Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 13
M, Sunnudagur 18. ágúst 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 Blaðaleysi Á sínum tíma var sagt í gamni og alvöru, að nýsköpunar- stjórnin mundi naumast hafa verið mynduð, ef ekki hefði ver- ið prentaraverkfall, meðan um hana var samið. Ella hefðu blaða skammir splundrað öllum samn- ingsmöguleikum. Það er rétt, að oft stendur ófriður af blöðunum og efni þeirra er að sjálfsögðu misjafnt að gseðum. En flestir gakna vinar í stað, eða nöldurs- ins síns, þegar þau koma ekki út. Svo reyndist nú sem fyrr. í fyrstu sögðu sumir, að gott væri að hafa frið fyrir blaðanagginu. En þeir urðu stöðugt fleiri, sem höfðu á orði, að þeir kynnu ekki Við sig blaðalausir. Útvarpið segir að vísu hefztu fréttir, en svo stuttaralega og ófullkomið, að menn finna því betur, hvers virði blöðin eru þeim. Frá aðalfundi Skógræktarfélags Isla nds á Akureyri. — Ljósm. Mbl. Sv. P. REYKJAVIKURBREF Laugard. 17. ágúst Bezta útvarpsviðtalið Með svipuðum hætti og menn lesa blöð mjög misvandlega, þá endast þeir misjafnlega til að hlusta á útvarp. Verst er að koma þar, sem útvarp er stöðugt opið, sífelldur glymjandi, en enginn virðist hlusta á. Aðrir opna helzt ekki nema fyrir fréttir og finnst þær þá oft furðu rýrar. En þess ber að geta sem vel er gert. Við- talið við Jóhannes á Borg, þegar hann varð áttræður, átti sér stað rétt fyrir blaðamannaverkfallið, «vo að ekki hefur verið kostur að minnast þess fyrr í Reykja- víkurbréfi. Nú er því alllangt um liðið síðan það var flutt. Engu að síður má það ekki liggja í þagnargildi, svo ágætt sem það var. Vafálaust eiga fréttamenn- irnir sinn hlut þar að, en mestan þó Jóhannes sjálfur. Hann lýsti þar á fáum mínútum fágætu ævintýri og færði áheyrendum heim sanninn um, að þeir hlust- uðu á rammíslenzkan afreks- mann, sem ruddi sér braut með öðrum hætti en nokkur annar landi hans fyrr eða síðar. Miniiingarlundur Bjarna frá Vogi Um síðustu helgi fór fram lát- laus athöfn vestur í Vogi á Fells strönd, rétt utan við hið forna höfuðból Staðarfell. Frú Guð- laug Magnúsdóttir, ekkja Bjarna Jónssonar frá Vogi, afhjúpaði þar minnismerki um mann sinn, hinn látna þjóðskörung, sem verður 100 ára nú í október. Þá verður Bjarna vafalaust minnzt að verðugu og- skal saga hans því ekki rakin að sinni. Minnismerk- ið er fagurlega hlaðin varða með vangamynd eftir Guðmund heit- inn frá Miðdal. Vörðunni hefur verið valinn staður í hvammi þaðan sem sézt út yfir Hvamms- fjörð og eyjaklasa með tíguleg- an fjallahring í baksýn. Útsýni er í senn fagurt og mikilúðlegt. Sjálfan hvamminn er ætlunin að prýða með trjágróðri. Nú þegar er staðurinn sjálfur og mannvirki margfaldlega þess virði, að ferðalangar staldri þar við og mun þó enn fremur svo verða, þegar að fullu hefur ver- ið frá gengið. Mikilsvert starf Fjölmargir einstaklingar og ýms almenningssamtök í Dala- sýslu hafa lagt fram fé til að minnast nafnkunnasta þing- manns Dalamanna með þessum hætti. Forystumenn úr héraði gengu í nefnd til að hrinda mál- inu áleiðis, en hugmyndina og aðalvinnuna við undirbúninginn lagði fram Guðmundur Jónsson, garðyrkjumaður. Guðmundur hef ur þegar beitt sér fyrir að koma