Morgunblaðið - 23.07.1963, Side 10

Morgunblaðið - 23.07.1963, Side 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. júlí 1963 ÞÓTT mörgum hafi ekki lit- izt á blikuna, er þeir gægðust út um gluggann á sunnudags- morgun, og hætt við að fara til Skálholts og vera viðstadd- ir vígslu nýju dómkirkjunnar, voru þeir, sem þar voru, yfir- Ieitt hæstánægðir með at- burði dagsins, þrátt fyrir veðr ið. — Fólk sat í hópum úti í rok- inu og hlýddi á messurnar, þar sem aðeins lítill hluti mannfjöldans komst inn í kirkjuna. Fréttamenn Morgunhlaðs- ins hittu margt fólk að máli og voru allir staðráðnir í því, að láta veðrið ekki spilla fyr- ir sér deginum, enda stóðst hátíðablærinn blástur Kára. Þrjár Reykjavíkurfrúr undir hólnum, sem kirkjan stendur á. Þær voru hæstánægðar og sögðu, að veðrið væri alls ekki sem verst, það væri hlýtt og fjallabjart. Þessi mynd var tekin úr flugvél Björns Pálssonar klukkan rúm Iega 3 suður yfir Skálholtsstað. Hvítá með Vörðufell til vinstri og Hestfjall í fjarska. Þegar myndin var'tekin stóð yfir guðs- þjónusta í dómkirkjunni og var hún þéttsetin, en þó var margt fólk utan við hana. Við fundum þessar ungfrúr syngjandi: „Allir krakkar" sér tU hita fyrir framan tjaldið sitt. Þær kváðu Skálholtskirkju „miklu flottari“ en Sjómannaskólann, þar sem þær færu til messu“. Prestar ganga til kirkjunnar. Hvassviðri olli erfiðleik- um í Skálholti 7-8000 manns komu á staðinn VEÐURHORFUR drógu mjög úr aðsókn að Skálholti á vígslu- degi liinnar nýju dómkirkju. Nótt ina fyrir gerði aftakarok og rign ingu, og hættu því margir við Skálholtskórinn. Við nýja orgelið er Guðmundur Gilsson. Lengst til hægri situr stjórnandi kórsins, Róbert Abraham Ottósson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. að heimsækja Skálholtsstað af þeim sökum. Er blaðinu kunnugt um að margir Reykvíkingar hættu við að fara, en sátu í þess stað heima og hlustuð i á athöfn- ina í útvarpi. En eftir að vígslu- athöfnin hófst í Skálholti, féll ekki dropi úr lofti og birti til er á daginn leið, þótt rok væri enn mikið. Varð því umferð jöfn og stöðug allan daginn, menn komu, stóðu stutt við og fóru. Áætlar lögreglan að 7—8000 manns hafi komið í innan við 2000 bílum. Urðu því engir erfið leikar í umferðinni. Meðan á vígsluathöfninni stóð hafa líklega um 1000 manns stað ið undir kirkjuveggnum og í brekkuntl Ti og hlustuðu á, því út- varpað var um hátalara úr kirkj unni. Milli messsanna og eftir streymdu gestir um kirkjuna til að skoða hana. Tjöld fuku. Um nóttina hafði fólk gist í 50—60 tjöldum og nágrannagisti- staðir eins og Laugarvatn voru löngu upppantaðir veana hátíð- arinnar. Margir áttu erfitt með að hemja tjöldin um nóttina og einnig síðari hluta dags, þegar skyndilega herti storminn. Fór þá meðal annnars hið stóra hjálp- artjald ská>anna og póstmenn urðu að taka niður sitt tjaid og flytja starfsemina út í hjól- hýsi, sem þeir höfðu meðferðis, Einnig áttu kvenfélagskonur, sem stóðu fyrir veitingum, í mesta basli með sitt gríðarstóra veitingatjald, stór rifa kom á þakið, fækka varð gasvélum og eftir inikinn barning voru fimm bílar fengnir til að halda í stög- in. Höfðu veitingakonur búizt við meiri mannfjölda og áttu stafla að óseldu kaffibrauði og öðrum veitingum í lokin. Pósthús var starfrækt og seld Skálholtsfrímerkin, sem gefin voru út 1956. Seldust a.m.k. 7500 sett þar á staðnam, en líklega hefur annað eins selzt í Reykja vík áður. Kostaði settið 6 krón- ur og rennur þar af kr. 2,25 til Skálholts. Skálholtsfélagið seldi einnig umslög með áprentaðri mynd af Skálholtskirkju. Á ritsímanum var meira að gera en búizt hafði verið við, því margir sendu skeyti frá Skál- holti víðsvegar út á land; einnig Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.