Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 15
f
Miðvikucíagur 1. maí 19-6 3
MORCVNDLAÐ1Ð
15
Hinir norrænu leikhúsgestir, talið frá vinstri:
Niels Möller, Eva Rergh, Xyr Hartin og Hákon
Poertfors.
Scenen í Bergen. Einnig hef-
ur hún leikið í kvikmyndum
í Svíþjóð og Englandi; fyrir
tveim árum síðan lék hún í
kvikmyndinni „The Long
Memory", sem tekin var í
Englandi og lék þar með John
Miles. — Hún hefur leikið í
mörgum kunnum leikritum,
en stærsta hlutverk hennar er
Elisabeth í hinu fræga leik-
riti Schillens, Maria Stuart.
Síðasta hlutverk hennar í vet-
ur var í söngleiknum „Kysstu
mig Kata“.
Hákon Poertfors, leikari frá
Finnlandi. Hann hefur einnig
lagt stund á leiklist í 12 ár,
síðustu 7—8 árin verið fast-
ráðin við Svenska National
Scenen í Helsingfors. Hann
segir það stærsta draum sinn,
eins og allra leikara, að leika
Hamlet, en enn sem komið er
hafi hann ekki fengið tæki-
færi til þess. Næsta viðfangs-
efni hans er hlutverk í
franska leikritinu „Ferðin“,
sem sýnt verður í Helsingfors
í vor.
Á SUNNUDAGSKVÖLDH)
komu til Ueykjavíkur fjórir
norrænir leikhúsmenn í boði
Félags íslenzkra leikara. Þeir
eru gestir á hinni íslenzku
leikhúsviku, sem nú stendur
yfir.
Þorvaldur Guðmundsson,
Hótel Sögu, bauð hinum nor-
rænu leikurum ókeypis uppi-
hald á hinu nýja hóteli og
fettir þar í fótspor Danans
Eric Kestby, sem nú látinn.
Hann var upphafsmaður þess
að bjóða norrænum leikurum
á dönsku leikhúsvikuna og
gistu þeir ætíð á hóteli hans,
Hótel Richmond. Þess má
geta, að Stand-Hotel í Stokk-
holmi hefur það til siðs að
bjóða norrænum gistingu, þeg
Norrænir leikarar gestir
á íslenzku leikhúsvðkunni
ar sænska leikhúsvikan stend
ur yfir, en til þessa hafa aðr-
ar reglur gilt í Noregi og
Finnlandi.
Norrænu leikararnir, sem
hingað komu eru þessir:
Eva Bergh, leikkona frá
Noregi. Hún hefur lagt stund
á leiklist í 12 ár, fyrst við
National Theater í Osló en
síðustu fimm árin hefur hún
verið fastráðin við National
Poertfors kvað leikhúslif
standa með miklum blóma í
Finnlandi, bæði í finnsku og
sænsku leikhúsunum. Nefndi
hann það sem dæmi, að í borg
inni Vasa, sem telur 42 þús-
und íbúa, væru tvö leikhús,
sænskt og finnskt. f>ar væru
fjórar sýningar í hverri viku
og mætti heita eindæmi, ef
ekki væri húsfyllir í leikhús-
unum.
Poertfors hefur farið í leik-
ferðalög til Noregs, Sviiþjóðar
og Þýzkalands.
Niels Möller, óperusöngvari
frá Danmörku. Hann hefur
verið fastráðinn óperusöngv-
ari við Konunglega leikhúsið
síðan 1953. Áður var hann
kórsöngvari við Konunglega
leikhúsið. Þegar hann hóf
söngferil sinn söng hann
barriton, en syngur nú tenór.
Hann hefur leikið í fjölmörg-
um óperum, nú síðast iék hann
Florestan í Fidelio.
Tyr Hartin, leiktjaldamál-
ari frá Svíþjóð. Hann vinnur
við ríkisleikhúsið í Norkob-
ing/Linköbing. Hann sagði,
að um þessar mundir væri
verið að sýna leikritið „Kæri
lygalaupur“ sem byggt er á
bréfum eftir Bernard Sthaw
í Linköbing og í Norrköbing
væri verið að sýna óperett-
una „Systir mín og ég.“ Hann
kvaðst hafa útbúið leiktjöld
á báðar þessar sýningar og
þær væru ótaldar ferðirnar,
sem hann hefði farið milli
þessara staða.
★
Hinir norrænu leikhúsgest-
ir munu dveljast hér til laug-
ardags. Fyrirhugað var að
þeir væru viðstaddir sýningu
á Andorra eftir Marx Frisch
í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld,
en flugvél þeirra seinkaði og
þeir komust ekki í tæka tíð
á sýningu. Kváðust þeir vona
að fá tækifæri til að sjá leik-
ritið áður en þeir hyrfu af
landi brott, svo og önnur leik-
rit, sem nú væri verið að
sýna í Reykjavík.
Að liðnum vetri í Skagafirði
B Æ, Höfðaströnd, 23. apríl. —
Ómögulegt er annað en dásama
tíðarfar vetrarins. Ber öllum
saman um að þetta sé einhver
hagstæðasti vetur, sem menn
muna. Segja má, að snjóleysi,
hlýindi og veðurgæzka hafi ein-
kennt það sem af er árinu. Rétt
tfyrir páskana kom vitanlega fár-
veður með mikilli snjókomu og
hörmulegum afleiðingum víða
um land. Við Skagfirðingar meg
um þakka fyrir að sleppa við
það að mestu leyti.
Tjón urðu ekki svo teljandi sé
hvorki á sjó né landi, og nú í
vetrarlokin er snjór að hverfa
sem óðast fyrir hlýindum, sem
væntanlega verður framhald á.
