Morgunblaðið - 20.04.1963, Page 9
IjátSg'i! dojíur £0. aprll 1963.
M O R CV N R L 4 fí I »
9
Friðhelgi heimilanna
nauðsyn krefur. Atvinnulíf
landsmanna er í meiri blóma
en lengi hefir þekkst. Stofn-
lánasjóðir atvinnuveganna í
mikilvægri eflingu. Sparifjár-
söfnun landsmanna meiri en
nokkru sinni áður — og með
henni lagður grundvöllur að
vaxandi velmegun og öryggi
í frair.tíðinni í auknum íbúða-
iánum, lánum til raforkufram-
kvæmda og hitaveitufram-
kvæmda og annarra uppbygg
ingar. Endurvakið er fjár-
málatraust þjóðarinnar út á
við og tekist hefir í fyrsta
sinn frá stríðslokum að ná
greiðslujöfnuði við útiönd.
Eitt af því, sem menn í dag
komast þó ekki hjá að hafa á-
Ihyggjur af, er það, hvort við
höfum nógu margar hendur til
þess að vir>na þau mörgu verk
og framkvæmdir, sem allsstaðar
eru á prjónunum. Okkar fá-
mennu þjóð skortir vinnuafl.
Kjósendur eiga valið og vald-
ið á kjördegi. Við Sjálfstæðis-
menn leggjum aðgerðirnar ör-
uggir undir dóm þjóðarinnar.
— Rœða Ingólfs
Eramhald bls. 7.
fé til vegaframkvæmda. Ríkis-
stjórnin vinnur að því að svo
megi verða. Milliþinganefnd
vinnur að endurskoðun vega-
laganna og má gera ráð fyrir að
þeirri endurskoðun ljúki í sum-
ar, þannig að leggja megi fram
frumvarp til nýrra vegalaga á
næsta hausti. Þegar Framsóknar-
menn og Kommúnistar ræða um
íamdrátt í framkvæmdum, þí
eiga þeir erfitt með að finna
orðum sínum stað. Sannleikurinn
er að aldrei hafa framkvæmdir
verið meiri í landinu heldur en
nú. Aldrei hefur atvinna verið
betri heldur en nú er, og horfur
eru á að svo geti orðið áfram.
Rafvæðingu landsins miðar vel
áfram. 10 ára áætluninni mun
verða lokið á næsta ári eins og
ákveðið var árið 1955, þegar 10
éra áætlunin var gerð að 11 ára
éætlun. Unnið er að fram-
Ihaldsáætlun, sem miðast
við það að allir landsmenn
hafi fengið raforku ekki seinna
en árið 1970. pert er ráð fyrir
að framhaldsáætlunin verði full-
búin á næsta hausti. Verður þá
unnt að gera sér grein fyrir því,
hversu margir geta komizt inn
á samveitukerfi. Vitað er að
margir bæir eru þannig í sveit
settir að þeir geta ekki fengið
raforku nema frá diselstöðvum.
í athugun er með hverjum hætti
unnt er að veita þeim aukna
aðstoð vegna aðstöðumunar. Rík-
isstjórnin hefir lagt fram þjóð-
hagsáætlun, sem gerð hefur ver-
ið itarleg grein fyrir. Með Þjóð-
hagsáætluninni er gert ráð fyrir
aukinni uppbyggingu og fram-
kvæmdum eins miklum og fjár-
hagskerfið og mannafli leyfir.
Atvinnuvegir landsmanna ganga
vel, framleiðslan eykst í land-
búnaði, sjávarútvegi og iðnaði.
Uppbygging, og bætt lífskjör
fyrir almenning mun örugglega
halda áfram, ef haldið verður
þeirri stefnu, sem farið hefur
verið eftir síðan viðreisnin hófst.
Stjórnarandstaðan vill víkja af
þessari leið og taka upp stefnu
vinstri stjórnarinnar að nýju.
Nauðsynlegt er að íslendingar
geri sér grein fyrir öllum stað-
reyndunrr og láti eigin dómgreind
ráða, þegar valið verður á milli
stefnu ríkisstjómarihnar og
þeirra sem vilja rífa niður og
eyðileggja þann árangur, sem
náðst hefur í efnahagslegri upp-
byggingu þjóðarinnar.
