séu geymd í flugvél-
um til afnota fyrir börn farþeg-
anna.
Birti til eftir slysið
Eldur logaði í brakinu í um
klukkustund eftir að slysið varð.
Eftir það steig aðeins reykur
upp úr brakinu, og megna
eldsneytislykt lagði yfir svæðið.
Slysstaðurinn er í réttri fluglínu
að Fornebu flugvelli frá Oslóar-
firði, og aðeins um 3 kílómetra
frá brautarenda. Tíu mínútum
áður en slysið varð hafði slyddu-
hrið verið á slysstaðnum, en
Stéiið á „IIrimfaxa“.
Norskur slökkviliðsmaður við brakið úr „Hrímfaxa".
— Hrlmfaxi
Framhald af bls. 24.
115 hulið eldi. Við hlupum á slys-
staðinn. Allt virtist gjörsamlega
^yðilagt.
Frú Hassel segir að slys-
staðurinn sé rétt við húsa-
þyrpingu, og hús hennar að-
eins um 300 metra frá brak-
inu. „Húsið okkar var í
beinni fluglínu vélarinpar,
Og á vissan hátt var eins og
flugstjórinn beindi vélinni til
jarðar til að forðast að lenda
á húsunum," segir Mary
Hassel.
övenju mikill hávaði
Annar sjónarvottur, I. Bach,
segir -að Hrímfaxi hafi komið
mjög bratt niður úr skýjunum.
„Engin sprenging varð fyrr en
vélin lenti á jörðinni," segir
Bach, sem var á göngu rétt hjá
slysstaðnum. ',En óvenjumikill
hávaði frá hreyflunum orsakaði
það að ég leit upp. Broti úr
sekúndu seinna sá ég vélina
koma niður úr skýjunum.
Sýndist mér hún koma
nærri lóðrétt niður. Rétt áð-
ur en hún lenti á jörðinni
Virtist sem flugmaðurinn væri
«ð reyna að ná henni út úr
hrapinu, því nokkuð dró úr
brattanum. En það var of
seint. Flugvélin lenti á jörð-
inni, og eldtungur og reykský
teygðu sig upp fyrir trjátopp-
ana.“
stytt hafði upp. En mjög var
lágskýjað. Seinna um daginn
birti til, og mátti þá sjá farþega-
flugvélar á ferð aðeins 100 fet-
um fyrir ofan brunnið flakið, og
voru þær á leið til lendingar á
flugvellinum.
Þegar Hrímfaxi fórst, átti
hann aðeins eftir einnar mínútu
flug til lendingar. Strax var haf-
in leit að líkum í rústunum, og
fannst það síðasta eftir fimm
klukkustunda leit Mörg likanna
voru óþekkjanleg, og var rann-
sókn á þeim ekki að fullu lokið
á þriðjudagskvöld. Telur lög-
reglustjórinn í Asker að unnt
verði að senda jarðneskar leifar
hinna látnu til ættingja einhvern
næstu daga.
Dönsku blöðin
Dönsku síðdegisblöðin, B. T. og
Ekstrabladet, skýrðu á mánudag
frá slysinu á forsíðum og nánar
inni í blöðunum. Bæði birta
blöðin í opnu stórar myndir og
frásagnir. B. T. rekur nokkuð
sögu Flugfélags íslands, sérstak-
lega að því er varðar Grænlands
flug, og segir að engum sé flug-
ið jafn tamt og íslendingum.
Um slysið segir B. T. m. a.:
Birgir Þorgilsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags ís-
lands í Danmörku, mun seint
geta glaymt þessum páska-
degi. Það varð hans þunga
raun, þegar fréttin barst um
slysið frá Osló, að láta að-
standendur hinna látnu 1 vita
um það, þeirra á meðal Poul
Reumert.
— Ég hef ávallt litið á
Poul Reumert sem reglulagt
karlmenni, sagði Birgir áður
en hann hélt í gærk.völdi flug-
leiðis til Osló til að skoða
slysstaðinn. Þennan skilning
fékk ég að nýju staðfestan
þegar hann tók þessum sárs-
aukafullu fréttum með jafn
mikiíli stillingu og unnt er
að krefjast við svo sorglegar
kringumstæður.
Vélln hvarf í eldhafi
Á öðrum stað segir B.T. eftir
sjónarvotti:
—• Ég heyrði dunur, sagir
fröken Bess Castberg, skrif-
stofustúlka hjá SAS, en hún býr
’handan við Nesöya. Vélin kom
lágt inn yfir eyjun^, en sneri
svo skyndilega nefinu til jarðar.
Hvarf vélin í eldhafi milli
trjánna.
Flugumferðarstjóri á Forn-
ebu segir blaðinu svo frá:
Það hefur ekki orðið flug-
slys við Osló síðan 1946. ís-
lenzka vélin átti að taka einn
farþega hér í Oslo og þrjá í
Bergen áður en stefna yrði
tekin á Reykjavík. Hvað kom
fyrir í FI 221, vitum við ekki.
Þetta hefur fengið mjög mik-
ið á okkur.
Ekstrabladet birtir einnig við-
töl við sjónarvotta, m. a. við
Josef Eriksen, sem á búgarð um
150 metra frá brekkunni þar sem
flugvélin fórst. Eriksen segir svo
frá:
— Ég stóð við húsið mitt,
sem hristist eins og það væri
að hrynja þegar flugvélin
skall á jörðina. Hlutar úr vél-
inni þayttust í loft upp, og ég
hljóp að brekkunni, en hörf-
aði undan þegar nokkrar
sprenginigar urðu. Ég skynj-
aði hinn ótlalega harmleik.
