Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 24
 VOLVO K envwood CHEF Frá Tfeklu Mynd þessi er tekin framarlega á Battaríisgarðinum (Ingólfsgarði) i fyrrakvöld og sýnir hluta mannfjöldans, sem samankominn var á hafnarbakkanum, þegar varðskipið Oðinn og skoz-ki togarinn Milwood sigldu inn í höfnina. — Ljósm. Sv. Þ. Brotsjór kastaði 2 varðskips- mönnum fyrir borð úr gúmbáti Skolaði upp í fjöru hellum á húfi E R fjórir af áhöfn varðskips- ins Óðins fóru í gúmbát á sumardaginn fyrsta til að kveikja á Hlöðuvita, sem er á Breiðdalsvík, vildi það ó- happ til, að brotsjór reið á bátinn með þeim afleiðingum að tveir varðskipsmenn köst- uðust fyrir borð og skoluðust þeir upp í fjöru ásamt gúm- bátnum. Á sumadaginn fyrsta fóru fjór ir menn af Óðni, þeir Helgi Hall- varðsson, 1. stýrimaður, Jón Eyjólfsson, 3. stýrimaður, Guð- mundur Hallvarðsson, háseti og Andrés Bertelsen, háseti, til að kveikja á Hlöðuvita, sem er á skeri nokkru í mynni Breiðdals- víkur. Við skerið er mikið sog og þarf því að saeta lagi til að komast upp í það. Við fyrstu atrennu komst 1. stýrimaður upp í skerið, en þeg- ar báturinn gerði aðra atrennu til að komast að því og 3. stýri- maður hugðist stökkva upp á það, reið skyndilega brotsjór yfir gúmbátinn, sem kastaði stýrimanni fyrir borð og hvarf hann í sælöðrið. Brotsjórinn hélt áfram með bátinn upp í litla vík á sketinu, en rétt áður en þang- að var komið kastaðist Guð- mundur Hallvarðsson, háseti, fyrir borð. En Andrés, sem stjórnaði utanborðsvél bátsins, hélt sér dauðahaldi í stýrishald- ið og forðaði sér þannig frá því að kastast einnig fyrir borð. Báturinn kastaðist upp í vík- ina og skorðaðist þar af svo að útsogið tók hann ekki með sér aftur. Þegar sogið var farið út var þurrt umhverfis bátinn, þar sem ins og hélt sér I fangalínu hans, sem hann hafði tekið í hönd sér rétt áður en hann ætlaði að stökkva upp á skerið. Hafði hann haldið sér í fangalínuna allan tímann og dregizt þannig með bátnum. Þetta varð honum til lífs. Stýrimaður er talsvert meidd- ur, m.a. hafði hann brákast á viðbeini og fengið höfuðhögg. Hinir bátsverjar sluppu ómeidd- ir, en voru að sjálfsögðu renn- blautir og slæptir. Skipverjar á Óðni höfðu fylgzt með óhappinu og sendu þegar vélbát og héldu til skersins hið bráðasta til hjálpar. Helgi Hallvarðsson, 1. stýimað ur, sem var á skerinu og hafði horft á atburðinn, kveikti á vit- anum og luku Óðinsmenn því ætlunarverki sínu. 1. maí ávarp 1 Alþjóðasambands fijdlsra verkalýðsfélagc VERKAMENN allra landa! Alþjóðasamtök frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU) send ir ykkur sínar innilegustu bróðurlegar kveðjur á þessum alþjóðlega sameiningardegi vorkamanna. í dag er fyrsti maí, hátíðisdagur verka- mánna: 1 dag minnumst við brautryðjendanna, sem færðu okkur fyrri sigra, í dag rann- sökum við mátt okkar og styrk fyrir baráttuna, sem enn er framundan. Aðal vandamál ICFTU er meir en nokkru sinni fyrr, hungur mitt í allsnægtunum. Helmingur allra íbúa jarðar- innar fær aldrei