Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
StmmidagTír 18. Sgást 1963
Kserar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér
vinsemd og viríingu á áttræðisaímæli mínu, með heim
sóknum, skeytum, gjöfum og hlýhug. — Lifið heiL
Eyjólfur Gestsson, Húsatóftum.
Innilegar þakkir og kveðjur sendi ég öllum þeim sem
á einn eða annan hátt minntust min á sjötugsafmæli
mínu hinn 26. júlí sl. Konunum í deildinni minni þakka
ég meira en orð fá lýst yndislegt samstarf og stórgjafir
nú og oft áður, en ekki sízt þá vináttu og hlýju, sem þær
hafa umvafið mig frá fyrstu tið. Þeim og öllum öðrum
vinum mínum óska ég blessunar guðs.
Sesselja Eldjárn.
Velg en
RflDI
HETTE
foppseriemodetl
Höfiun fengið
nýja sendingu af
hinum þekktu
Ncrsku
RADIONETTE
sjónvarpstækjum
'j
G. Klelgason & Melsted h.f.
Rauðarárstíg 1 — Hafnarstræti 19.
Sími 1-16-44.
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir
ÁRNI J GÍSLASON
Skagfirðingabraut 1, Sauðárkróki
sem andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Sauðárkróki 13.
ágúst sl. verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
þriðjudaginn 20. ágúst kl. 2 e.h.
Ástrún Sigfúsdóttir,
Ragnheiður Árnadóttir,
Sigfús Árnason,
Pétur Breiðfjörð,
Jóhanna Sigríður Sigurðard.
Litla dóttir okkar og systir
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 19.
ágúst kl. 1,30 e. h.
Regina Rist, Guðmundur Jóhannsson,
• ©g systkinin.
Jarðarför mannsins míns
GUÐMUNDAR ÞÓRÐARSONAR
frá Rauðnefsstöðum
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. ágúst
kl. 1,30 e.h. Fyrir hönd vandamanna.
Jósefína Njálsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall og jarðarför bróður okkar
ÞORBJARNAR GUÐJÓNSSONAR
Guðrún Guðjónsdóttir,
Jón Guðjónsson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð vegna and-
láts og jarðarfarar.
BÓTHILDAR BÚADÓTTUR
Fyrir hönd vandamanna.
Sigurveig Oddsdóttir.
Innilegustu þakkir til allra fjaér og nær, sem sýndu
okkur samúð og hluttekningu, við andlát og jarðar-
för systur okkar
GUÐBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR
Borg í Þykkvabæ,
sem lézt 17. júlí sl. Sérstaklega þökkum við læknum
og hjúkrunarkonum á sjúkrahúsinu, Selfossi fyrir frá-
bæra hjúkrun og alúð, sem hún naut þar í ríkum mæli
til hinstu stundar. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd
systkina og annarra vandamanna.
Ársæll Stefánsson.
I. DEILD
Kvtattspyrnumöt íslands
LAUGARDALSVÖLLUR:
í dag, sunnudaginn 18. ágúst, kl. 16:00.
Valur — Akranes
Dómari: Haukur Óskarsson.
LAUGARDALSVÖLLUR:
Mánudaginn 19. ágúst kl. 19:30 síðdegis.
Fram — KR
Dómari: Magnús Pétursson.
Línuverðir: Einar Hjartarson og
Gunnar Gunnarsson.
Mótanefnd.
Rýmingasala
- Rýmingasala
Drengjaskyrtur frá kr. 50,- Telpupeysur frá kr. 60,-
Drengjabuxur frá kr. 65,- Telpubuxur frá kr. 60,-
Drengjaúlpur frá kr. 150,- Barnaúlpur frá kr. 150,-
Drengjavesti frá kr. 40,- Barnasokkar frá kr. 15,-
Vinnuskyrtur — Vinnubuxur o. m. fl.
Komið og gerið göð kaup
Verzl. STAKKUR
Laugavegi 99. (Gengið inn frá Snorrabraut).
Afgreiöslustúlka
Minjagripaverzlun í Miðbænum vantar afgreiðslu-
stúlku frá 1. september. Málakunnátta nauðsynleg.
Tilboð merkt: „1. sept. — 5360“ sendist afgr. Mbl.
fyrir 21. þessa mánaðar.
Rauði blæjubíllinn
IIUPALA 1962
Super Sport til sölu af sérstökum ástæðum. —
V-8, sjálfskiptur, lokað drif, vökva-stýri, útvarp,
o. fl. o. fl. Tilboð óskast send Mbl. merkt: „Impala
— 5474“ sem allra fyrst.
Frá Sjiikrasamíagi Beykjavíkur
Frá og með 1. september n.k. hætta eftirtaldir
læknar að gegna heimilislæknisstörfum fyrir
Sjúkrasamlagið, vegna annríkis við önnur störf:
Arinbjörn Kolbeinsson,
Kristín E. Jónsdóttir.
