Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 20
20 MORCIIISBL 4ÐIÐ Fimmtuclagur 25. april 1963 •— Armm, ég átti afmæli fyrir tveimur dögum. Sjáðu gjafirnar, sem ég fékk. DUNKERLEYS — Ég er ekki viss um, að mig langi í neina sérstaka skó. — Víst langar þig það. Hvað ætlaztu kannski fyrir? Það er ekki eins og þú hefðir neinn eld- legan áhuga á neinu öðru. Ef þú ætlaðir að bjóða Felixi allt Dunkerley-úthaldið, þá mundi hann segja: „Nei, það eru lög- in, sem mig langar í. Þau ætla ég að fást við og annað ekki. Og það er ekki af því að pabbi hans er dómari. Það er af þvi, að það er honum áhugamál. Hann hefur afskaplegan áhuga á því. — Nú, Felix! Það er meira undrabarnið. Það er líklega þessvegna, að þú ert kominn á fætur klukkan sjö? Þú verður að vera tilbúin að grípa bréfin hans, þegar þau detta í kassann. Ég er mest hissa á, að pabbi skuli leyfa svona krakkarolling- um að vera að skrifast á. — Pabbi hefur ekki hugmynd um það. — O, það skaltu ekki vera alltof viss um. Pabbi fylgist með öllu sem gerist, miklu betur en þú heldur. Og einhvern góðan veðurdag, lætur hann til skarar skríða, eins og Dunkerley sæmir. — Þá strýk ég bara að heim- an. — Þú kæmist nú ekki langt úr svissneska skólanum, með dreka við hverjar útgöngudyr. — Ég mundi strjúka hvaðan sem væri, hvort heldur frá Sviss eða öðrum stað. Laurie stóð upp geispandi. — Jæja, mér gæti nú þótt verra annarsstaðar en í London, býst ég við, sagði hann. En veiztu það nýjasta? Hann vildi láta mig fara til Hanchester í þessu fríi og læra setningu. — Hvaða setningu? — Þarna sérðu. Þú talar um, að ég viti ekki neitt í minn haus, og sjálf hefurðu ekki hugmynd um, hvaðan peningarnir koma, sem þú étur upp. Setning, kerli mín.... það er letursetn- ing: að tína upp stafina í prent- smiðjunni. Svo hefur maður haka í vinstri hendinni og setur stafina í hann með þeirri hægri. Svo setur maður stafina úr hak- anum í langan ramma, sem er kallaður skip, og þegar skipið er fullt, er kominn spalti. Og þegar eins margir spaltar eru komnir og dálkar eru í síðunni, eru þeir settir saman í nokkuð, sem jcail- að er formur, og þá hefurðu það eins og það leggur sig. Eins og þú sérð, þá kann ég þetta allt fræðilega, en svo fékk Hans Hátign þá flugu, að ég skyldi vera allt fríið mitt með upp- brettar ermar og læra það verk- lega. Og þegar ég spurði hann- hversyegna, þá sagði hann bara: „Af því að ég gerði það sjáifur forðum daga! — En til hvers að fara til Manchester til að læra þetta? — Vegna þess, að þar er allt galdraverkið saman komið. Við framleiðum þar bæði „Blákaldar staðreyndir" og „Unga Bretann" og hvern skrattann nú allar þess ar druslur heita. Við setjum það þar og prentum og svo er þessu dreift um allt ríkið. En hér er þetta allt miklu finna. Hér gef- um við bara út „vandaðar'* út-y gáfur, og í Dunkerleyhúsinu er ekkert nema ritstjórnin, en prentunin er send út til hinna og þessara fyrirtækja, sem taka hana að sér. — Þakka þér fyrir. Þetta var mikill fróðleikur fyrir mig. — Það kæmi mér ekki á ó- vart, sníkjudýrið þitt. \Að minnsta kosti er það svona, sem þú ert klædd og fædd, svo að þú þarft ekki annað að huga um en einhver stelpuskot. — Mér finnst þú nú sæmilega haldinn sjálfur. — Já, að öðru leyti en því, að það er litið á mig eins og ein- hvern blysbera. Jæja, ég ætti að fara að koma mér í Dunkerley- húsið. Því nú, þegar Manchester er úr söigunni, er það meiningin, að ég tíni upp nokkra fróðleiks- mola hjá hr. Dillworth. Bless, sníkjudýr! Þegar þú ert orðin gift og átt tvítugan son, mundu þá, að hann þekkir ekki aðra betri skemmtun en að glugga i lagaskræðurnar mannsins þíns! —Æ, guð minn góður! sagði Dina. — Hvað ætli við vitum, hvað verður eftir tuttugu ár. Ef ég eignaðist son núna í hvelli, yrði hann orðinn tvítugur árið 1916. Þá yrðum við komin í nýja og dásamlega öld, og hver er kominn til að segja, hvernig ungur maður Vildi eyða fríinu sínu árið 1916. Laurie hló og kleip í eyrað á henni. — Mér finnst skrítið, að síðan þú hittir þennan væntan- lega dómsmálaráðherra þinn, ertiu orðin alvara þenkjandi kona. En gerðu samt ekki of mikið að alvarlegheitunum. Ef þú ert að skrifa elskunni í dag, þá skilaðu kveðju minni. 