upp nokkrum slíkum minnis- merkjum eða minningarlundum á Norðurlandi, á þeim stöðum, sem nöfn kunnra manna eru sér staklega tengd við. En ætlan hans að halda því starfi áfram víðsvegar um landið. Hann hef- ur t.d. í huga að reisa Guðmundi Hannessyni prófessor minnis- varða á fæðingarstað hans, Guð- laugsstöðum í Austur-Húnavatns sýslu, og Sveini Pálssyni í Vík í Mýrdal. Sumum kann e.t.v. að þykja lítið til um þetta starf. Slíkt er mikill misskilningur. Á þennan hátt eru yngri kynslóðir minntar á merka fyrri tíðar menn, Heimamenn og ferðalang- ar fá nýja staði til að skoða, sam- tímis því sem þeir rifja upp unn- in afrek. Listamenn fá og færi á að iðka íþrótt sína og mi'klu fleiri að kynnast verkum þeirra en ella. Hinn aldni heiðursmað- ur, Guðmundur Jónsson, á sann- arlega þakkir skilið fyfir frum- kvæði sitt og dugnað. Fyrsta sporið Það var sannmæli hjá Kennedy Bandaríkjaforseta, að samning- urinn um bann við helsprengju- tilraunum er fyrsta sporið í þús- und mílna göngu til að tryggja allsherjarfrið. Því marki verður aldrei náð nema gangan sé haf- in með fyrsta sporinu. En enn er aðeins verið að stíga fyrsta spor- ið. Öll gangan er eftir. Á þeirri löngu leið verða vafalaust marg- ar torfærur og oft misviðrasamt. Enn eygja menn markmiðið ein- ungis í hugum sér. Því fer víðs fjarri, að það sé sjálft í augsýn. Hollt er að minnast hlákunnar sem ýmsir héldu að komin væri í kalda stríðinu, eftir að Eisenhow er Bandaríkjaforseti og einræðis- herrarnir frá Moskvu hittust í Genf 1955. Þau vinarhót, sem þá voru höfð í frammi, voru hér á landi notuð sem yfirvarp þess, að gera ætti ísland varnarlaust. Raunar vissu þeir, sem það yfir- varp völdu sér, betur en þeir létu. Þess vegna gengu þeír á bak orða og eiða strax við fyrsta tækifæri haustið 1956 og sömdu um áframhaldandi varnii — gegn greiðslu úr öryggissjóði Banda- ríkjanna! Tvær orsakir Ekki fer á milli mála, að það eru einkum tvær orsakir, sem nú gera að verkum, að Krúsjeff er viðmælandi. Annars vegar er vaxandi fjandskapur milli Sovét kommúnista og Kínakomma. Sá fjandskapur hefur lengi verið að búa um sig en hefur nú blossað upp, svo að hann getur engum dulizt. Hin orsökin er sú, að Krúsjeff sannfærðist um það í Kúbudeilunni á s.l. hausti, að honum yrði ekki þolað að ógna Bandaríkjunum eða Vesturheimi yfirleitt með kjarnorkuvopnum staðsettum á Kúbu. Þá töluðu Bandaríkin því máli, sem komm únistar skildu. Þeim lærdómi má enginn unnandi friðar og frelsis gleyma. Vísasti vegur til glötunar Ef lýðræðisþjóðirnar slökuðu nú á vörnum sínum, væri það vísasti vegurinn til glötunar. Um fyrirsjáanlega framtíð verður heimsfriður einungis tryggður með styrku afli og öruggri sam- heldni. Lítil dyggð er að skríða í skjól annarra — og taka þó borgun fyrir — eins og Fram- sókn gerði haustið 1956, þegar voðinn er öllum augljós. Jafnt veikir og sterkir verða að sýna vilja til sjálfstæðis og frelsis og leggja nokkuð á sig vegna þess- ara frumgæða, ef þeir vilja halda þeim. Yfirgnæfandi meiri- hluti íslenzlhi þjóðarinnar skilur þetta. Jafnvel kommúnistar- játa í sinn hóp, að fjandskapur við varnir fslands er þeim sízt til framdráttar. Þjónustúsemi þeirra við sína erlendu