Morgunblaðið - 01.05.1963, Qupperneq 23
^ Miðvikudagur 1. maí 1963
MORGUNBLAÐ1Ð
23
„Frjáls verka-
lýðshreyfing"
— nýtt tímarif um launa og atvinnumal
' FRJÁLS verkalýðshreyfing I
nefnist nýtt timarit um launa-
og atvinnumiál, sem Fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna í Reykjavík
gefur út
Ritið, sem er vandað að öllum
frágangi, mun koma út ársfjórð-
ungslega eða oftar ef ástæða þyk
ir til.
Af efni 1. tölublaðs má nefna
m.a. „Árangur af 40 ára starfi",
eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson,
„Kjarbaetur á tæknigrundvelli",
eftir Svein Björnsson, verkfræð-
ing, „Hagstofnun vinnmarkaðar-
ins“, eftir Pétur Sigurðsson,
„Tryggingamál", eftir Guðjón
Hansen og „Hvers vegna ekki
endurskoðun", eftir Eggert. G.
Þorsteinsson.
í ávarpi stjórnar Fulltrúaráðs
Nasser á leið
til Alsír
Alexandrfa, 30 apríl (AP)
GAMAii Abdel Nasser, forseti
Egyptalands, lagði í dag af stað
frá Alexandríu áleiðis til Alsír
og er væntanlegux þangað á laug
ardaginn. Mun forsetinn dvelj-
ast í Alsír í viku í boði Ben
Bella, forsætisráðlierra.
Nasser ferðasit með skemmti-
gnekkju og með honum í för-
inni eru sjö helztu ráðgjafar
hans.
verkalýðsfélaganna í Reykjavík
varðandi hið nýja tímarit segir
m.a.: „Með útgáfu þessa tímarits
er að því stefnt að bæta úr
brýnni þörf fyrir hlutlægar um-
ræður um atvinnu- og launamál,
með flutningi fræðandi greina
um þau margvsílegu viðfangs-
efni sem verkalýðshreyfing í nú.
tíma þjóðfélagi hlýtur að fást
við.“
__r
F.I. stækkar
af greiðslusal sinn
á Rvíkurflugvelli
FLUGFÉLAG íslands hefur far-
ið framkvæmdir við stækkun á
farþegaafgreiðslu sinni á Reykja
víkurflugvelli og verða enn-
frernur gerðar ýmsar breytingar
á afgreiðslustalnum.
Stækkun þessi er til bráða-
birgða, þar sem alls óvíst er um
hver framtíð Reykjavíkurflug-
vallar verður.
Afgreiðslusalurinn verður
stækkaður til suðurs, eða byggð-
ur út þar sem tollafgreiðslan fer
nú fram.
Sökum sívaxandi og umfangs-
meiri starfsemi Flugfélagsins er
stækkun þessi nauðsynleg og
verður allt kapp lagt á að henni
ljúki fljótlega.
Anastas Mikoyan, aðstoðarforsæ tlsráðherra Sovétríkjanna (t.v.),
heilsar Fidel Castro, forsætisr áðherra Kúbu, við komu hans
til Murmansk.
Castró fagnað í
Sovétrikjunum
Moskvu 30. apríl (AP).
EINS og skýrt hefur verið frá
kom Fidel Castro, forsætisráð-
herra Kúbu, ril Murmansk í So-
vétríkjunum s.l. laugardag. Frá
Murman.sk hélt Castro til
Moskvu og kom þangað á sunnu-
dag. Mikill viðbúnaður var í
borginni Castro til heiðurs og
gífurlegur mannfjöldi safnaðist
saman á götum til þess að fagna
honum.
Krúsjeff forsætisráðherra So-
vétríkjanna, ávarpaði mannfjöld
ann frá grafhýsi Lenins og að
ræðu hans lokinni tók Castro
til máls. Hann talaði blaðalaust
og hóf mál sitt með því að af-
saka að hann kynni ekki rúss-
nesku. „Það gerir ekkert til,“
hrópaði mannfjöldinn.
