Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.04.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIB Fimmtudagur 25. apríl 1963 III. „Ó-NEI, mér var aldrei um strön<l gefið“, sagði Eyjólfur. „Ég sætti mig betur við fjár- gæzluna. Samt fór ég á nokk- ur strönd á unglingsárunum". „Og hvaða stirand er þér minnisstæðast? “ „Þegar franska spítalaskip- ið St. Paul strandaði hér á Meðallandsfjörum. Það mun hafa verið 1899. Það þóftti óvenjumikil pragt í þessu skipi, krossar og kaþólsk helgitákn, og öll gerð myndar leg á okkar mælikvarða; fiskiskipin þóttu ómerkilegri og stirndi minna á þau. Ekki held ég neinn hafi farizt með St. Paul, en margt ‘nýstár- legt barst á land úr skipinu. Það var fallegt skip og út- búnaður þess þótti tíðindum sæta, heyrðist mér á þeim sem um borð fóru. Þar var stór kapella með logandi kertaljósum, líklega heíur ver ið ihaldin þar einhvers konar guðsþjónusta þegar skipið tók niðri. En ég veit það ekki. Faðir minn kom heim með ýmislegt fallegt úr þessu skipi, setuibekk og krossa. Sumir krossarnir voru úr gipsi, aðrir minni úr látúni, skreyttir myndum af frelsar- Auðvitað getur Laki komið aftur Samtal við Eyjólf Eyjólfsson hreppstjóra Hnausum anum eða Mariu mey. Ég er ekki frá því að hinir stærstu hafi verið settir á líkkistur". „Þótti það sæmilegt?" „Hja, sæmilegt?“ „Þú veizt hvað íslending- um finnst þeir vera lúthersk- ir“. „Þú segir nobkuð. En ekki heyrði ég neinn fetta fingur út í það. Þá voru menn frjáls- ir í trúarefnum hér um slóð- ir og enginn svo andlega illa staddur að hann léti þá hugs- un vefjast fyrir sér, hvort Kristur hafi verið lútherskur eða kaþólskur. Við höfum séð margan svartan sandbylinn hér í Meðallandinu. En ávallt reynt að halda þeim fyrir utan sálina“. „Þú hefur kunnað vel við þig hér“. „Já, það hef ég. Elkki mundi ég skipta um dvalarstað. Ég hef alltaf átt heima í mínum fæðingarhreppi. Ég hef sætt mig ágætlega (við það eða hefur þú heyrt' eitthvað ann- að? Onei, ég er orðinn sæmi- lega hagvanur hér í hreppn- um, fæddur og uppalinn á Botnum í Meðallandi og var þar hjá foreldrum mínum þangað til ég kom hingað. Ég hef búið hér á Hnausum í 40 ár. Botnar standa inni í Eldhrauninu hér fyrir ofan, svo að segja má, að ég hafi fylgt hrauninu. Það er partur af lífi mínu. Faðir minn hét einnig Eyj- ólfur og var Eyjólfsson, fjör- maður mikill og hafði gaman af að fara á strönd. Við vor- um ólíkir að því leyti“. „Hér hafa orðið mörg strönd". „Þú hefur auðvitað heyrt það; hvað ætli það sé sem þið hafið ekki heyrt þarna fyrir sunnan? Mér telst svo til að hér í sýslu hafi flest strönd orðið, og mikið flest hér í Meðallandi. Þegar ég var hreppstjóri, fékk ég einskon- ar yfirumsjón með ströndun- um og hef haft í ýmsu að snú- ast síðan“. „Þú minntist á hraunið. Hverjum augum líturðu á það?“ „Björtum augum, jahá“. „Hefur þér aldrei staðið ógn af eldinum?" „Nei, þá hefði ég líklega valið mér aðra bólfestu en hér undir honum“. „Heldurðu að við getum átt von á nýjum Skaftáreldum?" „Hja — hví ekki það? Auð- vitað getur Laki komið aftur. Það getur enginn ábyrgzt. En ég hugsa ekki um það. Ég trúi á lífið, en ekki Laka. Þegar ég var ungur, sagði fullorðna fólkið að það væru nykrar í Fljótsbotninum Ég trúði því. Og þá var ég stund- um hræddur". „En trúirðu því enn?“ „Hverju?" „Að nykrar séu í Fljóts- botni?