húsbændur er samt slík, að þeir munu seint láta af vamarleysisskvaldri sínu. Sumum þeirra, sem verið hafa í Rússlandi nýlega, ofbýður samt „snobbið" fyrir Bandaríkjamönn- um þar, samtímis því sem þeim er skipað að fjandskapast við þá Bandaríkjamenn, sem hér dveljast okkur til varnar. Sporin sem hræða Af Framsóknarmönnum ætti að mega krefjast meira. Og þó, — getur nokkur, sem minnist frammistöðu þeirra 1955 og 1956 í alvöru gengið með slíkar grill- ur? Utanríkisráðherra þeirra lýsti 20. desember 1955 yfir hin- um „almennu vonbrigðum" sem skapast höfðu „vegna Genfarfund arins“, en hinn 27. marz næst á eftir vitnaði hann í „andann frá Genf“ til styrktar því, að ísland mætti gera varnarlaust! Hinn 6. maí þar á eftir samþykkti hann hinsvegar ásamt öðrum utanríkis ráðherrum Atlantshafsbandalags ins: \ „Vesturveldin geta ekki slakað á varðgæzlu sinni. — — Það eru því — öryggismálin, sem eru grundvallaratriðið og Atlants- hafsríkm verða framvegis að meta það mest af öllu að við halda samheldni sinni og styrk- leika." Þannig hófst hinn ljóti leikur, seni hélt áfram með ræðu Her- manrvs um, að betra væri að vanta brauð en hafa varnir landi, og lauk með framlengingu varnarsamningsins — fyrir borg- un — haustið 1956! Enn auðvirðilegri en 1956 Erfitt er að hugsa sér auðvirði legri framkomu en Framsóknar- menn gerðu sig seka um á þess- um árum. Svo er þó að sjá sem þeir ætli nú að sökkva enn dýpra. Skýrt hefur verið frá, að í afchugun sé að bæta afgreiðslu- skilyrði og olíugeyma í Hval- firði, jafnframt því sem við hendina verði legufæri fyrir skip, ef á þarf að halda. Allir vita, að of seint kann að verða að gera slíkair ráðstafanir, ef til ófriðar kæmi. Al'lt getur oltið á því að vera viðbúinn. Mest er um vert að nauðsynlegur viðbúnaður sýni, að æfclunin er ekki sú að gefast upp heldur tryggja, að árás verði ekki gerð. Olíugeym- arnir í Hvalfirði eru nú orðnir 20 ára gamlir. Þeir voru sfcríðs- framleiðsla, settir upp i skyndi. Til þess að þeir komi að tilætl- uðum notum, þarf vitanlega að endurnýja þá, svo sem önnur mannvirki. Þetta vita Framsókn armenn jafnvel eins og aðrir. Ef þeir meintu nokkuð með því hollusfcutali, sem þeir hafa öðru hvoru látið sér um munn fara í garð Atlantshafsbandalagsins.s mundu Framsóknarmenn telja þetta svo sjálfsagt að þeir teldu það ekki umtalsvert. En á dag- inn er komið, að allt annað er uppi á teningnum. Gróðinn af olíu- geyniunum Eftir ófriðarlokin náði eitt af dótturfélögum SÍS eignarhaldi á olíugeymunum í Hvalfirði fyrir sáralítið verð. Sízt mun ofmælt, að fáar'eignir hafi hér á landi orðið arðbærari en þessir olíu- geymar. Þeir hafa lengst af og að mestu verið leigðir varnar- liðinu. Frá leigumálanum hefur ekki verið opinberlega skýrt, en víst er að dótturfélag SÍS hefur hagnazt á hönum offjár. Framsóknarmenn halda því nú fram, að geymarnir séu enn í ágætu standi og þurfi hvorki endurnýjunar né aukningar. Þeir um það. Vitanlega ræður dótt- urfélag SIS hvað það gerir við sína eign. En fróðlegt væri fyrir almenning að fá skýrslur um allar fjárreiður í sambandi við olíugeymana, hversu gróðinn hef ur verið mikill og hvað við hann hefur verið gert. Ef hugur SÍS- herranna til