Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 1. maí 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að\lstræti«6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakió.
ÁTTI AÐ SKJÓTA ?
F’ngum blandast hugur um^-—-----------
óbilgirni brezka skipstjór | íslandi en nokkru sinni fyrr.
ans, John Smiths, eftir viður-
eign Óðins við hann. En hvers
vegna hggur máhð svo ljóst
fyrir?
Þeirri spurningu er auð-
svarað. Þórarinn Björnsson,
skipherra, og menn hans á
Óðni komu fram af varúð sam
fara fullri festu í viðskiptum
við þennan lögbrjót. Þeir
gerðu ekkert það, sem stofn-
að gat lífi eða limum manna
í hættu, en tókst samt að
stöðva skipið og hefðu flutt
það ásamt skipstjóranum í
land, ef ekki hefðu komið til
afskipti brezks herskips.
Vegna stillingar og skyn-
samlegrar framkomu Óðins-
manna er ennþá augljósara,
hvar sökudólgana er að finna.
Þess vegna hljóta allir rétt-
sýnir menn, erlendir sem inn
lendir, að taka málstað ís-
lendinga.
En hversu furðulegt er þá
ekki, að blað, sem telst styðja
íslenzkan lýðræðisflokk, skuli
hneykslast á því að varðskips
menn beittu ekki skotvopn-
um, sem hefði getað kostað
fleirl eða færri mannslíf.
Menn imdrast ekki slíka af-
stöðu kommúnista, en menn
munu taka eftir þessum orð-
um, sem stóðu í gær á forsíðu
Tímans:
„Skipstjórinn hefur gengið
íslenzku landhelgisgæzlunni
úr greipum hvað eftir ann-
að, enda fengu varðskips-
menn ekki leyfi til þess að
sýna landhelgisbrjótnum það
eina, sem þessir herrar venju
lega skilja: föst skot.“
Það var sómi landhelgis-
gæzlunnar og íslendinga
allra, hvemig á málum var
haldið í landhelgisdeilunni
við Breta. Þeim sóma hafa ís-
lendingar enn haldið, þótt of-
stækismenn, sem þrá það
heitast að til nýrra árekstra
og deilna sé stofnað við Breta,
láti sér um munn fara þau
orð, sem áður var vitnað til.
Þau fordæmir íslenzka þjóð-
in.
HÁTIÐISDAGUR
VERKALÝÐSINS
ÍDAG minnist verkalýður-
^ inn um allan heim unn-
inna sigra í baráttunni fyrir
bættum lífskjörum og mark-
ar jafnframt stefmma gagn-
vart framtíðinni. Verkalýður
og launþegar íslands hafa
sérstaka ástæðu til þess að
fagna því, sem áunnizt hef-
ur á undanförnum árum. At-
vinnuöi yggi er í dag meira á
Versta óvini verkalýðsins, at-
vinnuleysinu, hefur verið
bægt frá, viðreisnarstefnan
hefur tryggt blómlegt at-
vinnulíf og að verkalýðurinn
fái stækkandi hluta af arði
þ j óðarf ramleiðslunnar.
Alvarlegasta áhyggjuefni
verkalýðs- og launþega á ís-
landi í dag, er hin samvizku-
lausa misnotkun Framsóknar
manna og kommúnista á
verkalýðssamtökunum í þágu
pólitískra einkahagsmuna
þessara flokka. Það er þess
vegna óhjákvæmilegt að
finna nýjar leiðir til þess að
tryggja vinnufrið og koma í
veg fyrir að hið mikla vald
verkalýðssamtakanna sé mis-
notað til þess að grafa undan
heilbrigðu efnahagslífi og
hrinda af stað verðbólgu og
dýrtíð.
Mörg önnur verkefni bíða
einnig launþegasamtakanna.
íslenzka þjóðin óskar verka
lýð sínum og launþegastétt til
hamingju með hátíðisdag
þeirra.
EINHUGA
FLOKKUR
Landsfundur Sjálfstæð-
• isflokksins bar í senn
vott um hinn mikla styrk
flokksins og þann einhug og
samheldni, sem ríkir innan
raða hans. í stjómmálayfir-
lýsingu Landsfundarins var
lýst yfir eindregnum stuðn-
ingi við þá viðreisnarstefnu,
sem núverandi ríkisstjóm
hefur markað. Sjálfstæðis-
mönnum er það að sjálfsögðu
ljóst, að margt er ennþá eftir
að gera til þess að bæta
stjórnarfar þjóðarinnar og
hrinda nauðsynjamálum í
framkvæmd. En það sem Við
reisnarstjómin hefur þegar
gert felur í sér stórfellda fram
för og leggúr grundvíJll að
blómlegri efnahagsþróun,
batnandi lífskjömm og far-
sælli framtíð þjóðarinnar.
Breytingaraar, sem orðið hafa
á þjóðarhag síðan viðreisnar-
stefnan var mörkuð, em ótrú
lega miklar. Það er til dæmis
staðreynd, sem allir fslend-
ingar hljóta að fagna, að í
stað erlendra lausaskulda em
nú komnir gildir gjaldeyris-
sjóðir. Lánstraust þjóðarinn-
ar út á við hefur verið end-
urreist og skapað henni stór-
aukna möguleika til þess að
fá fjármagn til þjóðnýtra
framkvæmda. Hin mikla efl-
ing almannatrygginganna hef
ur einníg stórkostlega þýð-
ingu fyrir allan almenning í
Kúbanskir útlaear reiöir
landaríkjastjóm
EINS og skýrt hefur verfð frá
í fréttum, hafa Bandaríkja-
ríkjamenn og Bretar tekíff
höndum saman um aff reyna
aff reyna að hindra, aff kú-
banskir útlagar geri árásir á
föðurland sitt frá Bandaríkj-
unum effa Bahamaeyjum.
