Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 23
•r Sunnudagur 18. ágúst 1963
MORGUNBLAÐIÐ
23
— Bráðabirgðalög
Framh. af bls. 1
og er rétt að krefjast skýrslna,
munnlegra og skriflegra, af ein-
stökum mönnum og embættis-
mönnum.
2. gr.
Gerðardómurinn skal við ákvörð
un mánaðarlauna, vinnutíma og
launa fyrir yfirvinnu, hafa hlið-
sjón af því, hver séu kjör verk-
fræðinga og annarra sambæri-
legra starfsmanna hjá ríkinu,
samkvæmt launakerfi því, er gild
ir frá 1. júlí 1963.
Við setningu gjaldskrár fyrir
verkfræðistörf, unnin í ákvæðis-
vinnu og tímavinnu, skal höfð
hliðsjón af gjaldskrá Verkfræð-
ingafélags íslands, frá 19. apríl
1955 og reglum, er gilt hafa um
framkvæmd hennar.
3. gr.
Verkföll í því skyni að knýja
fram skipan kjaramála, sem lög
þessi taka til, eru óheimil, þar
á meðal framhald verkfalla
Stéttarfélags verkfræðinga, sem
nú eru háð.
4. gr.
Ákvarðanir gerðardóms sam-
kvæmt 1. gr. skulu gilda frá
gildistökudegi laga þessara.
5. gr.
Kostnaður við gerðardóminn,
þar á meðal laun gerðardóms-
manna eftir ákvörðun ráðherra,
greiðist úr ríkissjóðL
6. gr.
Með brot gegn lögum þessum
skal farið að hætti opinberra
mála, og varða brot sektum.
7. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Jafnframt eru úr gildi felld lög
nr. 46, 13. apríl 1963, um hámarks
þóknun fyrir verkfræðislörf.
Gjört að BesSastöðum, 17.
ágúst 1963.
Ásg. Ásgeirsson
(sign.)
Ingólfur Jónsson
(sign.)
— Kongó
Framh. af bls. 1
amba, skýrði fréttamönnum svo
frá, að stjórn hans myndi ekki
láta önnur verkefni til sín taka,
fyrr en ofannefnd rannsókn hef-
ur farið fram.
Massamba var fyrr kennari,
en hefur þó átt sæti á þingi. í
viðtalinu við fréttamenn í dag
vék hann nokkuð að stjórn You-
lou, og sagðL að hún hefði verið
„viðurstyggileg stjórn, sem velt
hefði verið úr sessi með friðsam-
legri byltingu, sem ekki hefði
kostað einn einasta blóðdropa."
Kvað hann fráfarandi stjórn á
margvíslegan hátt hafa skert
mannréttindi þegnanna.
f>á hefur Massamba sakað
stjórnarmenn Youlou fyrir að
hafa sóað því litla fé, sem Kongó-
lýðveldið hafi haft undir hönd-
um.
Um ráðherra bráðabirgðastjórn
arinnar sagði forsætisráðherr-
ann: „Hér er um að ræða sér-
fræðinga, sem allir munu taka
sömu laun og þeir gerðu áður,
og búa í sömu húsum og íbúð-
um og fyrr.“ Það kom fram af
ummælum Massamba, að ráðherr
ar Youlou hafi lifað um efni
fram, og haldið sig ríkmannlega
á kostnað ríkisins.
Ný flugvél Tryggva Helgasonar
Ný flugvél til Akureyrar
AÐ kvöldi fimmtudagsins 8.
ágúst lenti flugvélin TF-JMB,
eign Flugskóla Tryggva
Helgasonar, í fyrsta sinn á
Akureyrarflugvelli. Hallgrím-
ur Jónsson, flugmaður, flaug
vélinni norður og með honum
Björn Sveinsson, flugvirki, en
þeir eru báðir Akureyringar
og starfsmenn Tryggva Helga-
sonar.
Flugvélin var keypt frá
Bandaríkjunum, 2 ára göm-
ul, flutt þaðan með skipi til
Keykjavíkur, þar sem Björn
Sveinsson setti hana saman.
Hún er af gerðinni Piper Colt
eins hreýfils 108 ha, hefir 6
klst. flugþol og meðalhraðann
100 mílur á klst. Hún er búin
talstöð, miðunarstöð og blind-
flugstækjum, enda ætluð til
framhaldskennslu flugnema
og að taka við af vélinni TF-
JMA, sem notuð hefir verið
og mun verða notuð áfram til
by r j end akennslu.
Tryggvi Helgason starfræk
ir nú 4 vélar, 3 eins hreyfils
og eina tveggja hreyfla
sjúkravél, sem einnig er not-
uð til síldarleitar og venju-
legs póst- og farþegaflugs.
