Morgunblaðið - 01.05.1963, Síða 20
20
MORCVNBLAÐtO
r Miðvikudagur 1. maí 1963
DUNKíRLfYS
Alec langaði mest til að kyrkja
'hann. •— Blómstrandi og ljóm-
andi bætti hann við. Það var eins
og loftið væri glóandi, þar sem
hún gekk.
— Hún er auðvitað ánægð að
vera ekki ein, sagði Hesba og
tók málið raunsæari tökum. —
Það eru til konur, sem er sama
þó að þær séu einar, og ég er
sjálf ein þeirra. En það er Elsie
ekki.
— Jæja, sagði Laurie, — ég
vona nú samt, að þér farið ekki
einar í hádegisverð. Ég er sjálf-
ur víst orðinn of seinn í morgun-
fyrirlesturinn minn og svo er
ekki sérlega langt í matinn.
Drengurinn er farinn að vakna
til lífsins, hugsaði Alec, en upp-
hátt sagði hann og í formlegum
tón: — Sir Daniel bað mig að
fara með yður út, að borða, ung-
frú Lewison. Það eru eitt eða
tvö atriði, sem við þurfum að
ræða nánar um....
— Ég veit ekki til þess, greip
Laurie fram í, — að pabbi gamli
eða neinn annar hafi neitt vald
til að segja ungfrú Lewison hvar
*hún borðar eða með hverjum.
TJnglingsandlitið var allt í einu
orðið rautt og skuggi hafði færzt
yfir andlitið á Alec. Það var
eins og loftið væri glóandi..“
Hann mundi annað tækifæri —
örlagaríkt atvik — þegar þessi
orð hefðu átt bókstaflega við.
Hesba leit af öðrum unga
manninum og á hinn, og fann
’þessa spennu, sem þarna var
komin. Hún dró loðhanzkana
sína hægt gegnum greipina. Hún
ætlaði að fara að tala og Alec
og Laurie stóðu þarna eins og
leikarar á sviði og biðu eftir
lausnarorðinu, en þá opnuðust
dyrnar, eins og fyrir fellibyl og
sir Daniel kom þjótandi inn, og
geislaði frá sér dugnaði, sem var
algjör andstæða við eftirvænt-
ingarsvipinn á þeim, sem þarna
voru fyrir. Honum duldist ekki,
að þarna var einhver spenna,
sem lá í loftinu. Hann hægði á
sér, stóð kyrr í þykkum yfir-
frakkanum með hvítan trefil um
hálsinn og silkihattinn í hend-
inni og leit af einu andlitinu á
annað. Hann ásetti sér að rjúfa
■þetta, sem hélt þarna öllu í
spennu, hvað svo sem það kynni
að vera.
— Já, ungfrú Lewison! sagði
hann innilega, — þarna var ég
heppinn. Ég var að vona að geta
boðið yður út í hádegisverð í
dag, en svo kom upp leiðinda-
mál, sem gerði það ómögulegt.
En sem betur fer, er því nú lok-
ið. Ég var hræddur um, að þér
væruð þegar farin. Hann opnaði
dyrnar fyrir hana. — Komið
“þér nú. Við skulum koma okkur
af stað. En þá fyrst tók hann
eftir Laurie, sem stóð þarna
unglingslegur og vonsvikinn.
Hann var góður drengur. Um
'það var Dan ekki í neinum vafa.
En hann hafði átt of náðuga
daga, en lífið sjálft gat nú bætt
úr öðru eins og þvi. Laurie
mundi lagast með tímanum. Dan
fann til einhverrar velvildar
gagnvart honum. — Þú, Laurie,
viltu koma með okkur?
— Já, annaðhvort væri! flýtti
Laurie sér að segja, feginn því,
að þarna var faðir hans að bjóða
honum út á óformlegan hátt, eins
og maður manni — en slíkt
hafði aldrei áður gerzt.