Mjög mikill munur varð á snjóa-
lagi í héraðinu eins og ævinlega
er. Fram í héraðinu gránaði
varla í rót en f útsveitunum hlóð
niður dyngju af fönn, t. d. er
ennþá alhvítt af fönn í Austur-
Fljótum. Vegur er þó vel greið-
fær orðinn til Haganesvíkur.
Vegir eru annars að verða
mjög torfærir víða í héraðinu,
enda var frost það mikið farið
úr þeim áður en hretið kom og
bleyturnar nú frá sjónum gera
ástandið verra með hverjum
degi. Bílaumferðin er orðin það
mikil á vegum að þó nokkuð sé
gert að lagfæringum, eyðileggst
það strax.
Aflabrögð
Tregur fiskafli hefir verið og
í fárviðrinu á dögunum fóru
veiðarfæri ílla. Hrognkelsaveiði
er talin vera mjög lítil enn sem
komið er.
Áður en snjóaði og kólnaði var
farið að afla silung í Höfðavatni.
Virtist hann vera fullur af loðnu,
sem sjálfsagt hefir farið inn í
vatnið í vor. Einnig voru fiskar,
sem fengust í net, úttroðnir af
loðnu, en vatnið fór á ís aftur
og er það ennþá og allur sá út-
vegur, sem var búið að leggja í
það er einhvers staðar í krap-
stellu eða íshröngli í vatninu.
Jarðskjálftarnir
Það er búið að rita og tala
svo mikið um jarðskjálftana að
sjálfsagt er þar ekki á bætandi,
en þar sem alltaf eru að koma
jarðhræringar og fólkið virðist
alltaf geta átt von á þessu, er
taugaspenna ennþá hjá mörgu
fólki og líðan hjá einstaka kven-
fólki slæm, og tvímælalaust nær
sumt fólk sér aldrei eftir þetta.
Skemmdir hafa ekki orðið frek-
ari en orðið var, en ýmis fyrir-
bæri hafa þó gerzt, svo sem að
heitar laugar hafa horfið með
öllu en vatn aukizt annars staðar.
í Drangey er orðið alsetið
bjarg fyrir nokkru. Virðist vera
í bjarginu og í kring um eyna
óvenju mikið um fugl. Á landi
virðast flestir sumarfuglar komn
ir og er það óvenju snemmt hér.
Vorhugur
Þegar vorhugur fer að koma í
bændur og búaliða, minnkar um
skemmtanir, fólkið má ekki vera
að því. Sunnudaginn 21. apríl
var þó heilmikið hóf haldið að
Héðinsminni á Stóru-Ökrum, þar
sem Karlakórinn Feykir og
kirkjukórar framhéraðsins héldu
myndarlega upp á 50 ára afmæli
söngstjóra síns, Árna Jónssonar
á Víðimel. Þarna var vitanlega
söngurinn í hávegum hafður,
mikið af ræðum flutt og höfð-
inglegar veitingar fram bornar.
Árni á Víðimel er héraðs-
kunnur maður fyrir söngstarf-
semi og félagsstörf í framhérað-
inu. Það var sérstaklega gaman
að vera þarna með söngelsku,
glöðu fólki.
Unnið er nú að stofnun Tón-
listarfélags hér í Skagafirði og
er markmið þess félagsskapar
að koma upp Tónlistarskóla á
Sauðárkróki svo fljótt sem á-
stæður leyfa.
Engar alvarlegar farsóttir eru
nú á ferðinni, segir héraðslækn-
irinn, en til skamms tíma hefir
inflúenzkan verið að stinga sér
niður. Við Skagfirðingar óskum
landsmönnum gleðilegs sumars.
— Björn í Bæ.
t SKÝRSLU um „kosningar" í Austur-Þýzkalandi lýsa SÍA-komm-
únistar, sem þar hafa verið í skólun, „lýðræðisást“ sinni með svo-
felldum orðum:
„VIÐ ÁLÍTUM, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ékki umræður
né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíal-
ismans“.
FORYSTUMENN kommúnista hér á landi hafa að vonum verið
mjög hræddir við að láta uppljóstranir SÍA-manna um harðstjórn-
Ina í „fyrirmyndarríkjum“ þeirra fyrir austan járntjaid koma fyrir
augu almennra flokksmanna — jafnvel framámanna — og þá auð-
vitað ekki siður þau ummæli sumra þeirra, að þeir telji þessa harð-
stjórn „rétta og sjálfsagða“.
HINS VEGAR virðist a.m.k. nokkur hluti SÍA-manna sjálfra, t.d.
í Austur-Þýzkalandi, ennþá forhertari, því að þeir spyrja í einni
af skýrslum sönum: „Er það ekki óeðlilegt, ef félagar heima þola
ekki að heyra það, sem við höfum að segja um mál hér?“ Og segja
síðan:
„ÞETTA VANDAMÁL hefur lika komið fram i starfsemi SÍA við-
víkjandi skýrslusendingum heim til íslands nefnilega: hvað er
ÓIIÆTT, að margir fái að sjá þær? Jafnvel sjálfur forseti Fylk-
ingarinnar er á því, að ekk* sé ÓHÆTT að birta þær sambands-
Stjórn Fylkingarinnar“.
ÞAÐ KEMUR fram í einni af leynskýrslu SÍA-kommúnista í Austur-
Þýzkalandi, er þeir lýsa „andlegum einstefnuakstri og einstrengings-
hætti“ í landinu, að austur-þýzk yfirvöld hafa jafnvel ekki þorað
»ð gefa út bók Einars Olgeirssonar um „íslenzka ættarsamfélagið“!