— Ræða Magnúsar
Framihald af bl's. 4
um stófellt atvinnuleysi vegna
stjórnarstefnunnar, allt talið um
eamdrátt í atvinulífinu og síðast
en ekki sízt, hin einstæða yfir-
lýsing formanns Framsfl. að
hann muni segja upp iandhelgis-
samningnum við Breta, ef hann
fær aðstöðu til, þótt þeir verði
endanlega farnir úr landhelginni
samræmi við þá utanrikismala-
stefnu, sem annar þm. Framsfl.
markaði á þann veg, að heppileg-
ast væri að semja ekki við aðrar
þjóðir, því að þá gætu menn
ekki samið af sér. Hamingjan
hjálpi þjóð, sem nú á dögum
hefði slík'a utanríkismálastefnu.
En stj órnarandstæðingar xreysta
á, að þjóðin sé gleymin. Nýju
moldviðri er blásið upp I mál-
efnafátæktinni, staðreyndum er
mótmælt, reynt er að hræða með
um efnahagsastandið er og
afflutt. — En kjarni áróðurs-
ins er þó sá, að stjórnaiflokk-
arnir ætli að ofurseija þjóðina
erlendu peningavaldi, fram-
lengja landhelgissamninginn við
Breta og með þessum aðgerðum
raunverulega tortíma sjálfstæði
þjóðarinnar. Virðingin fyrir dóri
greind almennings hefur sannar-
lega ekki aukizt í þeim herbúð-
um. Val kjósenda hefur sjaldan
verið einfaldara en nú. Annars
vegar er fastmótuð stefna stjórn-
arflokkanna og árangur hennar,
sem ekkert moldviðri fær dulið.
Hins eru mennirnir, sem gáfust
upp 1958, hafa ekki gert annað
síðan en reyna að torvelda upp-
byggingarstarfið og biðja nú um
traust með áuróðri, sem ekki sæm
ir ábyrgum mönnum. Annars
vegar er áframhaldandi uppbygg
ing á traustum efnahagsgrund-
velli, hins vegar upplausn og
vissa, sem hin dæmalausa ræða
formanns Framsfl. hér í kvóld
var glöggt dæmi um, því að þar
örlaði ekki á öðrum úrræðum
í vandamálum þjóðarinnar en að
lækka vexti og ausa út gjald-
eyrisvarasjóðnum, sem er örugg-
asta leiðin til fuilkominnar upp-
lausnar. Leiðin til bættra lífs ■
kjara hefur verið mörkuð. Efna-
hagsleg undirstaða áframhald-
andi uppbyggingar og framfara
hefur verið lögð og það er vissu-
lega ástæða til þess að líta björt-
um augum á framtíðma, ef pjóð-
in kann fótum sínum forráð og
lætur staðreyndir og raunsæi
ráða afstöðu sinni við næstu
kosningar. — Góða nótt.
Hriiigurinn
þakkar
B ARN ASPÍTALASJ ÓÐ Hrings-
ins hefur borizt eftirtalin minn-
ingargjöf, arfur, áheit og aðrar
gjafir:
1. Minningargjöf um frú Soffíu
Haraldsdóttur frá Kvennadeild
Sálarrannsóknaféiags íslands kr.
10.000.00.
2. Arfur frá Ragnhildi Runólfs-
dóttur, kaupkonu, Hafnarstræti
18, kr. 15.000.00.
3. Gjöf frá Lions-klúbbnum
Baldri í áhaldasjóð Barnaspítal-
ans, kr. 27.500.00.
4. Gjöf frá Björgvin Jónssyni,
kaupmanni, (vinningur er hann
fékk á Pressubailinu), kr. 5.900.00
5. Áheit frá Dýrfinnu Oddfreðs-
dóttur, kr. 500,00.
Samtals kr. 58.900,00.
Kvenfélagið Hringurinn þakkar
af alúð allar þessar rausnarlegu
gjafir, arf og áheit.
