Morgunblaðið - 23.07.1963, Page 23

Morgunblaðið - 23.07.1963, Page 23
Þriðjudagur 23. júlí 1963 MORGVNBLAÐIÐ 23 Björn Pálsson flutti slosaðan sjó- mann frá Færeyjum til Skotlands Fyrstu sfúkraflutningar íslenzkrar flugvélar milli annarra landa SKÖMMU upp ór hádegi í gær lagði Björn Pálsson af stað til Vogeyjar í Færeyjum á flugvél sinni og Slysavarnafélagsins, TF — VOR. Hafði Björn verið beð inn að flytja þaðan skozkan há- seta, er slasazt hafði á skipi sínu undan Færeyjum á laugardags- morgun. Talið var að gera þyrfti í honum mikla höfuðaðgerð, er illframkvæmanleg væri í Færeyj um, og því reynt að fá flugvél til að flytja hann á sjúkrahús í Edinborg. Engin vél var fáanleg frá Skotlandi í svipinn og því leit að til Björns Pálssonar, sem þeg ar brá vel við og fékk þá l»or- stein Jónsson, flugmann, og dr. Friðrik Einarssón með sér til far á honum mikla höfuðaðgerð, er arinnar. Á laugardagsmorgun, er togar inn Fairfield frá Granton í Skot- landi var að veiðum við Færeyj ar, vildi það slys til um borð, að einn hásetanna, Felix Szymann- skie, varð fyrir gilsinum og hlaut vir það kjálkabrot, mikinn á- verka í andliti og heilahristing. Skipstjórinn lét þegar höggva á togvírana og hélt af stað til Klakksvíkur til að koma hinum slasaða skipverja undir læknis- hendur. Læknar í Klakksvík töldu ekki hægt að framkvæma nauðsynlega höfuðaðgerð á manninum í sjúkrahúsinu þar og reyndi um- boðsmaður togarans í Færeyj- um að fá tveggja hreyfla flug- vél senda frá Skotlandi til að ssekja hann, en hún var ekki fá anleg. Sneri hann sér þá til utnboðs manna Flugfélags fslands í Fær- - íþróttir Framh. á bls. 22 Ólafsson ÍR og stökk 1.91. Langstökk: Ólafur Guðmunds- son KR 6.41. 2. Ingim. Ingimund arson HSS 5.85. 3. Þorvaldur Benediktsson HSS 5.81. Sleggjukast: Jón ö. Þormóðs- son ÍR 49.76. 2. Skafti Þorgríms- son ÍR 33.45. 3. Ingi Árnason KA 23.45. Stangarstökk: Valgarður Stef- ánsson KA 3.00. 2. Oddur Sigurðs son KA 2.60. Þrístökk: Þorv. Benediktsson HSS 13.01.-2. Stefán Guðmunds- son ÍR 12.62. 3. Halldór Jónas- son ÍR 12.24. 400 m grindahl.: Ólafur Guð- mundsson KR 61.0. 2. Reynir Hjartarson Þór 64.9. 3. Stefán Þ. Guðmundsson ÍR 66.6. Kringlukast: Guðm. Guðmunds son KR 37. 42. 2. Kjartan Guð- jónsson KR 37.10. 2. Sig. Harðar- son KR 32.70. 800 m hlaup: Halldór Guð- björnsson KR 2.06.9. 2. Ingim. Ingimundarson HSS 2.15.8. 3. Páll Pálsson KR 2.19.3. 200 m hlaup: Skafti Þorgríms- son ÍR 23.0. 2. Ólafur Guðmunds- son KR 23.4. 3. Einar Gíslason KR 23.6. 3000 m hlaup: Valur Guð- mundsson KR 10.07.5. 2. Páll Páls son KR 11.24.5. Gestir voru Krist leifur Guðbjörnsson 8.56.0 og Agnar Levy 9.16.0. 4x100 m boðhlaup: KR 46.5. 2. ÍR 47.6. 1500 m hindrunarhl.: Halldór Guðbjörnsson KR 4.40.8. drengja met. Ingim. Ingimundarson HSS 5.18.4. 3. Páll Pálsson KR 5.34.3. 1000 m boðhl.: KR 2.09.1. 