Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. águst 1963 •v •í Djúpbáturinn væntanlegur í haust Þúfum, N-fs., 16. ágúst: — Nýlega hélt stjórn pjúpbátsins h.f. fund með sér á ísafirði. Ver ið er að smíða nýjan djúpbát í Noregi, og var framkvæmdastj. félagsins, Matthías Bjarnason al þingmaður, nýkominn þaðan, en þangað fór hann til að fylgj ast með smíðinni. Vonir standa til, að skipa8míðastöðin hafi lok ið verkinu í haust, eins og samn ingar standa til. Miklar vonir eru bundnar vð hið væntanlega skip fyrir samgöngur héraðsins. Leigu bátur, „Fjölnir1 frá Þingeyri, ann ast nú djúpferðirnar. — PP. Jóhamt Bernhard látínn Faðir Stefani afhendir Geir Hall grímssyni, borgarstjóra, gjöfina. Gjöf Flórens til Reykjavíkur FJÓRIR ftalir eru á ferð í Reykja ví'k um þessar mundir og fluttu með sér gjöf frá borgarstjóra Flórensborgar til borgarstjóra Reykjavikur. Var það mjög fög- ur myndabók af Flórens ásamt eftirfarandi bréfi: „Hlauptu af þér hornin“ sýnt á Akureyri LEIKFLOKKUR Helga Skúlason ar sýndi bandaríska sjónleikinn „Hlauptu af þér hornin“ tvö kvöld hér á Akureyri nýlega fyr ir fullu húsi og við prýðilegar viðtökur áhorfenda. Leikendur voru Erlingur Gíslason, Brýnja Benediktsdóttir, Pétur Einarsson, Helga Bachmann, Guðrún Step- hensen og Helgi Skúlason, sem jafnframt var leikstjóri. Leikflokkurinn er nú á sýn- Ingaför um landið. Er þakkar- vert, þegar fólki á landsbyggð- inni gefst kostur á að sjá góða leiklist á þennan hátt, og góðir leikflokkar sem þessi eru jafnan hinir mestu aufúsugestir. — Sv. P. Kseri stöðunautur! Flokkur æskumanna frá Flórens undir leiðsögn föður Stefani er kominn hingað út á endamörk heimsins til bongar yðar, til yðar sjálfs. Þeir færa yður og borg yðar innilegustu kveðjur og ósk- ir velfarnaðar frá Flórensborg og frá mér. Þeir eru sem smið- ir mikillar brúar vináttu, friðar, vonar og fegurðar, sem smíðuð er til þess að tengja borgir vorar böndum og á táknrænan hátt einnig aðrar borgir heimsins. Þeir koma, þessir brúarsmiðir, til þess að boða hina háleitu, kristnu bjartsýni Flórensborgar, til þess að flytja boðskap náðar og gróanda, boðskap sátta, boð- skap kristilegs bræðralags og kristinnar menninigar öllum heimsins. Og faðir Stefani og æskumannahópur hans munu tala til yðar. Þeir munu segja yður, að Flórensborg minnist norðlægustu höfuðborgar verald- arinnar. Hún minnist hennar og sendir henni hugheilar óskir frið ar og velfarnaðar. Friður sé með þ'essari borg, eins og stendur í guðspjallinu. Og þeir nmunu bjóða yður að koma til Flórens og vera gestur borgar sinnar. Vér sendum gjörvallri þjóð yðar bróðurlegar óskir. Guð gefi henni Og öllum þjóðum Og öll- Harald Faaberg Umboðsraanna- skipti hjá Eim- skip í New York H.F. EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur tilkynnt, að hinn 31. þ.m., muni Thule Ship Agency Inc., í New York, hætta sem aðalum- boðsmenn félagsins í Bandaríkj- unum, og að fyrirtækið A. L. Burbank & Go., Inc., 120 Wall ura borgum heimsins gjöf náðar og friðar. Með innilegum bróðurkveðjum. La Pira. Hrottalegur útafakstur AÐFARANÓTT Volkswagen-bíll stöðvunarmerkl nesjaveginum föstudags ók frá bílaleigu á á nýja Suður- (Keflavíkurveg- JÓHANN Bemhard, hinn kunni íþróttamaður og íþróttaleiðtogi lézt að heimili sínu s.l. föstudags- kvöld. Jóhann hefur ekki gengið heill til skógar að undanförnu. inum). Merkið brotnaði, en síðan hentist bíllinn áfram 70 metra vegalengd eftir vegbrúninni, þá 20 metra utan í veghallanum og að lokum um 15 metra í sjálfu hrauninu. Bíllinn skemmdist furðanlega lítið, þrátt fyrir allt þetta. Mennirnir voru farnir af staðnum, þegar lögreglan kom á vettvang. Málið er í rannsókn. Veiðin í Laxá í Kjós Valdastöðum í Kjós, 16. ág.