Morgunblaðið - 01.08.1963, Page 3

Morgunblaðið - 01.08.1963, Page 3
Fimmtudagur 1. ágöst 1963 m o n r. r v n T 4 Ð i ð ------- —---- ■«!TO BÚAST MÁ viS að geysilegur fjöldi fólks fari í ferðalög um næstu helgi og safnist saman á ýmsum stöðum, þar sem mannfagnaður verður. Helztir þeirra sunnanlands eru Þórs- mörk, Húsafellsskógur og Vest mannaeyjar, þar sem Þjóð- hátíðin verður haldin n.k. föstudag og laugardag. Æskulýðsráð hefur að und anförnu rætt við þá aðila, sem einkum annast ferðir fyrir ungt fólk inn á Þórsmörk um Verzlunarmannahelgina. Er talið að a.m.k. 1500 manns muni verða þar nú. Einnig var rætt við Skógrækt ríkis ins og lögreglustjóra og hefur Þangað verður farið í Þórsmerkurferð Úlfars Jacobsen. Skriðjökullinn, Gígjökull fellur fram Lónið úr Eyjafjallajökli. Hvert skal haida um helgina? tekizt ágæt samvinna með þeim um að bæta aðbúnað fyrir gesti í Þórsmörk. Skóg- rækt ríkisins hefur útvegað ferðastofnunum palla og fána stengur, ríkisútvarpið hefur lánað hátalarakerfi, en hver um sig mun hafa ýmiskonar dagskrá fyrir sína hópa. Sam eiginleg fánahylling og stutt helgistund munu fara fram á sunnudagsmorgun, en meðal Frá Þjóðhátiðinni í Vestmannaey jum. annarra atriða verða göngu- ferðir, leikir, varðeldur o. fl. Ferðaskrifstofa Úlfars Jacob sen gengst fyrir ferðum í Þórs mörk í kvöld, annað kvöld og kl. 2 á laugardag. Verður sleg ið upjp tjöldum í Húsadal. Þangað fara einnig Kjartan og Ingimar, Guðmundur Jón asson og Litla ferðaklúbbur- inn. Ferðaskrifstofa Úlfars hef ur fengið Savannah-tríóið til að leika fyrir dansi bæði á laugardags- og sunnudags- kvöld. Þar verða og fleiri skemmtiatriði. Ferðafélagsmenn verða í Langadal og farfuglar í Slyppu gili. íþróttafélagið Týr mun sjá um Þjóðhátíðina í Vestmanna eyjum að þessu sinni. Þar verður mikið um dýrið að venju, fjölmörg skemmtiatriði bæjarkeppni í knattspyrnu milli Vestmannaeyja og Akur eyrar og dansaðir gömlu og nýju dansarnir bæði kvöldin. Hljómsveit Svavars Gests leik ur fyrir nýju dönsunum, en hljómsveit Vilhjálms Guð- mundssonar fyrir hinum gömlu. Brenna verður og flug eldasýning. í Húsafellsskógi verður bind indismannamót, sem skipulagt hefur 'Verið fyrir ungt fólk. Það hefur verið haldið þar undanfarin ár um verzlunar- mannahelgina og venð fjöl- sótt. Um 40 lögreglumenn ur Reykja vík við löggæzlu út um land næstu helgi LÖGREGLAN í Reykjavík hefur búið sig undir að annast löggæzlu víðsvegar út um land yfir verzl unarmannahelgina og verða um lögreglumenn úr Reykjavík á ýmsum stöðum, og að auki nokkrir bifreiðaeftirlitsmenn til eðstoðar, að því er Sigurjón Sig urðsson, lögreglustjóri tjáði blað inu í gær. Einn flokkur lögreglumanna verður á þjóðveginum á Suður- landi, annar á Vcsturlandsleið- um, 6 lögreglumenn fara í Þórs- mörk, einn flokkur að Lau-gar- vatni og annar í efri sveitir Ár- nessýslu. Þá verður einn hópur lögreglumanna á Sæfellsnesi og nokkrir lögregluþjónar í Bjarkar lundi. Vegagæzluflokkur verður í Húnavatnssýslu og annar í Skagafirði. Bifreiðaeftirlitsmenn verða á ferðinni á austurhluta Norðurlands, auk lögretglu frá yfrvöldum þar. Bifreiðaeftlrlits- maður verður í Borgarfirði í sam bandi við héraðslögreglumenn. Og hér fyrir sunnan verða tveir flokkar lögreglumanna, annar á leiðinni austur yfir Hellisheiði, hinn á veginum áleiðis til Hval- fjarðar. Þá verða bifreiðaeftiriits menn á Austurlandi. Lögreglan hefur samvinnu við FIB, en mjög góð samvinna er ávallt milli lögreglunnar og vega eftirlitsins Löggæzlustarfið um helgina verður samhliða hjálpar starf og löggæzla, og sagði lög- reglustjóri að lögreglan vildi að fólk leitaði sem mest til hennar. Að lokum bað hann um að hvetja fólk til að fara sem varleg ast þessa miklu