Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 25. apríl 1963 MORCVTSBL AÐIÐ 13 50 ára afmœSi Fnkirkju- safnaðarins í Hafnarfirði Fyrsta guðsþjónusta safnaðar- ins flutt í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði á sumardaginn fyrsta érið 1913. HAFNFIRÐINGAR höfðu alltaf étt kirkjusókn að Görðum á Álftanesi, og var farið með sjón- um en þar voru aðeins götu- troðningar og mjög ógreiðfært. Var oft erfitt að koma líkum til greftrunar og varð að bera þau þennan langa og erfiða veg. Arið 1898 og 1899 gengust nokkrir menn fyrir því að safna vinnu- loforðum til þess að leggja ak- færann veg frá Hafnarfirði og að Görðum og tóku menn mjög vel og drengilega í þessar málaleit- anir. Hafnfirðingar, Garðhverf- ingar og Álftnesingar gáfu alla vinnu við lagningu vegarins og voru oft margir að verki suma dagana. Vegurinn var svo lagður og varð til mikilla hagsbóta fyrir þessi byggðarlög og ekki sízt fyrir Hafnfirðinga sem áttu kirkjusókn að Görðum. — Árið 1895 verður séra Jens Pálsson prestur í Görðum en þá er dá- inn séra Þórarinn Böðvarsson er lengi hafði verið þar prestur. Séra Jens Pálsson er áhuga- samur klerkur, en jafnframt gaf hann sig mjög að sveitar og þjóð- málum og var þingmaður Gull- bringu og Kjósarsýslu um mörg ór og allt til þess að hann and- aðist. Vegna þessara miklu um- svifa utan prestsembættisannir tekur hann sér aðstoðarprest árið 1909. Fyrir valinu verður Þor- steinn Briem cand. theol. og er hann vígður 11. júlí 1909. Var hann svo aðstoðarprestur í Görð um þangað til að hann fékk veit- ingu fyrir Grundarþingum í Eyja firði 1911. Var séra Þorsteinn mikill ræðumaður og virðuleg- ur prestur, enda viðurkenndur einn af höfuðklerkum í íslenzkri prestastétt. Það var oft rætt um það á þessum árum að byggja kirkju í Hafnarfirði og var séra Jens mjög hvetjandi um það. En ekkert varð úr því á meðan hans naut við og var aefinlega borið við fjárskorti. En íbúatala Hafn- arfjarðar óx mjög þessi árin en folki fækkaði að sama skapi í Garðaihverfinu. — Þann 28. nóv. 1912 andaðist séra Jens Pálsson af slysförum þá 61 árs gamall. Varð hann öllum harmdauði. Hafði hann um sumarið áður en hann dó tekið sér aðstoðarprest séra Björn Stef ánsson frá Auðkúlu. Nú kom að því að kjósa prest til Garðaprestakalls. Prestkosn- ingin fór fram 8. apríl 1913. Voru 5 prestar í kjöri þeir séra Þor- steinn Briem er verið hafði að- aðstoðarprestur í Görðum, séra Björn Stefánsson aðstoðarprest- ur og þá settur prestur þar séra Guðm. Einarsson frá Flekkudal þáverandi prestur í Ólafsvík, séra Árni Þorsteinsson prestur á Kálfa tjörn og séra Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki. Prestkosn ingin fór þannig að séra Þor- steinn Briem var kosinn lög- mætri kosningu og fékk veitingu fyrir brauðinu. — En upp úr þessari kosningu kom í ljós að talsvert stór hópur fólks virðist ekki hafa unað þess um kosningaúrslitum, og fór að athuga möguleika á að stofna frí- kirkjusöfnuð. Var boðað til fund. ar í Barnaskólahúsi bæjarins sem nú er Suðurgata 10 og gáfu sig fram um 100 manns er tjáðu sig fúsa að stofna fríkirkjusöfnuð. Var stofnfundurinn haldinn þann 20 apríl