Þau voru nú komin út að dyr-
um, öll þrjú. Alec stóð og sneri
'baki í arininn. Hann var ein-
mana og fannst hann vera settur
hjá. Hann var alls ekki meðlim-
ur í þessu samfélagi hinna
þriggja. Hún getur nú enn sagt
nei, hugsaði hann, — og sagzt
ætla að borða með hr. Dillworth.
Hún getur sýnt honum á einn
eða annan hátt, að hún sé ekki
'þræll þessa mannskratta, heldur
ein þeirra, sem hann lifir á, eitt
'þeirra hjartna og heila, sem
hann græðir á.
Hesba og Laurie gengu út, hlið
við hlið, en Dan hélt hurðinni
uppi af mikilli kurteisi. Þegar
dyrnar höfðu lokazt, tók Alec
að hugleiða, að hún hafði ekki
einu sinni litið um öxl.
8.
Það hefði getað verið erfitt að
ákveða nákvæmlega stöðu Izzy
'Pfyfe hjá Dunkerley-fyrirtæk-
inu. Hann var „ráðherra án
stjórnardeildar“, en án alls vafa
ráðherra. Hann var sá maður,
sem undirmennirnir reyndu að
koma sér við, ef þeir á annað
borð vildu koma sér vel við sir
Daniel — og hver vildi ekki
það? Það var vitað, að sir Daniel
hlustaði á tillögur hans, og hinir
feimnari, að minnsta kosti, trúðu
því, að hann talaði fyrir munn
sir Daniels. Sjálfur vissi hann
manna bezt, að höfuðskilyrðið
fyrir gengi hans hjá húsbóndan-
um var það að hafa enga skoðun
sjálfur. En sem betur fór lang-
aði hann ekkert til þess. Yfirleitt
sóttist hann ekki eftir nema
tvennu: öryggi og völdum. Hann
vissi mætavel, að eins og ástand-
ið var nú, var vald hans ekki
ótakmarkað. Öll orð hans, hugs-
anir og gjörðir voru undirgefin
vilja kraftmikils og duttlunga-
fulls húsbónda, en sú staðreynd
sjálf, að húsbóndinn þurfti ein-
mitt að hafa svona liðlegan högg
dayfi, til þess að gerast meðal-
gangari milli hans sjálfs og raun
veruleikans, gaf einmitt Izzy
þetta vald, sem hann sóttist eftir
og nægði til að gera hann
ánægðan.
Hann gat átt von á því, á
hverri stundu, sem væri, að fá
skipun um að taka saman föggur
sínar og fara til Dickons, borða
kvöldverð við Manchestertorgið,
þjóta til Manchester til þess að
koma einhverju þar í lag,. eða
gista í Dunkerleyhúsinu. Og þeg
ar daglega snattinu var lokið,
vildi sir Ðaniel hafa einhvern til
að kjafta við. í setustcrfunni
sinni gat hann talað í belg og
biðu, án þess einu sinni að taka
eftir, þegar Izzy var öðruhverju
að jánka. Þá gat hann sagt:
— Afsakaðu andartak..og þotið
inn í svefnherbergið. Izzy var
farinn að kunna þetta utanbók-
ar. Hann vissi, að eftir fimm mín
útur, myndi Meaker birtast í dyr
unum og segja: — Sir Daniel
biður yður að tala við sig í her-
berginu hans. Ég ætla að fara í
háttinn. Góða nótt, herra minn.
Og þegar í svefnherbergið
kom, sat sir Daniel þar með
kodda við bakið, klæddur eins
og kóngur í náttserk úr finu
lérefti og náttjakka utan yfir.
— Seztu niður, Izzy. Eins og ég
var að segja.... Og svo hélt
bunan áfram. Klukkan var oft
orðin fjögur, þegar Izzy hneig
örmagna niður á legubekkinn í
sinni eigin skrifstofu, vel vit-
andi, að sir Daniel mundi búast
við honum til morgunverðar
klukkan hálfníu, og eins, að hann
iþá væri búinn að lesa öll morg-
unblöðin og romsa upp úr sér
innihaldi þeirra.