Athugasemd
FÓLKIÐ, sem var á leið frá
Selfossi til Reykjavíkur á þriðju
daginn fyrir páska, til að sjá
leikritið ,,Hart í bak“, og lenti í
árekstrinum við Rauðavatn, hef
ur beðið Mbl. að geta þess, að
því miður hafi það aldrei kom-
izt á sýninguna, elns og skilja
mátti á frásögn blaðsins. Árekst-
urinn og slysið töfðu svo fyrir
fólkinu, að það kom allt of
seint niður í Iðnó, og treystist
þá ekki til þess að horfa á leik-
inn. Rómar fólkið mjög viðtökur
í Iðnó, þar sem því var boðið
upp á veitingar.
SEXTUGASTA og sjötta grein
Stjórnarskrárinnar hljóðar svo:
„Heimilið er friöheilagt. Ekki
má gera húsleit né kyrrsetja bréf
og önnur skjöl og rannsaká þau
nema eftir dómsúrskurði, eða eft
ir sérstakri lagaheknild".
ÖllUm þeim sem heimilum
unna, mun vera hlýtt til þessarar
greinar og virða boð hennar svo
sem verða má. Það er því ekki
nema eðlilegt þótt sumum verði
illa við, þegar þeir telja sig heyra
^ að gegnum viðtæki sín, að
varðstaða hennar um okkar frið
helga reit, heimilið, hafi verið
rýrð.
En þannig fór fyrir mér, og
sennilega mörgum öðrum, þann
26. janúar sl. Þá var tilkynnt í
innheimtuauglýsingu útvarpsins,
að innheimtumönnum þess væri
heimilt að fara „tálmunarlaust
um lönd manna og hús i rannsókn
arskyni“.
Þar sem ég hélt að auglýsingu
þessa skorti. stoð í lögum, eins
og hún var orðuð, bjóst ég við
að hún mundi verða þegar leið-
rétt, en mér vitanlega kom ekki
leiðrétting. Svo ég fór þá að hug-
leiða hvort einhver undanþága
hefði verið veitt frá lögum um
útvarpsrekstur, á þá leið að inn-
heimtumenn útvarpsins hefðu al-
gerlega verið undanþegnir því að
virði friðhelgi heimilanna, og
mættu vaða um þau, hvar og
hvenær sem þeim eða yfirboður
um þeirra sýndist, enda benti
orðalag umræddrar auglýsingar
eindregið til þess að svo væri, þar
sem sagði: „tálmunarlaust".
En að kvöldi þess 28. sama
mánaðar, var í fréttaauka lesin
upp lög um útvarpsrekstur, það
ákvæði þeirra var þá enn óbreytt,
sem gerði innheimtumönnum út-
varpsins skylt að virða friðhelgi
heimilanna, svo sem öðrum inn-
heimtumönnum, að því leyti, að
ekki má vaða inn á þau tálmunar
laust hvenær sem er, heldur með
þeirri tálmun, að ekki má um
Lélegur afli Ólafs-
víkurbáta í apríl
Ólafsvik, 17. apríl.
HEILDARAFLI Ólafsvíkurbáta
frá áramótum til 15. apríl er 5137
tonn í 386 róðrum.
Me3tan afla hefir Hrönn SH
897 tonn í 68 róðrum, þar af eru
183 tonn línufiskur í 25 róðrum.
2. er Bárður Snæfellsáss 732
tonn í 65 róðrum, 188 tonn línu-
fiskur í 26 róðrum.
3. Sæfell 722 tonn í 59 róðr-
um, 147 tonn á línu í 20 róðtum.
4. Steinunn 692 tonn í 39 róðr-
um, aðeins á netum.
5. Jón Jónsson með 598 tonn í
37 róðrum, á netum.
Á þessum tíma hafa róið héð-
an 8 bátar. Hér hefir verið treg-
ur afli ffá síðustu mánaðamót-
um. — Hjörtur.
Svíar fljuga frá
Akureyri til
Noregs
AKUREYRI, 16. april.