í dag heimsótti Castro Krús-
jeff á sveitasetri hans nálægt
Moskvu og ræddust þeir við
klukkustundum saman. Ekkert
hefur verið skýrt fré hvað þeir
ræddu.
Frá því að Castro kom til So-
vétríkjanna hefur heimsókn hans
verið aðalefni blaða þar í landi.
Fréttaritari AP í Moskvu segir,
að fleiri og stærri myndir hafi
birst í blöðum af Castro og ferð-
um hans um Moskvu en nokkru
sinni af einum manni, þegar frá
eru taldir geimfarar Sovétríkj-
anna.
Castro verður heiðursgestur við
1. maí hátíðahöldin í Moskvu á
morgun.
FEGAR 15. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafði verið slitið kom flokksráð flokksins saman tU
fundar til þess að kjósa tvo menn í miðstjórn flokksins. Var þessi mynd tekin við það tækifæri
Kínverjar dreifa áróðursritum
meOal sfúdenta í Moskvu
Moskvu, 29. apríl (AP).
Kínverskir stúdentar við Moskvu
háskóla hafa að undanförnu út-
'býtt hundruðum áróðursrita með
ai rússneskra félaga sinna, og er
stefna Sovétríkjanna harðlega
gagnrýnd í ritum þessum. Segja
talsmenn rússneskra stúdenta að
í bæklingum Kínverja sé kalda-
stríðs-stefna Krúsjeffs sérstak-
'lega gagnrýnd og að mörg
hundruð eintök af áróðursritum
þessum hafi verið gerð upptæk.
Á fundi kómmúnistafélags
stúdenta, sem haldið var í
Moskvu háskóla nýlega, var öil-
um meðlimum Komsomol (félags
imgra kommúnista) fyrirskipað
að afhenda öll þau áróðursrit,
sem þeim berast í hendur. Einn-
ig er rússnesku stúdentunum
fyrirskipað að hafa vakandi auga
með erlendum skólafélögum són-
um, og gefa upp nöfn þeirra, sem
hafa áróðursrit um hönd.
Endanlegt vopna-
hlé í Laos
Vientiane, 30. apríl (AP)
SOUVANNA Phouma, forsætis-
ráðherra Laos ræddi í dag við
fulltrúa kommúnista á Krukku-
sléttu og náðist samkomulag um
endanlegt vopnahlé í Laos. Var
samþykkt, að stofnuð yrði nefnd,
sem í ættu sæti fulltrúar komm-
únista og hlutlausra. Hlutverk
nefndarinnar er, að gera tillög-
ur um hvernig bezt má vernda
hlutleysi Laos og mun hún ræða
ástandið í landinu með tilliti til
Genfarsáttmálans.
Ekki hefur Sovétstjórnin boð-
að neinar aðgerðir gegn kín-
versku stúdentunum, og er or-
sökin talin sú að máiið sé allt
London 30. apríl (AP).
f DAG varð kunnugt, að fyrir
10 dögum, 20. apríl s.l. gerði
hópur manna aðsúg að Freder-
iku Grikklandsdrottningu og
dóttur hennar írenu, er þær voru
á leið frá gistihúsi sínu í Lond-
on. Mennirnir, sem réðust að
mæðgunum, höfðu safnazt saman
fyrir utan gistihúsið til þess að
krefjast, að vinstrisinnaðir póli-
tískir fangar í Grikklandi yrðu
látnir lausir.
VERKFALL OG VERKBANN
Frankfurt, 29. apríl (AP).
VINNUVEITENDUR í málm-
iðnaði vestur þýzka liéraðsins
Baden-Wurttemberg hafa til-
kynnt algjört verkbann í hér-
aðinu. Nær verkbannið nú til
um 320 þúsund verkamanna,
en búizt er við að fleiri vinnu-
veitendur fylgi á eftir og bann
ið nái þá til 500 þúsund verka
manna. Áður höfðu 100 þús-
und málmiðnaðarmenn boðað
til verkfalla til stuðnings kröfu
um hærri laun.
of viðkvæmt til að gera það að
opinberu deiluefni.