Starfsmenn eru 3, 2 flugmenn
og 1 flugvirki. Tryggvi er
mjög rómaður norðanlands
sem viðbragðsfljótur og ör-
uggur sjúkraflugmaður; má
fullyrða, að hann hafi oft
bjargað mannslífum með því
að sækja sjúka og slasaða
við hin erfiðustu skilyrði.
Mjög er nú orðið þröngt
um starfsemi Tryggva á
Akureyrarflugvelli, en þar er
aðeins eitt lítið flugskýli, sem
getur með lagi tekið 3 litl-
ar flugvélar. Er nú orðið mik
il þörf fyrir stórt og vandað
flugskýli á Akureyrir, ekki
aðeins vegna flúgvélakosts
heimamanna, heldur einnig
vegna öryggis annarra flug-
véla sem leið eiga um Ak-
ureyrarflugvöll eða þurfa að
leita þangað af einhverjum
ástæðum, t.d. vegna veðurs.
— Sv. P.
Flugfloti Tryggva á Akureyrarflugvelli.
5 bátar með 14
tonn af humar
Akranesi, 16. ágúst. _
Humarbátar, 5 talsins, lönduðu
hér í dag, lls 14 tonnum af hum
ar. Aflahæstur var Bjarni Jó-
hannesson með 3,5 tonn.
M.b. Ver fékk fullfermi af
•fld í nótt norð-vestur af Þrí-
dröngum, 1000 tunnur, kom hing
•ð kl. 5,30 síðdegis og landaði
•Uu í bræðslu. — Oddur.
— Fegurðar-
drottningin
Framh. af bls. 1
HORFÐI Á SJÁLFA SIG í
SJÓNVARPINU.
Það var á föstudagskvöldið
sem Guðrúw sigraði í lokakeppn-
inni 14 aðra keppendur, sem kom
ust í úrslit. Þá lauk fjögurra daga
keppni og úrslitunum sjónvarp-
að um öll Bandaríkin.
Seinkun á útsendingu gerði
það að verkum að Guðrún gat
horft á sjálfa sig nokkrum
klukkustundum seinna á sjón-
varpsskerminum í herbergi sínu
á hótelinu, þar sem allar stúlk-
urnar búa. Hún sat þar i falleg-
um grænum silkináttkjól og rauð
gullið hárið flóði í lausum lokk-
um. Gæslukona hennar var auð-
vitað hjá henni og einnig fleiri.
— Sjáið þið, mér vöknar bara
um augu, sagði hún, þegar hún
sá sjálfa sig ganga niður hátíðar-
sali Langasands og draga síða
hvíta kjólinn á eftir sér. meðan
áhorfendur fögnuðu henni með
lófaklappi.
Þegar sjónvarpsþættinum var
lokið, æddu stúlkurhar í mesta
óðagoti hver um aðra, þær sem
höfðu tapað og óskuðu sigurveg-
urunum til hamingju eða fiúðu
inn í búningsherbergin sín. Og
Guðrún sagði við fréttamennina:
- Ég er bara ekki farin að átta
mig á þessu. Annars langar hana
til að halda áfram á leiklistar-
brautinni.
Hún sagði að foreldrar sínir,
Bjarni Einarsson, skipasmiður, og
Sigríður Stefánsdóttir, hefðu ver
ið ákaflega ánægð þegar hún
hringdi til Ytri-Njarvíkur og
sagði þeim fréttirnar. En heima
á hún 21 áns gamlan bróður og
15 ára gamla systur.
Guðrún hefur stundað nám í
Pitmans College í London og
hún er vel þekkt myndafyrir-
sæta í Paris.
ABRIR SIGURVEGARAR.
Guðrún hlýtur sem fyrr er sagt
í fyrstu verðlaun 10. þúsund
dollara. Nr. 2 var Ungfrú Eng
land, sem fær 4000 dollara, þriðja
er Ungfrú Austurríki 19 ára
gömul stúlka frá Vin, sem fær
2000 dollara, fjórða er Ungfrú
Amerika, 19 ára stúlka frá Miami
— Hvað?
í Florida og fær hún 1500 dollara
fimmta er Ungfrú Korea, tvítug
stúlka frá Soon chun og fær hún
1000 dollara.
í úrslitum voru fegurðardrottn
ingar frá Bandaríkjunum, Ástra-
líu, Austurríki, Brasilíu, Colum-
bíu, Englandi, Þýzkalandi, ís-
landi, Irlandi, Kóreu, Nýja Sjá-
landi, Filippseyjum, Puerto Rico,
Svíþjóð og Tyrklandi.
