Morgunblaðið - 20.04.1963, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.04.1963, Qupperneq 23
Laugadagur 20. apríl 1963 25 Ólofui Ósberg Þórhollsson NÝLEGA var kveðinn npp í Hæstarétti dómur í skaðabóta- máli, er Ingvar Brynjólfsson, starfsmaður hjá Eimskipafélagi íslands, höfðaði gegn félaginu vegna slyss, sem hann varð fyrir, er var að störfum í þágu félags- ins. Úrslit málsins í héraði urðu þau, að Eimskipafélagið var dæmt til að greiða hætur, en í Hæstarétti var félagið sýknað. Dómur þessi og ýmsir fleiri svipaðs eðlis, er kveðnir hafa hafa verið upp að undanförnu, hera vitni um, að Hæstiréttur fer sér hægar en áður í því að fella hótaskyldu á vinnuveitend- nr vegna slysa, er verða á mönn um í starfi fyrir þá. Málavextir í þessu máli eru sem hér segir: 2. janúar 1960 vann stefnandi í vörugeymslu stefnda á austur hafnarbakkanum við að afferma mjölsekki af pöllum vörubif- reiða og láta þá á færiband. Stóðu þeir uppi á pölluim bifreið anna, tóku sekkina á milli sín og létu þá á færibandið Úrkoma var þennan var þennan dag, og voru vörupallarnir því blautir og gerðust hálir, er mjöl sáldrað- ist á þá úr sekkjunum. Klukkan laust gengin sex um kvöldið kvaðst stefnandi hafa fært sig til á palli þeirrar bif- reiðar, sern þeir hafi þá verið að afferma og hefði sér þá skrik að fótur þannig, að hann hefði steypzt niður af pallinum og lent með bakið á öxulenda færibands ins. Við fallið munu þrír hryggja- liðir hafa brotnað og var stefn- andi óvinnufær í rúma fjóra mán uði vegna slyss þessa. Stefnandi krafðist bóta að upp- hæð kr. 28.777.60 ásamt vöxtum og málskostnaði. Hann reisti kröfur sínar á því, að ekkert hefði verið gert til að koma í veg fyrir hálkuna á vörupöllunum í umrætt sinn, eins og stundum hefur verið gert, t. d. með sagi eða með því að hreinsa þá við og við. Við þetta hefðu vinnu- aðstæður á pöllunum orðið ófor- svaranlegar vegna hálku, sem BÍðan hafði leitt til slyssins. Stefndi bæri ábyrgð á vinnuskil- yrðum þeim, er hann búi starfs- mönnum sínum og því væri hann ekaðabótaskyldur gagnvart stefn anda á öllu því tjóni, er hann hefði orðið fyrir vegna slyssins. Stefndi, Eimskipafélag íslands, byggði sýknukröfu sína á því, að öll tæki, er notuð hefðu verið við vinnu þá, er stefnandi fram- kvæmdi hefðu verið í fullkomnu lagi og ekki hefði verið um neina vanrækslu að ræða af hálfu þeirra, er sögðu fyrir yerkum á vegum félagsins. Slys þetta hefði því orðið annað hvort vegna gá- leysis stefnandi eða fyrir hreina óhappatilvilj un. Þá hefði stefn- •ndi ekki kvartað yfir hálkunni Við verkstjóra stefnda. Svo sem fyrr segir var niður- Btaða málsins í héraði, að bóta- ébyrgð var felld á Eimskipafé- lagið vegna slyssins og það dæmt til að greiða stefnanda skaða- bætur. Segir I forsendum dóms- ins, að vinnuaðstæður á vöru- pöilunum hafi verið óforsvaran- legar vegna hálku í umrætt sinn. Verkstjóranum hefði því borið •ð sjá svo um, að gerðar yrðu eérstakar ráðstafanir til að draga úr hálkunni. Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu og segir svo í forsend um dómsins: „Pallar vörubifreiða verða Jafnan hálir við flutning á mél- vöru 1 úrkomu, og mátti (stefn- •nda) vera það ljóst, þar sem hann hafði unnið árum saman hjá áfrýjanda að sams konar •törfum og þeim, er slysið varð ▼ið. (Stefnandi) mátti því sam- kvæmt reynslu sinni og öllum aðstæðum vera á verði gegn hálku á .bifreiðapöllunum. Að þessu athuguðu þykja eigi vera efni til að leggja á (stefnda) ábyrgð á slysi (stefnanda)“. Eimskipafélag fslands var því sýknað af kröfum stefnanda, en málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti felldur niður. X- NÝLEGA var kveðinn npp í Hæstarétti dómur í máli, er reis út af hanaslysi, er varð hér í Reykjavík 30. jan. 