Morgunblaðið - 04.07.1963, Side 22
22
WORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. júlí 1963
Helgi Hólm og Claus
Börsen heiðraðir
— er Danir voru kvaddir í gær
í GÆR var danska landsliðið
kvatt. Viðstaddir voru flestir
ísl. landsliðsmennirnir, flestir
starfsmenn landskeppninnar og
nokkrir aðrir gestir m.a. heiðurs-
forseti ÍSÍ Ben. G. Waage.
Ingi Þorsteinsson form. FRÍ
Þórólfur
meö KR
ÍSÍ gaf í gærdag leyfi til að
Þórólfur Beck léki með sínu
gamla félagi KR er það í kvöld
mætir Finnlandsmeisturum
liðsins Haka. Áður höfðu feng
izt leyfi frá St. Mirren.
Þetta gefur Ieiknum mjög
litmeiri svip og eftirvæntingin
eykst. Ekki er vitað hvort Þór
ólfur verður miðherji eða inn-
herji, en sennilega verður
þarna gamla góða framlínan
með EUert, Gunnar og Þórólf
sem miðjutríó og Sigþór og
Gunnar Guðmannsson sem út-
herja. Með Garðar, Svein,
Hörð, Bjarna og Hreiðar og
Heimi að baki gæti þetta orð-
ið allra skemmtilegasti leikur.
stjórnaði hófinu og flutti aðal-
ræðuna. Emanuel Rose form.
danska sambandsins þakkaði og
einnig talaði Brynjólfur Ingólfs-
son fyrrum form. IBR.
Öllum landsliðsmönnunum var
afhent gjöf til minningar um
keppnina svo og starfsmönnum
hennar.
Verðlaun voru afhent frá báð-
um liðum fyrir óvæntustu afrek-
in. íslendingar gáfu gæruskinn
Claus Börsen sem sigraði í 5000
m hlaupi og Danir veittu Helga
Hólm, sem varð 2. í 400 m grinda
hlaupi verðlaun fyrir óvæntasta
afrek af hálfu íslendinga.
Liðsmenn Haka að Hótel Garði.
Héraðsmót á Núpi
í Dýrafirði
ÍSAFIRÐI, 28. júní. — Hið ár-
lega héraðsmót Héraðssambands
Vestur-ísafjarðarsýslu fer fram
að Núpi um helgina. Keppendur
verða 40—50 frá fimm félögum á
sambandssvæðinu. Keppt verður
í frjálsum íþróttum karla og
kvenna og handknattleik og sýnd
ir fimleikar Oig þjóðdansar. í
kvöld lýkur á Núpi tíu daga í-
þróttanámskeiði, sem 80 unjling
ar af öllum Vestfjörðum sóttu.
Stundaðar hafa verið frjálsar í-
þróttir, fimleikar, handknattleik-
ur, körfuknattleikur, knattspyrna
og sund. Kvöldvökur hafa verið
haldnar öll kvöldin, Stjórnandi
námskeiðsins var Sigurður R.
Guðmundsson, íþróttakennari við
Núpskólann. — H.T.
Finnsku knattspyrnumeist-
ararnin gegn KR í kvöld
SÍÐARI erlenda knattspyrnu-
heimsóknin á þessu ári er frá
Finnlandi. Það er Knattspymu-
ráð Reykjavíkur sem sér umþessa
heimsókn og liðið sem varð fyrir
valinu er finnska liðið Haka, sem
er Finnlandsmeistari 1962. Liðið
leikur sinn fyrsta leik í kvöld
gegn KR og vekur það ekki hvað
minnsta athygli að Þórólfur Beck
mun leika með KR, eins og frá
er skýrt á öðrum stað.
fr i'r* « \ ->•/*>
’ ■- UÍJ/f tW n
■ 1,^-1
'iiMiiá
Björg Dam
★ Sterkt lið
Finnska liðið Haka er mjög
sterkt lið. Og segja má að það
sé násegjulegt að sjá Finna í
knattspyrnuskóm hér á landi.
Langt er síðan slíkt hefur skeð
og langt og aldrei mun það hafa
skeð að Finnar ættu sterkari
knattspyrnumönnum á að skipa
en einmitt í ár.
Finnar hafa nýlega gert jafn-
tefli við Dani í Kaupmannahöfn
og þeir unnu Norðmenn með 2—0
í Helsingfors á dögunum, en
skömmu áður höfðu Norðmenn
unnið atvinmumannalið Skota
með 4—3.
★ 4 landsliðsmenn
Haka kom mjög við þá sögu
er þessir síðasttöldu leikir voru
leiknir og átti 4 menn í finnska
liðinu.