Bandaríkjastjóm hefur lýst
]>ví yfir, að þessar smáárásir
komi ekki aff hinu minnsta
gagni í baráttunni gegn komm
únistum á Kúbu. Kúbanskir
útlagar reiddust, sem vænta
mátti, mjög ákvörðun Banda-
ríkjastjórnar um að reyna að
hindra árásirnar. Auk þess
bera þeir Kennedy Bandaríkja
forseta á brýn, að hann hafi
svikið loforð um að styðja
nýja innrás í Kúbu, eftir að
Svínaflóainnrásin mistókst.
Töluverður ágreiningur ríkir
því nú með leiðtogum kú-
banskra útlaga, sem aðsetur
hafa á Florídaskaga og Banda-
ríkjastjórnar. José Miro Card-
ona formaður byltingaráðsins,
stærstu samtaka flóttamanna
í Bandaríkjunum, sagði af sér
fyrir skömmu vegna ágrein-
ingsins. Um leið og hann fór
frá, birti hann skýrslu, sem
vakið hefur reiði í Bandaríkj-
unum. í henni stáðhæfir Card
ona m. a., að Kennedy Banda-
ríkjaforseti hafi oft látið á sér
skilja, að aBndaríkin myndu
styðja nýja innrás kúbanskra
útlaga í föðurland sitt.
Kúbanskir útlagar halda sér í þjálfun.
José Miro Cardona
Cardona var ráðherra 1
fyrstu stjóm Fidels Castros á
Kúbu, en þeir urðu brátt
ósáttir og Cardona fór til
Bandaríkj anna.
í fyrrnefndri skýrslu Card-
ona, er yfirlit yfir þær sam-
ræður, sem hann hefur átt
við Bandaríkjaforseta undan-
farin tvö ár. Hann segist hafa
verið þeirra skoðunar, að
Bandaríkjamenn myndu
styðja innrás kúbanskra út-
laga í Kúbu s.l. haust í sam-
bandi við aðflutningsbannið,
sem sett var á eyjuna, en þá
hafi stefna Bandaríkjanna ger
hreytzt skyndilega.
Cardona vísar á bug full-
yrðingum um, áð innrás í
Kúbu geti leitt til kjarnorku-
styrjaldar og segir, að Krú-
sjeff muni ekki beita atóm-
vopnum því að Kúba sé ekki
á áhrifasvæði Sovétríkjanna.
Takmark Krúsjeffs séu bylt-
ingar og þegar hafi stuðnings-
menn Castrós í Venezúela næg
vopn undir höndum. Áhrif
marxista í öðrum Mið- og Suð
ur-Ameríkulöndum bendi til
þess, að ekki muni langt þar
til ógæfan dynji yfir.
Bandarikjastjóm neitar
Af opinberri hálfu í Banda-
ríkjunum hefur verið neitað
harðlega, að styðja hafi átt
innrás í Kúbu. Enda hefur
verið ljóst, að undanförnu, að
slíkt kæmi ekki til greina.
Kúbönsku útlagarnir gerðu
sér flestir grein fyrir þessu og
ekki kom til alvarlegs ágrein-
ings með þeim og Bandaríkja-
stjórn fyrr en hún ákvað að
Framh. á bls. 17.
landinu, svo aðeins fátt eitt
sé nefnt af þeim fjölmörgu
umbótum, sem þessi ríkis-
stjóm hefur komið fram á
kjörtímabilinu. Lækkun
skatta og tolla er einnig al-
menningi og atvinnurekstri
landsmanna til mikilla hags-
bóta.
Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
benti á það, er hann sleit
Landsfundinum, að Sjálf-
stæðismenn yrðu að hafa í
huga, að þótt málefnaleg að-
staða flokks þeirra væri nú
sterk, þá væri óhyggilegt að
vera fyrirfram viss um úr-
shtin í kosningunum, sem
framundan væm. Hann kvað
úrslitin í þessum kosningum
mest fara eftir því, hvort
menn vildu frelsi eða ófrelsi.
Óhætt mundi þó að fullyrða,
að meginhluti Islendinga að-
hylltist frelsi og manndáð.
„En enginn sigur vinnst án
fyrirhafnar,“ sagði formaður
Sjálfstæðisflokksins. „Sigur-
inn vinnst því aðeins að við
leggjum okkur öll fram. Við
skulum stíga á stokk og
strengja þess heit að vinna
frægan sigur í kosningunum
9. júní,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson.
Undir þessi orð munu Sjálf
stæðismenn um land allt taka
einum rómi. Kosningabarátt-
an er hafin, framundan er
mikið starf. Sj álfstæðismenn
munu boða stefnu sína og úr-
ræði í þjóðmálum íslendinga
af einurð og drengskap. En
í þessari baráttu má enginn
liggja á liði sínu. Mikið er í
húfi. Velferð íslenzku þjóð-
arinnar er í veði.
Uppbyggingar- og viðreisn-
arstefnan verður að sigra. Á
hinu leitinu er haftastefna og
stjórnleysi, sem hlyti að
fylgja í kjölfar þess, að Fram
sóknarmönnum og kommún-
istum tækist að fá aðstöðu til
stjórnarmyndunar eða ná
stöðvunarvaldi á Alþingi, A
: