Morgunblaðið - 20.04.1963, Side 6
6
MORCVNBLABtD
Latigaráí:2ur ?0 apríl 1963.
Skilyrðislaus aðild kemur
ekki til greina.
Loks tók ég svo til orða i ára-
mótagrein í Morgunblaðinu 31.
desember 1961:
„Efnahagsbandalag Evrópu er
í örri uppbyggingu. Fleiri og
fleiri þjóðir sækjast eftir aðild
í því, annað hvort sem fullgildir
félagar eða aukaaðilar. Ef úr
aðild allra þeirra verður, sem
nú hugleiða hana, er ótvírætt, að
Islendingum skapast mikill vandi.
Innan bandalagsins myndast þá
markaður, sem íslandi er höfuð-
nauðsyn að útilokast ekki frá.
Jafnframt er alveg ljóst, að
full, skilyrðislaus aðild íslands
kemur ekki til greina. Munur á
mannmergð og ailri aðstóðu er
slíkur, að íslendingar geta ekki
undirgengizt að láta öðrum í té
þau réttindi, sem fullri, skilyrðis-
liausri aðild eru samfara. Því
meira ríður á, að rétt sé með
farið. Á þessu stigi hljótum við
að fylgjast náið með því, sem
gerist innan bandalagsins sjáifs
og í samningum þess við þá, sem
nú æskja aðildar. Jafnframt verð
um við að kynna öðrum afstöðu
okkar, annars vegar þorf á eðli-
legu samstarfi og þvi að atilok-
ast ekki frá nauðsyniegum
mörkuðum, og hms vegar, að
þessu fylgi engir þeir kostir,
sem skaðlausir eru fyrir stærri
og öflugri þjóðir, en rnundu
verða afarkostir fyrir okkar fá-
mennu þjóð, sem enn er að
mestu háð harla óvissum fiski-
miðum umhverfis landið“.
Þessar tilvitnanir sýna, að rík-
isstjómin hefur frá upphafi fylgt
í þessu vandasama máli stefnu
fyrirhyggju og varúðar. Málið
liggur nú ekki fyrir 1 þeirri
mynd, sem ráð hafði verið fyrir
gert. Um lausn vandans verður
ekki dæmt fyrr en sést hvort
hann skapast og þá hvers eðlis
hann verður. Ef víðtæk efna-
hagsbandalög myndast, má svo
fara, að ákvarðamr þeirra ráði
úrslitum um okkar hag, svo smá-
ir sem við erum, jafnt, hvort sem
við verðum aðili eða ekki. Kynni
þá að vera eina ráðið til þess að
hagsmunir okkar verði ekki þver-
brotnir, að við tengjumst þess-
um samtökum með einhverjum
hætti, en þá má aldrei láta af
þeirri varúð, sem við Sjálfstæð-
ismenn höfum viljað gæta gegn
Efnahagsbandalagi Evrópu og c g
hefi hér að framan rifjað upp.
Afsal lands eða landhelgi
kemur ekki til mála.
Hér er um þvílíka lífshagsmuni
íslenzku þjóðarinnar að tefia, að
þá má aldrei gera að leiksoppi.
Sízt af öllu villa um fyrir mönn-
um mðð því að búa til deilur
út af því, sem a.m.k. allir lýðræð-
issinnar eru sammála um í meg-
inatriðum. Hvað þá að skrökva
því upp, að til standi að afsala
rétti yfir landi eða landhe.gi. Og
er þá ónedtanlega ólíklega til log-
ið, þegar lótið er í það skína, að
ríkisstjómin hafi í hyggju að
gera sinn mikla sigur í landhelg-
isdeilunni að engu með því að
veita erlendum þjóðum veiðirétt-
indi innan fiskveiðilögsögunnar
eftir að fullar sættir hafa náðst
við Breta með endalegri viður-
kenningu þeirra á 12 mílum og
okkar nýju ómetanlegu grunn-
línum.
í>eir, sem slíkar sögur semja,
sanna einungis, að þeir óttasí um
ræður um hin raunverulegu úr-
lausnarefni, og viðurkenna þar
með, að ríkisstjóminni hefur
tekizt svo vel í gerðum sínum,
að þeir vilja umfram allt hindra,
að kjósendur kveði upp sinn dom
á þeim grundvelli.
