Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Sunnudagur 18. ágúst 1963 Skrifstofusfarf Starf skrifstofumanns eða stúlku við Bæjarfógeta- embættið í Keflavík, er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. — Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 1. sept. 1963. Bæjarfógetinn í Keflavík. í hjarfa bœjarins Café Scandía Hótel Varðborg, Akureyri, opið frá kl. 7 að morgni. — Heitur matur. Smurt brauð. — Kaffi og heimabakað brauð eftir eigin vali. Borðpantanir í síma 2604. Tilboð óskost í töluvert magn af notuðu þakjárni, sem verður til sýnis í porti Miðbæjarskólans kl. 1—3 mánu- daginn 19. ágúst n.k. Tilboðum skal skila í skrifstofu vora, Vonarstræti 8, fyrir kl. 4 sama dag. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar » BreiÖfiröingar heima og heiman. — Gerist áskrifendur að átt- hagatímaritinu Breiðfirðingi, elzta og eina átthaga tímariti á íslandi.. — Allir árgangar, 20 að tölu fást hjá útgefendum Breiðfirðingafél. Reykjavík, í Breiðfirðingabúð. — Séra Árelíus Níelsson, ritstj. Sigríður Húnfjörð, framk'væmdastjóri. Skrifstofa mín verður LOKUD vegna sumarleyfa þar til í byrjun septem- ber. Boldvin Jónsson hrl. Kirkjutorgi 6. JAPÖNSK EIK Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri: Um trjáskaðana á sJ. vori Mýkomió. Japönsk eik: 1, lVá, lVt 2 og 2V2”. Brenni: 1, 1V4 IV2 2 ... 2y2 og 3”. Birki: 1, iy4, lVz og 2”. Burma Teak: 2, og 2V4. Afromosia: 1V2 ”. Mahogny: lVá’. E R I N D I þetta flutti Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, á aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands í gær, og hefur hann góð- fúslega leyft Mbl. að birta það. Síðasti vetur var mjög mildur um allt land frá því í janúar og fram yfir 1. vikuna í apríl. Mild- astur var hann á Suður- og Suð- vesturlandi. Mátti heita að þar væru 6 vikna samfelid hlýindi frá síðustu viku í febrúar og fram til 8. apríl. Klaki fór úr jörðu víðast hvar á Suðvesturlandi nema mýrum, og brum trjáa fóru að þrútna í lok marz. Reklar voru komnir fram á víði og á öspinni í Múlakoti um mánaða- mótin marz-apríl. Blöð voru kom in fram á öspunni viku af apríl og orðin nokkrir cm á lengd. Hinn 8. apríl vorum við 5 sam- an, Baldur Þorsteinsson, Snorri Sigurðsson, Haukur Ragnarsson, Einar Sæmundsen og ég, staddir í Haukadal til þess að skoða gróðurinn. Fyrir hádegi gengum við um hlíðarnar i mildu og hlýju veðri, og hélzt það svo fram undir kl. hálfþrjú. Vorum við þá staddir heima við húsin þegar skörp vindhviða kom allt í einu með miklum kuldagjósti. Ég spurði Einar Sæmundsen að því, hvort þetta væri vindsveipur eða viðvarandi stormur. Þurfti ekki lengi að bíða svars, því að á örskammri stundu var brostið á norðan hvassviðri með mikl- um kulda. Eftir stutta viðdvöl við Geysi fórum við sem leið liggur niður Grímsnes ofan að Þrastalundi. Þar var þá komið nokkuð frost klukkan 5 um eftir- miðdaginn. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar var um 10 stiga hiti þennan dag um há- degi, en um miðnætti var frostið orðið 12,5 stig. í Múlakoti var talið að hitinn hafi verið eitt- hvað meiri um hádegið en frost- ið mun þar hafa komizt upp í 14 stig. Hitamismunur varð því um 22,5 stig í Reykjavík á 12 tím um en nokkru meiri í Fljótshlíð- inni. Hér má svo bæta því við, að hitabreytingin varð á enn skemmri tíma, því að frostið hófst ekki fyrr en um eða eftir kl. 5 á Suðurlandi. Eftir því, sem mér hefur ver- ið skýrt frá á Veðurstofunni, hafa svo snöggar hitabreytingar ekki átt sér stað í aprílmánuði frá 1920. Og líkindi eru fyrir því, samkvæmt sögn gamalla manna, að slík hitabreyting hafi aldrei átt sér stað að vorlagi á þessari öld. Eins og vænta mátti hlaut slíkt áfall og þetta að valda ein- hverjum skemmdum á trjá- gróðri. Mestar skemmdir urðu á Alaskaösp og sitkagreni, svo og á þingvíði. Þá urðu og skemmd- ir á reyni og birki, en flestar aðrar trjátegundir sluppu að því er virðist lítt skemmdar og nokkrar alveg óskemmdar. Svo urðu og skemmdirnar misjafn- lega miklar á ýmsum stöðum. Svæði það, sem þær taka yfir, eru einkum lágsveitir Suður- lands, frá Vík í Mýrdal vestur að Hellisheiði og umhverfi Reykjavíkur allt til Hvalfjarðar. Norðan Hvalfjarðarstrandar dreg ur ört úr skemmdum, og í upp- sveitum Árnessýslu og Rangár- vallasýslu eru þær miklu minni en í lágsveitunum. Innan þessa svæðis eru skemmdir og nokkuð misjafnar, og fer meðal annars eftir því, hvernig legu staða er háttað gagnvart áttum, þannig að á sólvermdustu stöðunum eru skemmdir meiri en á þeim, sém vita undan suðri. Þá er og mun- ur á hinum ýmsu kvæmum, og loks er sýnilegur munur á ýms- um einstaklingum innan sama kvæmis, eins og við má búast. Hákon Bjarnason Svo hefur aldur trjánna nokkuð að segja. Þau eldri eru harðari. Sú trjátegund, sem harðast hef ur orðið úti, er Alaskaöspin. Að vísu er skaðinn á þingvíði sízt minni, en að því er hann snertir má geta þess, að hann hefúr ver- ið ræktaður hér síðan fyrir alda- mót, og er ekki kunnugt um, að hann hafi nokkurn tíma áður goldið slíkt afhroð. Sú Alaska- ösp, sem hér hefur verio rækt- uð allt frá 1944, er hún fyrst kom hingað til lands, er öll ætt- uð frá tiltölulega litlu svæði við Kenaivatnið í Alaska. Að vísu eru fáeinar til frá Matanuskadal, en þess var varla að vænta, að þær stæðu hretið betur af sér. Enda er ekki um neinn sjónar- mun að ræða á þessum tveim kvæmum. Aspirnar eru allar komnar af tiltölulega fáum trjám og þar sem þeim hefur ávallt verið fjölgað með græðlingum hér á landi, er ekki von til að munur á einstaklingum geti ver- ið mjög mikill. Samt virðist ofur- lítill munur á sumum trjánna. í Múlakoti er sýnilegt að ein öspin hefur staðið hretið betur af sér en flestar hinna, og má vera að afkvæmi hennar kunni að vera eitthvað harðgerari en flestra hinna. Hér er að vísu tæplega hægt að tala um harð- gjörfi í þessu sambandi, held- ur um það, að tréð mun þurfa meiri vorhita en hin til þess að laufgast. Sitkagreni hefur verið flutt hingað til lands frá nokkrum stöðum í Alaska. í fljótu bragði hefur okkur virzt, að það greni, sem á upphaf sitt að rekja til staða nálægt Kenaivatni, hafi goldið mest afhroð. Önnur kvæmi hafa einnig skemmzt en mismun- andi mikið, og virðist svo, sem að hin suðrænustu hafi staðizt áfallið bezt. Þetta á við grenið frá Alaska. En til eru nokkur tré af mjög suðrænum stofni, og þau hafa farið mjög illa. Við höfum líka haft nokkuð af hvítgreni undir höndum, og ennfremur