2. ÍR 2.09.7. eyjum, sem þegar hafði sam- band við Flugfélagið hér í Reykjavík, en starfsmenn þess leituðu síðan til Björns Pálsson- ar í fyrrakvöld. Tjáði Bjöm sig reiðubúinn til fararinnar og hóf þegar undirbúning hennar. Þeir Þorsteinn Jónsson, flugmaður og dr. Friðrik Einarsson slógust í för með honum, sá síðarnefndi hafði meðferðis súrefnistæki og annan útbúnað til að létta undir með hinum slasaða á fluginu. Lögðu þeir Björn af stað frá Reykjavík rétt eftir hádegi í gær, fengu gott flugveður og lentu í Vogey kl. 15.20. Þar urðu þeir að Bjorni Sævor Jónsson Fæddur 7. marz 1925. Dáinn 17. júlí 1963. KVEÐJA FBÁ SYSTKINUM Að aldri fjærri elli svo oft má falla að velli, já, mitt á meðal vor, einn vinur vandabundinn það vitum — öllum stundin er hulin um sín hinztu spor. Þótt harmur hjarta svíði er hvíld frá sjúkdómsstríði og þrot á þjáning manns, það eitt er allra bíður þá að þeim tíma líður að skila lífi líkamans. Það sjá þín systkin viljum að samvist þó að skiljum þú guðageims um svið ert enn um ævislóðir vor ástkær stóri bróðir sem þá í æsku vórum við. Því viljum þakkir vanda er vitjum þín í anda á æðri lífsins lönd, og biðjum heitt af hjarta um himinvegi bjarta þig leiði Drottins líknarhönd. J. H. — Keeler Framhald af bls. 2. klukkustund. Sagðist henni m.a. svo frá að stundum hafi þau Ward læknir reykt marihuana sígarettur, og hafi það verið Ward, sem fékk hana til þess. Ekki kveðst hún hafa notað önn- ur örfandi lyf. Því næst gaf hún ítarlega skýrslu um sambönd sín við ýmsa menn, þeirra á meðal Profumo, Ivanov, Astor lávarð, auðkýfinginn Peter Rachman o. fl. Mesta athygli vakti samband bíða eftir að komið væri með sjúklinginn, en héldu förinni síð an áfram til Edinborgar og lentu þar kl. 21,15. Var hinn slasaði háseti meðvitundarlaus alla leið- ina. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenzk flugvél fer í sjúkraflug milh annarra landa. Þeir Björn munu halda • til Reykjavíkur í dag með viðkomu í Glasgow. Örin bendir á þann stað í fjöri jöorðinu, þar sem framhjól vélarinnar tók niðrL Flugvél hlekkfisf a í lendingu á Siglufirði Aka þarf yfir ónýta brú til þess að komast á sjúkraflugvöllinn Siglufirði 20. júlí. Á TÍUNDA tímanum í kvöld hlekktist lítilli flugvél af Aerocoup gerð á í lendingu hér á sjúkraflugvellinum. Vél in er frá Akureyri, eign Arn- gríms Jóhannssonar, en flug- maður í þetta sinn yar Einar Björnsson. Engin alvarleg meiðsli urðu á - mönnum en litlu munaði að ver færi. Óhapp þetta varð með þeim hætti að vélin „undirskaut“, þ.e.a.s. hjól vélarinnar snertu jörð áður en komið var á enda flugbrautarinnar. Rakst nef- hjól vélarinnar í fjörubarð (brautarendinn veit að sjó) og brotnaði af. Tókst vélin síðan á loft, en skall svo harkalega niður á vængi og nef sitt á hvað en hafnaði loks á réttum kili utan við flug- brautina. Nokkrum dögum áður hafði sama flugvél hlekkst á í lend- ingu hér. í það skipti „yfir- skaut“ flugmaðurinn brautar- endann, þ.e.a.s. lenti of langt frammi á flugbrautinni með þeim afleiðingum að vélin fór útaf brautarendanum. Eíkki skemmdist vélin 1 það skipti, en nú er hún allmikið skemmd svo sem sjá má af meðfylgj- andi myndum. Mér varð ekki um sel þegar ég átti eftir um 500 metra að flugbrautinni, en þá lá leiðin um brú, sem yfir þarf að fara til þess að komast að þessum eina sjúkraflugvelli Siglfirðinga. En viti menn, á skilti við brúna stóð „Umferð % „, >-*! 