Áráðursritin eru prentuð í
Pekirag, og segja talsmenn
Komsomol að margar vikur séu
síðan þau sáust fyrst í háskól-
anum.
Þegar drottningin og dóttir
hennar komu út úr gistihúsinu
í fylgd með lífverði og bílstjóra,
greip einn úr hópnum, sem
var fyrir utan í ermina á kápu
drottningar. Lífvörðurinn kom
drottningunni til hjálpar og tókst
að fá árásarmannin til þess að
sleppa henni, en þá réðst hópur
manna á lífvörðinn. Honum tókst
að komast undan með aðstoð bíl
stjórans, en á meðan að þeir áttu
við árásarmennina hlupu drottn
ingin og dóttir hennar inn í
næstu bliðargötu, en árásar-
mennirnir fylgdu eftir og mæðg-
urnar sáu þann kost vænstan
að leita skjóls í einhverju húsi
við götuna. Þær börðu að dyr-
um húss bandarískrar leikkonu,
sem þarna býr og hún veitti
þeim húsaskjól þar til árásar-
mennirnir hurfu á brott.
í dag fóru mæðgurnar flugleið-
is heim til Grikklands og var
öflugur vörður við göturnar, sem
þær óku um. Frederika og dótt-
ir hennar komu til London til
þess að vera viðstaddar brúð-
kaup Alexöndru prinsessu af
Kent og Angus Ogilvie.
Aðsúgur oð Grikkja-
drottningu
Ráöherrafundur
CENTO í Karachi
Karadhi, 30. aprfil (AP)
ELLEFTl ráðherrafundur Mið-
Asíubandalagsins (CENTO),
hófst í Karachi í dag. Aðilar að
bandalagiun eru Pakistan, íran,
Tyrkland og Bretland, en Banda-
ríkin eru í nánum tengslum við
bandalagið. Meðal þeirra, sem
fundinn sitja eru Home, lávarð-
ur, utanrikisráðherra Breta og
Dean Rusk, utanríkisráðherra
Bandarikjanna. Vöruðu þeir báð-
ir við hættunni, sem stafaði frá
kommúnistum í heiminum og
lögðu áherzlu á mikilvægi banda-
laga eins og CENTO.
Home lávarður benti á, að
meðlimdr slíkra bandalaga hefðu
ekki orðið fyrir árásum af hálifu
kommúnista eins og t.d. hinir
hlutlausiu Indverjar.
UtainríikisráðlherTar Pakistan
og íran, lögðu báðir áherzlu á,
að bandalagið yrði einnig að
vera á verði gegn árásum frá
itlkjum þar sem kommúnistar
færu ekki með völd. Utanríkis-
ráðherra íran nefndi í þessu sam-
bandi hið nýstofnaða arabiska
saimbandslýðveldi, en utanríkis-
ráðberra Pakistan lét í l'jósi á-
hyggjur vegna vígbúnaðax Ind-
verja.
Mótmæla ákvörð-
un útvarpsráðs
Á FUNT>I stjórnar Bandalags
starfsmanna ríikis og bæja s.l.
mánudag var samþykk't með 10
atkvæðum gegn 1 svohljóðandi
tillaga:
„Stjórn B.S.R.B. mótmælir
harðlega þeiiri ákvörðun meiri-
hluta útvarpsráðs að bregða út
af þeirri venýu, að farmaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja og forseti Alþýðusambands
íslands flyti ávörp í dagskrá út-
varpsins 1. maí.
Stjórn B.S.R.B. telur þessa
ákvörðim freklega skerðingu á
þeim réttindum launþegasamtak-
anna, sem þau hafa notið um
langt skeið.“
(Frá stjórn B.S.R.B.)