“ „Ég veit nú ekiki, hver veit? En ég er ekki hræddur lengur. Þú hefur áhuga á sveit inni, hefur líklega fengið margvíslegar fregnir héðan. Ég er samt ekki viss um þú vitir, að héðan hefur komið gott mannval. Við eigum biskupinn og Kjarval. Og svo eigum við líka eina djáknann hér á landi, hann Einar í Grímsey. Við erum ekki á fjárhúsi staddir í þeim efnum, get ég sagt þér. Ég kynntist Kjarvál vel, þegar við vorum í Flensborg; snotur maður, gjörvilegur og vel á sig kom- inn; skaraði fram úr. Hann var hispurslaus maður, alltaf jáfntrygglyndur. Hefurðu hitt hann nýlega, ætli hann sé far- inn að eldast?" „Nei, hann eldist aldrei." „Þú segir nokkuð, jahá. Ágætur maður Kjarval. Ég skal sýna þér mynd sem hann málaði af mér. —“ „Já, seinna. —“ „Hún er hér í bókaiherberg- inu inn af. —“ „Þakka þér fyrir, ég Mt á hana á eftir. En heldurðu ekki, að fjalláhringurinn hafi verið þonum gott veganesti?“ „Þér dettur ýmislegt í hug. Ætli það gæti ekki verið að útsýnið hafi verið honum góð- ur skóli, heyrum til“. „Ekki gætir þú verið án fjallahringsins, Eyjólfur?" „Skal ekkert um það segja. En ég mundi sakna hans, ef ég sæi hann ekki“ . „Og hennar Kötlu?“ „Hja, hver veit?“ „Hvenær 'heldurðu hún komi. Hún Katla?“ „Ekki laingar mig til að bera ábyrgð á því. Það er miislangt milli gosa eins og þú hefur heyrt. Mér dettur ekiki í hug að reikna dæmi, sem færustu jarðfræðingar hafa gefizt upp á, já allt að því heimsfrægir". „Þú manst Kötlugosið?“ „Víst man ég það. Hún byrj- aði með miklum dynkjum og hlaupi. _En ég sá hana ekki koma. Ég sá eiginlega ekkert nema reykjamöikkinn. Hann var svo dimmur, þegar hon- um sló fyrir, að ekki sást móta fyrir gluggum. Og þrumurn- ar og eldglæringarnar, mað- ur lifandi! Eldingarnar lýstu gegnum þykkan mökkinn, og alltaf hélt ég sú næsta mundi lenda á bænum okkar. Eld- ingarnar voru aðallega í út- Qaðri makkarins. Æ — já, þetta voru þó nokkur ósköp. Ég skal ekki segja um hvort ég var hræddur, en ég hef aldrei verið sterkur í skrugg- um. Fólkið uppi í Skaftár- tungu þurfti að venjast því að sandurinn drægist saman í fannir, en sárin greru ótrú- lega fljótt. Hlaupið tók mörg hross á beit í Kúðafljótshólm- unum. Þau reyndu að kom- ast undan, sum strönduðu, önn ur hröktust með hlaupinu í sjó fram og töpuðust. Heyrði ég síðar að einn hestinn hefði rekið á fjörur í Landeyjum. Nú getum við vonazt til að hlaupin verði minni, þó Katla komi. Jökullinn hefur bráðn- að. Hann hefur að vísu kreppta krumluna, en ekki eins fast og áður. Hann á efitir að losa betur takið á land- inu; það er fallegt og gjöfult, en má búast við ýmsu þang- að til. Páll Pálsson bóndi flæktist á sínum tíma úr Skaftártungu hingað niður eftir og tók Sanda til ábúðar, en þann bæ hafði annar bóndi áður flúið. Séinna fluttist Páll að Galta- læk á Landi og fékk Heklu- gos yfir sig. Menn eins og Fáll leggja ekki árar í bát, þeir eru sterkari en landið“. Ég spurði nú Eyjólf um Skaftárelda og hann sagði: „Eftir eldana voru allar jarðir hér í sveit endurbyggð- ar nema Hólmar og Hólmasel, þær eru undir miðju hrauni. Kirkjan í Hólmaseli þótti reisulegt hús á mælikvarða þeirra tíma. Hún stóð fyrst niðri í Meðallandi, en fór, eins og fleiri jarðir, undir sand, svo hún var flutt að Hólma- seli eins langt frá Sandinum og frekast var kostur, stóð þar ein 30 ár, en varð svo eldi og hrauni að bráð. Sand- ar hafa eyðilagt Meðallandið að sunnan og austan, hraun að norðan. Af þessu getur þú dregið nokkurn lærdóm, þó erfitt sé fyrir utansveitarmenn að skilja þá baráttu sem