í Barnaskólanum, og voru þar samþykkt lög fyrir söfn uðinn, og kosin safnaðarstjórn, en hana skipuðu Jóhannes J. Reykdal verksmiðjueigandi for- maður, en aðrir í stjórninni voru Davíð Kristjánsson trésmíða- meistari, Oddur Ivarsson póstaf- greiðslumaður Egill Eyjólfsson kaupmaður og Jón Þórðarson kaupmaður frá Hliði. Talað hafði verið við Fríkirkjuprestinn í Rvík, séra Ólaf Ólafsson, að taka að sér prestþjónustu fyrir söfn- uðinn og tjáði hann sig fúsan til þess og var hann á stofnfund- inum ráðinn til að þjóna fyrst um sinn. Var svo fyrsta guðsþjónusta safnaðarins flutt : Góðtemplara- húsinu í Hafnarfirði á sumar- daginn fyrsta. — Þegar fríkirkjusöfnuðurinn var nú stofnaður og þessi hópur sagði sig úr þjóðkirkjusöfnuðinum þá óskar séra Þorsteinn Briem eftir því, við Kirkjuyfirvöldin, að af- sala sér Garðaprestakalli, sem hann hafði fengið veitingu fyrir og að hann fái að vera áfram prestur í Grundarþingum. Var honum leyft að sitja kyrr. Verður nú að efna til nýrra kosninga. Fóru þær svo fram um vorið 1913. Eru nú allir hinir sömu í kjöri aðrir en séra Þorsteinn Briem. Það munu aðallega hafa verið stuðningsmenn séra Björns Stef- ánssonar og séra Guðmundar Einarssonar, sem stóðu að stofn- un fríkirkjusafnaðarins, en nú áttu þeir ekki lengur kosningar- rétt þar sem þeir voru gengnir úr söfnuðinum. Kosningin fór þannig að séra Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki hlaut flest atkvæðin og honum því veitt brauðið, 30. júlí 1913. Var hann þar svo prestur til dauðadags, en hann andaðist 26 marz 1932. — Þetta er nú 1 stuttu máli aðdrag- andinn að stofnun fríkirkjusafn- aðarins í HafnarfirðL Hin nýkosna safnaðarstjórn fríkirkjusafnaðarins sat nú ekki lengi auðum höndum. Safnaðar- fólki var það ljóst, að það fyrsta og nauðsynlegasta sem fyrir lægi væri að byggja kirkju fyrir söfn uðinn. Var þegar hafizt handa um undirbúning og fyrst var að velja stað fyrir væntanlega kirkju. Valinn var hóll sá er kirkjan stendur á og er það einn fegursti staður fyrir kirkju. Er nú ekki að orðlengja það að í ágústmánuði er byrjað að byggja kirkjuna og því verki er lokið í desember og kirkjan með öllu tilheyrandi er tilbúin og vígð 14. des. 1913 eftir rúma 8 mán. frá stofnfundi safnaðarins. Séra Ólafur Ólafsson vígði kirkjuna. Söngstjórn annaðist Friðrik Bjarnason organisti og tónskáld og~var hann organisti fyrsta árið. Fjölmennur kór söng við vígsl- una sem var hin hátíðlegasta og svo fjölmenn að ekki komust all- ir inn er óskuðu og var mér tjáð að talið hafi verið fólkið sem í kirkjunnj var og það verið um 800. Um safnaðarstarfsemina og kirkjuna var skrifuð mjög ítar- leg grein í Lesbók Morgunblaðs- ins XVII árg. 15. tölublað. frá 18. apríl 1943 en um þær mundir var söfnuðurinn 30 ára, og vísast til þeirrar greinar þeim er vildu fá greinilega frásögn af 30 fyrstu árum safnaðarstarfseminnar. Hinir stórhuga og duglegu safn aðarstjórnarmenn hinnar fyrstu safnaðarstjórnar voru nú ekki einir um störfin á þeim dögum. í söfnuðinum voru fjöldamargir áhugasamir og dugmiklir menn og konur sem lögðu þessu máli lið, og margir voru trésmiðir er lögðu hönd að verkL Margir þeirra eru nú horfnir yfir móð- una miklu, «n þó eru nokkrir enn á lífL Þeim sé öllum þökk og heiður þó ekki séu nöfn nefnd hér. Söfnuðurinn hefir haft 3 presta í þessa hálfu öld sem nú er lið- in. Hafa þeir allir verið hinir ágætustu prestar og miklir mælskumenn. Séra Ólafur var frá stofnun til ársins 1930 eða í 17 ár. Með- hjálpari hefir verið frá 1937 Kristinn Magnússon málaramelst arL Á þeim 20 árum sem liðin eru síðan hin ítarlega grein um söfnuðinn birtist, þegar hann var 30 ára, hefir mikið verið gjört til umbóta við Kirkjuhúsið. Árið 1955 fór fram gagnger viðgerð á kirkjunni og var hún öll að innan klædd harðviði í stað panelsins. Þá v&r keypt nýtt pípuorgel og varð að gera ýmsar breytingar á forkirkjunni og stækka söngpall- inn í sambandi við það. Byggt var lítið skrúðhús. Þá hafði verið fenginn rafmagnshiti í kirkjuna og var það mikið og stórt átak, sem fjöldi safnaðarfólks tók þátt í með fjárframlögum, svo var kirkjan máluð öll að innan. Allt þetta kostaði mikið fé, en með frábærum dugnaði safnaðarfólks bæði með fjárframlögum og vinnu hefir tekizt að komast fram úr fjárhagslegum örðug- leikum. Svo hefir kirkjuhúsið verið málað tvisvar að utan á þessum 20 árum og gagngerð end urbót á ytraborði hennar farið fram, áður en málað var. — Og nú síðast á árinu 1962 hefir stórt og myndarlegt átak verið gert í því að gera kirkjuna vistlegri og fegurrL Þeir Sigurgeir Guð- mundsson skólastjóri iðnskólans í Hafnarfirði og Hallgrímur Árna son bifreiðastjóri höfðu forgöngu um að fermingarárgangurinn frá 1932 afhenti söfnuðinum á þriðja hundrað þægilega stóla sem þeir ætluðust til að kæmu í stað bekkjanna sem áður voru og þóttu óþægileg sæti. Eru nú komnir ágætir stólar í alla kirkj- una niðri og ein röð beggja- megin á loftinu. Þá var um leið máluð öll kirkjan að innan og raftækjalögn breytt. Allt þetta hafði mikinn kostnað í för með sér, þó að stólarnir væru allir gjöf frá þessum fermingarár- gangi — og nokkrum öðrum er lögðu fram fé til þessa. En ekki má gleyma Kvenfélagi safnaðar- ins sem fyr og síðar hefir gefið kirkjuhni miklar og dýrmætar gjafir og til þessa síðasta átaks lagði það fram mikla fjárupp- hæð. Þá hafði það fyrir nokkr- um árum m.a. gefið kirkjunni vandaðan altarisskrúða og er hökullinn hinn fegursti og vand- aðasti gripur. — Þá hefir og bræðrafélag safnaðarins stutt söfnuðinn vel og drengilega og nú síðast gefið til síðustu breyt- ingarinnar mikið fé. Minningar- sjóður um Guðrúnu sál. Einars- dóttur er lengi var formaður kvenfélagsins hefir oft hlaupið undir bagga þegar söfnuðinum hefir legið á og síðast í sarrubandi við síðustu breytinguna afhenti stjórn sjóðsins álitlega upphæð. Það muna margir eftir þessum sjóði og ég vil minna safnaðar- meðlimi á að minnast hans þegar þeir vilja heiðra látna ástvini. Fyrir nokkrum árum eignaðist kirkjan fermingarkyrtla sem þau Ól. Böðvarsson og María dóttir hans gáfu fé til og voru þeir notaðir í fyrsta sinni við ferm- ingu 1955. Á s.L ári gaf söng- flokkur safnaðarins 15 kyrtla sem söngfólkið notar við allar kirkjulegar athafnir sem fram fara i kirkjunni. Núverandi organisti kirkjimn- ar er frú