Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. águst 1983
i WZIÐ
3
. .
11111111
: - |
IV»M—
UM HÁDEGISBILIÐ í gær
náði Mbl. tali af hinni ný-
kjörnu fegurðardrottningu
heimsins, Guðrúnu Bjarnadótt
ur, á hóteli hennar á Langa-
sandi. Þá fyrst fengum við
að vekja hana, en hún vai
reyndar aðeins buin að sofa
nokkra klukkutíma eftir öll
lætin, sem urðu í kringum
hana, eftir að hún hafði orð-
ið nr. 1 í þessari umfangs-
mestu fegurðarsamkeppni
heimsins. Guðrún var ákaf-
lega hlédræg, — hlátur, ofur-
lítið feimnislegur, var eina
svarið við mörgum spurning
um okkar. Hún kærir sig auð-
heyrilega ekki mikið um að
láta hafa ummæli eftir sér
opinberlega, eða þá hún er
ekki búin að átta sig á öllu
þessu umstangi. Hér fara á eft
ir glefsur úr samtalinu:
— Hvernig er að vera orð-
in fegurðardrottning heims-
ins?
— Það er enginn munur!
Hún hlær við.
— Ekkert fallegri en í gær!
Hvað ætlarðu að gera núna?
Breytir þetta eitthvað áform-
um þínum?
— Það breytir engu sem
talizt getur. Ég verð hérna
bara viku lengur vegna þess
að Islendingarnir, sem hér
búa, hafa alltaf boð fyrir
stúlkuna, sem kemur frá ís-
landi. Eftir það fer ég heim,
og svo til Parísar.
— Ætlarðu að fara að gifta
Guðrun Bjarnadottir, „fegursta konr heims“, symr sport-
fatnað. — Myndin er tekin í París.
Hvaö? Er þetta allt
komið í blööir?
segir Guðrún Bjamadóttir
þig?
— Nei, og Guðrún hlær að
þessari spurningu.
— í fréttaskeytunum, sem
við fáum er sagt að þú sért
ástfangin.
— Jæja, það er nú það eina,
sem þeir hafa áhuga á hérna.
Þessi mynd birtist í frönsku tízkublaði nýlega. Guðrún
Bjarnadóttir sýnir tízkukjól, en hún hefur unnið sem
ljósmyndafyrirsæta í París í sumar.
Sr. Jón Auðuns, dómprófastur •
Upphaf - Endalok
í EINU guðspjalla þessa sunnu-
dags segir: „Upp frá þessu foru
margir af lærisveinum hans burt
frá honum og voru ekki framar
með honum.“
Þessir lærisveinar höfðu í hrifn
ingarhita gengið Jesú á hönd, en
þegar þeir sáu, hvað fylgdin við
hann ætlaði að kosta, misstu þeir
móð og sneru við honum baki.
í byrjun hafði allt verið auð-
velt. Þá var hjartað heitt og hug-
sjónin lokkandi. En þegar and-
staðan gegn málefninu og meist-
ara þeirra magnaðist og þeir fóru
að efast um að það væri „skyn-
samlegt" að fylgja honum lengra,
drógu þeir sig hljóðlega í hlé og
hurfu.
Menn geta haft skoðanaskipti
og haft sín rök fyrir þvi, og þá
er drengilegt að hverfa frá því,
sem staðið var með áður Til þess
að skilja við gamla samherja,
þegar maður á ekki samleið með
þeim lengur, þarf meirj dreng-
lund og tíðum miklu meira hug-
rekki, en til þess að fylgja að
nafni til málefni, sem maður
hefir ekki trú á lengur.
Af guðspjallinu verður ekki
séð, að þessir lærisveinar hafi
horfið frá Jesú vegna þess, að
þeir hafi í rauninni haft skoðana
skiptá. Hér eru trúlega á ferðinni
þeir menn, sem Jesús sagði síðar
hina gamansömu sögu af, að þeir
hafi rekið upp til byggja en
gleymt að reikna út áður, hvað
húsið kostaði, og því orðið að
gefast með skömm upp við hálf-
gert hús.
Þessi skapgerðargalli er svo al
gengur, að fáir einir mega öðr-
um lá. Hér er harmleikur á ferð,
sem víða gerist. Heimili glæsi-
lega reist, en innan skamms í
rústum. Fyrirtæki, sem myndar-
lega var farið af stað með, hryn-
ur. Ævistarf, sem með mikilli
reisn var hafið, liggui í aumk-
unarverðum rústum. Glæsileg
byrjun en auðvirðileg endalok.
Áíormin voru fögur. En skap-
gerðin var ekki nógu traust til
að fylgja þeim eftir og bera þau
fram til sigurs. Shakespeare segir
að vegurinn til vítis sé hlaðmn
úr góðum áformum, sem veikur
vilji sveik.
