Morgunblaðið - 19.04.1963, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.04.1963, Qupperneq 10
10 M OJt C V /V B L 4 Ð 1 Ð Föstudagur 19. apríl 1963 PETUR OTTESEM SKRIFAR UM: FÖR TIL LOFOTEN Með Rögnvaldi jarli... SIGLINGAR til hinna norð- lægari byggða á vesturströnd Noregs hefjast í Bergen. Sigl- ingin frá Bergen til nyrztu byggðar Noregs, Kirkenes, er um 2000 km. Hún liggur um 8 fylki, og býr um hálf milljón manna á þessari strandlengju. Með þessari strandlengju allri streymir kvísl af Golfstraumn um og ver fyrir ísalögum og gætir áhrifa Golfstraumsins um 100 mílur norður fyrir heimsikautsbaug. Daglegar ferðir eru á þessari löngu siglingaleið, og eru þar 14 skip í förum, hvert um sig um og yfir 2000 smálestir, og að útgerð þeirra standa 5 stór útgerðarfélög. Þessi 14 skip, sem ganga milli Bergen og Kirkenes, sigla samanlagt um 1,5 piillj. km. yfir árið eða sem svarar 36 sinnum kringum jörðina. Þessar samgöngur eru líf- æð hinna dreifðu byggða, enda fögnuður mikill við komu skipanna, og flykkist fólkið að, þar sem þau stinga stafni við. Það eru 60 ár, síðan ferðunum var komið í þetta horf, og sá dagur, þegar þetta gerðist var lengi kallaður 17. maí Norðlendinga. Leið okkar norður í Lófóten er um 2/3 af þeirri vegalengd, sem hér er lýst. Skipið sem við tókum okkur far með frá Bergen norður á bóginn, heit- ir Rögnvaldur jarl. Það er 2200 smál. að stærð, og er gánghraði þess 16 mílur á vöku. Það er hið prýðilegasta farþegaskip. Flæmstórir sal- ir eru til afnota fyrir farþeg- anna, alsettir hægindastólum, og enn aðrir salir, þar sem bornar eru krásir á' borð af skipsjómfrúm, og var sveit þeirra allfjölmenn. Svenher- bergi í skipinu eru að vísu alllítil og þröng, en öllu er þar vel fyrir komið og hver ferþumlungur notaður af hagsýni. Svefnrúm eru góð. Fyrsta og annað farrými er á skipinu, en lítill munur er á þeim gerandi. Á fyrsta farrými hangir uppi á þili fagurlega inn- rammað lesmál varðandi nafn skipsins, er meginefni þess á þessa leið: „Haraldur hárfagri lagði undir sig allan Noreg á ár- unum 860—932. Er hann fór herferð um Mæri, gekk mikill höfðingi þar, Rögnvaldur að nafni, konungi á hönd án andstöðu. Þetta launaði kon- ungur með því að gera Rögn- vald að jarli yfir Mæri. Skyldi hann koma á friði og reglu í héraðinu og halda þar uppi II. grein lögum og rétti. Á þéim árum, sem Haraldur háði landvinn- ingastríð sitt, bað hann ungr- ar og fríðrar smákonungs- dóttur sér til konu. En hún veitti kóngi það stórmannlega svar, að þá fyrst gæti til slíks ráðahags komið, að Haraldur hefði lagt undir sig allan Noreg. Orð hinnar ungu og fallegu stúlku juku á metnað konungs til landvinninga, og Bændahöllin í Bergen hann steig á stokk og strengdi þess heit að kemba hvorki né skera hár sitt, fyrr en hann væri orðinn einvaldskonungur yfir öflum Noregi. Liðu svo 10 ár. En að þeim loknum hafði Haraldur náð settu marki. Þá vann hann loka- sigurinn með Hafursfjarðar- út og árið inn siglir skipi sínu heilu í höfn á þessari leið. Það virðist alls staðar vera aðdjúpt í þessum eyja- og skerjgkla^a, ella væri þess