í DAG lauk heimsókn um 60
manns frá vinabæ Akureyrar í
Svíþjóð, Vesterás. Voru þetta að-
allega m.enntaskólanemendur,
kennarar þeirra, og fólk frá borg
aryfirvöldunum. Hér dvöldust
Svíarnir í boði bæjarfélagsins og
Menntaskólans á Akureyri. Komu
þeir hingað á föstudaginn langa,
en flugu héðan beint til Noregs
síðdegis í dag. — Sv. P.
þau fara í þessum erindum, nema
á rúmhelgum dögum, og aðeins
frá kl. 8 að morgni til kl. 22 að
kvöldi. Ekki varð ég þó var við
að auglýsingin frá 26. janúar væri
leiðrétt, eða beðið afsökunar á
henni.
Öll höfum við svo mikið gott
og skemmtilegt þegið frá útvarp-
inu, svo að þessi að ég meina mis
tök, munu vera gleymd og fyrir-
gefin, sem og sjálfsagt var.
Það sem gefur mér tilefni til að
rifja þetta upp, er grein í Morgun
blaðinu 1. febrúar, skrifuð af
hæstvirtum útvarpsstjóra sjálf-
um, og vil ég með grein þessari
skýra það fyrir honum, hvað það
var, sem mér og öðrum sárnaði
við umrædda auglýsingu, því það
virðist hann ekki vita, ef dæma
á eftir spurningum hans í um-
ræddri grein.
Greinin virðist skrifuð í tilefni
af afstöðu Morgunbiaðsins til
þessa máls, og fram kom í leiðara
blaðsins 31. janúar. Þar bendir
blaðið á leið sem líklegt er að
tekin verði upp fyrr eða síðar,
og þá losa marga við leiðinda
atvik, sem núverandi fyrirkomu-
lag á innheimtunni leiðir af sér.
í grein sinni segir útvarpsstjór
inn meðal annars: „En hvers-
SUMARÁÆTLUN er nú að hefj-
ast hjá Flugfélagi íslands. Sum-
aráætlunin gekk í gildi 1. apríl í
utanlandsflugi, en í innanlands-
flugi gengur hún ekki í gildi fyrr
en 1. maí. Með sumaráætluninni
fjölgar ferðum milli landa og
innanlands, og brottfarar- og
komutimar breytast. Blaðinu
hefur borizt eftirfarandi frétta-
tilkynning frá Flugfélaginu um
sumaráætlunina.
Innanlandsflug:
Sumaráætlun innanlands-
flugs gengur í gildi um næstu
mánaðamót. í höfuðdráttum er
ferðum hagað með svipuðum
hætti og sl. sumar.
Það nýmæli er, að teknar verða
upp hringferðir, þe.. frá Reykja-
vík tiL ísafjarðar, Akureyrar,
Egilsstaða, Hornafjarðar, Fagur-
hólsmýrar í öræfum, og þaðan
til Reykjavíkur. Frá 1. júni til
1. sept. verður farmiði allan
hringinn fáanlegur fyrir 2000,00
krónur.
Þá verða hin vinsælu sumar-
fargjöld, sem fyrst voru tekin
upp í fyrrasumar, til sölu á
nokkrum flugleiðum, þar sem
hægt er að nota stórar og af-
kastamiklar flugvélar að stað-
aldri. Sumarfargjöldin ganga í
gildi 1. júní og gilda til 30. sept.
á leiðunum Reykjavík — Akur-
eyri — Egilsstaðir, og Akureyri
— Egilsstaðir.
Eftirtaldir viðkomustaðir verða
í súmaráætlun Flugfélags ís-
lands í sumar: Reykjavík, Akur-
eyri, Kópasker, Þórshöfn, Sauð-
árkrókur, Húsavik, ísafjörður,
Vestmannaeyjar, FaguiLóls-
mýri, Höfn Hornafirði, Egils-
staðir, Hella á Rangárvöllum og
Skógarsandur.