3. Dina settist í stólinn, sem Laurie hafði setið á og breiddi úr bréfinu sínu. Kæra ungfrú Dina Dunker- ley: — Hér er ennþá kalt í veðri. Það er meira en þumlungs snjór á jörðu, og í nótt sem leið varð ég að breiða yfir- frakka ofan á rúmið, til að halda á mér hita. Ég er nú kominn í þessa reglulegu, dag- legu malkvörn. Kennarinn minn les TIMES upphátt við morgunverðinn, sem er klukk an 8. og svo ræðum við það merkasta úr blaðinu. Hann segir, að þegar ég komist í hendurnar á kennaranum min um í Oxford, þurfi ég ekki einungis að hafa þekkinguna til að bera, heldur líka kunna að nota hana í kappræðum, og þessvegna höfum við þessi morgunsamtöl okkar, sem ég kann annars ekkert illa. við. Svo byrjar lesturinn klukkan tíu, einn morguninn er það latína, annan gríska. Þetta stendur fram að miðdegis- verði, klukkan eitt. Frá tvö til fjögur fer ég út að ganga, sama hvernig veðrið er. Klukkan fjögur drekkum við te og þar á éftir þrælar kenn- arinn mér út í frumatriðum trúarbragðanna. En svo má ég gera það sem ég vil, það sem eftir er dagsins, að undan- teknu kvöldverðkrhléinu kl. hálfátta. Venjulega les ég enskar bókmenntir í klukku- tima, en eyði svo því sem eft- ir er af tímanum í grískuna og latínuna. Þetta er hreint ekki svo bölvað líf. Kennar- inn minn er sanngjarn maður og mér fellur vel við hann. Húsið er þægilegt og sveitin í kring skemmtileg. Ég hef engar fréttr að skrifa, en ég finn, að ég verð samt að skrifa yður, til að vita, hvernig yður líður og fullvissa yður um, að sjálfum líður mér vel. Pabbi er enn í Skotlandi Og hefur sent kennaranum mínum nokkrar akurhænur. Ég v.ona, að ég fái að sjá yður, áður en ég fer til Oxford í haust. Yður einlægur Felix Boys. Dina stakk bréfinu í umslagið og fór með það upp í herbergið sitt. Þar lagði hún það hjá öðr- um tveim, álíka ástríðufullum, í skrautkassa, sem hún geymdi undir fatnaði í skúffu. Hún var ósegjanlega sæl. Að strjúka — frá Englandi — S.viss eða frá hvaða stað, sem hún væri stödd á, og þjóta á hestbaki til Gretna Green og skríða á fjórum fótum inn um dyrnar á snjóhúsi — nei, það var óteljandi, sem hún gat gert til að þóknast höfundi þessa dásamlega bréfs. 4. Laurie var ekkert að flýta sér í ritstjórnarskrifstofuna. Hann ranglaði inn í Oxfordstræti og þaðan inn í Bondstræti,' þar sem búðargluggarnir voru uppljóm- aðir, þótt kominn væri miður morgunn og ljósadýrðin skein á geimsteina og dýra málma, skrautlegar myndir, postulín, leðurvörur, blóm, ávexti og grænmeti, sem leit allt of skraut lega út til að hafa getað vaxið upp í venjulegri mold. Eins voru kvenskórnir skrautlegir og há- tíðlegir, eins og þeir hefSu aldrei nærri skóarahamrinum komið, né sárum höndum saumakvenna í þakherbergjum. Þarna var einn gluggi, þar sem ekkert var nema svínslæri, sum sneidd nið- ur og rauð í sárið, sum þakin svörtu leðri en önnur gráu, en ekkert þeirra gaf til kynna aftur endann á svíni, sem væri að stinga trýinu niður í sorptunnu. Þetta var staður, þar sem allt var miðað við gullpeninga og dýr- ustu hlutirnir við of fjár. En Laurie hugsaði um ekkert þvílíkt. Bondstræti var skemmti- leg gata að rangla um, ekki sízt á svona morgni þegar þokukennt loftið fékk ljósin í búðarglugg- unum til að ljóma enn skemmti- legar, rétt eins og ljósglætu í einhverju -Aladdínshelli. Og hér kom búð fyrir veiði- menn! En þau glæsilegu stígvél! Og keyrin, maður! Og hattar og hanzkar og hvað maður nú vildi nefna. Hversvegna lofar pabbi mér aldrei á hestbak lengur? Það eru strákar í Merton, sem fara á veiðar þrisvar í viku. aflUtvarpiö Fimmtudagur 25. apríl. (Sumardagurinn fyrsti 8 00 Heilsað sumri: a) Ávarp (Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstj óri). b) Vorkvæði (Lárus Pálsson leikari). — Fréttir. c) Vor- og sumarlög. 