enginn kostur að kpm- ast þar leiðar sinnar. Það er að sjá, að það sé nokkur byggð í eyjum þarna, þó manni sýnist, að þar sé víðast fárra landkosta völ. En máske er þarna sums staðar nokkurt sjávargagn. En eins og trén virðast víða í Noregi vaxa upp Þar er einnig líkneski af Vilhjálmi II Þýzkalandskeis- ara, sem sýndi bæjarbúum mikla hjálpsemi þegar stór- bruni varð í Álasundi 1904. Nú hefir nýlega verið bygður flugvöllur í Álasundi, en hann er á eyju, sem er í nokkurri fjarlægð frá bæn- um, og heldur stór yfir- byggð ferja uppi stöðugum ferðum mili lands og eyjar. Annar staður fyrir flugvöll var ekki til í námunda við orrustu. Að lokinni þessari orrustu gisti konungur hjá Rögnvaldi jarli, og bað hann jarlinn að skera hár sitt og gerði hann það og gaf hann konungi heitið „hinn hár- fagri.“ Var þá skammt að bíða kvonfangsins. Frá Rögnvaldi jarli er kom- inn Göngu-Iírólfur og margt annað stórmenni í Noregi.“ Skipið lét úr höfn í Berg- en nokkru fyrir miðnætti. Hófst þá hin sérstæða og stór fenglega strandsigling, sem talin er af fjölfróðum mönn- um, sem siglt hafa um öll heimsins höf og meðfram ströndum margra heimsálfa, að eigi sér engan líka hvar sem borið er niður. Ekkert meginland er jafn- vel varið fyrir hamförum út- hafsins og vesturströnd Nor- egs. Skerjagarðurinn er víða mjög breiður. Fyrir stafni eru jafnan endalausar breiður af eyjum, hólmum og skerjum. Þeim sem stendur í þilfari á Kristiandssund Dómkirkjan í Þrándheimi þessari siglingaieið, er það hreinasta ráðgáta, hvernig takast meéi að komast út úr þessu völundarhúsi. Alltaf er land fyrir stafni og engu lík- ara en á hýerri stundu megi búast við því, að skipinu verði siglt upp á þurrt land. En þegar verst virðist gegna, opnast allt í einu sund, oft ör mjótt, svo kasta rnætti steini í land, og inn í þetta sund er ferð skipsins beint, og leikni þeirra, sem skipinu stýra, að þræða þessa krákustíga, er svo mikil, að ekki er dregið úr ferðinni. Það er aðeins þar, sem þrengslin eru allra mest og snarbeygja verður skipinu, að maður verður þess var, að ögn er dregið úr skriðnum. Á allri þessari löngu leið norður í Lófóten er aðeins á þremur stöðum siglt fyrir opnu hafi, en ekki nema stiitta stund hvert sinn. Fyrst í stað verður þeim, sem þetta ber fyrir augu í fyrsta sinn, harla starsýnt á þetta ferða- lag, en þegar siglingin hefur tekið nokkra daga og ekkert skeður, fær þetta á sig snið hversdagslegra viðburða, sem enga undrun vekja. En það er manni ljóst fyrr og síðar.^að mikla siglingasnilli þarf sá að hafa til að bera, sem árið úr berri klöppinni er því lík- ast, að nægjusemi fólksins geri sér að góðu, þótt fátt sé til fanga. ÁLASUND. Með morgunsárinu komum við til Álasunds. Lítið hafði verið um viðkomur um nótt- ina, enda á þeirri leið fátt fjölbyggðra staða. Á hafsvæðinu milli Bergen og Álasunds eru einhver stór- gjöfulustu síldarmið við Nor- egsstrendur, enda er Álasund mikill síldarbær, þegar vel lætur í ári í þeim efnum. Álasund er reist á þremur eyjum, sem teygja sig eins og tunga til hafs og er byggðin þéttust á tveimur þeirra. Ála- sund