Þess vegna er þrautaráðið að
gera okkur upp vondan viija,
sem er í algerri andstóðu við
allar okkar athafnir og það, er
á unnizt hefur íslenzkri þjóð til
heilla eftir að viðreisnin hófst.
Ingi R. skákmeisfari
íslands 7963
— Ræða Bjarna
Framhald af bls. 5
með öllu er óvíst til hverra það
nær og hversu víðtækt það kann
að verða, er þýðingarlaust að
tala um einstök efnisatriði, hvað
þá form. En meginstefnan er
ljós, það er sama stefnan, sem
við höfum frá upphafi fylgt gagn
vart Efnahagsbandalaginu. Ég
skal því rekja hana nokkuð, og
því fremur, s«n andstæðingar
okkar hafa þar mjög hallað réttu
máli. >ví erum við raunar svo
vanir, að ég mundi láta mér það
1 léttu rúmi liggja, en um leið
og ég hrek ásakanir þeirra geri
ég samtímis grein fyrir fram-
tíðarstefnu okkar, hvenær sem
á reynir.
Eftir að Bretar höfðu sótt um
aðild að Efnahagsbandalaginu,
var það almenn skoðun seinni
hluta sumars 1961, að öll eða
nær öll Evrópuríki vestan járn-
tjalds myndu með einum eða öðr
um hætti reyna að tengjast þessu
bandalagi og öruggasta leiðin til
þess að ná hagkvæmum samn-
ingum við það væri að sækja
um aðild. Með öðrum hætti yrði
ekki kannað til . hlítar, hvaða
kostir væru í boði, enda væri
hægurinn hjá að leita lausari
tengsla eða hætta samningsgerð,
ef aðgengileg kjör fengjust ekki.
Vildu kanna skilyrðin.
Þessi skoðun kom fram hjá
samtökum allra meginatvinnu-
vega íslendinga, sem ríkisstjórn-
in leitaði álits hjá sumarið 1961
nema Alþýðusambandi Islands.
Það eitt lagðist gegn þvf, að við
sæktum um aðild. Hin öll, þar
á meðal Samband fsl. samvinnu-
félaga og bændasamtökin voru
hlynnt því, að við legðum fljót-
lega fram inntökubeiðni f Efna-
hagsbandalagið. Undir þessa
skoðun tók Morgunblaðið hinn
19. ágúst 1961, og sagði hana
rétta, „.... einkum þegar það
er haft í huga, að við getum
á hvaða stigi sem er hætt samn-
ingaumræðumUm þetta
meginatriði þegja Framsóknar-
menn, þegar þeir vitna í þessa
Morgunblaðsgrein. Þessi skoðun
sem flestir aðrir en kommúnist-
ar höfðu þá, var skýrt orðuð í
samþykkt, sem gerð var á þingi
ungra Sjálfstæðismanna, sem
haldið var á Akureyri fyrri hluta
september 1961. Samþykkt hinna
ungu manna hljóðar svo:
„Þingið telur rétt, að ísland
sæki um upptöku í Efnahags-
bandalag Evrópu, svo að unnt
sé að fá sem gleggstar upplýs-
ingar og viðræður um réttindi
og skyldur vegna slíkrar upp-
töku. Síðan skuli metið, hvort
æskilegt sé að óska aðildar að
þessu bandalagL"
Rétt eftir að þessi samþykkt
var gerð, eða um miðjan sept.
1961, tók ég við 'störfum for-
sætisráðherra og gegndi þeim f
forföllum Ólafs Thors til ársloka.
A þessu tímabili gafst mér nokkr
um sinnum færi á að ræða um
afstöðu Islands til Efnahags-
bandalagsins opinberlega og setti
þar fram skoðun rfkisstjórnar-
innar á málinu, sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur óhikað fylgt.
Það fyrsta, sem ég sagði um þessi
efni var við norskan blaðamann,
er talaði við mig hinn 20. sept.
1961. Samtal þetta birtist m.a.
í Sunnmörsposten í Álasundi 26.
september, þ. e. tveimur dögum
áður en samráðherrar mínir áttu
viðtölin í Bonn, sem stjórnar-
andstæðingar hafa hér á Alþingi
fullyrt að gerbreytt hafi afstöðu
ríkisstjórnarinnar til þessa máls,
og geta ummæli mín með engu
móti verið tilorðin vegna áhrifa
af þeim samtölum, sem síðar
fóru fram. Sunnmörsposten hef-
ur þetta eftir mér m.a.:
Eng’inn getur sagt
skilyrðislaust já.