Marín Gísladóttir Neu- mann. — Margt væri nú hægt að segja um starfsemi þessa safnaðar á þessari hálfu öld sem liðin er síðan að hann var stofnaður, en til þess gefst ef til vill tækifæri þegar afmælis kirkjunnar verð- ur minnst 14. des. n.k. — En hér hefir aðeins verið drepið á örfátt. En ég vil færa öllu safn- aðarfólki kærar þakkir fyrir allt sem það hefir gjört fyrir kirkj- una okkar á hólnum, á liðnum áratugum og vonast til að það minnist hennar framvegis og styðji starfsemi afnaðarins eftir getu. Það segja margir að gott sé að heita á kirkjuna. Núverandi safnaðarstjórn skipa Guðjón Magnússon skósmíða- meistarL Jón Sigurgeirsson full- trúi, Gísli Sigurgeirsson heilbrigð isfulltrúi, Guðjón Jónsson kaup- maður og Jónas Sveinsson for- stjórL Guðjón Magnússon er for maður safnaðarstjórnarinnar og Framhald á bls. 14. ! i — / fáum orðum Framhald af bls. 10. bef stutta fjöru sem fylgir þessari jörð, en reki hefur verið lítill upp á síðkastið og fer síminnkandi. Ætli það sé ekki alls staðar svo? Á mín- air fjörur hefusr fátt rekið merkilegra hluta. Eða hvað finnst þér um þennan tré- bekk sem þú situr á, finrust þér hann merkilegur? . Það þótti nokkurt búsílag í gamla daga að hreppa fisk úr strönduðum skútum. Stund um flaut koníaksdreitill með, eða rauðvínstunna, og þá var hægt að fá sér lífgrös fyrir lítið, ætli það hafi ekiki verið talin nokkuð góð strönd? En langt er síðan. Þeir einir, sem taldir voru meðatmenn, höfðu efni á kaupa sér koníak“. „Þú helur skipað þann flokk?“ „O, neL Ég var smælingi, þegar frönsítu situtumar su-onduðu hur á fjorunum. Her heiur aoeins verio eitt íranskt strand í minni hrepp- stjoratið. Ég varð ekki var vrð nertt komak, en rauðvíns- tunnur tættust eitthvað upp. Það var á bannárunuim. Eg hringdi í yfirvaldið og spurðt: „Hvað á að gera við rauð- vínið?“ mÞú átt að hella því niður“, var mér sagt. Ég hef reynt að vera sam- vizkusamur hreppstjóri og fór á strandstað og hellti niður víninu. Þú hefðir átt að sjá, hvernig það flóði um gaddaða fjöruna. Heyrt hef ég að kona ein í Rangárvallasýslu hafi sagt við kunningjakonu sína, þegar hún heyrði, að ég hellti niður rauðvíninu. „Það er aumi maðurinn, þessi Eyjólf- ur í Meðallandi, að fara svona með rauðvínið". Líklega hef- ur þetta verið talið fantabragð af minni hendi, en fæstir gætt að því, að ég gerði ekki annað en yfirvöldin buðu. Svo er á hitt að líta, að ég hef aldrei verið náttúraður fyrir vín. Tók þetta ekkert nærri mér sei-sei, nei“. „Hafa orðið mannskaðar í þinni hreppstjóradið?“ „í eitt skipti. Þá fórust fimm menn a xran&jia smpiuu Lieutenant Boyau, sem strand- aoi á Siyjaxjoru kL 11 að kvoicu ix. marz iaoo, i ngn- íngu og ammwrorL ViO irett- um um suancuo næsta aag, pegar ijoair smpverjar koimu sarpjaitaoir ao byOri-r ijoium. Eg íor pa vio prioja mann að leita annarra stranumanna og funaum vio þá í fjörukamb- inum. Þeir hriðskulfu, svo ég hef ekki séð annan eins skjálfta, enda á nærklæðum einum, sumir berfættir og höfðu Iegið skjóllausir í fjör- unni um nóttina, en við lán- uðum þeim sem verst voru haldnir yfirhafnir okkar, og voru þær vel þegnar. Félag- ar mínir, Stunarliði