Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 6
QORGUNBLAÐIO Sunnudagur 18. ágúst 1963 Sjötugur / dag: Andreas Bergmann HVAÐAN KOMA mönnum skap gerðareiginleikar þeir sem fylgja hverjum og einum gegnum lífið? Hvort mótast þeir eða eru þeg- ar mótaðir. Um slíkt má lengi ræða, en þó fæst ekki einhlítt svar. Hvaðan Andreas Bergmann fékk sína sérstöðu og óvanalegu skapgerð skal ég eigi dæma um. Hvort mótast þeir eða eru þeg- um bátum við sjó og vmd uti fyrir freyðandi og sjóðandi iðu köstum hafsins úti fyrir hafn lítilli Eyrabakkabugt, hvort slit laust starf frá snemma dags til síðla kvölds, þar sem viljinn einn rak áfram líkamann sem fyrir löngu var uppgefinn orðinn. Víst er um það að sá sem sigrar í viðureigninni við þreytu og erf iði og kemst til manndóms sigr- ast fyrst og fremst á sjálfum sér. Þennan sigur vann Andreas Berg mann snemma í lífinu og hefur sá sigur stutt hann og sett svip á hann æ síðan. Það var óvanalegt að verða þess vitni, er sjötugur maður i hopi mikið yngri manna er sá meðal þeirra, sem hugsar mest og ráð gerir ákafast um framtíðina. Og sennilega er það einsdæmi að hann taki á sama aldursskeiði þátt í ekki einungis félagsmál um íþróttanna sem sagt stjórnar maður í íþróttabandalagi Keykja víkur, formaður í fulltrúaráði knattspyrnufélagsins Vals og auk þess í mörgum starfandi nefndum, heldur einnig í sjálfu starfinu við sköpun nýrra mann- virkja og búandi í haginn fyrir æskuna. Má hér nefna skíðaskála félagsheimili, iþróttahús, malar- velli, grasvelli en á allt þetta hef ur Andreas lagt sina gjörvu hönd fremstur í flokki með sama áhuga og vinnugleði sem ein- kennir störf hans önnur, i nærri 40 ára starfi hjá einu og sama fyrirtæki. íþróttastörf sín flest hefur hann unnið fyrir félag sitt, Knattspyrnufélagið Val, og munu félagar hans vafalaust fjöl- menna til hans í dag. Auk þess hefur hann á sjö- unda tugnum tileinkað sér alveg nýja íþrótt er hann aldrei hafði leikið áður og tekizt að verða mjög vel liðtækur badminton- leikari, sem ósjaldan má sjá leika íþrótt þessa við helmingi yngri menn og halda vel hlut sín um. Og ennþá er ekkert af barna- börnunum þótt fjölmörg séu farin að skáka afa sínum í þess ari grein. Það er ljóst að slíkri óvanalegri vinnugleði, leikgleði og lífsgleði verður enginn sá að njótandi, að ekki sé sá bakhjarl er sérhver verður að hafa í líf- inu, konan, á safna hátt skapi farin og kostum búin að geta bú ið sér og sínum það heimili og það athvarf eins og það má bezt verða og standi alhuga að baki eða jafnhliða eftir því sem þurfa þykir sínum mannL Það má segja að sá gæfumaður sem mér hefur ávallt fundizt Andreas vera sé þó gæfa hans hvað mest, hversu kvonfang hans varð hon um farsælt og hamingjusamt. Það er siður fagurra skáldsagna að láta söguna enda við altarið. En ég held að saga Andreas Berg manns hafi byrjað þar sem aðr ar vanalega enda og stendur enn sem hæzt. Eitt fagurt kvöld fyrir skömmu stóð Andreas Bergmann og virti fyrir sér æskuná aff leik á grænu grasinu við íþróttahús Vals. Varð honum þá að orði: „Það er gaman að hafa átt þess kost að hafa verið með í að skapa æskunni þessa möguleika". 1 Og ég held að þannig vildi Andre as helzt eyða ævikvöldum sínum við að horfa á æskuna að leik á fögrum degi. Megi hann svo vera heill á þess um hátíðadegi, hylltur og vurt- ur af íþróttafélgögum sínum, bandamönnum, samstarfsmönn- um, vinum og ættingjum, og fjól mörgum öðrum. Yrði sú upptaln ing of löng, því margir eru þeir í vorri ört vaxandi Reykjavík sem á undanförnum áratugum hafa kynnzt og reynt lipurð, áreiðan- leika og vinsamlegt viðmót jafnt við háa sem lága, unga, sem gamla hins sjötuga unglings, Andreas Bergmanns. Úlfar Þórðarson. HANN er sjötugur í dag, 170 cm hár, 75 kg