9.10 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir. 11.00 Skátamessa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Árelíus Níels- son. Organleikari: Kristinn Ingvarsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Sumardagurinn fyrsti og börn in: Dagskrá Barnavinafélags- ins Sumargjafar. a) Lúðrasveit drengja undir stjórn Karls O. Runólfssonar Páls Pampichler Pálssonar leika vor- og sumarlög. b) Prófessor Þórir Kr. Þórð- arson flytur ávarp. d) Guðmundur Jónsson óperu söngvari stjórnar fjöldasöng. 14.00 íslenzk tónlist. 15.00 Lúðrasveit 'Reykjavíkur leik- ur. Stjórnandi: Páll Pampichl- er Pálsson. 15.30 Kaffitiminn: Jónas Dagbjarts- son og félagar. 16.00 „Á frívaktinni"; sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalín. (16.30 Veðurfregnir). 17.30 Barnatími: (Anna Snorradótt- ir). 18.30 Tryggvi Tryggvason og félag- ar syngja létt lög innlend og erlend. 19.00 Tilkynningar. 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Hugleiðing um sumarmál (Sigurður Bjarnason ritstjóri frá Vigur). 20.25 Kórsöngur: Karlakórinn Svan ur á Akranesi. Söngstj.: Hauk- ur Guðlaugsson. Einsöngvari: Jón Gunnlaugsson. — Píanó: Fríða Lárusdóttir. 21.05 Sitthvað um vor og sumar (Jórunn Viðar og Hildur Kal- man taka saman efnið). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög, þ.á.m. hljómsveit Biörns R. Einarssonar. 01.00 Dagskrárlok. Föstudagur 26. apríl. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarþ. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. .15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan“í Guðmundur M. Þorláksson talar um Þorstein Erlingsson. 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Til- kynningar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Trúarbrögð og trúar- hugmyndir í ljósi nýrra við- horfa á 20. öld; XII. — Ólíkur hugsunarháttur aldamóta- manna og nútímamanna (Guð mundur Sveinsson skólastj.). 20.25 Schumann: „Kinderscenen", op. 15. — Vladimir Horowitz leikur á píanó. 20.45 f ljóði — „Ljósið loftir fyllir** — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar. 21.00 Prokofiev (úts. Barshai): Visi- ons fugitives, op. 22. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að- all‘í eftir Þórberg Þórðarson; XXIII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgv. Guðmundsson) 22.40 Á síðkvöldi; Létt-klassísk tón- list. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 27. apríl. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið- ur Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Veðurfregnir. — Danskennsla (Heiðar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleikar kynntir af dr. Hallgrími Helga syni. 18.00 Útvarpssanga barnanna „Börn in í Fögruhlíð" eftir Halvor Floden; XII. (Sigurður Gunn- arsson). 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. --- 19.20 Veð- urfrégnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 „Paganini", söngleikur í 3 þáttum, eftir Paul Knepler og Belt Jenbach. — Tónlist eftir Franz Lehár. Þýðandi: Þorsteinn Valdimarsson. Sin- fóniuhlj ómsveit fslands leik- ur með. Einleikari á fiðlu: Björn Ólafsson. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. — Leikstjóri: Ævar Kvaran. Flytendur: Guðmundur Guð- jónsson, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigur- veig Hjaltested, Erlingur Vig- fússon, Jón Aðils, Gisli Al- freðsson o.fl. ásamt Þjóðleik- húskórnum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. 1 S— ÞJÓHUSTA fRODlSK ÞJÓNUSfA andlitsböó (landsnurting fyárqreiðsla CeíSkeint met i/al Snyrti i/öru. valhöllins" KA.LLI KUREKI -K Teiknari: Fred Harman BRIBE2Y,T00,H1)H? THEEE'S WOTHIN' Y0u\ WON'T TKY/ WELL, (T’S ALL &0IN’ W TH’- EEPOET, WITHÖARE AS WITNESS' »0W . &ETTHAT &EAS'E PUS-.'J^ — Ég hef aldrei fengið eyri, sem ég hef ekki þurft að vinna fyrir, og ég er viss um að þú ert heldur ekki ríkur. .— Hvað ertu að fara? — Féð, sem hefur verið lagt hon- um til höfuðs eru 1000 dalir, en hérna í kerrunni eru 50 þúsund. Við skiptum því jafnt milli okxar, eða hvað segír þú? —- Mútur líka. Það er ekkert, sem ekki á að reyna. En þetta fer allt á skýrsluna, og Jane er vitni. Reyfldu nú að grafa þessa gröf. — Það er aðeins eitt, sem þér hef- ur sézt yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.