Hinir stóru menn kristninnar,
og raunar annarra trúarbragða
einnig, eru lýsandi aæmi þess,
hvernig trúin gefur krapt til að
standa við stóru áformin og eyk-
ur viljanum mátt til að full-
komna það, sem fagurlega var
hafið.
Ef Jesús hefði brugðizt, þegar
sárasta raunin gekk yfir hann 1
Getsemane, þá hefði kenning
hans gleymzt og þetta undursam
lega líf hrunið í auðvirðilegar
rústir. Hinn stóri sigur hans var
sá, að deyjandi gat hann á kross-
inum sagt: „Það er fullkomnað.**
Ef Páll hefði brugðizt, þegar
hann var fangi Nerós, bugazt af
þjáningum sínum og keypt sér
grið, þá hefði allur hinn stór-
kostlegi ferill hans frá því er
hann lifði Kristsvitrunina við
Damiaskus, verið til einskis geng-
inn. Hið stórbrotna iíf hans fær ■
stærsta gildi vegna þess, að und-
ir ævilokin getur hann hiklaust
sagt: „Ég hefi fullnað skeiðið,
varðveitt trúna.“
Af uppsprettulindunum, sem
þessir menn berguðu af, hafa
margir aðrir drukkið, og drukk-
ið í sig þrótt til að lifa eins glæsi
leg endalok og upphafið var.
Mennirnir, sem guðspjallið
segir að hafi horfið frá Jesú og
ekki verið framar með honum,
áttu glæsilega byrjun, en þeir
brugðust og áttu auðvirðíleg
endalok.
— Þeir segja að hann sé
franskur, en amerískur borg-
ari?
— Hvað! Er það allt saman
komið í blöðin?
— Allt komið hingað. Er
það rétt?
Hlátur er eina svarið, sem
við fáum við þessu. — Ég
þarf að fara til Ítalíu. Ég
'”tin sem ljósmyndafyrirsæta
París og við verðum send-
til ítalíu fljótlega.
— Gengur þér vel þar?
— Já, ég hefi næga vinnu.
Framh. á bls. 23
Guðrún Bjarnadóttir ásamt foreldrum sínum.
uðrún er alltaf svo róleg,
jja foreldrar hennar og eru róleg líka
3L. ÁTTI í gær símtal við
eldra Guðrúnar, Bjarna
aarssonar, skipasmið í Ytri-
arðvík og Sigriði Stefáns-
ttur, en Guðrún hafði hringt
þeirra frá New York kl.
í gærmorgun og sagt þeim
ittirnar.
— Það var eins og ekkert
fði gerzt, sagði Bjarni. Rödd
iðrúnar í símanum var ákaf
;a eðlileg. Hún sagðist bara
ki geta trúað þessu. En það
mjög vel á henni. Hún var
olítið kvefuð, þegar hún fór
en ég heyrði á röddinni að
n var alveg búin að ná sér.
mars töluðum við ákaflega
ið saman og ekkert um
ppnina í smáatriðum.
Guðrún fór utan þann 5.
úst. Hún kom áður heim
frá París, þar sem hún hefur
verið fyrirsæta hjá ljós-
myndurum. Hún hafði ekki
verið heima síðan um áramót,
þegar hún fór á Norðurlanda-
keppnina í Finnlandi. Eftir
það var hún í Danmörku, við
tízkusýningar, þangað til hún
fór til Parísar í apríl.
— Ég veit ekki hvað ég á
að segja, sagði Sigríður, móð-
ir Guðrúnar. Þetta kom svo
flatt upp á okkur. Við bjugg-
umst ekki við þessu og ekki
Guðrún heldur. En það er
ákaflega gaman að því fyrir
alla aðila. Og mér þótti ákaf-
lega gaman að fá svona frétt-
ir.
— Nei, Guðrún hefur áreið-
anlega engin sérstök áform.
Hún ætlaði aftur til Parisar
en nú veit ég ekki hvað verð-
ur. Hún bjóst aldrei við þessu.
Hún er nú alltaf svo róleg
hefur alltaf verið það, og ekk-
ert taugaóstyrk.
— Fór hún með skautbún-
ing?
— Já, hún fékk búning, fag-
urbláan kyrtil, áður en hun fór
á NorðuHandakeppnina í Finn
landi, Dýrleif Ármann saum-
aði hann. Gullið fékk hún nú
lánað. Einar Jónsson lánaði
henni spöng, sem hann hefur
látið gera og hún fékk sprota-
belti að láni hér í Njarðvík-
unum. Hún kom fram í þess-
um búningi bæði i Finnlandi
og í Tyrklandi á samkeppni á
vegum Sameinuðu þjóðanna.
— Ef þið talið við Guðrúnu
biðjum við kærlega að heilsa
henni, sagði Sigríður að lok-