á þyngd, hleypur ef- laust enn 100 m á 12 sekúndum og virðist gan,ga fyrir 10 hestafla vél, óvenju ern og kraftmikill karl. Ég kynntist Andrési fyrst, þeg- ar ég byrjaði að afgreiða timbur í Völundi fyrir tæpum 30 árum. Þá fannst mér hann gamall mað- ur, enda hafði hann þá unnið I 10 ár hjá fyrirtækinu og ég var bara 10 ára. Nú finnst mér hann ungur. Svona er þegar menn sjálfir eldast fljótar en náunginn. Andrés er löngu hættur að eld- ast. Andrés hefur verið gjaldkeri Völundar í nær 40 ár og alltaf innt störf sín af hendi með mestu prýði, stendur fyrirtækið í mikilli þakkarskuld við hann. Hann hefur alltaf glaðst meir yfir að fá peninga í kassann en láta þá af hendi, verið hæfilega fastheldinn á fé, eins og góðum gjaldkera sæmir. Lipur hefur hann verið með afbrigðum og alltaf borið hag viðskiptavinanna fyrir brjósti. Hann hefur alltaf haft þá skoðun, að ætíð sé fyrir beztu að viðskiptamennirnir séu ánægðir og verzlun sé fyrst og fremst þjónusta við þá. Hann hefur ætíð haft augun opin fyrir nýjungum og bent á margt, sem betúr mætti fara í fyrirtækinu. Hefur verið mikil ánægja að starfa með honum þau ár, sem ég hef átt þess kost. Yil ég færa honum sérstakar þakkir fyrir öll hans trúvferðugu störf. Andrés hefur einnig átt sín áhugamál utan aðalstarfsins og á ég þar við störf hans fyrir íþróttahreyfinguna og þá einkum knattspyrnufélagið Val. Þar man ég eftir honum í ábyrgðarstöðum og sjálfboðaliðs- vinnu frá því að ég fyrst fór að sparka bolta. Enn er hann áhuga samur badminton-leikari og þar fullkominn jafningi yngri mann- anna, þvi þátt Andrés hafi fljótt skipað sér í raðir íþróttamanna, því að drengir góðir vilja gjarna vera þar, sem drengilega er bar- izt. Vil ég að lokum óska honum til hamingju með tímamótin og vona að Völundur megi lengi enn fá notið starfskraí.a hans. Sveinn K. Sveinsson. Syndið 200 metrana íslendingar 183,478 75 þús. í Rvík, 49 þús. í öðrum kaupstöðum ÍSLENDINGAR voru 1. desem- ber 1962 183.478 taisins, skv. manntali Skattstofunnar. Eru karlar heldur fleiri en konur eða 92.756 á móti 90.722 konum. Af þessum mannfjölda eru tæpir 75 þús. íbúar búsettir í Reykja vik og tæp 49 þús. í öðrum kaup- stöðum. í sveitum er þá 59,5 þús. manns. Af sýslum landsins er Árnes- sýsla mannflest með 7.136 íbúa, en mannfæst er Austur Barða- strandasýsla með 528. Næst mannflesta sýslan er Gullbringu sýsla með 5644 manns, þá Suð- ur-Múlasýsla með 4567 manns, Eyjafjarðarsýsla með 3910, Snæ- fellsnessýsla með 3786, þá Rang- árvallasýsla með 2986, Suður- Enn einn munkur brennir sig Saigon 16. ágúst — NTB- Reuter ENN einn Búddamunkur brenndi sig til bana í dag til þess að mótmæla stefnu stjórn ar Suður-Viet Nam í trúar bragðamálum. Mikil spenna ríkir nú í landinu vegna þessa atburðar og annarra álíka, sem á undan hafa gengið. — Sjálfsmorðið í dag átti sér stað fyrir framan stærsta musteri í Saigon. Hellti munk urinn benzíni yfir klæði sín og kveikti í viðurvist fjölda áhorfenda. Sl. tvo mánuði hafa tveir aðrir munkar og ein nunna brennt sig lifandi til þess að mótmæla stefnu stjórnarinnar. Þingeyjasýsla með 2764, Kjósar- sýsla með 2716, Skagafjarðar- sýsla með 2620 manns, Norður- Múlasýsla með 2457, Austur- Húnavatnssýsla með 2399, Vestur Barðastrandarsýsla með 2000, Norður-ísafjarðarsýsla með 1943, Mýrarsýsla með 1938, Vestur- ísafjarðarsýsla 1835, Stranda- sýsla með 1539, Borgafjarðar- sýsla 1426, Austur-Skaftafells- sýsla 1424, Vestur-Skafafells- sýsla 1424, Vestur-Húna- fellssýsla með 1358, Dalasýsla með 1164 og Austur-Barða- strandarsýsla með 528. Af kaupstöðum eru mannflest- ir utan Reykjavíkur: Akureyri 9152 íbúar, Hafnarfjörður 7490, Kópavogur 7163, Vestmanna- eyjar 4820, Keflavík 4819, Akra- nes 4026, ísafjörður 