Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 25. apríl 1963 MORCV1SBLAÐ1Ð 23 — Útförln Framhald af bls. 1. Norskí fáninn blakti í skut togarans Ólafs Jóhannessonar í gær, en hann hefur verið seldur til Noregs. — Ljósm. Ól. K. M. íslenzkur togari seldur til Noregs ISLENZKA ríkið hefur selt norska útgerðarmanninum Vind- enæs togarann Ólaf Jóhannesson f; rir 2,7 milljónir króna. Samn- ingar um kaupin voru undirrit- aðir sl. Jjriðjudag. Ríkið yfirtók togarann á sín- um tíma úr þrotabúi Vatneyrar- Eggert lízt vel a Fékk 1000 Sigurpál tunnur í fyrstu ferðinni EGGERT Gíslason, aflakóng- ur, kom úr fyrstu veiðiferð- inni á Sigurpáli í gærmorgun til Reykjavíkur. Hafði hann verið að veið- um um nóttina á síldveiði- svæðinu út af Akranesi og aflinn eftir nóttina var 1000 tunnur. Það má því með sanni segja, að árangur fyrstu veiði ferðar hins nýja skips hafi orðið prýðilegur. Sigurpáll hélt aftur á veið- ar í gær. Seint í gærkvöldi náði Morgunblaðið tali af Eggert Hann sagði, að þeir væru að draga nótina og virtist vera ágætt í henni, þótt hann vissi ekki hversu mikið. Eggert sagði, að sér litist vel á skipið, það virtist vera fyrirtak. Hins vegar væri of fljótt að dæma um Sigurpál fyrr en reynt hefði á hann í alvöru. Veiðiútlit taldi Eggert gott í gærkvöldi. Þá voru bátarn- ir rétt að byrja að kasta í góðu veðri á svæðinu norð- vestur af AkranesL Ferming 1 Frikirkjn HafnarfjarSar á sumardaginn fyrsta kl. 2. ( Sr. Kristinn Stefánsson. STÚT.KUR: Birna Blomsterberg, öldugfttu 4 Fanney Eva Vilbergsd., Kirkjuvegi 11 Friðrika Sólveig Jónsd., Fögrukinn 13 Hrefna Ingólfsdóttir, Hellu, Garða- hreppl. Ingrún Ingólfsdóttir, Köldukinn 28 Kristín María Baldursdóttir, Móa- barði 10. Lovísa Hermannsdóttir, Þórabergi, GarSahreppi 6ærún Garðarsdóttir, Hverfisgötu 7 Þorgerður Steinsdóttir, Birkihvammi 1 DRENGIR: Guðjón KrLstinn Svelnsson, Bröttu- kinn 12 Guðleifur Marís Kristmundsson, Holtsgötu 8 Guðmundur Ólafsson, Austurgötu 10 Guðmundur Pétursson, Þinghóls- braut 15, Kópavogi Gunnar Rafn Einareson, Skúlaskeiði 34 Jóhann Bjarni Kristjánsson, Vörðu- stig 7 Jón Eiríksson, Bröttukinn 19 Jón F.llert Jónsson, Lækjargötu S Jónas Sveinsson. Bröttukinn 12 Rafn Sigurðsson, Öldugötu 14 Þórarinn Kristinn Sigurjónsson, Hraunstíg 2 Þórir Kjartansson, Köldukinn 21 Ægir Jónsson, Hellisgötu 12 b Kaffisala KFUM 'þrotabúsins vegna ábyrgðar ríkis sjóðs á togaranum, sem var smíð aður í Aberdeen 1951 og er 680 brúttótonn. Það var sonur Vindenæs út- gerðarmann, Ejnar, sem kom til Reykjavíkur til að ganga frá kaupunum. Mun áætlað að skipta um vél í togaranum, sem verður að fara í mikla o.g dýra klössun. Vindenæs mun hafa í hyggju, að nota Ólaf Jóhannesson á síld- veiðar, m. a. við ísland. SKÓGARMENN KFUM hafa mörg undangengin ár efnt til kaffisölu á sumardaginn fyrsta. Er hún í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg. Agóði af kaffi- sölunni rennur til sumarstarfs- ins í Vatnaskógi, en Skógar- menn hafa allt frá upphafi safn- að fé til að búa sumarbúðir KFUM þar sem bezt úr garði. Fyrsta stórátak þeirra var að reisa sumarskálann þar, en síð- an hefur hvert stórátakið rekið annað. Fjárþörf starfsins er því mikil. Velunnarar þess og vinir geta veitt því stuðning með því að koma og kaupa sér síðdegiskaffi Skógarmanna, sem selt verður frá kl. 14,30—17,30 e. h. í dag. Danmerkur, Noregs og Bretlands, starfslið Flugfélags íslands svo og framkvæmdastjóri, stjóm og allmargt annarra flugmamna. — Dómkirkjan var þéttsetin, en þeir sem ekki komust þar fyrir, en vildu fylgjast með útförinni í kirkju, gátu hlýtt á harva í Frí- kirkjunni, þar sem henni var út varpað. Þeir sem jarðsungnir voru í gær voru: MargTét Bárðardóttir, farþegi; María Jónsdóttir, flugfreyja; Jón Jónsson, flugstjóri; Ólafur