Þetta var erfitt líf, líkamlega,.
en andlega lifði Izzy vel á því.
Af þessum endalausu eintölum
lærði hann margt um viðskipta-
mól og menn. Hann hefði alltaf
getað sagt — hefði hann kært
sig um — sem ekki var — í hve
mikilli náð eða ónáð hver ein-
stakur maður var hjá sir Daniel,
þá stundina. En hann var hrif-
inn af að vera svona „leyndar-
ráð koungs" og hann var þag-
mælskur eins og gröfin. Sjálfur
vissi hann ekki, hve margar
gildrur sir Daniel hafði lagt
fyrir hann, í þessum langlokum
sínum. En hann gekk, að
minnsta kosti aldrei í þær, og
sir Daniel var farinn að vita,
að honum var óhætt jafnvel að
móðga sjálfa hátignina í áheyrn
Izzy, því að hann mundi aldrei
kjafta frá.
Ef til vill hefur það verið ör-
yggisþráin, öllu framar en valda
fíknin, sem hafði gert Izzy að
því, sem hann var. Hann hafði
aldrei þekkt föður sinn, sem
hafði verið hafnarverkamaður í
London. Móðir hans hafði alið
hann upp á ást, útþynntri með
dyggð. Ástin kom fram í nægju-
semi þeirri, sem sumir fátækl-
ingar hafa til að bera, og fús-
leik á að slíta sig inn í kviku,
til þess að hafa þak yfir höfuð
drengsins. Dyggðin helltist í stríð
um straumum í eyru hans ef
hann leitaði félagsskapar við
óknyttaormana í götunni, þar
sem hann ólst upp. Hann hafði
lært, að inni ætti hann að vera
en ekki úti á götunni, nema þá
móðir hans væri með honum.
Þannig varð hann einmana, og
fór þá að lesa, sem einskonar
vörn gegn einmanaleikanum.
Izzy gat enn munað daginn,
þegar hann varð fjórtán ára.
Han var þá í vinnu í Smith-
field-kjötmarkaðnum, og eitt
ætlunarverk hans var að sópa
saman blóðinu og beinunum og
kjöttutlunum. Þessu var öllu
fleygt út um dyrnar og út í
göturæsið, og það var gleðistund,
því að þá var dagsverki hans
lokið. Þá læsti hann dyrunum,
gekk inn, fór í yfirfrakkann og
setti upp hattinn sinn, Og hugs-
aði með gleði til herbergjanna
tveggja, sem hann og móðir hans
höfðu í Whitechapel. Annað var
setustofa, sem var jafnframt eld-
hús og borðstofa og svefnstaður
Izzys — hitt var ofurlítil kompa,
sem var svefnherbergi móður
hans.
Þetta eftirminnilega kvöld var
ískalt vetrarkvöld. Þegar sólin
fcætti að skína, hafði hert frost-
ið, sem verið hafði allan daginn.
Jafnvel inni á vinnustað hans,
var kuldinn afskaplegur. Dreng-
urinn var að hlakka til kvölds-
ins, sem framundan var. Þarna
yrði mamma hans og þarna yrði
hiti og svo bókin, sem hann
hlakkaði svo til að lesa. Og eng-
ir kinnhestar. Mamma hans og
hann voru orðin sátt, og þeim
— Það er komið skeyti frá mömmu.
leið vel, hvoru hjá öðru. Hann
hugsaði mest um það, þegar
hann yrði sjálfur fyrirvinnan,
og mamma hans gæti verið
heima — kannski í litlu húsi,
sem þau ættu sjálf. Önnur eins
kraftaverk gátu gerzt. Nú skyldi
hann á leiðinni heim, kaupa eitt-
hvað gott í kvöldmatinn —
kartöflur eða steiktan fisk. Þeg-
ar hann var tilbúinn að leggja
af stað, stakk hann hendini í
'buxnavasann og fann, að shill-
ingurinn hans Var horfinn —
þarna var ekkert nema gat á
vasanum.