2685, Siglu- fjörður 2625, Húsavík 1685, Nes- kaupstaður 1457, Sauðárkrókur 1302, Ólafsfjörður 989 og Seyðis- fjörður 759. VIÐ BIRTUM í dag tvö bréf, annað er þakklæti frá gamalli konu, en hitt kvörtunarbréf um íslenzkt mál. Hvorugt bréfanna þarnast nánari skýringa. Enn einu sinni vill Velvak- andi biðja þá, er senda honum bréf að láta nafn og heimilis- fang fylgja, þótt bréfið sé und- ir dulnefni. Að öðrum kosti er ekki fært að birta bréfið. Hér koma bréfin: ÞAKKIR FYRIR ÁNÆGJU- LEGA BÍLFERÐ Góði Velvakandil Þú kemur oft ýmsu á fram- færi fyrir náungann. Þá vil ég biðja þig fyrir nokkur þakkar orð sem mig langar að senda kvenfélagi Langholtssóknar og prestshjónanna í þeirri sókn, sem stóðu fyrir skemmtilegu ferðalagi er eldra fólki, hér var boðið til þann 16. júlí ’63. Einnig vil ég þakka Bæjarleið um, sem lögðu til, bíla og úr vals bílstjóra án endurgjalds fyrir 70 manns þennan sól- bjarta dag. Eg þakka einnig ræðumönn- um séra Halldóri Kolbeins og Árna Óla blaðamanni, allan fróð leik og prestunum ræður og fyrirbænir og öllum ferðafélög um skemmtilega samfylgd. Farið var á 14 bílum frá fé- lagsheimili Langholtssóknar kl. 13,30 um Krísuvík að Strandar kirkju. Þar sungnir sálmar og fluttar ræður. Kaffi veitt á Sel fossi. Síðan farið um Eyrar- bakka og Stokkseyri, skoðuð hús, Gamla húsið og sjóbúð Þuríðar formanns. Þaðan haldið til Þingvalla, og sest að dekk uðu borði í Valhöll, þar flutti séra Árelíus Níelsson ræðu og þakkaði vel lukkað ferðalag og minntist Bæjarleiða fyrir þátt töku þeirra í ferðinni og var svo hrópað ferfallt húrra fyrir þessum prúðu og öruggu bíl- stjórum. Síðan var sungið — „Hvað er svo glatt’, þar næst héldum við heim, og skildum við félagsheimili Langholts- sóknar kl. 23.00. Kveðja frá einni aldraðri. Beztu þakkir fyrir birting- una. - M.A.“ FYRIR OG AFTUR FYRIR „Hin sífelda ofnotkun og mis notkun á orðinu FYRIR er að verða mikil málskemmd. Hér eru víst á ferðinni áhrif frá enskunni, en óþörf með öllu og aumingjaháttur er blöð og útvarp liggur flatt fyrir sliku. Auglýstir eru varahlutir fyrir Fiskurinn ekki enn genginn á grunslóð ísafirði, 16. ágúst. AFLI minni bátanna á línu og handfæri á norðanverðum Vest- fjörðum hefur verið með minna móti í sumar. Gæftir hafa verið fremur stop- ular og kuldinn virðist hafa valdið því, að allt kemur seinna en ella, fiskurinn hefur ekki gengið enn á grunnslóð. í fyrri viku og í byrjun þess- arar viku fengu margir bátar dágóðan afla á linu, en þó eink- um á handfæri. Er sá afli verk- aður í frystihúsunum, en fer einnig til neyzlu. í dag var frábærlega gott veð- ur hér á ísafirði, sólskin og stafa logn, en nokkuð andkalt. — H.T. jeppa, og nú heyri ég í út- varpi kvöld eftir kvöld aug- lýsta varahluti fyrir Ford, Will is og Land-Rover o. s. frv. Þvi ekki blátt áfram á góðri og gildri ísl.: Varahlutir í Ford o. s. frv. Önnur bílaverzlun aug lýsir: Höggdeyfair í flesta bíla, sem vel er hefur þessi fyrir- síki ekki gripið alla sem selja bíla og varahluti í þá. Einhversstaðar las ég að menn frá Kanda hefðu verið ráðnir fyrir fiskvinnu. Áður réðu menn sig í vinnu, í kaupavinnu, í byggingarvinnu o. s. frv. Nú eru seldir skór fyrir karlmenn, en karlmannaskór fóst liklega ekki? Þannig mætti lengi telja. Auglýsingamál útvarpsins er að verða þjóðinni stórhættulegt og til vansæmdar. Gæti ekki út varpið haft kunnáttumann tii þess að lagfæra málfar í aug- lýsingum þeim, sem það tekur greiðslu fyrir að láta lesa yfir hlustendum — og áskilið sér rétt til slíkrar lagfæringar? Ekki getur það verið skylda að ríkisútvarpið birti hvaða vit- leysu sem er — án leiðrétting ar. — Á. G. E.“ r ■ , ’ll1 n|i 'lli AEG MÆLITÆKI BRÆÐURNIR ORMSSON Simi 11467. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.