Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 6
6
MORGU1SBLAD1Ð
Fimmtudagur 25. apríl 1963
Hugleiðingar um tækni-
skóla á íslandi
Asgeir Þorsteinsson, verkfræð-
ingur talar um, að í Danmörku
sé gagnfrseðapróf „þess eðlis“.
Hvernig væri það, að við
fengjum hér á landi gagnfræða-
próf „þess eðlis“ að hægt væri
að nota það til æðra náms á
sviði tækni, sem og á öðrum svið
um?
Höfum við nokkuð með það
að gera að tala um miðskólapróf
eða gagnfræðapróf sem undir-
stöðumenntun, ef burðarmagn
þeirrar undirstöðumenntunar,
sem við köllum miðskóla eða
gagnfræðapróf, er langt undir
því burðarmagni, sem samskon-
ar námsheiti hafa hjá öðrum
þjóðum? Ég held ekki — því
vissulega mun byggingin skekkj-
ast þegar ofar kemur, ef hún á
að sníðast eftir fyrirmynd ann-
arra þjóða.
Eitt er víst, að við getum ekki
útskrifað okkar gagnfræðinga á
sama árafjölda, með okkar 140
til 150 árskennsludögum og aðr-
ar þjóðir méð kannski 240 árs-
kennsludögum, og telja próf
beggja jöfn að gæðum. Þetta er
staðreynd, sem við getum ekki1
horft fram hjá. Við getum að
vísu skírt vatnamurtu lax, en
hún verður aldrei lax, þótt við
setjum á hana nafnið.
Það er rætt um, að við íslend-
ingar drögumst æ meir aftur úr
á sviði verkmenningar. En hver
er undirstaða verkmenningar?
Undirstaða verkmenningar hlýt-
ur að mótast af því fræðslukerfi
— og framkvæmd þess —, sem
ríkjandi er frá upphafi skóla-
göngu til loka unglingsára, —
eða af hinni almennu menntun,
— hvort sem nú miðað er við
skyldunám eða gagnfræðanám.
Ef fræðslukerfið sjálft, — eða
framkvæmd þess, — er gallað,
þá leiðir það af sjálfu sér, að
afleiðing þess veróur gölluð verk
menning.
Við verðun. því að horfast í
augu við þá staðreynd, að við
verðum að fjölga okkar árs-
kenrtsludögum, í samræmi við
það, sem tíðkast hjá nágranna-
þjóðum okkar, ef við ætlum að
nota sem fyrirmynd kennslukerfi
þeirra við framhaldsnám og sér-
nám, hvort sem það nú er á
tæknisviði eða á öðrum sviðum.
Ef skólaár okkar yrði t.d. frá
1. september til 15. júní, ynnist
við það um 50 árskennsludagar,
og væri það mikil bót frá því
sem nú er. Námsleiði, — jú heyrt
hefur maður það, en hann kem-
ur ekki fram hjá hinum eðlilega
og heilbrigða nemenda, vegna
of margra árskennsludaga, held-
ur af hinu, að það vantar ein-
hvern þann vaka, sem heldur
hinum heilbrigða eðlilega nem-
enda við námið.
Þetta er úrlausnarefni hinna
færustu skólamanna, — úrlausn
arefni sem verður að leysast hið
bráðasta.
Meðan það er óleyst, ættum
við að eyða sem minnstum tíma
hins háa Alþingis, vegna frum-
varpa til laga um stúdentaskóla
þessarar eða hinnar tegundar-
innar, — tækniskóla á íslandi,
— eða hvað svo sem við vilj-
um nefna þá, svo lengi sem
burðarmagn uppistöðunnar er
langt undir því, sem reynist hjá
öðrum þjóðum.