í Laxveiði í Laxá í Kjós hefir ver ið heldur með minna móti. Síð ustu tölur, sem ég hefi þar um, eru frá 28. júlí. Þá voru koma ir á land 580 laxar. — St. G- Kanadamenn fái kjarn- orkuvopn á hættustund — samkomulag Kanada og USA harðlega gagnrýnt í Moskvu Magnús Pétursson Street, New York 5, taki við umboði félagsins í Bandaríkjun- um sem aðalumboðsmenn. Einnig verður sú breyting gerð, að tveir íslendingar munu framvegis starfa við umboðið í New York, þeir Harald Faaberg fulltrúi, sem verið hefur deild- arstjóri í farþegadeild Eimskipa- félagsins í Reykjavík og Magnús Pétursson, sem um alllangt skeið hefur verið starfsmaður á skrif- stofum Eimskipafélagsins í Reykjavik. Washington, Moskvu, 17. ágúst. — (AP) — STJÓRNIR Bandaríkjanna og Kanada hafa gert með sér samning þess efnis, að Kan- adamenn fái yfirráð yfir kjarnorkuvopnum, þ.e. kjarn- orkuoddum í eldlfaugar. Samningurinn er háður Hænuungum stolið AHFARANÓTT fimmtudags var hænuungum stolið úr hæsnahúsi við mót Reykjanesbrautar og Ás- vegar. Stolið var 25 ZlA mán. gömlum ungum og um 30 sex mánaða gömlum. Lögrcglan í Hafnarfirði biður þá, sem verða varir við óvenju mikið kjúklinga át eða nýja hænsnabústofnun, að láta sig vita. Bíldckk í óskilum LÖGREGLAN í Hafnarfirði hef- ur beðið Mbl. að geta þess, að tvö bíldekk séu hjá henni í óskil- um. Annað er dekk af Skodabíl, 600x16, og sást, er dekkið datt af bílnum, en ekki náðist í bílstjór- ann. Hitt er af stórinn vörubíl, 1000x20. Bæði dekkin eru á felg- um, og biður lögreglan rétta eig- endur að vitja þeura- ýmsum skilyrðum, og er helzt þeirra, að vopnin, sem eru undir yfirráðum Banda- ríkjastjórnar, verði ekki not- uð í þágu Kanada, nema leyfi stjórnar þess lands komi til. Sagt er í fréttum frá Washing ton, að samningur sá, sem hér um ræðir, sé einn víðtækasti sinn ar tegundar, sem um getur. Bind ur hann enda á i—-gar deilur, sem staðið hafa um kjarnorku- vopn í Kanada. Samningi þessum er illa tekið í Moskvu, og segir blaðið „Pravda* málgagn sovézka kommúnistaflokksins, í morgun, að vart sé hægt að skilja afstöðu stjórna Bandaríkjanna og Kan- ada. Geti hún leitt til þess, að stjórn Sovétríkjanna verði að grípa til sérstakra ráðstafana gegn Kanada, komi til styrjald ar. „Pravda* segir: Hvernig ber að skilja hegðan bandarísku og kanadísku stjórnanna? Kemur ekki einmitt í ljós, að ábyrgðar- lausir menn fara enn með valda stöður, og, að stefnu þeirri er fyglt, sem mestu hefur ráðið um gang kalda stríðsins, og spennu á alþjóðasviðinu?" Sérstaklega víkur blaðið að þeirri hættu, sem Kandamönn um kunni að stafa af kjarnorku vopnum í landi sínu, fari svo, að til heimsstyrjaldar komi. I ^ NA /5 hni/tr Llr SVSOhnitar H Shjihtmt • ÚSt V Shirír K Þrumur KuUoakil -X* Hi/atkk1 HAHm* 1 ÍWJ U'yglgij kl°b í GÆRMORGUN var ágætt veður um allt land, en einna þungbúnast á Suðvestur- landi, og gætti þar áhrifa frá lægð á sunnanverðu Græn- landshafi. Lægðin mun hreyf ast austur eftir og síðan suð- austur. Mun þá austan- eða norðaustanátt verða rikjandi hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.