1959, er Skarp- héðinn Jósefsson féll af hílpalli og togaraskrúfa ofan á hann með þeim afleiðingum að hann heið hana. Mál þetta var skaðabótamál, sem höfðað var af Rósu Einars- dóttur f.h. dánarbús Skarphéð- ins heitins gegn Vélsmiðjunni Héðni, Rvik. Gerði stefnanda hóta kröfur að upphæð kr. 729.977.79. Málavextir eru sem hér segir: Að morgni hins 30. jan. 1959 skyldi flytja togaraisikrúfu af geymslusvæði Vélsmiðjunnar Héð ins við Vesturgötu niður í Slipp- inn við Reykjavíkurhöfn. Þrem starfsmönnum vélsmiðjunnar var falið að framkvæma verk þetta og var Skarphéðinn Jósefsson einn þeirra. Framkvæmd verksins var þann ig hagað, að skrúfunni, sem var 2100 kg. að þyngd, var lyft með kranabíl, en síðan var vörubifreið inni R-1028 ekið undir hana og hún látin síga niður á pall bifreið arinnar, en þar voru fyrir framan greindir þrír menn til að taka á móti henni og hagræða henni á pallinum, sem var úr tré. Snjóföl var á palli bifreiðarinnar, sem var ekki hreinsaður af áður en skrúfan var sett á hann. Ekki var skrúfan bundin á pallinn né skorð uð á annan hátt. Engin skjólborð voru heldur á pallinum, en á brúnum hans voru jámvinklar, sem stóðu mjög lítið upp fyrir yf irborð pallsins. ökumann bifreiðarinnar, er sat inni í henni meðan hleðslan fór fram, var kunnugt um öll framan greind atriði, en kveðst hafa álit ið, að snjórinn myndi pressast það undir skrúfunni, að hún myndi „bíta“ sig í pallinn, enda hafi það ekki verið vanalegt að binda skrúfurnar niður í svo stuttum flutningum. Er lokið var að setja skrúfuna á pallinn tók Skarphéðinn sér stöðu aftan á palli bifreiðarinnar, enda átti hann að aðstoða við af- feimingu. Var nú lagt af stað og ekið sem leið lá eftir Vesturgötu, en síðan sveigt norður Ægis- götu, er hallar á þá átt niður að höfninni. Er bifreiðastjórinn var kominn langleiðina að Nýlendu- götu, kveðst hann hafa heyrt Skarphéðin banika í stýrishúsið og hafi hann þá litið aftur og séð að skrúfan var farin að renna til á pallinum. Skipti engum togum, að bif- reiðastjóranum virtist Skarphéð- inn stökkva út af vinstri hlið bif- reiðarinnar og kveðst hafa séð til hliðar, en bifreiðin var með vinstri handar stýri, hvar Skarp- héðinn datt á grúfu á götuna. Þá kvaðst hann og hafa hafa séð Skrúfuna renna á hús bifreiðar- innar og snúast síðan út af vinstri hlið pallsins og virtist honum hún sporðreisast um leið. Er skrúfan féll stöðvaði hann alveg bifreiðina og fór út úr henni. Sá hann þá Skarphéðin liggja á grúfu á götunni, móts við hús bílsins, og vissi höfuðið fram með bílnum og var nær honum en fæturnir. Skrúfan lá þá á milli bifreiðarinnar og Skarp héðins og var eitt blað hennar að nokkru leyti yfir honum. Hann var meðvitundarlaus og virtist ökumanninum eitt blaðið hafa lent á baki hans. Skarphéðinn var látinn áður en hann komst á Slysavarðstofuna. Stefnanda reisti kröfur sínar á því, að óforsvaranlega hafi verið gengið frá skrúfunni á pallinum með því að láta hana liggja ó- bundna og algjörlega óskorðaða á snævi drifnum pallinum, er hafi verið á skjólborðs og kantlista. Hljóti Vélsmiðjan Héðinn h.f. að bera fébótaábyrgð á tjóni því, er af slysinu hlauzt, bæði skv. regl- um bifreiðalaga, svo og sam- kvæmt reglum þeim, er gilda um ábyrgð vinnuveitenda á verkum starfsmanna sinna, enda hafi Skarphéðinn heitinn ekki eins og á stóð, haft aðstöðu til að forðast slysið eða koma í veg fyrir það. Þá hafi hér verið um hættulegt verk að ræða, og beri stefndi því fébótaábyrgð á slysinu skv. þeim bótareglum, er gilda um hættu- lega starfsemi á vettvangi skaða- bótaréttar. Stefndi krafðist sýknu og byggði þá kröfu sína á því, að menn þeir, er unnu að flutningi skrúfunnar, hafi verið þaulvanir slíkum störfum, og auk þess hafi Skarphéðinn heitinn verið