10 hjóla trukkur fer yfir hrúna ónýtu, sem menn verða að fara yfir til að komast á hinn eina flugvöll Siglfirðinga. Þannig leit flugvélin út eftir óhappið. Sjá má gatið eftir nefhjólið, sem brotnaði af. bönnuð." Er mér sagt að um- ferð um brúna hafi verið bönnuð í 7—8 manuði þar sem hún væri svo fúin að hún gæti brotnað þá og þegar. Á meðan ég dokaði við smeygði sér framhjá 10 hjóla trukkur og fór yfir brúna, sem gekk í bylgjum á meðan. Síðar sá ég að a.m.k. tveir 10 hjóla trukkar höfðu farið yfir brúna, báðir frá Flugmála stjórninni. Fleirt bíiar hafa farið yfir brúna, báðir frá Flugmálastjórninni. Fleiri bíl- ar hafa farið yfir þessa brú sem mér virðist bæði hættu- leg og léleg. — SK. hennar við Rachman, sem látinn er fyrir skömmu. Rachman auðg- aðist mjög á kaupum á ódýrum húsum í London þar sem húsa- leiga var undir verðlagseftirliti. Síðan lét hann bera leigjendur út og rýmdi húsin. Við það lauk húsaleigueftirlitinu og Rach- man gat hækkað leiguna að vild. Rachman bjó um tíma ,með Christine Keeler, og einnig með Mandy Rice-Davies, og kveðst Christine hafa fengið hjá honum peninga. Húsnæðismál Rachmans hafa verið rædd í brezka þinginu, og hefur Harold Wilson, leiðtogi Verkamannaflokksins borið fram vantraust á rikisstjórnina og kraf izt ítarlegrar rannsóknar á því. EKKI VÆNDI Christine Keeler sagði í réttin- um að hún hefði aldrei verið, og væri ekki,. vændiskona. Sagði hún að meðan kona tæki ekki upp hugsunarhátt vændiskonunn ar væri ekkert af því að hafa mök við karlmenn og taka greiðslu fyrir. Réttarhöldum verður haldið áfram á morgun, og kemur Christ ine Keeler þá að nýju fyrir rétt- inn. — Vantraust Framhald af bls. 1 látinn er fyrir skömmu. Segir Wilson að Rachman þessi hafi notað sér neyð annarra til auð- söfnunar með húsabraski. — En Wilson leggur áherzlu á að ýmis- legt bendi til þess að Rachman sé ekki höfuðpaurinn í þessum viðskiptum, heldur sé hér um á- hrifamikil samtök að ræða. — Byggir hann vantraustið á þeirri staðreynd að stjórn Macmillans hefur lótið hneykslismál þetta viðgangast. Wilson gaf þinginu sundurlið- aða skýrslu um starfsemi húsa- leigubraskaranna. Þeir keyptu upp íbúðarhús í skuggahverfi Lundúna, þar sem húsaleiga var undir eftirliti samkvæmt húsa- leigulögunum frá 1957. Hús þessi fengust fyrir lágt verð. Eftir að hinir nýju eigendur tóku við, beittu þeir öllum brögðum til að rýma húsin, og beittu jafnvel valdi til að bera leigjendur út. En eftir að húsin voru rýmd, lauk eftirliti hins opinbera með húsa- leigunni, og eigendur gátu endur- leigt án verðlagseftirlits. Rakti Wilson nokkuð einstöku mál í sambandi við brottrekstur úr íbúðunum, og þau bolabrögð, sem eigendur beittu leigjendur. Vitnaði hann m.a. í ummæli manns, er starfaði fyrir húseig- endurna, sem sagði að hann hafi fengið greiddar um 30 þúsimd krónur (ísl.) fyrir að bera fjöl- skyldu út. Einnig skýrði Wilson frá tveimur öldruðum systrum, sem neyddar voru til að greiða tveggja mánaða leigu fyrirfram, en var síðan tilkynnt að húsið hafi verið selt og hinir nýju eig- endur bæru ekki ábyrgð á fyrir- framgreiðslunni. Auk húsaleiguokurs, sakaði Wilson Rachman um skattsvik. Sagði hann að Rachman, sem fæddur var í Póllandi, hafi aldrei greitt eyri í skatt í Bretlándi frá því hann fluttist þangað þar til hann lézt. Krefst Wilson ítar- legrar rannsókna í máli þessu, og sagði að Verkamannaflokkurinn muni berjast fyrir endurskoðun á húsaleigulögunum frá 1957. í umræðunum um vantraust- tillöguna lögðu íhaldsmenn fram frumvarp um breytingar á húsa- leigulögunum, og var frumvarpið samþykkt með 327 atkvæðum gegn 237. Vantrauststillagan var borin undir atkvæði og felld með 329 atkvæðum gegn 232. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.