„ísland hefur enn ekki gert
sér ljóst, hverja afstöðu við eig-
um að taka til Efnahagsbanda-
lagsins. En mikill áhugi er fyrir
málinu, bæði meðal stjórnmála-
manna og almennings. Greini-
legt er, að margir erfiðleikar eru
á því fyrir okkur að ganga í
bandalagið eftir því sem málin
liggja nú fyrir. En það eru einn-
ig miklir erfiðleikar á því að vera
utan við.------—
Þetta er ein af viðurhlutamestu
ákvörðunum, sem ísland hefur
þurft að taka lengi. En við er-
um ekki komnir svo langt að
við getum sagt hver úrslitin
verða að lokum. — — — Enn
hafa hvorki flokkarnir" —
(nema kommúnistar) „— né rík-
isstjórnin myndað sér neina
skoðun um hvernig við eigum
að meta málið.---------
Fyrir Noreg er erfitt að taka
ákvörðun um aðild að Efnahags-
bandalaginu, það skiljum við. En
það er ennþá erfiðara fyrir ís-
land.--------Noregur hefur náð
miklu lengra í uppbyggingu at-
vinnu og efnahagslífs. Það er
erfiðara fyrir okkur, sem ekki
erum komnir jafn langt.
--------Ég vil ekki segja neitt
jákvætt, hvorki með eða á móti
aðild að Efnahagsbandlaginu. —
— Hefur hlutleysið, hreint
pólitískt, nokkra þýðingu? spyr
blaðamaðurinn.
— Það hefur hvergi nærri
sömu þýðingu eins og í Svíþjóð.
Það eru önnur atriði sem munu
vega þungt, t. d. rétturinn til at-
vinnurekstrar. Á íslandi geta lif
að miklu fleiri menn en nú.
Frjáls vinnumarkaður í svo litlu
landi sem íslandi er ekki jafn
einfaldur eins og f landi, sem
þegar áður hefur náð langt i
iðnvæðingu.
— Hinn mikli fiskútflutning-
ur frá íslandi mun sennilega
hafa mikla þýðingu, þegar þið
takið afstöðu? spyr blaðamaður-
inn.
— Já, ef Ísland yrði útilokað
frá hinum stóru mörkuðum í
Efnahagsbandalagslöndunum
mundi það verða alvarlegt áfall
fyrir landið. Við höfum haft
sterkast viðskiptasamband við
löndin í Vestur-Evrópu, svo verð
ur og sennilega í framtíðinni.
--------Við seljum einnig til
Sovét og annarra landa í austri.
— — — Enginn getur sagt
skilyrðislaust já við Efnahags-
bandalaginu í dag.--------“
Mikill vandi á höndum.
Nokkrum dögum eftir að ég
átti þetta blaðaviðtal vék ég að
sama efni í ræðu, sem ég hélt
hinn 24. september á samkomu
í hátíðasal Óslóarháskóla og
sagði m.a.:
„Enn í dag hefur fordæmi ykk
ar ómetanlega þýðingu fyrir okk
ur. Aðild Noregs að Atlantshafs-
bandalaginu hafði úrslitaáhrif á
íslandi. Eins kann að verða um
þau miklu efnahagssamtök, sem
nú er verið að efna til. Er ljóst,
að gallamir við frjálsan vinnu-
markað og rétt til stofnunar og
rekstrar atvinnutækja eru því
meiri, sem þjóðin er minni og
land hennar minna nýtL En hætt
an á einangrun ef til vill einn-
ig meiri. í þessum efnum er
bæði Noregi og Islandi mikill
vandi á höndum. Islendingar
hafa þess vegna ríkan áhuga fyr
ir nánu samráði við Norðmenn
um lausn þessa vanda."