Það hafa heyrst ádeiluraddir
viðvíkjandi núverandi fræðslu-
kerfi okkar og framkvæmd þeirra
— og hafa þær raddir komið fra
hinum ágætustu skólamönnum
— en ekki veit ég til að hinir
æðstu menn fræðslumála hafi
látið í sér heyra í dagblöðum
eða útvarpi viðvíkjandi umrædd
um ádeilum, — en þar á ég við:
fræðslumálastjóra, fræðslustjóra
Reykjavíkurborgar og svo þessa
svokölluðu námsstjóra.
Sigurður Lándal skrifaði fyrir
nokkru um stúdentsmenntun.
Skrif hans voru í tilefni af frum
varpi til laga um Kennaraakóla
íslandis, — en gert er ráð fyrir
í frumvarpinu, að Kennaraskál-
inn fái rétt til að útskrifa stúd-
enta. Mælir hann á móti slíkum
réttindum til handa Kennara-
skólanum. Talar hann um, að
útþynningarstefnan vaði uppi
hér á landi, og bendir í grein-
inni á, að slík réttindi til handa
Kennaraskólanum muni mjög
rýra gildi stúdentsmenntunar.
Sömuleiðis segir hann að stúd-
entspróf menntaskólanna „standi
til mikilla bóta.“
Það fer ekki fram hjá manni,
að Sigurður telur gildi stúdents-
menntunar fara rýrnandi. Mér
hafa sagt fróðir menn að gildi
íslenzkrar stúdentsmenntunar sé
langt fyrir neðan t.d. gildi stúd-
entsmenntunar frændþjóða okk-
ar. Ber allt að sama brunni, en
það er, að undirbúningsmenntun
okkar sé mjög áfátt. En nóg um
það.
Góð og þjóðfélagslega séð hag
kvæm tæknimenntun krefst ekki
nauðsynlega stúdentsnáms, sem
undirbúningsmenntun, til æðra
tækni eða verkfræðináms. Á
• Tillögrir um útvarpið
„Ég er einn hinna mörgu
óánægðu útvarpshlustendia, sem
skipta orðið þúsundum. Mér
datt í hug að koma með nokkr-
ar tillögur frá mér sem óbreytt-
um útvarpshlustenda, og vonast
ég fastlega til þess, að þær verði
að einhverju leyti teknar til
greina, þó að ég viti, að hið hátt-
virta útvarpsráð telur sig ekki
þurfa að hlaupa eftir óskum
okkar hlustenda, nerna þá að
mjög litlu leyti.
Útvarpsráð, í það ætti að
kjósa að minnsta kosti þrjá
menn af hlustendum sjálfum, og
ætti að haga kosningu þessara
þetta hafa komið auga háþróað-
ar iðnaðarþjóðir, svo sem Danir,
Þjóðverjar og Englendingar hér
í Evrópu og Bandaríki Norður-
Ameríku.
Það hefir borið á því að
Evrópumenn (Vestanmenn) telji
að fræðslukerfi Bandaríkjanna
fari of mikið í þá átt að sér-
hæfa rnehn, þannig að t.d. á
tæknisviðinu verði menn of ein-
hæfir (það sem ég kalla einhæf-
ir nota Danir orðið „fagidioter“,
sem sýnir ekki of gott álit á of
mikilli sérhæfingu) og því ekki
eins heppilegir til hinna almennu
tækni eða verkfræðistarfa. Það
virðist þó ekki rétt að hræðast
þetta, því sjálfir hafa Banda-
ríkjamenn vakandi auga á þessu,
og blanda því inn í sérhæfnis-
námið ýmsum óskyldum en fræð
andi námsefnum og æfingum.
Síðari hluti
Ég hefi áður minnzt á að
tæknifræðslukerfi Danmerkur
væri nú „efst á baugi“ hjá þeim.
Sú tillaga hefir komið fram í
Danmörku, og sem mjög er þar
til athugunar, að tæknifræði og
Akademíuverkfræðinámið verði
gert að einu námi, með því að
gera þau Teknikum sem fyrir
eru að verkfræðiháskólum, líkt
og nú gerist um t.d. tannlækna-
háskóla, verzlunarhóskóla og
búnaðariiáskóla.