nóg að borða, hvað þá að þeir lfi við mann- sæmandi kjör. Gjá sú, sem er á milli þeirra þjóða, sem „hafa' og þeirra, sem „ekki hafa“ breikkar stöðugt og mun halda áfram að breikka, ef ekki verður gripið í taumana. Hættan er, að vonir hinna hungruðu milljóna reynist tál- vonir einar. Þetta skapar óánægju fjöldans og þjóðfé- lagslegt umrót, og þá er ein- ræði skammt undan, annað hvort af hendi kommúnista eða hernaðarsinna. Við fögnum fyrstu skrefun- um — þótt hikandi og ófull- komin séu — sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið til að leysa þetta frumvandamál, sem skapazt hefur í fjármála- ruglingi heimsins. Samtök frjálsra verkalýðsfélaga mun veita virka aðstoð til að stuðla að þvi, að ráðstefnur um við- skipti og efnahagsþróun beri árangur. Það, sem við þurfum, er meiri hreyfanleiki í auðlind- um iðnaðarþjóðanna til að hjálpa vanþróðuðum löndum. Hinar fyrrnefndu eiga einnig við þjóðhagsleg vandamál að etja, en þær munu aldrei ná fullum árangri og vinnu fyrir alla, ef þær snúa baki við hin- um fátækari frændþjóðum, því varanleg velmegun er eins og friðurinn, ódeilanleg. Þær eru enn langt frá því marki að nota 1% þjóðarteknanna til efnahagsþróunar. Til þess að ná þessu nauðsðnlega marki ættu hinar auðugari þjóðir að opna dymar að auknum við- skiptum, ekki aðeins með hrá- efni heldur einnig með full- unnar vörur þeirra þjóða, sem á þróunarstigi eru. Ef ekki er hægt að veita nægilega fjár- hagslega aðstoð, ætti að minnsta kosti að gera viðskipt- in frjáisari. En hvemig er hægt að veita nægiiega fjárhagslega aðstoð, þegar risastórum upphæðum er eytt til framleiðslu gesreyð- ingartækja? Frjálsa verkalýðs sambandið hefur háð óþreyt- andi baráttu fyrir varanlegum friði, fyrir því að frelsa þjóð- irnar undan martröð kjarn- orkusjálfsmorða, fyrir því, að billjóniraar, sem þannig myndu sparast, yrðu notaðar til friðsamlegrar uppbygging- ar. Verkamenn allra landa. Ömggasta vamarvirkið til varðveizlu friðarins er frjálsa verkalýðssambandið, sem kem ur fram fyrir hönd allra verka manna í óskum þeirra um frið. ICFTU stendur að baki rétti verkamanna til að stofna, ganga í og starfrækja félags- samtök eftir eigin ósk, án utan aðkomandi hindrana. Við mun um verja þessi réttindi eins og við höfum gert hingað til gegn hverjum, sem ógnar þeim, hvort sem það em nýlendu- veldi eða einræðishverrar kommúnista eða fasista. Gerum frjálsa verkalýðs- sambandið að enn þýðingar- meira tæki til varðveizlu frið- ar, frelsis og þjóðflagslegs rétt- lætis. Göngumst fyrir aukinni menntun, vinnum starfandi konur og ungmenni á okkar hand, því það mun tryggja framtíð sambandsins. Verkamenn heimsins. Sameinumst um samband frjálsra verkalýðsfélaga. Stefnum fram með ICFTU fyrri brauði, friði og frelsi handa öllum verkamönnum, hvar sem þeir eru. Dularfullt hvarf brezks tog- aramanns Akureyri, 30. apríl. I DAG barst símskeyti til | Jóns Egilssonar, umboðs- J tnanns brezkra togara á Ak-J ureyri, frá útgerðarfélagi | Hull togarans Colvin Bay þar sem beðið