Raunar hafði ég fyrr í þessu
erindi vikið að ýmsum þeim atr-
iðum, sem úrslitaþýðingu hafa
um afstöðu okkar til Efnahags-
bandalagsins. T. d. spurði ég:
„Getur svo fámenn þjóð hag-
nýtt svo stórt og erfitt land
þannig, að það verði henni ekki
ofviða? Og þá ekki síður: Get-
ur svo fámenn þjóð haldið sinni
eigin menningu, byggt upp nú-
tímaþjóðfélag og haft sitt eigið
ríki með öllum þeim kvöðum og
skyldum er slíku fylgja?
Um þetta er það eitt að segja,
að okkur kemur ekki annað til
hugar en að gera það. Við segj-
um, eins og Lúther forðum: „Hér
stend ég, ég get ekki annað.“
Ekki nýjar ríkisheildir.
Síðar held ég áfram og segi:
„—- —■ — meirihluti íslenzku
þjóðarinnar veit, að hún lifir
ekki ein í heiminum og verður
að taka þátt i þeim alþjóðasam-
tökum, sem nútíminn krefst.
Öll vitum við, að þröunin sæk
ir í þá átt, að stærri og stærri
samtök ríkja myndist. Án slíkra
samtaka verða möguleikar tækn
innar ekki nýttir, enda krefst
afnám fjarlægðanna nánara sam
starfs en nokkru sinni fyrr. Sam
tínrtís því, að þessi nauðsyn verð-
ur æ augljósari, fer fram splundr
un gamalla ríkisheilda, því að
hver þjóð fyrir sig vill ráða sín-
um örlögum. Saga íslands og
raunar einnig Noregs er dæmi
þessarar þróunar. Þarna sýnist
hvort stríða á móti öðru.
Þegar betur er skoðað eru and
stæðurnar ekki eins miklar og í
fljótu bragði virðist. Samstarf
frjálsra manna hvílir á því, að
það sé í raun og veru frjálsir
menn, sem ákvarðanirnar taka.
Skilyrði þess samstarfs, sem nú
stefnir að, er, að hver þjóð hafi
frelsi til ákvörðunar um, hvort
hún tekur þátt í því eða ekki.
Það tjáir ekki að beita kúgun,
heldur verður frjáls ákvörðun
hvers um sig til að koma. A-
kvörðun, sem byggist á því, að
eigin hagur, ásamt réttmætu til-
liti til annarra, ráði því, sem
gert er.
Sumir tala um nauðsyn þess
að mynda nýjar stórar ríkisheild
ir. En aílt slíkt, sem hefur þving
un I sér fólgna, er orðið úrelt,
heyrir til liðinni tíð. Sannmæli
er það, sem ég heyrði banda-
rískan fræðimann, sem sennilega
er betur en nokkur annar að sér
um þýðingu þjóðernis fyrir fram
vindu síðustu alda, segja á al-
þjóðafundi í fyrra:
„Hugsið ekki um nýjar ríkis-
heildir, lítið til Norðurlandanna
og lærið, hvernig þjóðir geta
unnið saman“.“
Án ákvæða. sem hér
geta ekki átt við.
Ég vek enn athygli á því, að
allt var þetta sagt áður en við-
ræðurnar í Bonn áttu sér stað
hinn 28. september 1961. Eru því
staðlausir stafir fullyrðingar hátt
virtra stjórnarandstæðinga hér á
Alþingi um, að íslenzka ríkis-
stjórnin hafi fyrst eftir þær við-
ræður horfið frá því að þvinga
ísland inn í þá ríkisheild, sem
þeir segja Efnahagsbandalagið
vera. Allt, sem ég sagði síðar í
málinu var í fullu samræmi við
þéssar fyrstu yfirlýsingar mín-
ar og get ég því farið fljótar yfir
það og einungis minnt á niður-
stöðurnar.
Á landsfundi Siálfstæðisflokks
ins 1961 komst ég 19. okt. m.a.
svo að orði:
„Af þeim sökum getur skil-
yrðislaus aðild íslands að þessu
bandalagi ekki komið til mála.