Þær breytingar verða á flugi
til ísafjarðar, að þangað mun
Viscount-skrúfuþota fljúga tvisv
ar í viku auk sex ferða DC-3. Til
Egilsstaða, Hornafjarðar og Fag-
urhólsmýrar bætist við ein ferð
á viku, þannig að til Egilsstaða
verða átta ferðir , til Hornafjarð-
ar fjórar og til Fagurhólsmýrar
þrjár ferðir vikulega. Til Akur-
eyráf verða þrjár ferðir á dag á
vegna þarf að óskapast yfir ein*
faldri og sjálfsagðri gjaldheimtu
útvarpsins fremur en annarra
aðila?“
Skýringín er sú, að það er ekki
gjaldheimtan sjálf sem „óskapast“
er yfir heldur þeirri ógn sem okk-
ur fannst friðhelgi heimilanna
stafa af því valdi sem útvarpstil
kynningin frá 26. janúar boðaði.
Setningin: „tálmunarlaust um
Lönd manna og hús“, kemur illa
við þá sem lýðræði unna.
Útvarpsstjórinn lýkur grein
sinni með þessum orðum: „Ríkis
útvarpið þarf að geta haldið af-
notagjöldum sínum til til haga,
og reynir að gera það með vin-
samlegri samvinnu við hlustend-
ur sína um skrásetningu tækja og
greiðslu gjaldanna“.
Undir þessi lokaorð geta að
sjálfsögðu allir tekið, að öðru
leyti en því, að það var engin
vinsamleg samvinna, sem auglýs-
ingin í hádegisútvarpinu 26. jan-
úar boðaði, heldur reiddur hnefi
valdsins, að friðhelgi heimilanna,
og hlýtur því að hafa komið illa
við marga, ekki sízt þá sem alltaf
hafa greitt sín afnotagjöld skil-
Ivislega og með ánægju.
Látrum 12. febrúar 1963.
Þórður -Tónsson.
mánudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og föstudögum, en
tvær ferðir aðra daga. Til Vest-
mannaeyja verða tvær ferðir
virka daga og ein ferð á sunnu-
dögum. Tvær ferðir í viku verða
til Sauðárkróks, Þórshafnar,
Kópaskers og Húsavíkur. Frá
Akureyri verða þrjár ferðir til
Hellu og Skógasands, ein viku-
leg ferð til hvors staðar.
Flugvélar í innanlandsflugi í
sumar verða DC-3, DC-4 og Vis-
count.
Millilandaflug:
Sumaráætlun millilandaflugs
hófst 1. april og um leið gengu
hin ódýru vorfargjöld í gildL
Með þeim gefst farþegunum
kostur á 25% afslætti af far-
gjöldum milli landa miðað við
einmiðagjald. Þessi afsláttur er í
gildi mánuðina apríl og maí.
Með tilkomu sumaráætlunar
fjölgar ferðum í áföngum í 13
ferðir á viku frá Reykjavík og
flugvélarnar fljúga fram og aft-
ur samdægurs, nema flugvélin
sem flýgur til og frá Færeyjum.
Brottfarartímar frá Reykjavík
verða frá kl. 8.3(1—12.30, en
komutímar frá útlöndum frá kL
16.55—22.40.
Hinar vinsælu Viscount-skrúfu
þotur félagsins munu sem fyrr
bera hita og þunga áætlunar-
flugsins milli landa, en Cloud-
master-flugvél mun fljúga ein-
stakar ferðir.
Nýr þáttur í sumaráætlun
millilandaflugs, er flug til og frá
Færeyjum, sem gert er ráð fyrir
að hefjist snemma sumars. Flug-
vél í Færeyjafluginu mun verða
Douglas D-3.
Skrifstofur Flugfélags fslands
í Kaupmannahöfn, Hamborg,
Glasgow, Olsó, London og Berg-
en, munu sem fyrr greiða fyrir
ferðafólkinu og veita því að-
stoð og upplýsingar.
Um þessar mundir er unnið að
dreifingu sUmaráætlana Flugfé-
lags íslands fyrir millilandaflug
og innanlandsflug, en áætlanirn-
ar eru sem fyrr vandaðar, prent-
aðar á myndapappír í fjórum
litum.
I og efna þannig til nýs ófriðar.
Er þetta að visu í næsta góðu
j gengisbreytingu og hlutlaus og
raunsæ skýrsla Seðlabankans
Sumaráætlun Flug-
félagsins að byrja
Hiingferðir teknar upp um Island