Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. ágúst 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. FRUMHLAUP FRAM- SÓKNARBLAÐSINS ¥>áðamenn Tímans verða að njóta þess sannmælis, að þeir virðast kunna að skamm ast sín. Eins og Morgunblað- ið hefur skýrt frá gekk Tím- inn lengra í árásum á ríkis- stjórnína en kommúnistablað ið út af samningaviðræðum þeim, sem nú fara fram vegna endurnýjunar olíustöðvar fyr ir Atlantshafsbandalagið í Hvalfirði. Nú er blaðið hins vegar komið í varnarstöðu og byrjað að afsaka framhleypn- ina. En stóru orðin hafa verið sögð, og hvað sem afsökunar- beiðni líður, þá vita menn það nú, að þeir sem ráða Fram- sóknarflokknum svífast einsk is í pólitísku brölti sínu og ganga jafnvel lengra en kommúnistar í árásum á varn arbandalag lýðræðisþjóða. Hið athyglisverðasta við skrif Tímans er, að blaðið lýs- ir yfir því, að ekkert sé at- hugavert við að leyfa banda- mönnum okkar afnot af Kefla víkurflugvelli, vegna þess að hann hafi ekki hernaðarþýð- ingu, en hins vegar eigum við umfram allt að neita banda- laginu um þá aðstöðu, sem geti orðið því að gagni. í þeirri yfirlýsingu felst ekki einungis það, að við eigum ekki að styrkja bandalagið, heldur er líka sagt, að her- varnir landsins eigi að vera með þeim hætti, að lítið eða ekkert gagn sé að þeim. Auðvitað vilja þeir íslend- ingar, sem studdu aðild að Atlantshafsbandalaginu og gerð herverndarsamningsins, að varnirnar hér séu með þeim hætti að þær kæmu að gagni, ef svo illa færi að styrj- öld brytist út, en fyrst og fremst á að miða þær — eins og allar varnir Atlantshafs- bandalagsins — við það að hindra styrjöld. Varnir banda lagsins eiga að vera svo sterk- ar á hverjum tíma að ofbeld- ismenn geri sér grein fyrir fpví, að tilgangslaust sé að heíja styrjaldarátök, því að þeir mundu óhjákvæmilega verða undir. Að þessu hafa varnir Atlantshafsbandalags- ins miðað og reynslan hefur skorið úr um það, að rétt var stefnt. I Yfirgangsmennirnir í Moskvu gera sér nú grein fyr ir því að þeir geta ekki sigrað í styrjöld, og þess vegna er nú loks hægt að semja við þá. En þessum árangri má ekki glata. Þess vegna verð- ur að halda áfram að treysta yarnir lýðræðisþjóða, þar til meiri árangur hefur náðst í samningum við ráðamenn í Kreml. VERKFALL VERKFRÆÐINGA U'ins og skýrt er frá á öðr- ^ um stað í blaðinu hefur ríkisstjórnin gefið út bráða- birgðalög til lausnar verkfalls verkfræðinga. Verkfall þetta hefur nú staðið síðan 27. júní og ekkert miðað í samkomu- lagsátt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sáttasemjara til að leysa deiluna. Það er opinbert leyndar- mál, að mikil átök hafa orðið í stéttarfélagi verkfræðinga, enda eru þeir verkfræðingar margir, sem þreyttir eru orðn ir á verkfallinu og stífni þeirfi, sem ríkt hefur. Eng- inn efi er þess vegna á því, að fjöldi verkfræðinga mun fagna þeirri lausn, sem nú er fengin, með bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar. Ein af ástæðunum til þess að óhjákvæmilegt var að leysa deiluna með löggjöf, er sú, að verkfræðingar hafa verið tregir að sækja um stöð ur hjá ríkisstofnunum, meðan verkfallið stóð, bæði vegna þess að þeir hafa