er með yngri bæjum Noregs. Fyrir nokkru var minnzt aldarafmælis staðarins. Bærinn er fjórði í röðinni um fólksfjölda, en þar eru 25 þús- und íbúar. Álasund er ein- hver stærsti útgerðarbær í Noregi. Auk síld- og þorsk- veiða heima fyrir er þar mikil útgerð á fjarlæg mið, við Grænland, ísland, og úthafs- veiðar eru þaðan mikið stund aðar, selveiðar í íshafinu og hvalveiðar. Á síldveiðar hafa oft verið gerðir út þaðan um 500 snurpunótabátar og 2000 reknetabátar og er áhöfn þessa flota um 25 þús. manns. Á beztu síldaraflaárunum eftir stríð komst síldaraflinn þar upp í 10 millj. hl. og hrá- efnisverðmætið í 160 millj. norskra króna. Árið 1951 var flutt út frá Álasundi 16% af öllum fiskút flutningi Noregs það ár, en hlutur Álasunds er um 150 millj. norskra króna. í Álasundi er mikil og marg háttuð iðnaðarframleiðsla. þar er mjög stórt mjólkurbú, og er meira flutt út þaðan af osti og smjöri en frá nokkrum öðrum stað í Noregi. Uppi á fjalli, sem gnæfir yfir bænum, er hin dýrðleg- asta útsýn bæði til hafs og fram til fjalla. Er þar uppi skemmtistaður mikill, og svip- ar þessu mikið til þess sem áður er frá skýrt um Bergen. í skemmtigarði undir axlar hyrnu þeirri, er fyrr getur, er stórt líkneski af Göngu- Hrólfi, syni Rögnvalds jarls af MærL Álasund, svo sem landslagi jei þar háttað. Við áttum tal við íslenzka konsúlinn í Álasundi, Óskar Larsen, útgerðarmann. Hon- um var mikið áhyggjuefni hið mikla fiskileysi, sem nú er hvarvetna við strendur Nor- egs. Óskar Larsen er maður gjörfulegur að vallarsýn. Hann er hinn mesti dugnaðar og athafnamaður 'í sínum verkahring. Á ísland góðan fulltrúa, þar sem hann er. Þetta er nú bara byrjun á hinni löngu siglingarleið til Lófóten, því æðiskammt er komið áleiðis, þótt þessum fyrsta áfanga sé náð. Skipið heldur ferðinni á- fram og hefir hvarvetna hraðan á. MOLDE. Næsti viðkomustaður er bærinn Molde með 7000 íbú- um. Hann fékk kaupstaðar- réttindi 1742. Langt er héðan til sjósóknar og sækja bæjar- búar vöxt bæjarins og þroska því aðallega í aðrar lindir. Þar er mikill iðnaður og vaxandi, og að baki staðar- ins eru mikil og góð sveita- héruð, sem reka verzlun sína og viðskipti. Þar fara 20 til 30 stórir fölksflutningabílar um sveitirnar og flytja dag- lega í bæinn um 1000 manns, sem reka þar verzlunarerindi sín, svo þar er fjörugt við- skiptalíf og vöruframboð mikið í fallegum búðum með fjölbreyttri vöruskreytingu í gluggum. Molde galt, eins og fleiri bæir norður þar, mikið af- hroð í tríðinu. 200 hús í aðal- hluta bæjarins voru gereyði- dögð, þar á meðal landsþekkt hótel, því mikill ferðamanna straumur er um bæ þennan. Átta hundruð manns höfðu ekki þak yfir höfuð sér eftir loftárás þessa. Búið er að bæta tjón þetta. Upp eru ris- ih stærri og traustari hús en áður voru þar, við breiðar götur og torg. Hið nýja hótel, sem reist hefir verið á grunni hins, laðar gestina úr öllum áttum til sín. A Norðurbyggjarar landsins eru engir eftirbátar annarra á framfarabrautinni og þeir gera sér þess fulla grein eigi Framhald á bls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.