Sérstök verðlaun fengu Cat-
herine Paulus frá Luxemburg,
sem var kjörin „Ungfrú vin-
átta,“ Ungfrú Austurríki, sem
valin var vinsælasta stúlkan í
alþjóðlegu skrúðgöngunni og
Síld til Akraness
AKRANESI, 17. ág. — Síldarbát
arnir eru á leið hingað með
síld, sem þeir veiddu í nótt
NV af Þrídröngum. Hingað koma
þeir kl. 4—6 í dag. Aflinn er
frá 300—1400 tunnur á bát. Höfr-
ungur II. er aflahæstur.
Akranesi, 16. ágúst. —
Eldur kom upp rétt eftir hádegi
sl. miðvikudag í miðstöðvarher-
bergi á Stekkjarholti 4. Bruna
lúðurinn gall hátt. Tvær íbúðir
eru í húsinu.
Slökkviliðið kom og slökkti
eldinn á hálfri klukkustund.
Skemmdir urðu af völdum vatns
og reyks. — Oddur.
einnig bezta ljósmyndafyrirsæt-
an, og Ungfrú Texas frá Wichita
Falls, sem kjörin var bezta ljóe-
myndafyrirsæta Ameríku.
Enginn áll
AKRANESI, 17. ág. — Tvímenn-
ingarnir, sem átt hafa álagildr-
urnar þrjár í Hrólfsvatni, hafa
upp á síðkastið ekki orðið var-
ír, hvorki við ál né silung, enda
þótt þeir hafi vitjað reglulega
um vatnagildrumar. — Oddur.
Reyndu að stela
bíl *
ur
Af>FARANÓTT laugardags kom
lögreglan í Keflavík að tveimur
drengjum, 15 og 16 ára, sem
voru að reyna að stela úr bif-
reið. Voru þeir teknir til yfir-
heyrslu.
Framh. af bls. 3
— Hvað ætlarðu að gera
við alla þessa peninga sem þú
færð núna? Hefurðu nokkurn
tíma átt svona mikla peninga?
— Ég hef ekkert hugsað um
það. Og enn hlær Guðrún.
— Svo þú hefur engar sér-
stakar fréttir að segja okkur
af keppninni. Hefur þetta
ekki verið strangt?
— Það er dálítið erfitt.
Við höfum dagskrá alla daga.
En það er alveg yndislegt
hérna. Við höfum allar konu
til að hugsa um okkur. Frú
Swanson hefur hugsað um
mig. Hún hefur verið alveg
dásamleg.
— Það er mikið látið af því
að þú hafir orðið hissa, þegar
þú sigraðir í keppninni.
— Já, mér datt þetta ekki
í bug.
— Einhverja hugmynd hef-
urðu haft um það, þegar þú
varst orðin ein af 15 í úrslit-
um.
— Nei, mér datt ekki í hug
að þeir vildu þessa „týpu“. Ég
hélt að ég væri alltof mögur.
— Er mikið um að vera I
kringum þig?
— Ég veit ekki hvernig það
verður í dag.
— En í gærkvöldi. Var mik-
ið af fréttamönnum?
— Já, allveg fullt hótelið.
— Þeir lýsa því hvernig þú
hafði setið í grænum náttkjól
og horft á sjónvarpið.
— Hvað ertu að segja: Þetta
finnst Guðrúnu reglulega
skemmtilegt og hún hlær
lengi að því.
— Og þeir hafa togað allt
upp úr þér?
— Já, þið vitið hvernig þeir
eru hérna. Þeir spyrja alltaf
um það sama.
— Hvað til dæmis?
-— Hver sé kærastinn minn,
hvernig mér liki í Ameríku,
hverju ég finni helzt að og
þess háttar. Hvernig er ann-
ars veðrið heimá?
Þegar hún hafði fengið svar
við því, sagðist hún koma
heim eftir viku, en ekki vita
hve marga daga hún gæti
stanzað.
— Þá tölum við þig aftur.
Þú verður kannske búin að á-
kveða hvernig þú ætlar að
eyða peningunum þínum og
taka ákvörðun um að trúa
okkur fyrir hver er unnusti
þinn?
Guðrún svarar dræmt ,,já“
og er enn að hlæja þegar sam-
talinu er slitið.
Hafnarfjörður
Garðahreppur.
Afgreiðslustulku
vantar í verzlunina Sóley, Strandgötu 17, Hafnar
firði. Þrískiptar vaktir koma til greina. Upplýsing
ar í verzluninni eða í síma 51280 og 51281.
PRENT /VRAR
Viljum ráða vélsetjara nJ þegar