Þess vegna þurfa allir þeir, sem hafa þá fyrir heim
ilislækni, að koma í afgreiðslu samlagsins, Tryggva
götu 28, með samlagsbækur sínar hið fyrsta, til þess
að velja sér lækni í þeirra stað.
Skrá yfir samlagslækna þá, sem velja má um, ligg
ur frammi í samlaginu.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
Bogi Stein-
grímsson
LAUGARDAGINN 21. júli var
borinn til moldar í Hjarðarhoits-
kirkjugarði Bogi Steingrimsson,
bifreiðarstjóri, Búðardal, er and-
aðist af slysförum aðfaranótt
föstudagsins 12. júlí s.l.
Bogi Thorarensen Steingríms-
son, en svo hét hinn látni íullu
nafni, var fæddur að Miklagarði
i Saurbæ 18. júní 1922, sonur
hjónanna Steingríms Samúeisson
ar, bónda þar, , og konu hans
Steinunnar Guðmundsdóttur.
Óist Bogi upp í Miklagarði og
síðar á Heinabergi á Skarðs-
strönd, en þar bjuggu foreldrar
hans frá 1936 — 1S'57.
Æviatriði Boga heitins skulu
ekki nánar rakin hér, en hann
var eins og sjá má vaxinn upp
i Saurbæ og Skarðsströnd, átti
þar fjölmarga æskuvini og kunn-
ingja og bar mikla tryggð til
þeirrar sveitar. Mun um skeið
hafa hvarflað að honum að hefja
búskap á Heinabergi, er faðir
hans brá þar búi, en af því varð
þó ekki, m. a. vegna þess að
hann treysti ekki heilsu sinni á
þeim árum. Hinn hviti dauði
hafði gert tilraun til að knésetja
hinn unga og gjörvulega dreng,
en ekki. tekizt. Virtist Bogi heit-
inn vera búinn að endurheimta
fulla heilsu hin síðari ár. Enginn
vafi er á því, að Bogi hefði orðið
fyrirmyndar bóndi, ef hann hefði
snúið sér að búskap, enda átti
hann ekki langt að sækja það,
þar sem faðir hans Steingrimur
var annálaður fyrir snj'rti-
mennsku og framkvæmdir á búi
sínu. Búskapur Boga heitms i
Búðardal, þótt í smáum stíl væri
og unninn í hjáverkum sýndi það
einnig og sannaði, að þar fór
enginn meðalmaður í þeiim efn-
um. Bogi var búfræðingur að
mennt.
Bogi kvæntist Unu Svanborgu
Jóhannsdóttur í Búðardal, dótt-
ur Jóhanns Bjarnasonar, verzluu
armanns, og Þuríðar Skúladóttur.
Ungu hjónin reistu bú að Sunnu-
hvoli í Búðardal. Þau eignuðust
5 börn. Hið elzta þeirra er nú 10
ára að aldri.
Við fráfall Boga Steingrimsson
ar hefur hið fámenna kauptún
Búðardalur misst einn af sinum
beztu mönnum. Hann hafði þegar
svo ungur að árum unnið mörg
störf til heilla og nytja fyrir
byggðarlagið. Ég vil sérstaklega
þakka honum fyrir að annast
bókavörzlu fyrir Héraðsbókasafn
Dalasýslu frá fyrstu tíð. Það verk
vann hann af alúð fyrir lítið end
urgjald. Bogi heitinn var einn af
5 mönnum í nýskipaðri bygg-
inga- og skipulagsnefnd fyrir
Búðardal, og hafði mikinn áhuga
á þeim málum. Sjálfur hóf hann
á þessu vori framkvæmdir við
byggingu nýs íbúðarhúss, sem
áreiðanlega hefði orðið bæjar-
prýði, því að Bogi vildi fegra,
græða og bæta umhverfi sitt.
Það var fagnaðarefni að eiga I
vændum aukið samstarf við
Boga Steingrímsson, því hann
var samvinnuþýður, lipurmenni
hið mesta og hvers manns hug-
ljúfi. Vinir frá bernsku og æsku-
árum, félagar í vegavinnuflokki
Jakobs Benediktssonar, en þar
hafði Bogi unnið s.l. 15 sumur,
samherjar i Vörubílstjórafélagi
Dalasýslu, og fjölmargir aðrir,
sakna nú vinar í stað. Þeir horfa
orðvana á hið opna skarð, er
hinn slyngi sláttumaður hjó svo
óvænt í raðir þeirra, — þegar
björt sumarnóttin breyttist á
svipstundu í kalda haustgrímu.
Hinni ungu ekkju og börnum
hennar sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur, svo og foreldrum
og tengdaforeldrum hins látna,
og hinum fjölmenna hópi frænda
hans og vina.
Jarðarför Boga heitins er ein-
hver hin allra fjölmennasta, sem
sézt hefur hér um slóðir. Það er
gleðiefni, þegar góðir menn eign-
ast svo rík ítök í hugum og hjört
um samferðafólksins, og huggun
þeim, sem lifa. •*-