Og hætt er við að skilyrðin verði
svo mörg og skapi slík fordæmi,
að aðrir aðilar eigi erfitt með að
una þeim.“
Ályktun sú, sem landsfund-
urinn gerði um þetta mál, er
mjög í samræmi við það, sem
sagt var í ræðu minni og er
ályktunin á þessa leið:
„Þjóðir Vestur-Evrópu, sem
íslendingar hafa frá fornu fari
haft mest og bezt viðskipti við,
efla nú mjög samvinnu sína í
efnahagsmálum, og er íslandi
brýn nauðsyn á að slitna ekki
úr tengslum við þá þróun. Þess
vegna ber að leitast við að
tryggja aðild okkar að Efnahags
bandalagi Evrópu, án þess að
undirgangast samningsákvæði,
sem hér geta með engu móti átt
við.“
Sama skoðun kom enn fram
í ræðu, sem ég hélt á samkomu
stúdenta í 'Háskólanum hinn 1.
desember sama ár. Þá sagði ég
m.a.:
„Með þessu er ekki sagt að
við eigum ekki að taka þátt í
efnahagssamstarfi nágranna okk
ar og vina. En við getum því
aðeins gert það, að tekið sé rétt-
mætt tillit til okkar óumdeilan-
legu sérstöðu og sérþarfa.*'
SKÁKÞINGI Islands lauk um sl.
•helgi og varð Ingi R. Jóhanns-
son skákmeistari Islands. Hann
sigraði í landsliðsflokki hlaut 9
vinninga af 11 mögulegum. Úr-
slit í einstökum flokkum mótsins
urðu þessi:
Landsliðsflokkur
Ingi R. Jóhannsson 9 v.
Jón Kristinssón 8% v.
Magnús Sólmundar 7 v.
4—6 Freysteinn Þorbergsson,
Benoný Benónýsson og Jónas Þor
valdsson með 6 vinninga. Þeir 3
verða að tefla um 4. sætið því það
veitir rétt til áframhaldandi veru
í landsliðsflokki. Fer sú keppni
fram væntanlega á Siglufirði í
sumar.
Meistaraflokkur
Gisli Pétursson og Hilmar
Viggósson 6Vi vinning hvor. Flytj
ast þeir báðir upp í landsliðs-
flokk. 3. Benedikt Halldórsson 6
vinninga, 4—6 Haukur Angan-
týsson, Magnús Gunnarsson og
Bjöm V. Þórðarson 514 vinning
hver.
í höfnina
RÚMLEGA sextugur maður kast
aði sér í sjóinn af Battaríisgarði
um kl. hálfsex á þriðjudag eftir
páska. Honum var bjargað í
land, en var þá meðvitundarlaus.
Hann var síðan fluttur í Slysa-
varðstofuna, þar sem tókst að
koma honum til meðvitundar
með súrefnisgjöif. — Maðurinn
var ódrukkinn.
Á skírdagskvöld féll ölvaður
maður í sjóinn af togarabryggj-
unni. Skipverjar um borð í bv.
Aski björguðu honum, og mun
honum hcifa orðið lítið meint af
volkinu.
1. —2. flokkur
1. Ólafur Bjömsson 514 vinn-
ing af 7 mögulegum. 2. Sævar
Einarsson 5.
2. flokkur
1. Andrés Fjeldsted og Helgi
Hauksson 414 vinning hvor.
Unglingaflokkur
1. Jón Briem 614 af 7 mögu-
legum. 2. Guðjón Magnússon 5
vinninga. 3. Garðar Sigurðsson
414 vinning.
Árekstur á
Akranesi
AKRANESI, 16. aprfl.
í DAG varð árekstur á mótum
Vitateigs og Vesturgötu. Gunnar
H. Bjarnason, sem heima á á
Vesturgötu 111, kom akandi á
Opel Caravan sínum, E 376, vest-
ur Vitateig i dag milli kl. 3 og
4. í því kom Ford vörubifreið
Sigurðar Hallbjamarsonar h.f.
niður Vesturgötu. Laust þeim
óþyrmilega saman. Fordbilinn
sakaði ekki, en höggvörn og aur-
bretti á Opelnum skemmdust.
Enginn meiddisL — Oddur.
Afli top;ara góður,
MIKIL vinna er nú við togara-
uppskipun og fiskvinnu bæði i
Reykjavík og Hafnarfirði, en
vegna manneklu koma togararn-
ir sjaldnar inn en ella.
Á II. í páskum kom b.v. Geir
til Reykjavikur með 240 tomn
frá miðum við A-Graenland,
mest megni3 karfa. Bv Þormóð-
ur goði kom á þriðjudag með
230 tonn og pv Júpíter með full-
fermi, 250 tonn, aðallega karfa
og þorsk.