Þór Zoega, flugmaður; Ingi G. Lárusson, siglinga- fræðingur. Minningarathöfnin hófst með því að Einar Vigfússon lék á oello „Kom dauðans blær“, eftir Bach, með undirleik dr. PáLs ís- ólfssonar og Dómkórinn söng sáiminn „Hve sæl, ó hve sæl' Séra Jón Auðuns dómprófast- ur hóf ræðu sína með þessari bæn: — Guð, kom þú sjálfur nú með náð. Veikan mátt manns til að bera þunga byrgði þekkir þú og af gnægðum, sem aldreí þrjóta, vilt þú faðir gefa. Sorgin kom, en þú hefir líka komið og andað inn í þreyttar sálir hugrekki til að bera harm, sem þú veizt fað- ir að er mikill. Og enn á þessu augnabliki horfir þú inn í sér- hvert hjarta, sem titrar af trega og sorg og hjarta þitt faðir slær með hjarta þeirra, sem nú ganga erfiðan veg. Vér felum þér bless aði faðir það allt, sem enginn kann að bæta annar en þú. Vér biðjum þig um frið og um styrk og við biðjum þig í Jesú nafni. Amen. „Ver eigi hljóður, ver eigi þög ulL ó Guð. Morgunn rís svo bless aður, bjartur að enginn er ann ar slíkur. Hann rís með fyllingu Ijóma og lífs, sem streymir frá opinn gröf“. Þannig lýsir dómprófastur síð asta páskadagsmorgni og fagnaði ódauðleikans. En er líður að há- degi, sveipast sólin sorta. Óvænt helfregn flýgur. Þannig breytist páskagleðin, sem ríkti að morgni svo að margir ganga grátnir til hvílu að kveldi. Og dómprófast ur hélt áfram: „Ýms yðar, sem berið hingað stóra sorg í kirkjuna í dag, þessa gömlu kirkju, þar sem kirkju- veggirnir hafa margsinnis áður orðið vottar að sömu sorg, sama harmi, sem margsinnis áður hefir bergmálað í þessu gamla Guðs- húsi: ýms yðar hefi ég séð fagur lega bera byrði þessara síðustu daga og þér hafið sagt: Hér er ekki um neitt við neinn að sak- ast. Vissulega ekki.“ „Hvers vegna lét Guð þetta gerast spyrja margir andspænis svo voveiflegum atburðum. En gætum þess að misskilja ekki þannig almætti Guðs. Innan einhverra óljósra en æði víðra takmarkana, hefir hann gef ið manninum vilja og athafna- frelsi. Og þess vegna hlýtur margt að gerast, sem Guð ekki vildi. Þess vegna er lífið svo fullt af sorgum, sem varlega má segja um að Guð hafi sent. Þó ekkert gerist án vitundar Guðs, þá gerist ótal margt í lífi voru, fyrir sam- leik afla, sem vér ráðum ekki vitandi vits við. Og þá er engin tilviljun. Orskir að öllu. Þótt Guð hafi séð fyrir þá sorg, sem þú ert að bera í dag þá mericir það ekki það, að hann hafi sent þér hana og viljað þann atburð, sem henni veldur. En til þess að ala oss upp svo við náum þeim mark- miðum þekkingar, valds og mann dóms, sem hann er að leiða oss að, þá lætur hann oss fæðast inn í veröldina, þar sem stór áhætta er hvartvetna á veginum. í áhættulausum og þjáninga- lausum heimi yrðu engar fram- farir, engin þróun. Frá því er barnið stígur fæti fyrst á jörð eru hætturnair allsstaðar á vegi þess, og samt látum við barnið læra að ganga. Skip geta farizt og við sigl um samt Flugvélar fara sína hinztu för. Vér hættum samt ekki að fljúga. Þjáningin, sem fylgir voveiflegum atburðum í allri framsókn, afrekum og uppfinn- ingum vísindanna. Þeir tímar munu koma, að slys eins og vér hörmum sáran í dag og önnur, sem vakið hafa með þjóð vorri sorg síðustu vikumar, gerast ekki. En þangað til verða senni- lega margar fómir færðar og mörg tár felld“. Og dómprófastur sagði enn- fremur: „Gleðin, sem vér njótum í dag, kom ékki af sjálfri sér. Hún var borguð með táram einhverra, sem áður lifðu á jörðinni. Verðmætin, sem vér njótum í dag voru greidd með tárum, sem var áður grátið. Öryggið, sem vér njótum í vax- andi mæli var greitt með fómum þeirra, sem fóm á undan oss. Og þannig sprettur upp af allri þeirri sorg, sem borin er hér í dag, einhver gróður, sem þeir fá að njóta, er síðar koma. Guð skóp ekki þenman heiim, eins og áhyggjulaust, notalegt