umferðarhelgi og gera það sem mögulagt er til að forðast slysin og einnig að ganga vel um tjaldstæði og hafa góða hegðun á skemmtistöðum. Hekla ilaggaði ekki í Þórshöfn ÍSLENDINGUR, sem staddur var í Þórshöfn í Færeyjum á Ólafsvökunni 29. júlí sl. skýrði Mbl. frá því í gær, að það hefði vakið mikla athygli Færeyinga, að eina skipið í höfninni, sem ekki var skreytt hátíðaflöggum, var íslenzka strandferðaskipið Hekla. Voru Þórshafnarbúar og aðrir Færeyingar mjög sárir yfir þessu skeytingarleysi hins íslenzka skips. Sætir það raunar engri furðu, þar sem Ólafsvaka er nokk urskonar þjóðhátíð Færeyinga. Vilja losna • undan setu í þjóðþinginu danska Einkaskeyti til Mbl. frá Færeyjum: — Hakun Djurhuus, lögmaður j Færeyja sagði í ræðu þeirri, ’ er hann hélt í færeyska lög-' þinginu í upphafi Ólafsvök- ' unnar, að landsstjórnin og ( stjómmálaflokkarnir, sem að | henni standa, muni vinna að því að bundinn verði endi á' setu færeyskra í danska þjóð I þinginu. Til þess að svo geti I orðið þarf að koma til stjórn j arskrárbreyting og mun lands . stjórnin vinna að því að fá' dönsku stjórnina til þess að I samþykkja slíka breytingu. Fullt samkomulag langt undan Bandariska stórblaðið New York Times ræðir samkomulag Bandaríkjamanna Breta og Rússa um takmarkað bann við kjam- onkuvopnatilraunum í forystu- grein sl. mánudag, og segir þar .a.: „Hinum sögulega samningi Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna um bann við öll- um kjarnorkuvopnatilraunum í andrúmsloftinu, neðansjávar og í himingeimnum hefur verið fagnað um allan heim sem væn- legri byrjun nýs tímabils í sam- skiptum austurs og vesturs. Eft- ir hið dapurlegu tímabil kalda stríðsins og margendurtekið hættuástand, sem náði hámarki í Kúbudeilunni, dregur mann- kynið nú andann léttara og eygir nýja von um, að því megi auðn- ast að bægja burt ógnum kjarn- orkusprengjunnar. En svo þýðingarmikill sem samningurinn er vegna þess, sem þar er beint kveðið á um og hann kann að boða, þá er hann þó aðeins upphafið á leiðinni að þýðingarmeiri markmiðum. Kcnnedy forseti benti réttilega á, að ekki sé allt með honum fengið og leiðin framundan sé bæði löng og torsótt. Eins og hann benti á, er þetta takmark- aður samningur, sem bindur ekki einu sinni enda á allar tilraunir, þó að hann komi í veg fyrir nið- urfall hins háskalega geislavirka ryks. Bæði raunveruleg afvopn- un og samkomulag um þau stjórnmálalegi'i efni, sem fylgj- ast verða a ð, eru enn langt undan“. Vesturveldin sáttfús New York Times hcldur áfram: „Lykillinn að lausn þessara vandamála hvílir fyrst og fremst í höndum Sovétstjórnarinnar. Krúsjeff forsætisráðherra féllst á samning um tilraunabann, sem hann hafði áður liafnað, vegna þess að hann „óskaði mjög eftir því, eins og nú horfir“, eins og Harriman aðstoðarutanríkisráð- herra komst að orði. Leiðtogi Sovétríkjanna kveðst nú vilja [ samkomulag um fleiri efni. Reynist það rétt, munu Vestur- veldin gera sitt ítrasta til þess að því verði náð. En mun Krúsjeff einnig gera það? Og með hvaða skilmálum?“ Rússar stefna enn að sigri kommúnismans Enn segir New York Times: „Hin blákalda staðreynd er sú, að undirritun Sovétstjórnarinn- ar undir samninginn bindur ekki enda á baráttu hennar fyrir sigri kommúnismans um allan heim, þó að hún kunni nú að vilja vinna að þessu takmarki án kjarnorkustyrjaldar. í raun og veru verða bæði samningurinn og „griðasáttmálinn“. sem Rúss- ar vilja gera, vopn í „friðar“ vopnabúri Sovétríkjanna sem þau munu beita til að fylkja Asíu- og Afríkuríkjunum gegn „stríðsæsingum'* kinverskra kommúnista, og til að bliðka Vesturveldin til samkomulags, sem til þess er fallið að veikja bandalög þeirra“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.