var um að grennsi- azt yrði eftir skipverja, sem saknað var eftir .að togarinn hafði látið úr Akureyrarhöfn Sl. sunnudag. Ekki var nafn skipverjans tilgreint í skeytinu né heldur Staða hans á skipinu. Lög- reglan hefur haldið uppi spurnum um manninn í dag, bæði hjá Bretum búsettum á Akureyri og í gistihúsum, en einskis orðið vísari. Er því enn allt á huldu um bvarf mannsins. — Sv. P. Islendingur hlýtur á sýningu 1000 húsgagnaarkitekta hann lá í fjörunni. Sást þá, að Guðmundur hafði náð í líflínu bátsins og hélt sér þar. Stýrimaður lá við hlið báts- Merhi dagsins FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélag- anna, heildarsamtök verkalýðs- félaganna í Reykjavík, selja 1. maí merki í dag. Kommúnistar selja sitt sundr- ungarmerki — svarið klofnings- tilraunum kommúnista með því að kaupa merki fulltrúaráðsins. DÖNSK blöð skýra frá því að ungur húsgagnaarkitekt, Gunnar Magnússon, hafi fengið verðlaiun á alþjóðlegu húsgagnssýning- unni í London, þar sem yfir þúsund húsgagnaarkitektar frá 33 löndum sýna muni sína. Kalla þau hann danskan, en Gunnar er íslendingur, sonur Magnúsar Gamalielssonar frá Ólafsfirði. Vann Gunnar fjórðu verðlaun- in á þessari miklu ensku hús- gagnasýningu, sem húsgagnafram leiðendur héldu í Earls Court í London í samvinnu við stórblaðið Daily Mail. Gunnar Magnússon er 29 ára gamall, en hefur dvalið 4 ár er- lendis, fór utan árið 1953. Hann stundaði nám í Kunsthandværk- erskolen í Kaupmannahöfn og eftir að hann lauk prófi með mjög góðri einkunn í fyrra, hefur hann unnið hjá dönskum hús- gagnasmiðum og húsgagnaverk- smiðjum. Á húsgagnasýningu snikkarasamtakanna dönsku í Listiðnaðarhúsinu vann hann verðlaun fyrir nokkur húsgögn, sem sýnd voru á vegum fyrir- tækis Anders Svendsen. Verðlaunin í Looidön fékk Palliser til Orkneyja Einkaskeyti frá AP 30. apríl. BREZKA herskipið Palliser er væntainlegt til Orkneyja í fyrramáilið, 1. maí. Þar fara Smitlh skipstjóri togarans Mil- wood og átta aðrir menn af áhöfn togarans í land. Strax eftir komuna til Orkneyja halda Smith skipstjóri og menn hans flugleiðis til * Aberdeen. verblaun Gunnar fyrir svefnherbergishús- gögn, sem enskt fyrirtæki hafði látið gera eftir teikningu Gunn- ars. Hann fékk fjórðu verðlaun. Fyrstu verðlaun hlaut Englend- ingurinn Clive Latimer, 2500 sterlingspund, önnur verðlaun 500 pund, Hollendingurinn S. M. Pruys, þriðju verðlaun 250 pund vestur-þjóðverjinn Helmut Kell- er, en ekki er blaðinu kunnugt um hver upphæð fjórðu verðlaun anna var. í viðtaU við KvöldberUng segir professor Arne Jacobsen frá Dan mörku, sem sæti á í dómnefnd- inni í London, að það hafi verið skemmtilegt að Dani skyldi vera einn af fjórum beztu húsgagna- arkitektunum og á þar við Gunn- ar Magnússon. Þrátt fyrir slæmt veður sóttu 165 þús. manns húsgagnasýning- una í London, til að skoða hin fjölmörgu svefnheirbergishús- gögn, sem þar voru til sýnis. Alla tóku yfir 1000 húsgagnsarkitekt- ar frá 33 löndum þátt í sýning- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.