Morgunblaðið - 04.07.1963, Page 10

Morgunblaðið - 04.07.1963, Page 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. Júlí 1963 GÍSLI GUÐMUNDSSON: FERÐASPJAU. NORÐURLAND skartaði sínu legursta um síðustu helgi í sól og sunnan vindi. Akureyrarbær var eitt haf af blómstrandi reynitrjám, öll tún á kafi 1 grasi og grænk- an teygði mjúka fingur upp að hæstu brúnum. Að mínu áliti er Norðurland (Skaga- fjörður, Eyjafjörður og Þing eyjarsýslur) okkar framtíðar túristaland með Akureyri sem miðdepil. Þessi lands- svæði hafa óumdeilanlega upp á margt að bjóða, mikla nátt- úrufegurð, margvísleg nátt- úrufyrirbæri, fræga sögustaði og yfirleitt hagstæðara veð- urfar en aðri landshlutar. Enn sem komið er er það aðeins Akureyri og Mývatnssveit, sem hafa notfært sér þessa aðstöðu en vonandi vakna Skagfirðingar og Norður-Þing eyingar úr sínum þyrnirósu- svefni sem fyrst. Um það mun ég líklega ræða síðar því I þetta sinn ætla ég að ræða um Akureyri. Akureyri er sérlega fall- egur bær og umhverfi hans ekki síður. Bæjarbúum er þetta fyllilega ljóst og þeir eru staðráðnir í því að gera bæinn að mestu ferðamanna- miðstöð landsins. Hið ytra er bærinn mjög snyrtilegur og hinn mikli trjágróður gefur honum mikinn þokka. í gisti- og veitingahúsamálum hefur mikið verið gert undanfarið og mun ég nú rekja hvað bærinn hefur uppá að bjóða í þeim efnum. Um næstu helgi verður opnað nýtt og veglegt samkomuhús, Sjálfstæðishús- i». Ég skoðaði það hátt og lágt um síðustu helgi og fannst mikið til um öll salarkynni og útbúnað. Forstjóri verður Sigurður Sigurðsson bryti, góður maður og gegn, sem mun áreiðanlega takast að skapa staðnum vinsældir. Hið nýja Skíðahótel í Hlíðarfjalli er einnig um margt til fyrir- myndar. Gistiherbergi eru þægileg og matsalur og setu- stofa rúmgóð og aðlaðandi. I kjallara er eftir að ganga frá finnskri baðstofu sem verður áreiðanlega vinsæl. Það er tvennt sem þarf að fram- kvæma til að tryggja rekst- ur þessa staðar. Annað er að leggja nýjan veg upp fjallið, hitt að byggja fullkomna skíðalyftu, helzt upp á fjalls- brún. Þegar því er lokið ætti Flugfélag íslands að hefja beinar flugferðir til Akureyr- ar frá London og e.t.v. öðrum stórborgum Evrópu. í Heima- vist Menntaskóla Akureyrar hóf Ferðaskrifstofa ríkisins rekstur á sumarhóteli í fyrra- sumar og rekur það aftur í ár. Þessi staður hefur náð skjótum vinsældum enda er forstjórinn, Þórður Gunnars- son, sérlega þægilegur maður í viðskiptum og sama má segja um starfsfólk hans. Enn sem komið er selur þessi staður aðeins morgunmat en á næst- unni mun einnig hægt að fá þar kvöldmat. Hótel Varðborg er rekið af Góðtemplararegl- unni á Akureyri og forstjórinn er Jón Þorsteinsson, hinn vandaðasti maður. Ég hef ekki gist þar en hefi heyrt látið vel af staðnum. Á götu- hæð í sama húsi er Café Scandia, rekið af Jörgen Lindeskow, mjög vistlegur staður. Kaupfélag Eyfirðinga rekur Matstofu KEA' (cafe- taria) á neðstu hæð Hotel KEA. Þetta er sérlega snyrti- legur staður og mjög vinsæll. Hotel Akureyri er rekið af Brynjólfi Brynjólfssyni veit- ingamanni. Það býður upp á sæmileg gistiherbergi og nú fyrir nokkrum dögum var opnuð þar gríðarmikil cafe- taria, sem tekur 150 manns í sæti. Fyrir rúmú ári tók Brynjólfur