blending hvítgrenis og sitkagrenis, sem hvort tveggja er ættað frá sömu slóðum og ösp- in. Og er það efalaust, að þessi kvæmi hafa goldið hvað mest af- hroð, jafnvel meira en sitka- grenið. Við höfum enn ekki gert taln- ingu á skemmdum í hinum ýmsu teigum, þar sem við höfum sett niður mismunandi kvæmi, þvl að það verk verður að bíða hausts eða jafnvel næsta vors. En eitt lærdómsríkt dæmi get ég nefnt um það, hverju það kann að skipta að hafa góð og rétt kvæmi af trjátegundunum. Fyrir 31 ári rétti Sveinn Björns son, þáverandi sendiherra í Höfn, að mér lítinn pakka. í honum var fræ af sitkagreni, og fylgdi þvi ekki annað en að þetta væri frae frá Alaska. Þar sem ég hafði ekki í neina gróðrarstöð að flýja með fræið gaf ég það Ingimar Sig- urðssyni í Hveragerði. Hann ói upp af því nokkrar plöntur, sem síðan var plantað nálægt Varmá í Hveragerði. Þar söfnuðum við Haukur Ragnarsson könglum fyr- ir einum fjórum árum. Fræið var sent að Hallormsstað og alið upp til tveggja ára aldurs. í fyrravor voru svo milli tvö og þrjú þúsund plöntur sendar það- an til Tumastaða og voru þær dreifsettar þar. Nú vildi svo til, merkiseðlarnir duttu af sumum pökkunum, og plöntur úr þeim fóru saman við annað sitkagreni, en nokkuð var sett á afmarkaðan stað. í vor kom í ljós, að þessar innlendu plöntur stóðu hiætið al- veg af sér, m'eðan aðrar jafnaldra plöntur frá Hómer létu mjög á sjá. En þá kom líka í Ijós, hvar hinar plönturnar höfðu verið settar niður, sem merkiseðlarnir höfðu týnzt af. Þær stóðu eins og grænar raðir í beðum, þar sem aðrar raðir voru meira og minna visnar og dauðar. — Mér þykir ekki aðeins líklegt heldur tel það sönnu næst, að grenifræið frá Sveini Björnssyni hafi verið safnað nokkuð sunnarlega í Al- aska. En þess má geta að for- eldrar þessara trjáa hafa þrifizt ágætlega vel í Hveragerði, svo að ekki ætti að þurfa að óttast um framtíð þessara plantna þegar þær vaxa úr grasi. f Múlakoti stóðu milli 60 og 70 fjallaþinir, sem vaxnir voru af fræi, sem tekið var í 10.500 feta hæð í Klettafjöllum í Colo- rado árið 1940. Af þessum lifa nú aðeins 5 tré, og það merki/ega er, að 3 þeirra hafa ekki látið nokkuð á sjá. Hér eigum við efni í góðan stofn, því að auðvelt er að fjölga þini með græðlingum. Síbiriska lerkið var víðast hvar farið að bruma þegar hret- ið skall á. En að því er virtist var það óskemmt eftir hretið, Hins vegar lítur tú fyrir að hin kalda þræsiveðrátta, sem hélzt langt fram á vor eftir vorfrost- in, hafi skemmt það nokkuð. En lerkið lifir allt þó að það hafi verið með fádæmum ritjulegt fram eftir sumri. Og mér er nær að halda, að þessi kalda veðrátta eigi líka nokkurn þátt í að bana sumum þeirra sitkagrenitrjáa, Framh. á bls. 17 . Siam-Teak og Oregon-Pine væntanlegt. Tökum á móti pöntunum. Útsalá - Útsala - Útsala Karlmanna- og drengjaföt og frakkar. Einnig nærfatnaður á ungbörn og fullornða. Útsalan hættir á mánudag. SEL Klapparstíg 40. Verzlunarhúsnœði til sölu, sem er í byggingu á góðum stað í Holtun- um. Ennfremur gæti fylgt 3ja herb. íbúð á l.hæð í sama húsi. Upplýsingar gefur: STEINN JÓNSSON Lögfræðistofa — Fasteignasala. Kirkjuhvoli — Símar 1-4951 og 1-9090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.