vél- stjóri og jámsmiður að menntun. Slysið hafi orðið fyrir óhappatil- viljun, enda ekki annað að sjá, en gengið hafi verið forsvaranlega frá skrúfunni á bílpallinum, þótt hún hafi að vísu verið óbundin og óskorðuð, en slíks hefði eigi átt að vera þörf, þar sem ekið hafi verið gætilega og skrúfan 2100 kg að þyngd. Þá hafi að nokkru leyti mátt um kenna ó- aðgætni Skarphéðins heitins sjálfs. Niðurstöður málsins f héraði voru þær, að stefndi var dæmdur til að bera % hluta tjónsins, en stefnanda sjálf % hluta. í Hæstarétti var stefndi dæmd- ur til að greiða % hluta tjónsins og sú upphæð þótti hæfilega á- kveðin kr. 277.268,20 ásamt vöxt- um og kr. 40.000.00 í málskostnað fyrir báðum réttum. AÐALFUNDUR Skáksambands íslands var haldinn sl. þriðju- dagskvöld í Breiðfirðingabúð. Forseti sambandsins, Ásgeir Þór Ásgeirsson, flutti skýrslu stjórn arinnar og greindi m.a. frá helztu mótum innanlands á síð- asta starfstímabili stjórnarinnar og frá Olympíuskákmótinu í Varna í Búlgarm, en þar átti ís- land sveit. Hann vakti athygli á því að ný kynslóð sterkra skák manna væri í hraðri uppsigl- ingM. Breytingar þær, sem gerðar voru á lögu/n sambandsins 1960 og sú stefna stjórnarinnar að gefa ungum skákmönnum tæki- færi til þess að reyna hæfni sína í sterkum mótum innanlands og utan hefði gefið mjög góða raun. Þátttaka í Skákþingi Islands færi vaxandi með hverju ári og væri þingið nú að öðlast þann sess, sem því bæri. Aukinn stuðn ingur ríkis og Reykjavíkurborg- ar ætti að geta stuðlað að enn almennari iðkun skáklistarinnar hér á landi. Þá greindi forseti frá fyrirhugaðri keppni milli ÞANN 26. marz sl. lauk í Karol- iniska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi æviraun ungs manns. Hann var kominn utan af íslandi að leita sér lækninga við meini, er hann hafði barizt við frá fæðingu. Sú leit átti sér skjótan endi. Okkur mönnum er tamt að róma hæst þá baráttu, er fram fer fyrir augliti heimsins. Því stærri hetjur verða menn í augum annarra, sem meira er borizt á. Lofið stígur í hlutfalli við um- svifin, hrifningin yfir unnum sigri er háværust sé blásið í lúðra fyrir sigurvegaranum. — Og samúðin er okkur einnig út- bærust á stopulum stundum skyndilegra geðhrifa, við slysfar- ir eða önnur óvænt ósköp. Okkur sést tíðum yfir það stríð, sem háð er í kyrrþey, einkum ef það stendur lengi, einkum ef sterk- asta vopnið í baráttunni er e.t.v. þolinmæðin, þrautseigjan. Það blæs enginn í lúðra þó að þolin- mæðin vinni sigra. Hennar sigrar láta svo lítið yfir sér. Við veitum þeim ekki athygli. Og samúð okk ar lætux einnig á sér standa, fari baráttan fram á þessum vett- vangi. Við hugsum með okkur, að nógur sé tíminn. Kannski hvarflar að okkur, að þetta sé engin barátta, hún sé svo fyrir- ferðariítil, að hún geti tæpast verið erfið. Og svo er henni allt í einu lokið, og við skiljum skyndilega, að þetta var erfið bar átta, svo erfið sem mannleg bar- átta getiu- orðið. Og okkur verð- ur einnig ljóst, að hér hafa í kyrrðinni verið unnir stórir sigr ar, — svo stórir sem mannlegir sigrar geta orðið. nemenda gagnfræðaskóla Reykja víkur, sem ráðgerð væri næsta vetur. Helztu mót erlendis í sumar, sem líklegt er að íslenzkir skák- menn taki þátt í er Svæðamótið, sem haldið verður í Austur- Þýzkalandi dagana 29. júní til 27. júlí, Skákþing Norðurlanda, sem verður í Odense 21. júlí til 1. ágúst og Heimsmeistaramót unglinga, sem hefst 10. ágúst í Leningrad. Fundurinn samþykkti tillögu Asgeirs Överby, Isafirði, um styrkveitingar til keppenda ut- an af landi í meistaraflokki og landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands. Samþykktar voru inn- tökubeiðnir taflfélaga Dala- manna og Fáskrúðsfirðinga. Stjórn Skáksambands Islands er nú þannig skipuð: Forseti: Ásgeir Þór Ásgeirsson og meðstjórnendur þeir Baldur Pálmason, Gísli R. ísleifsson, Þorvaldur Jóhannesson og Þór- ir Ólafsson. — Varastjórn: Guð- mundur Arnlaugsson, Guðlaug- ur Guðjónsson og Jóhann Þórir Jónsson. Ólafur Ásberg Þórhallsson veer fæddur 2. desember 1936. Foreldr ar hans voru hjónin Þórhallur Þorkelsson frá Brjánsstöðum í Grímsnesi og Halldóra Ólafsdótt- ir frá Fossá í Kjós. Óláfur ólst upp að heimili foreldra sinna I Reykjavík, en í bernsku var hann alla jafna á sumrin með móður sinni að Valdastöðum í Kjós. Þótti honum þar sitt annað heimili. Ólafur gekk aldrei heill til skóg- ar. Olli hjartasjúkdómur honum ævilangri kvöl. Við þeim sjúk- dómi var honum leitað lækninga í Svíþjóð, er hann var á 15. ald- ursári. Skipti mjög um til hins betra við þá för, þó að því færi fjarri, að fullur bati fengist. Eftir heimkomuna hóf Ólafur nám við Tónlistarskólann og stundaði það af kappi um árabil. Lagði hann stund á píanóleik og náði góðum árangri, enda frábærlega tón- elskur og ástundunarsamur. Er stundir liðu ágerðist sjúkleiki Ól- afs, og var sá kostur tekinn að fara öðru sinni til Svíþjóðar, enda höfðu lækningaaðferðir tekið miklum framförum á þeim túna, sem liðinn var. Voru miklar von- ir bundnar við þá ferð, þó að hún yrði sú hinzta. Svo sem vænta má naut Ólaf- ur aldrei þeirrar hlutdeildar I gjöfum lífsins, sem heilbrigðir eiga kost. Sjúkdómsbyrði hans var þar hvarvetna fjötur um fót. Hér fór þó sem oftar, að líkn var lögð með þraut. Ólafur bjó yfir sjaldgæfum hæfileikum til að leika á þá strengi síns innra manns, sem daganna önn að jafn aði sljóvgar hjá þeim, er heilir fara. íhygli hans og næmleiki samfara hlédrægni og dulu lund- erni brá birtu yfir langa daga. Og elska hans til þeirra, sem hon- um voru nákomnastir var afl- gjafi þessa sólskinsbjarma. Stöð- ugur lestur blaða og bóka jók einnig skilning hans og víkkaði sjóndeildarhringinn, svo að hann var manna fróðastur um menn og málefni, þó að dult færi. Þennan gróður allan vökvaði regn tón- anna, en hljómlistin var ávallt hans ríkasti unaður. — Sterkasti þátturinn í skapgerð Ólafs var þó þolinmæðin, þrautseigjan og bjartsýnin, hin sívakandi von uim að um síðir yrði unnt að ráða bót á meini hans. Það var þessi eigin- leiki sem sífellt sigraði vonleys- ið og óttann á hverju sem gekk. Það var einnig þessi eiginleiki, sem í nýrri og skærari mynd fylgdi Ólafi á hinni síðustu för, — allt til hinztu stundar. Við nemum staðar að leiks- lokum og undrumst: Hverju sætir það, að á menn skuli lögð byrði ævilangrar þjáningar, án þess að nokkru sinni linni fyrr en í dauð- anum? Hverju sætir það, að einn skuli heill, en annar sjúkur? Hvar er kærleikur Guðs og máttur? Hvar er sigur Guðs yfir böli barna sinna? Þetta er ævarandi spurning. Og henni hefur ef til vill aldrei verið svarað til fullr- ar hlítar. — Og þó hefur henni verið svarað. Jesús Kristur hefur hér sem í öðru gefið það svar, eir eitt nægir. Þegar vonirnar eru brostnar, þegar harmurinn er al- gjör og örvæntingin dýpst, þegar okkur finnst jafnvel Guð hafa beðið ósigur, þá svarar hann með þeim orðum, sem í senn eru upp- haf, endir og innihald allrar til- veru: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. í þeim orðum er fólg- in lausn Guðs, fyrirheit hans og sigur, huggun þeim sem enn stríða, hjáipræði þeim sem sofn- aðir eru. Andspænis þessu svari dregur úr þjáningu okkar mann- anna, eimiig gleðin verður smá. Við skynjum, að þetta er sú eina staðreynd, sem nokkru varðar jafnt hér á jörðu sem í hinum komandi hc-imi. Á þessum erfiðu dögum þakka ég Guði slíka gjöf og bið þess, að ástvinir Ólafs megi huggast við það undursamlega fyrirheit. — H. S. Ný kynslóð fjöl- hæfra skákmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.