Hotel KEA á leigu og hefur rekið það síð- an. Þetta hótel hefur frá fyrstu tíð notið mikillra vin- sælda en ekki hafa þær auk- ist undir stjórn hins nýja hús- bónda, nema síður sé. Væri óskandi að stjórn KEA sæi sér fært að taka rekstur hót- elisins aftur í sínar hendur. Ykkur, sem akið austur um sveitir frá Akureyri, vil ég benda á eftirfarandi leið. Þeg ar komið er nokkuð upp í hlíðar Vaðlaheiðar liggur Svalbarðsstrandarvegur út af Austurlandsvegi til vinstri. Hann liggur út um Svalbarðs- strönd, fagra og grösuga sveit og eitt mesta kartöfluhérað landsins, út í Höfðahverfi litla og ljúfa sveit við Fnjósk- árósa. Innan ár stendur hið forna prestsetur Laufás og þar er mikill og reisulegur torfbær í umsjá Þjóðminja- safns íslands. Norðan ár er landnámsjörð Þengils mjök- siglanda, Höfði, og þar norð- ur af handan við lágan höfða er Grenivíkurþorp. Neðsti hluti Fnjóskadals nefnist Dalsmynni. Þarna er farið yf- •ir ána, þar sem hún rennur í þröngum gljúfrastokk, og inn dalinn að austan. Hjá bænum Garði þverbeygir Fnjóskadalur til suðurs. Þarna liggur Flateyjardalsheiði til norðurs milli hárra fjalla og norður af henni er komið nið- ur í Flateyjardal. Þar eru nú allir bæir I eyði en skammt undan landi vakir Flatey á Skjálfanda, iðjagræn og enn í byggð. Á sumrin mun fært á jeppum norður í Flateyjar- dal. Frá Garði liggur vegur- inn suður Fnjóskadal austan ár og kemur á Austurlands- veg neðan við bæinn Háls. Það er vel þess virði að taka á sig þennan krók. Til sölu i Hveragerði einbýlishús í smíðum. Uppl. á Bláskógum 3 eða í síma 107, fimmtudag og föstudag, frá kl. 2—5. Stúlka óskast í skartgripaverzlun. Skemmtileð starfsað- staða. Tilboð sendist Mbl. merkt: „A B“. Umferðamiðstöðvarhúsið í VatnsmýrinnL Ljósm. Ol. K. Mog. Umferðamiðstöðin mjak- ast hægt og sígandi Verbur væntanlega til næsta vor UMFERÐAMIÐSTÖÐIN við Hringbraut verður varla tilbúin á þessu sumri, en verið er að Danir sækja þykkvalúru til Eyja FJÓRIR danskir bátar eru nú að hefja flutninga á þykkvalúru, sem Vestmannaeyingar selja til Danmerkur og eru tveir farnir þangað. Danir hafa tvö undan- farin sumur keypt þykkvalúru af Vestmannaeyingum, en þetta er í fyrsta skipti sem þeir sækja fiskinn sjálfir. Þykkvalúran er flutt út ný og ísuð. Ætla bátarnir, sem eru um 100 lestir að stærð, að fara tvær ferðir hver og eru tveir þegar farnir með fullfermi. — Friðrik Jörgensen í Reykjavík kom á þessari sölu á þykkvalúru til Danmerkur á sumrin, og mun fást sæmilegt verð fyrir hana. Þá er norskt leiguskip í ferð- um til Englands með kassafisk frá frystihúsunum í Eyjum. Er þetta fiskur sem frystihúsin hafa ekki mannafla til að vinna. Tónlistarskóla Hafnarfjarðar var sagt upp að loknum nem- er.datónleikum í Bæjarbíói, hinn 4. maí sl. Skólinn tók til starfa 1. október, en var settur í Bæjar- bíói 16. nóvember með stuttum tónleikum kennaranna. Ný deild fyrir 5—8 ára börn tók til starfa 1. nóv., og var kennt eftir aðferð Carls Orff. Tónlistar- námskeið fyrir unglinga og full- orðna var haldið á hverju mánu- dagskvöldi allan veturinn. Að vinna í henni og vonast bygg- •ingarnefnd og samgöngumála- ráðuneytið til þess að hægt verði að taka hana í notkun næsta vor, að því er formaður byggingar- nefndar, Jón