Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 14
!4 MORCfíNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. apríl 1963 Faðir okkar MAGNÚS KRISTJÁNSSON trésmiður frá Ólafsvík, andaðist að heimili sonar síns Seljaveg 7 Reykjavík. 22. þ.m. — Kveðjuathöfn fer fram frá Frikirkjunni laugardaginn 27. apríl kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður í Ólafsvík þriðjudaginn 30. apríl kl. 2. Fyrir hönd aðstandenda Eyjólfur Magnússon, Magnús Magnússon. Jarðarför ömmusystur okkar JÓFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR fer fram í Stykkishólmskirkju laugardaginn 27. þ.m. kL 2 e.h. Benedikt Brynjólfsson, Guðjón Brynjólfsson. Bróðir minn BJARNI JÚNÍUS BJARNASON Klapparstíg 44, sem andaðist laugardaginn 20. apríl síðastliðinn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 27. apríl næstkomandi kl. 10,30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Þórður Þórðarson. Jarðarför föður okkar og tengdaföður PÉTURS PÉTURSSONAR Stórholti 32, fer fram frá Fríkirkjunni á morgun, föstudaginn 26. apríl, kl. 13,30. Sigrún Pétursdóttir, Anna Pétursdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Elsa Pétursdóttir, Sigurður Arnason, Ragnar Pétursson, Gunnar Eysteinsson, Jón Þorsteinsson, Einar Benediktsson. Eiginmaður minn, sonur og bróðir okkar FRIÐÞJÓFUR G. JOHNSEN skattstjóri í Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 27. apríl kL 2 e.h. Gudrun Johnsen, Johanna Erlendsdóttir, og systkini hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR SALOMONSSONAR frá Bolungarvík. Eiginkona, hörn og tengdaböm. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem veitt hafa aðstoð á sjó og í landi við leit að skipverjum af fiskibátunum Val og Hafþór frá Dalvík, sem fórust í ofviðrinu 9. apríl s.L Ennfremur færum við innilegar þakkir öllum þeim fjölmörgu nær og fjær, sem rétt hafa líknar- og hjálpar- hönd og veitt okkur samúð og hluttekningu með kveðjum og minningargjöfum um hina látnu. Dalvíkingum búsettum í Reykjavík og nágrenni þökk- um við hjartanlega fyrir fagra minningargjöf, sem er áletraður silfurskjöldur, er komið hefir verið fyrir í Dalvikurkirkju. Vandamenn. Við þökkum innilega þá vináttu og samúð er okkur var sýnd vegna andláts föður okkar JÓNS JÓNSSONAR Stóra-Skipholti. Börn hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÁSTU SIGURLAUGAR ÞORVALDSDÓTTUR frá Krossum. Sigurlaug og Halldór Halldórsson, Jóhann og Guðný Gunnarsdóttir, Sigurjón Margrét og Vilhelm Hákansson, Ásta Þ. og John Alexander, Erla og Friðgeir Olgeirsson. Þakka auðsýnda vináttu á sjötugsafmælinu 16. febr. 1963 og hverskonar vinsemdarvott á ævibrautinnL Gleðilegt sumar. Skeiðarvogi 157 í Reykjavik, 1. sumardag, 25. apríl 1963. Halldór Kolbeins. Innilega þakka ég öllum þeim, er sýndu mér vinar- hug á sjötugsafmælinu 21. apríl s.l. með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum. Gleðilegt sumar. Lifið heil. Ólafur Ámason frá Gimli. Óska eflir láni 100—2Ö0 þús. gegn öruggu fasteignaveði. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Lán — 6877“. utanborðsbótorar eru notaði rallsstaðar við góð- an orðstí á sjó, vötnum og ám. Við höfum dráttar- skrúfur fyrir mótora til notkunar við síldveiðar. Útvegum framlengingarsköft fyrir mótora. Stærðir: 3—5!4—10—18—28—40—75 hp. Nú er hver síðastur að fá hjá oss mótora fyrir hækkun, sem verður fyrst í maí. Varahlutaþjónusta. Lougavegt 178 Símt 38000 NÝ VERZLUN SEM HEFUR FENGIÐ FRÖNSKU SUMARTÍZKUNA í FRÖNSKUM SNYRTÍVÖRUM í NÝRRI VERZLUN SEM VEITIR GÓÐA ÞJÓNUSTU ER EINNIG GOTT ÚRVAL UNDIRFATNAÐAR NYLONSOKKA O. M. FL. VERZLUNIN CYDJAN LAUGAVEGI 25 Námsstyrkir borgarstjórnar- innar í Kiel BORGARSTJÓRNIN í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur. Styrkurinn nemur DM 300,- á mánuði 1 10 mánuði, eða samtals DM 3000,- til dvalar í Kiel frá 1. okt. 1963 til 31. júlí 1964, a-uk þess sem kennslugjöld eru geíin eftir. Um þennan styrk geta sótt allir stúdentar, sem hafa stund- að háskólanám í a.m.k. þrjú misseri í guðfræði, lögfræði, hag fræði, læknisfræði, málvísindum, náttúruvísindum, heimspeki, —. sagnfræði og landbúnaðarvísind- um. Etf styrkhafi ós-kar eftir þvi, verður honum komið fyrir í stúdentagarði, þar sem greidd eru um DM 200,- á mánuði fyrir fæði og húsnæði. Stvrkhafi skal vera kotminn til háskólans eigi síðar en 15. okt. 1963 til undirbúnings undir námið, en kennsla hefst 1. nóv. Umsækjendur verða að hafa naagilega kunnáttu í þýz-kri tungu. Umsóknir um styrk þennan skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðar en 25. maí nk. Umsókpum skulu fylgja vottorð a.m.k. tveggja manna um náms- ástundun og námsárangur og a.m.k. eins manns, sem er per- sónuletga kunnugur umsækjanda. Umsóknir og vottorð skulu vera á þýzku. — Fr'ikirkjan Fr°mhald af bls. 13. hefir verið það síðastliðin 24 ár. Þeir Guðjón Magnússon og Gísli Sigurgeirsson hafa báðir verið í safnaðarstjórninni í s.L 25 ár. Formaður Kvenfélags safnað- arins er frú Matthildur Sigurðar dóttir og formaður bræðrafélags. ins er Þórður Þórðarson, bæjar- fulltrúi. — Ég vil f. h. safnaðarstjórnar- innar færa kvenfélaginu og bræðrafélaginu innilegar þakkir fyrir þann mikla dugnað er þau haifa sýnt á undanförnum árum og fýrir þau framlög til safnað- arstarfseminnar sem þau hafa veitt. Fríkirkjusöfnuðurinn hafði for ustu um að kirkja var byggð í Hafnarfirði, sem hafði verið á- hugamál margra um árabil en aldrei orðið samkomulag um að framkvæma. En svo strax árið eftir byggir þjóðkirkjusöfnuður- inn kirkju í Hafnarfirði, og nú virtist ekki skorta fé til að byggja tvær kirkjur hér. Það er ósk mín og von, að þessar báðar kirkjur sem byggð- ar voru 1913 og 1914 megi verða til sem mestrar blessunar fyrir byggðarlagið, og að þangað sæki menn andlegan styrk á komandi tímum. Ég bið Guð að blessa starfsemi fríkirkjusafnaðarins á ókomnum tímum og flytja blessun inn á heimilin í Hafnarfirði, og laða unga og gamla að kirkju og kristindómi. Gisli Sigurgeirsson. — Tækniskóli Framh. af bls. 6. efnin munu fulltrúamir að öll- um líkindum koma með sér að utan. Þetta er byrjunin, sem ef vel tekst til með gæti orðið til þess, að hægt væri að færa sig upp á skaftið í framtíðinni og láta sér detta í hug að hægt væri að stefna hér að fyrrihlutaprófi i tæknifræðum, annað h/vort í - beinu framhaldi af þessari deild, eða í samibandi við fyrri hluta verkfræðináms við Háskóla ís- lands, eða á einhvern hátt njóta þeirra kennslukrafta, sem þa» eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.