Jafnframt kemur sú skoðun
fram, að gefa skuli sem flestum
efnilegum mönnum og konum
möguleika til að njóta þessarar
háskólamenntunar með forskól-
um í sambandi við háskólann
sjálfan, eftir því sem undirstöðu
menntun verkfræðingaefnanna
er háttað. Sjálfsagt er talið að
þeim sem fara iðnnámsleiðina, sé
gefinn kostur að loknu iðnnámi
á forskólum til að öðlast réttindi
til inngöngu í verkfræðiháskól-
ann. Þeim sem ekki hafa valið
iðnnámsleiðina en hafa gagn-
1 fræðamenntun sé gefinn kostur
þriggja manna þannig, að út-
varpsnotendum væru sendir sér
stakir kjörseðlar, en þeir skrif-
uðu svo á þá nöfn þeirra
þriggja manna, er þeir vildu
helzt fá kjörna í ráðið. Bezt
væri, að útvarpshlustendur
mynduðu með sér félagsskap, til
dæmis eitthvað í líkingu við
Neytendasamtökin.
- Afnotagjaldið, það er orðið
allt of hátt, og mætti gjaman
lækka það um helming, því að
auglýsingarnar eru það mikill
liður í tekjum útvarpsins, að
það þyldi vel lækkun afnota-
gjaldsins.
Dagskráin er hörmuleg. Tóm-
ar syAifóníur og fúgur, sem
ekki nema mjög lítill hluti út-
Jón Gauti
á heldur stjdtra verknámi en iðn
aðarmenn og samsvarandi for-
skóla, og svo stúdentar með verk
námi í 2 til 2% ár, og þá rétt til
inngöngu í verkfræðiháskólann
án forskóla. Þannig er reiknað
með að verkfræðinámið taki
stúdentinn 3 til 3% ár að ljúka
því, en 314 til 4 ár fyrir gagn-
fræðinga og aðra.
Þessi verkfræðilháskóli á
þannig að útskrifa hinn almenna
danska verkfræðing, sem hefir
þá að loknu námi sameiginlegt
verkfræðiheiti, í stað þriggja
verkfræðiheita eins og tíðkast í
dag.
Auk þessa verkfræðiháskóla
og beint framhald af honum sé
svo framhaldsnám fyrir hina af
náttúrunnar hendi enn meira út-
völdu til vísindaiðkana t.d. til að
verða kennarar og prófessorar
og sömuleiðis fyrir könnuði og
aðra visindamenn af hærri gráðu.
Meðan við íslendingar látum
gildi námsheita í hinu almenna
fræðslukerfi okkar stöðugt
rýrna, nær því líkt og skeður
með gjaldmiðil okkar, íslenzku
krónuna, — getum við lagt á
hilluna allt tal um Tækniskóla
fslands. Við verðum að byrja á
byrjuninni og koma hinu al-
menna fræðslukerfi okkar
og framkvæmd þess 1 mannsæm
andi horf.
Þegar við höfum náð því stigi,
getum við farið að ræða um
Tækniskóla íslands, — en mun
þó langt í land með að starf-
raekja hér fullkominn tækni-
skóla. Kemur þar tvennt til:
varpshlustenda hefur nokkra
ánægju af að hlusta á
Ég vil að meira tillit sé tekið
til hlustenda en hingað til hefur
verið gert, og ég veit að ég tala
fyrir munn hlustenda þegar ég
bið um meira af léttari hljóm-
list, t. d. harmonikulögum, völs-
um, alþýðulögum frá ýmsum
löndum, og margt fleira mætti
nefna, en þetta er líklega nóg
í bili.