Þeir eru hægri bakvörður Olli
Makinen 28 ára gamall, h. úth.
Mauri Paavilainen, 19 ára gam-
all, h. innh. Juhani Peltonen, 27
ára gamall sem leikið hefur 37
landsleiki og miðframvörðurinn
Valtonen 27 ára með 10 lands-
leiki að baki.
Þess má geta að þar sem eru
tveir framlínumenn finnska iands
íslenzk kona varð Dan-
merkurmeistari í golti
ÍSLENZK kona — sem að vísu
nú er danskur ríkisborgari —
varð danskur meistari í golfi
nú á dögunum. Þetta er frú
Björg Dam, dóttir Guðmundar
Markússonar skipsstjóra, gift
framkvæmdastjóra í Álaborg.
Með sigri sínum í keppninni
færði Björg Álaborg fyrsta
meistaratitilinn sem nokkur
borgarbúi þar vinnur. Björg
vann yfirburðasigur í úrslita-
leik við Karin Sigumfeldt frá
Kaupmannahöfn. Hafði Björg
6 holur unnar þegar 5 voru
eftir.
Björg er 41 árs að aldri og
hefur áður komið við sögu golf
íþróttarinnar í Danmörku þó
hún hafi aldrei náð svo Iangt
sem nú. Úrslitakeppnin var
mjög jöfn milli hennar og Kar
in Sigumfeldt. Eftir 9 holur
voru þær nákvæmlega jafnar,
en síðar var Karin óörugg en
Björg lék betur og betur eftir
því sem á leið. Á tíma hafði
hún 7 holur yfir og þó Karin
tækizt að minnka forskotið á
síðasta hring var sigur Bjargar
aldrei í hættu.
Meistari s.I. 15 ár hefur ver-
ið Tove Geerts. Hún tók ekki
þátt í keppninni nú, en dönsk
blöð draga mjög í efa að henni
hefði tekizt að verja titilinn
fyrir Björgu sem lék að blað-
anna sögn mjög glæsilega.
liðsins með hér, að Finnar • og
Norðmenn eru sammála um eftir
landsleikinn gegn Noregi að
finnsku framherjarnir þóttu mjög
ákafir og góðir hver fyrir sig
þótt þeir ekki leiki vel saman.
Það reyndist nægja gegn norsku
vörninni.
Haka er Finnlandsmeistari 1962
og hefur liðið sem slíkt tekið
þátt í Evrópukeppni meistaraliða.
Það var slegið út í 2. umferð af
Standard Liege í Belgíu.
Félagið er stofnað 1932, komst
í 1. deild 1950 og sigraði í bikar-
keppni 55, 59, 60 og í deildakeppn
inni 1960 og 1962.
Meðalaldur leikmanna er 23 ár.
Allir leikmennirnir vinna í sömu
pappírsverksmiðjunni en fram-
kvæmdastjóri hennar er fyrrum
form. finnska knattspyrnusam-
bandsins. Verksmiðjan er í litlum
bæ með 14600 íbúa. Allir leik-
menn félagsins eru upp aldir hjá
félaginu nema einn.
jár Sameiginlegar ferðir
Haka leikur á laugardag kl. 4
gegn úrvali Rvikur og á mánu-
dagskvöld gegn tilraunalandsliðL
Haka fer árlega sameiginlega
sumarleyfisför og hafa þá leik-
menn konur sínar með og fleiri
slást í hópinn.
Liðið er hingað komið nú sem
hluti af 75 manna hóp sem leigir
flugvél til fararinnar, og má því
búast við finnskum hrópum og
hvatningarorðum í kvöld.
Liðið heldur heimleiðis 9. júlL
Úrslitin í 110 m grindahlaupi landskeppninnar. Valbjörn var
nær dotúnn en hafði örugglega annað sætið. Ljósm.: ,Sv. Þorm.
Somkomur
Hjálpræðisherinn
Samkomur á fimmtudag og
föstudag kl. 8.30. Thorvald
Fröytland syngur og talar. —
Síðustu samkomur hans fyrir
Ameríkuferð. Allir velkomnir.
Fíladclfía
Almenn samkoma í kvöld
kl. 8,30. Ræðumenn: Garðar
Ragnarsson og Guðmundur
Markússon. Allir velkomnir.
K.F.U.K. — Vindáshlíð
Telpur munið Hliðarfund-
inn í kvöld kl. 8. Fjölbreytt
dagskrá. Munið eftir skála-
sjóðL
Stjórnin.
VILHJÁLMUB ÁRNAS0N biL
TÚMAS ÁRNASON hdL
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
lðnaðarbankahúsinu. Símar 2463S og 16307