gert sér von- ir um að þeir gætu fengið hærri laun hjá einkafyrir- tækjum, í samræmi við kröf- ur félagsins, og eins vegna þess að þeim, sem sótt hafa um stöður, hefur verið núið um nasir að þeir væru ekki nægilega stéttvísir. Eins og menn minnast féll dómur í máli því, sem verk- fræðingar höfðuðu á hendur ríkinu, á þann veg, að ríkis- stofnunum væri heimilt að ráða verkfræðinga til starfa, þótt verkfall stæði yfir, en samt hafa sárafáir verkfræð- ingar sótt um stöður hjá rík- inu. Ef verkfallið hefði ekki ver ið leyst á þann veg, sem nú hefur verið gert, hefði líka verið ástæða til að óttast, að ákvarðanir kjaradóms um kjör ríkisstarfsmanna hefðu verið í hættu, því að auðvit- að er út í bláinn að borga þeim verkfræðingum, sem vinna hjá einkafyrírtækjum miklu hærra kaup en þeim, sem starfa hjá ríkinu. Af öllum þessum ástæðum ber að fagna ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um lausn þess- arar hvimleiðu d°iJu með lög- gjöf. mwm UTAN ÚR HEIMI Katanga lima í þrjú smærri ríki f SÍÐUSTU viku kom Kasavubu, forseti Kongó, í heimsókn til Katanga, í fyrsta sinn — og mátti ekki seinna vera, að áliti íbúa fylkisins, því að nú er svo komið örlögum þessa um- deilda og óróasama fylkis, að verið er að liða það sund ur í þrjú „smáfylki“, er nefnd verða Norður-Kat- anga, Suður-Katanga og Lualaba. Er þess vart að Tshombe vænta að fylkið Katanga verði aftur til sem ein heild, a.m.k. í náinni fram- tíð. Elisabethville verður I S- Katanga og þar er áformað að koma á fót sérstöku þingi, er 21 þingmaður sitji og kjósi það stjórn héraðsins og for- seta. Ólíklegt þykir, að Tshom be, fyrrum forseti Katanga, snúi aftur til Elisabethville í náinni framtíð. Hann hefur verið rúinn öllum völdum og aðstöðu og líklegt er talið, að hann telji sig ekki geta, sóma síns vegna, snúið heim og sótt um embætti á vegum stjórn- arinnar. Samfara sundurlimun Kat- anga-fylkis á stjórn Kongó við mikla erfiðleika að etja. Mestu vandamáli mun valda skipting eigna og tekna milli hinna nýju héraða. Hefur námafélagið Union Miniere fengið skipun frá stjórninni um að gefa upp í hverju hlut- falli það hafi haft tekjur af hinum nýju héruðum, en stjórn félagsins segir nánast óhugsandi að komast að raun um það, þar sem allir reikn- ingr og skjöl félagsins séu miðuð við fylkið sem heild. Er því næsta víst, að eitthvað eigi eftir að ganga á, áður en fylli- lega er frá skiptingu fylkisins gengið — en þessi ráðstöfun stjórnarinnar mun fyrst og fremst ætluð til þess að koma í veg fyrir, að forystumenn í Katangafylki geti sem heild skapað andstöðu við Leopold- ville-stjórnina í líkum mæli og fyrr. Að sögn fréttaritara í Elisa- béthville gætir þar lítillar hrifningar yfir ætlun stjórn- arinnar — en heldur ekki verulegrar andstöðu. Evarista Kimba, sem nú gegnir emb- ætti forseta og er sagður hæf- ur maður, hefur lýst því yfir, að hann muni ekki gegna for- setaembætti áfram í Katanga- fylki sundurlimuðu. En frétta- menn telja, að meginástæðan sé sú, að hann eigi vísa ráð- herrastöðu — e.t.v. stöðu utan ríkisráðherra — innan stjórn- arinnar í Leopoldville, þegar ráðstöfunin um skiptingu Kat- anga hefur náð fram að ganga. Þá segja