Sveins- son ,bóndi á Feðgum, og Ingi- munduT Stefánsson, nú kenn- ari í Bolungarvík, héldu af stað með þá áleiðis til bæja, en ég gekk fram í flæðarmál- ið og svipaðist um. Þar velktust tveir menn dauðir í rótinu. Ég dró þá undan sjó og reyndi að hylja höfuð þeirra til að sjófuglar særðu þá ekki, þar sem þeir lágu. Ég var einn með þeim á fjör- unni nokkra stund: það var dimmt yfir og drungalegt, en ég var rólegur _ og lét mér hvergi bregða. Ég reyndi að lyfta undir þá miðja og sjá, hvort vatn heiltist upp úr þeim, og var það erfitt verk þvi annar þeura var stór og pungur. En petta haíði engin anru á mig, þó undarregt megi virðasi., pvr ekki er írwt vio aO eg Jtiniu tii oþæginaa aö sja framan i iatna menn, þo erciú se eg beiniims iik- nræoaur. Svo neit eg a eítir hopnum og naði honum brátt. Þegaj- við vorum komnir nokk uð áleiðis, mættum við nokkr- um mönnum úr sveitinni, og sendi ég þá tvo björgunar- menn niður á fjöru að annast Ifkin. Síðar var slegið utan um þau og ég man ekki betur en þessir sjóreknu Frakkar væru greftraðir hér i Meðal- landinu, þó kaþólskir væru". „Hefurðu nokkurn tíma verið hræddur á fjörunum, Eyjólfur, eða tekið nærri þér að ganga þær?“ „Nei, aldrei. Þó búast mætti við ýmsu á styrjaldarárunum, held ég enginn fjörumanna hafi verið hikandi í starfi sínu“. „Hvenær hefurðu komizt i hann krappastan við björg- un?“ „Þegar þýzka skipið Alex- ander Rabe strandaði 1933 á austurfjörum Meðallands- sands. Eftir strandið var far- ið að rífa skipið og bjarga úr því, og allt sett á uppboð jafnoðum. Einn veðurdag sem oitar fór eg til uppboös, en hext sroan eum mins nos gang- anai neim. Þa skeiiti nann saman aut i emu og reif upp skeijasnjomn og geröi skai- byi. r.g vioöi eiwvi xyrr tii en eg naxox mxsst sjonma og naxoi ekkert við að styðjast nema vinastoouna. isg reyndx að stefna hexm og heppnaðist mer að komast til bæja eftxr þnggja stunda barning, en hefði ekki þurft að vera nema klukkustund á leiðinni undir venjulegum kringumstæðum. Þegar heim kom, voru augun orðin svo skemmd af snjó- byl, að ég greindi engan hlut. Það var 10 stiga gaddur, en beit ekki á mig. Það var tdl- viljun að ég skyldi komast til bæja heill á húfi, eða eig- um við heldur að segja það hafi verið handleiðsla? Ég gekk til læknis og fékk augun góð aftur“. „Segðu mér að lokum, hef- urðu orðið var við nokkuð óihreint á fjörunum?“ „Hefurðu nú líka heyrt það, ég hélt ekki ég hefði sagt það neinum. En það má ekki hafa í flimtingum í blaðinu. Skömmu eftir að frönsku skipbrotsmennirnir voru farn- ir heim gekk ég niður á fjör- ur. Sá ég þá mann einn, sem ég bar engin kennsli á, og gekk hann samsíða mér um stund í nokkurri fjarlægð. Ekki mátt þú kalla hann draug, þó hann væri ekki bexnunis líkur fóliki af okk- ar heimi að búníngx tii. Ekki sa eg aö hann liti í áttina til min. Eg íylgdist með ferð- um hans goöa stund og gæti truað að viö höfum venö sam- ferða á söndunum einar tuttugu mínutur. Þá bar eitt- hvað á millL Þetta var stór maður með kápu á handleggn- um, en skildi ekki eftir sig nein spor í sandinum hver sem hann var. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.