En útvarpsráði ætti að vera
orðið ljóst, að óánægja hlust-
enda er mikil og ef ekkert verð
ur gert til að kippa í lag því
sem aflaga fer, þá verðum við
útvarpshlustendur að taka til
okkar ráða“.
fólksfjöldi og fjárskortur. Slíkur
skóli mundi kosta í stofnkostnaði
hundruð milljóna króna, ef hann
ætti t.d. að samsvara nútíma við-
urkenndum Teknikum í Evrópu.
Sem dæmi má taka, að Norð-
menn sem hafa verið í deigl-
uni með sitt tæknifræðslukerfi,
eru nú að breyta sínum Teknik-
um í meiri líkingu við tækni-
skóla Danmerkur og Sviþjóðar.
í samræmi við þetta hafa staðið
yfir breytingar á „Oslo tekniske
skole“. Ég hefi séð yfirlit yfir
áætlaðan kostnað á búnaði við
tilraunadeildir skólans (laborat-
orier) og er aðeins viðbótarbún-
aður áætlaður um eða yfir 30
millj. ísl. króna. Auk þessa við-
bótarbúnaðar eru svo viðbótar-
byggingar við hinn gamla skóla,
sem kosta muni á annað hundrað
millj. isl. króna. Má þetta gefa
manni nokkra hugmynd um,
hvað það mundi kosta okkur að
byggja slíka skóla upp frá
grunni.
En hvað skal þá gera?
Fullkominn tækniskóli er ekk-
ert ódýrarl, þótt hann hafi ekki
nafnið tækniháskóli. Við höfum
nú um árabil haft fyrri hluta í
verkfræðinámi við Háskóla ís-
lands. Ekkert hefir verið talað
um að gera deild Háskóla ís-
lands að fullkomnum verkfræði
skóla. Beinast er að telja orsök-
ina til þess, vera þá, að fróðir
menn á því sviði telji ekki að-
stæður fyrir hendi. Það er mikil
hjálp fyrir yerkfræðinema að
geta lokið viðurkenndu fyrri-
hlutaprófi hér heima. Er ekki
hægt að gera álíka fyrir tækni-
fræðingaefni okkar? Jú, vissu-
lega, og að því er þegar kominn
vísir.
Skólastjóri Vélskólans I Rvik.,
Gunnar Bjarnason, hefir sýnt
hrósverðan áhuga á tækni-
fræðslu hér á landi, og hefir ekki
látið sitja við orðin tóm. Hana
hefir nú stofnað deild við Vél-
skólann í Reykjavík, sem veitir
að loknu prófi rétt til inngöngu
í tæknifræðiskóla (Tekniskum
ingeniörskóla) í Danmörku og
Noregi. Deild þessi er skipulögð
í samráði við menntamálaráðu-
neyti Danmerkur og Noregs.
Fyrsta próf frá þessari deild verð
ur þreytt i vor og mun danskur
og norskur fulltrúi taka þátt í
prófnefndastörfum og veita aðra
aðstoð við prófið í vor. Prófverk-
Framh. á bls. 14
• Um bökun brauða
„Húsmóðir“ sendir þetta bréf:
Velvakandi!
Vart nokkuð „bakkelsi" e'r
betra en nýbökuð og ilmandi
góð brauð, og ég sakna þess
mjög, að ekki skuli vera hér
hægt að fá betri brauð í bakarí-
um og fjölbreyttari. Undarlegt
er líka hvað þau eru hvert öðru
lík. Þeir, sem baka stundum
brauð heima, vita, hvað mjólk
eða örlítið af smjöri bragðbætir.
Á síðastliðnu ári var sagit frá
því í Mbl., að í Noregi væri
hafinn bakstur á svokölluðu
skólabrauði; slíkur kjarnabrauð
bakstur yrði hér vel þeginn.
Einnig er ekki úr v^gi að
nefna kryddbrauð, sem t. d. eru
framleidd í ótal tegundum á
hinum Norðurlönduhum. Með
ósk um að Velvakandi fái þó
ekki sé nema eina nýja brauð-
tegund á markaðinn og þakk-
læti fyrir alla hans góðu við
leitni.
Húsmóðir.