fréttamenn enn- fremur, að með Kasavubu hafi komið til Elisabethville sérlegur sendimaður stjórnar- innar, Victor Fataki, er eigi að leggja síðustu hönd á skipt- ingu fylkisins. Gangi hann w___I Kasavubu — forsetl undir nafninu „böðullinn" í Elisabethville. Meðan Kasavubu dvaldist í Elisabethville var mikið um dýrðir í borginni, þ.e.a.s. skipu lagðar dýrðir af hálfu stjórnar -innar — t.d. íþróttakappleikir, hersýningar og hljóðfæraslátt- ur — sem íbúarnir gátu skemmt sér við þeim að kostn- aðarlausu. — Andstæðingar stjórnarinnar reyndu að benda á að með þessu væri verið að breiða yfir „aftöku Katangafylkis", segja frétta- menn, og bæta því við að það dyljist engum, að heimsókn forsetans og allt tilstandið vegna komu hans, hafi verið gert til þess að sýna íbúun- um það svart á hvítu, að stjórnin í Leopoldville væri sá aðili, er öllu réði og hefði tögl öll og hagldir í samskipt- unum við Katanga. Loftárás á sykur- verksmiðju á Kúbu Miami, 16. ágúst. — AP. Yfirvöld á Kúbu skýrðu frá því í dag, að lítil flugvél hefði gert sprengju- og vélbyssuárás á sykurverksmiðju í Camaguey-hér aði á fimmtudagsmorgun og önn- ur lítil flugvél hefði flogið nærri olíuhreinsunarstöð við Havana í morgun og hefði verið skotið á þá flugvél úr loftvarnabyssum. Ekkert var sagt um frá hvaða landi þessar flugvélar hefðu NÝTT TÍMARIT IVTýtt tímarit hefur hafið -*■" göngu sína, það nefnist Iceland Review og er gefið út á ensku. Þessu riti er fyrst og fremst ætlað að kynna ís- lenzka atvinnuvegi og út- flutningsframleiðslu lands- ins, þjóðlíf og menningu ís- lendinga. komið, en hermálaráðuneyti Kúbu sagði að hér væri um að ræða ræningja, sem væru ,„skipu lagðir, vopnaðir og stjórnað af leyniþjónustu Bandarikjanna". . í tilkynningu ráðuneytisins, sem birt var í Havanablöðum í dag, og lesin í útvarpið þar, var sagt að árásin á sykurverksmiðj- una hefði verið gerð kíl. 5.05 að morgni fimmtudags. Hefði flug- vélin skotið nokkrum skotum og Rit þetta er mjög smekk- legt og vel frá gengið. Hug- myndin er að það komi út fjórum sinnum á ári. Rit- stjórar eru þeir Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson. Fram að þessu hefur ekk- ert rit verið gefið út til þess að kynna íslenzka atvinnu- vegi og framleiðsluhætti á er- lendum vettvangi. Þess vegna ber að fagna þessu nýja riti. varpað tveimur 50 punda sprengj um úr 150—200 m hæð. Sagt var að önnur sprengjan hefði sprung ið án þess að valda tjóni, en hin hefði ekki sprungið. í tilkynningu hermálaráðuneyt isins var atburðum þessum lýst svo, að enn einu sinni sýndi það sig, að „heimsvaldasinnastjórn Bandaríkjanna" sæti á svikráð- um við kúbönsku þjóðina. Báðar flugvélarnar komust undan án þess að verða fyrir tjóni. Afli dragnótabáta aldrei verið minni Patreksfirði, 16. ágúst. HÉR var í dag heitasti dagur- inn langan tíma, sólskin, heið- skírt og logn fram eftir degi, Kalt hefur verið í veðri undan- farið, hitinn farið niður í 7 stig. Afli dragnótabáta hefur verið miklu minni en nokkru sinni fyrr. Afli hjá trillubátunum hef- ur einnig verið tregur. Síldveiði- bátarnir eru ekki enn komnir að austan. — Trausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.