Ég gat ekkert gert, allir hlutu
að vera látnir.
Svipað og í Varsjá
Seinna segir blaðið: Slysið er
hið alvarlegasta, sem komið hef-
ur fyrir íslenzka fiugfélagið.
Aldrei fyrr hefur félagið orðið
fyrir slysi í utanlandsflugi, þótt
félagið hafi orðið fyrir skakka-
föllum innanlands. Flugvélagerð-
in Viscount er að öllu leyti tal-
in mjög örugg í rekstri. Samt
sem áður varð síðasta Viscount-
slysið, þótt einkennilegt megi
virðast með líkum hætti og slys-
ið á páskadag. Það varð hjá
pólska flugfélaginu LOT hinn
19. desember 1962, þegar Vickers
Viscount. í aðflugi að flugvellin-
um í Varsjá rakst á nokkur Ijós-
möstur. 33 manns létu lífið í það
skiptið.
Sýningu aflýst
Blaðið Politiken skýrir frá
því í gær að Stefán Jóhann
Stefánsson sendiherra hafi
heimsótt Poul Reumert á pásk
unum til að votta honum sam
úð sína. Reumert átti á mánu
dag að leika hlutverk Levins
gamla í leikritinu „Indenfor
murene" eftir Henri Nathan-
xSen í 200. sinn móti Clara
Pontoppidan. Leiksýningunni
var aflýst. _
1 leiðara segir Politiken að
slysið við Oslo sé á ýmsan hátt
líkt slysi, sem varð á Kastrup
flugvelli við Kaupmannahöfn
fyrir páska, þegar flugvél frá
Sterlimg Airways skemmdist
mikið í lendingu og þrír af á-
’höfninni möiddust. Eitt er sam-
eiginlegt með þessum slysum,
segir Politiken, sem þrátt fyrir
allar framfarir í flugi verður að
taka tillit' til, en það er hættan
á röngu mati eða mælaskekkju
varðandi lendingarhraða flúg-
vélarinnar. — Leiðarahöfundur
Politiken bendir einnig á að
aukinn hraði þotualdarinnar
'krefjist aukinna öryggisráðstaf-
ana.
Flugið er nauðsyn
í Kristeligt daigblad ritar Bent
A. Koch ritstjóri grein um slysið.
Hann segir m. a.: í fimmtán ár
hefur ekkert slys hent Flugfélag
Islands. Viss metnaður var tengd
ur þessu flugfélagi, sem, eins og
'hitt íslenzka flugfélagið, Loft-
'leiðir, var þekkt fyrir óvenju
færa flugmenn og mjög fá slys.
Eins og íslenzku þjóðinni hafa
frá alda öðli verið siglingar nauð
synlegar, er henni nú flugið
nauðsynlegt. Og hún hefur snúið
sér að því með dugnaði og í
stærra mæli tiltölulega en nokk-
ur önnur þjóð. Þessvegna hljóta
Tréhesturinn hangir I rjóðrinu.
áhrif fluigslyssins að vera enn
sárari á íslandi.
Þeim hefur verið nauðsyn-
legt að fljúga — já og er,
Lífið verður að halda áfram,
og mun gera það. En í augum
margra Dana og enn fleiri ís-
lendinga mun hvíla langur,
svartur skuggi yfir páskadeg-
inum 1963.
— Askenazy
Framh. af bls. 2
ráðuneytisins skýrði frá þessu
og bætti við: „Samkvæmt venju
felur það einnig í sér landvistar-
leyfi fyrir Askenazy.“
Talsmaður innanríkisráðuneyt
isins sagði, að Askenazy, kona
hans og sonur þeirra, byggju nú
í London, emheimilisfangi þeirra
væri haldið leyndu.
Askenazy er þekktastur á
Vesturlöndum fyrir frábæra túlk
un á verkum Chopins, Liszts,
’Rachmaninovs og Prokofievs,
Hann er þriðji mikilhæifi lista-
maðurinn frá kommúnis^aríkjun
um, sem sÍ5tt hefur um hæli í
'Bretlandi frá 1958. Hinir eru
ungi kínverski píanósnillingur-
inn, Fou Tsong, sem flýði til
London frá Varsjá 1958 og eina
aðaldansari Leningradballettsins,
Rudolf Nureyev, sem yfirgaf
ballettinn í París 1961, en kom
síðan til London og dansar nú
við konunglega ballettinn í borg-
inni.
Kona Askenazys heitir Dodi«
(Þórunn) Tryggvason. Þau kynnt
ust í Moskvu þegar þau tóku
bæði þátt í alþjóðlegri Tschaik-
Ovsky-samkeppni. Skömmu síð-
ar, T960, fór Þórunn aftur til
Moskvu til náms í píanóleik við
tónlistarskóla borgarinnar, ea
þar voru þau Askenazy skóla-
systkin.
Sonur þeirra Þórunnar og
Askenazys er nú eins árs. Hann
heitir Vladimir 1 höfuðið á föð-
ur sínum.
Askenazy hlaut fyrstu verð-
laun í alþjóðlegri Tschaikovsky-
samkeppni í Moskvu í maí sL
ásamt Bretanum John Ogdon.
1959 hlaut hann önnur verð-
laun í Chopin-samkeppni í Var-
sjá og 1960 einnig önnur verð-
laun í slíkri samkeppni, sem þá
var haldin í Brússel.
Askenazy kom til Bretlanda
3. marz sl. til þess að halda
'hljómleika í Albert Hall og
Royal Festival Hall í London. í
byrjun apríl lék hann með á-
’hugamannahljómsveit í Muswell
Hill undir stjórn tengdaföður
síns, Jóhanns Tgyggvasonar,
i