Meðallendingar hafa háð við náttúruöflin. Skömmu eftir að ég fluttist að Hnausum var svo mikill eandáganguir úr rotfunum við Eldvatnið, að ekki var annað sýnilegt en jörðin færi í eyði. Þá settum við upp fyrstu sandgræðslu- girðinguna í Vestur-Skafta- fellssýslu. Jahá, á ýmsu geng- ur. En landið hefur ekki skemmt börnin sín, öðru nær. Þú manst líklega eftir því sem Bjarni Thorarensen segir: Hjartahreinn / í huga duld- ust / guðdómsljós — veiztu um hvern þetta er ort? Það var maðurinn sem / batt eigi / bagga sína / sömu hnút- um / og samferðamenn, Sæm- undur Magnússon Hólm. Þú þekkir hann? Hann var fædd ur í Hólmaseli, einikenniilegur maður, listrænn. Ég hef hald- ið því fram, að hann hafi verið drátbhagastur allra Meðallendinga, þangað til Kjarval kom til sögunnar*1. „En séra Jón Steingríms- son ,'hvað um hann?“ „Hann var kristin hetja. Hann var ættaður úr Skaga- firði. Allir prestar flýðu eld- ana nema hann. — í Hólma- seli er talið að farist hafi fork- unnar myndarleg og hljóm- fögur koparklukka, sem hafði með biskupsleyfi verið léð frá Þykkvabæjarklaustri. Mér telst til að hún hafi verið 24 fjórðungar að þyngd, eða 120 kg. Hún hefur sem sé ver- ið meira en hestburður. Kannski hún hafi bráðnað í hitanum, hver veit. Þetta hafa verið vítislogar og Heklugosið smámunir samanborið við það“. „Trúin hefur hjálpað séra Jóni“. „Skyldi það vera. Hann hef- ur líika haft hamarinn í hönd- unum, þegar fregnir fóru að berast um að hann hafi stöðv- að hraunið.“ „Trúir þú því, Eyjólfur?“ „Hverju?“ „Að séra Jón hafi stöðvað hraunstrauminn með trúar- krafti sínum?“ „Hvað skal segja, ef trúin er heit og fölskvalaus. Söfn- uðurinn í Klausturkirkju hef- ur verið samstilltur í bæn und ir predikun séra Jóns“. „Ert þú trúmaður, Eyjólf- ur?“ „Trúmaður, spyrð þú ung- ur maður, og ætlar að komast til botns í mér! Ég veit ekki hvort ég hef leyfi til að segja: ég trúi, en hjálpa þú trúleysi mínu. Af einihverj um dular- fullum ástœðum hef ég alltaf kunnað vel við mig innan kirkjudyra, þó ég sé ekki til frásagnar um, hvort það hef- ur getað bætt mig á nokkurn hátt. Ég var alinn upp við húsles'tra, það getur þú haft til marks ef þér finnst ég á flæðiskeri staddur. Ég fór líká snemima á fætur á sunnudög- um að ná í hestana fyrir fólk- ið, svo það kæmist nógu snemma í kirkju til að heyra Guðs orð. Það átti fyrir hönd- um langa ferð alla leið í Lang- holtskirkju. En enginn kippti sér upp við það, ekki í þá daga. Kirkjan sem þar^stend- ur nú verður 100 ára a þessu ' •« ari . „En hvað um ströndin, höfðu menn ekki einhverjar tekjur af þeim?“ „Yfirleiitt ekki miklar, eða hefur þú heyrt það? Ýmis- legt flýgur nú fyrir, má segja. Það var dálítið upp úr þeim að hafa í peningaleysinu á kreppuárunum fyrir 1930. Því ber ekki að neita. En engar stórtekj ur. Hreppstjóralaunin voru lág eins og þú getur séð af því, að strandlaun hrepp- stjóra eru nú 10 krónur á dag. Það þætti ekki mikið á síld. Starf mitt er helzt í því fólgið að koma skipverjum fyrir á bæjum, taka skýrslur og fylgjast með gangi mála. Áður sá ég um björgun og uppboð, að sýslumanns boði. Gísli Sveinsson lét sér otftaist nægja að hringja til mín dag- lega, ef eitthvað kom uppá. Vetrarferðir eru oft stopular og slairksamar á söndunum". „Ég hef heyrt að talað hafi verið um góð strönd og vond strönd, er það rébt?“ „Hja, ekki mundi ég segja góð strönd, en sæmileg. Ég Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.