hrúðuheimili fyrir böm, þar sem aldrei skyldu falla hin þungu tár og hin stóra sorg væri óþekkt. Hann skóp þennan heim sem reynsluskóla til að ala upp vitra menn, sterka menn. Og þess vegna eru stormamir óhjákvæmi legir, þjáningin auðsynleg, áhætt an nauðsynleg“. Og dómprófastur ávarpax syrgj endur: „Guð sér ekki aðeirns um það að hvert slys verði aflvaki nýrrar sóknar fram. Hann er líka á þess um harmavegi með einum og sér- hverjum yðar og öll/uim yðar vill hann hjálpa til að vinna gull úr grjóti þessarar hörðu reynslu. Sú lexía verður flestum erfið, en stundum lærist hún fagurlega." Séra Jón Auðuns lauk ræðu sinn með þessum orðum: „Og Guð er ekki hljóður, hann er ekki þögull. Þjáminguna, sorg ina ber einnig hann. Það auglýsti hann ölíum heimi, svo aldrei má gleymast, í sínum eilífa syni og skýrast í kvölum hans, kross- dauða hans og þjáningu. Engin ásökun var á vörum hans, sem þyngstu byrgðina bar og grýtt- asta veginn hlaut að ganga. Langafrjádags þrautin, sem þér þekkið nú öll, hún helltist eins og heljarmyrkur yfir hann, en sjá; henni lauk í Ijósflóði páskanna. Og þar lauk vegferð vinanna mörgu, sem við minnumst hér í dag og vinanna mörgu, sem víðs- vegar um þetta land er minnst eftir hörmulega atburði síðustu vikna. Vér erum stundarböm í jarð- neskum reynsluskóla, en önnur heimkynni bíða með nýrri sögu, nýjum lærdómum, vinafundum og nýrri náð. Þangað voru ást- vinir yðar leiddir vinarhöndum, | sterkum mjúkuim höndum og þar er landtaikan örugg þó óviss verði tíðum hér, hvort sem tekið skal land úr lofti eða af sjó. í einu föðurhúsi erum vér og þeir, sem vér minnumst, þó vistarverur séu margar, herbergin mörg með þunnum veggjum, er aðskilja vini, þá er húsið eitt og einn er þess herra. Höndin hans, sem læs ir svo að enginn lýkur upp, og lýkur upp svo að enginn læsir, styður yður öll á erfiðum vegi og sama höndin er að styðja vinina, sem þér tregið á vegum þeirra. Hans náð og friður sé með þeim og yður öllum. í Jesú nafni, Amen.“ Að lokinni ræðu séra Jóns Auð uns lék Einar Vigfússon á celló „Air“ eftir Bach. Þá minntist dómprófastur hinna látnu með bæn. Síðan söng Dómkórinn uridir stjóm dr. Páls ísólfssonar og Guðmundur Guðjónsson söng ein söng „Allsherjar drottinn". — Kirkjukórinn söng ,,Allt eins og blómstrið eina“ en síðan kastaði dómprófastur rekunuim og kórinn söng „Eg lifi í Jesú nafni“. Að síðuatu lék dr. Pál'l ísólfsson sorgargöngulag eftir HandeL Þar með var þessari hátíðlegu útför lokið. Síðar voru kistur hinna látnu fluttar suður í Foss vogskirkjugarð og jarðsettar að viðstöddum nánustu ættingjum. í" iS- - . Asahláka á hálendinu AÐUR en kuldakastið mikla skall á fyrir páskana var mikil þíða um land allt og þiðnaði þá mikið inni á hálendinu, svo mjög lítill snjór var þar. Vatnamæl- ingamenn voru á ferðinni inni á Tungnaáröræfum á albeltavél og voru að reyna hana í fyrsta skipti. Þiðnaði svo ört þar inn frá, að þeir komust ekki aftur út fyrir Tungnaá, sem hafði hækkað um 1 m. og urðu að skilja beltavél- ina eftir og fara yfir á báti. Síð- an hefur verið stöðugt jakaflug í ánni og hún verið ófær. Sigurjón Rist telur að af þess- um sökum sé ekki mikill snjór inni á hálendinu miðað við það sem venjulega er á þessum árs- tíma. Engu að síður sé mikill klaki í jörðu þar, eins og oft er þegar ekki er snjór til að hlifa jörðinni. Myndina tók Sigurjón á Búð- arhálsi, en þíðan var svo mikil að illfært varð, jafnvel á þessu farartæki, sem sökk í elginn. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku til vélritunar- starfa frá næstu mánaðamótum. Enskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar á skrifstofu vorri næstu daga milli kl. 5—7. SNYRTIVÖRUR H.F. Hallarmúla 1. sími 35033.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.