Sigurðsson, tjáði blaðinu í gær. Byggingin sjálf er nokkurn veginn komin upp, en klætt er þó ennþá fyrir suðurhliðina, sem á að vera mikið úr gleri. Þar fyrir innan verður stór afgreiðslu Kenya £ær sjálfstæði 12. des London, 2. júlí AP. • FRÁ því var skýrt af hálfu brezku stjórnarinnar í dag, að Kenya muni hljóta sjálfstæSi 12. desember næstkomandi. Hefur verið gefin út „Hvít bók“ um málefni Kenya og segir þar, að í septemberlok verði haldin í Lon- don ráðstefna, þar sem gengið verði frá stjórnarskrá fyrir frjálst og fullvalda Kenya. Zanzibar, 2. júlí AP. • ZOLDÁNINN af Zanaibar Sir Abdulla Bin Khalifa lézt í gær, 53 ára að aldri. öðru leyti var kennslufyrirkomu lag með svipuðu sniði og undan- farin ár. 142 nemendur voru í skólanum þennan vetur. Kennarar, auk skólastjórans, Páls Kr. Pálssonar, voru 5. Á nemendatónleikunum komu fram nær fimmtíu nem- endur með einleik og samleik alls konar. Húsfyllir var og und- irtektir áheyrenda mjög góðar. Þetta var 13. starfsár skólans. salur. Loftið er þó tilbúið og póstafgreiðsla til. Fræðimenn á söp;uslóðum í Kirkjuvogi Á ÞESSU ári eru 700 ár liðin síðan Hákon konungur hinn gamli Hákonarson andaðist í Kirkjuvogi á Orkneyjum, þar sem hann hugðist hafa vetur- setu. En vestur um haf hafði konungur farið til þess að reyna að afstýra því að Skotakonung- ur næði undir sig skozku eyjun- um, sem þá höfðu lengi lotið norskum yfirráðum. í tilefni af þessu sjö alda af- mæli hins mikilhæfa konungs hafa bæjarstjórn Kirkjuvogs (Kirkwall) og héraðsráð Ork- neyja efnt til samkomu, sem sett var í Kirkjuvogi hinn 30. júní og stendur til 5. júlí. Verður samkoma þessi fyrst og fremst fundur skozkra og norrænna, einkum norskra fræðimanna, og munu þeir flytja fyrirlestra um sögu, fornleifafræði og bók- menntir þeirra tíma, er Hákon konungur var á dögum. Fundur- inn hófst með minngarmessu i hinni frægu Magnúsarkirkju. Þegar á fundinn líður verður far ið í margar ferðir til þeirra staða sem norrænir menn gerðu fræga á víkingaöld og á miðöldum, merkilegir uppgreftir skoðaðir og efnt til sýninga á sögulegum minjum. Meðal ræðumanna á minningar hátíð þessari er Hermann Páls- son, lektor í Edinborg, og próf- essor Jón Helgason er einnig í þeim fræðimannahópi, sem sam an kemur í Kirkjuvogi. (Frá Þjóðminjasafni tslands) Halldóru Helga- dóttur haldið sam- sæti á Bolungarvík Bolungarvík, 28. júní. Nýlega hélt Sjálfstæðiskvenna félagið ÞURfÐUR SUNDAFYLL IR fyrrverandi formanni sínum, frú Halldóru Helgadóttur, sam- sæti. Hafði hún verið formaður fé- lagsins í sjö ár, en iét af störf- um vegna brottflutnings úr bæn- um. Núverandi formaður, Fríða Pétursdóttir, þakkaði Halldóru mikil og góð störf í þágu félags- ins, en það hefur starfað af mikL um dugnaði. Færði félagið frú Halldóru að gjöf forkunnar fag- urt gullúr fyrir vel unnin störf. Hún flutti því næst ávarp og þakkaði sóma sér sýndan og árn- aði félaginu allra hexlla á kom- andi árum. Þessi mynd var tekin á nemendatónleikum Tónlistarféiags Hafnarfjarðar í Bæjarbíói 4. maí síðastliðinn. Tóku þátt í þeim um 50 nemendur, og á myndinni er einnig skólastjórinn, Páil Kr. Pálsson, og þrír kennarar. Tónlistarskóla Hafnarfjarðar slitió

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.