Peningurinn var hvergi að sjá
og því gerði hann það, sem hann
hafði aldrei gert óður: hann opn-
aði aftur dyrnar, sem hann var
búinn að læsa, og hann hryllti
við því, sem þá bar fyrir augu
hans. Á ísköldum hellunum úti
fyrir, u-ndir bjarmanum fró gas-
ljósinu, sá hann tötrumklædd
börn og gamlar, útslitnar kerl-
ingar, með grátt, óhreint hár,
gamla menn, sem héldu að sér
tötrunum með annarri hendinni,
meðan þeir tíndu saman leifarn-
ar með hinni — allt þetta fólk
var að tína saman leifarnar, sem
höfðu fallið af nægtaborði kjöt-
markaðarins.
Fife hinn ungi áttaði sig sam-
stundis á því, að þessi fátækt,
sem yfirgekk svo langsamlega
allt, sem hann hafði gert sér í
hugarlund, væri sí-nálæg, að
kvöld eftir kvöld biðu þessir
gammar í holum og skúmaskot-
um eftir því, að hann læsti dyr-
unum, áður en þeir tækju að
hamast við þessa hreinsunar-
starfsemi sína. Ein gömul kerl-
ing, sem ekki hafði gleymt allri
gamansemi, kallaði til hans:
— Hæ, herra minn, ætlarðu að
gefa okkur sneið af læri?
ajtltvarpiö
Miðvikudagur 1. maí
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börn
in í Fögruhlíð" eftir Halvor
Floden; XIII. (Sigurður Gunn
arsson).
18.30 Lög úr söngleikjum.
18.50 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Hátíðisdagur verkalýðsins. —
Samfelld dagskrá: a) Ing-
ólfur Kristjánsson ritstjóri
ræðir við forystumenn verka-
lýðsins frá fyrri tíð. b) Gunn-
ar Eyjólfsson les ljóð. c) Al-
þýðukórinn syngur undir
stjóm dr. Hallgríms Helga-
sonar. d) Jón Sigurbjörns-
son les úr endurminningum
Ágústs Jósefssonar.
_,.10 Danslög, þ.á.m. hljómsveit
Hauks Morthens.
01.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 2. maí
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Á frívaktinni"; sjómanna-
þáttur (Sigríður Hagalín).
15.00 Síðdegisútvarp.
18.30 Danshljómsveitir leika.
18.50 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Af vettvangi dómsmálanna
(Hákon Guðundsson hæsta-
réttarrritari).
20.20 íslenzkir söngvarar syngja
lög eftir Schubert; III. — Sig
urveig Hjaltested syngur. —
Við píanóið: Ragnar Björns-
son.
20.45 Raddir skálda: Þorsteinn
Valdimarsson og Jóhannes
Helgi.
21.35 Tónleikar í útvarpssal: Sin-
fóníuhlj ómsveit íslands. Jind
richr stjórnar. a) Pizzini:
Scherzo. b) Mozart: Sinfónía
nr. 31 í G-dúr, K.297 — „Par-
ísarhljómkviðan".
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið“
eftir Fred Hoyle; XVII. (Örn
ólfur Thorlacius).
22.40 Harmonikuþáttur (Reynir Jón
asson).
23.10 Dagskrárlok.
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltali!
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5,'hvers mánaðar.
KALLI KÚREKI — * — -K — TeiknarL Fred Harman
COBYSfl — ÞJÓhlUSTA
SAlflHf| .fpö/V'SK ÞjÓNUófA
andlitsböS
liandsnurting
Uarqreiðsla
CejHeint met i/al
SnyrtÍiAöru.
valhöll *****
\Hhsimi 22/38