almenningsþjónustu væri jafn einlægur og þeir í orði kveðnu láta, mundi ekki á þeim standa að gefa fullkomna skýrslu , um svo nýstárlegt efnL Komið við kvik- Míia Hætt er samt við, að bið verðl á að þessi gögn verði lögð fyrir almenning. En hann þarf ekki vitnanna við. Frásögn af athug- un á byggingu nýrra olíugeyma, hvað þá tilhugsunin um bygg- ingu nýrrar olíustöðvar í Hval- firði, hefur komið Framsóknar- mönnum til að ganga rétt einu sinni af göflunum. Enn hefur það sannast, að þeir meta varnir ís- lands fyrst og fremst til fjár. Að þessu sinni setja þeir stórgróða dótturfélags SÍS öllu ofar. Við .“ slíka menn er ákaflega erfitt að halda uppi málefnaumræðum. Sjónarmið þeirra og flestra ann- arra eru svo gerólík. Innan Fram sóknarflokksins eru þó margir, sem hafa fullkomin viðbjóð á slíkum vinnubrögðum. Spurning- in er, hvort þeir láta nú kúgast eða þeir taka ráðin af valda- bröskurum, sem hafa svælt und- ir sig flokkinn og halda honum í járngreipum fjármálaveldis SIS. Út á við reyna þeir allir að halda hópinn, en inn á við logar allt í fjandskap og tortryggni. Ekiki aðeins vegna viðleitni sumra til að fá flokkinn til að meta málin málefnanna vegna, heldur og sökum sífeldrar valda togstreitu hinna. Almennur léttir Lítt pólitískur maður, sem sökum starfa síns ferðaðist víðs- vegar um landið skömmu eftir kosningar, hafði orð á því við kuningja sinn, að hvarvetna sem hann hefði komið hefði verið létt yfir mönnum sökum únslita kosninganna. Honum þótti engin furða, þótt svo væri um Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn. Hitt þótti honum eftirtekt- arverðara, að sami hugur ríkti hjá ótrúlega mörgnm, sem greitt höfðu stjórnarandstæðingum at- kvæði. Þeir höfðu að vísu ekki brugðið fylgi sínu við þá flokka, sem þeir áður höfðu fyllt, en þeir létu uppi við hinn ópólitíska mann, að þjóðinni væri fyrir beztu að hafa örugga, samhenta stjórn. Glundroðinn og óvissan hlyti að bitna á öllum. Víst má segja, að slíkur hugsunarhátbur lýsi tvískinnungi. Atkvæðið ræð- ur úrslitum og vel hefði mátt svo fara, að menn hefðu kosið yfir sig það, sem þeir sizt vildu. En stjórnmálin eru aukaatriði í hugum margra og ýmislegt kem ur til greina, þegar ákvörðun skal tekin. Of margir hugsa sem svo, að allt muni fara vel, þó að þeir sjálfir breyti ekki til og velji annan flokk en áður. Þess- um ’mönnum varð samt nú að ósk sinni. Stjórnin hlaut yfir- gnæfandi og vaxandi fylgi. Framsókn situr með sárt ennið Þrátt fyrir digurbarkaleg læti, skilur Framsókn samt, að hún er stödd á vegamótum Forystu- menn hennar settu allt inn á að koma sér í þá aðstöðu, að án þeirra yrði ekki stjórnað. Glæfra leikurinn mistókst og gagnrýni innan flokksins fer óðum vax- andi. Þess vegna reyna Fram- sóknarbroddarnir nú að friða fylgismenn sína með því, að þeir muni engu að síður komast í rík- isstjórn áður en langt um líður. Samkvæmt fyrri reynslu mundu þeir ekki svífast margháttaðra skemmdarverka til að koma þeim vilja sínum fram. En kjós- endur hafa ákveðið allt annað. Þeir vilja halda Fram- sókn utan stjórnar vegna þess að þeir vita, að tilkoma hennar mundi leiða til spillingar og ýf- inga, sem torvelda hlytu heil- brigða stjórnarhætti. Nú er það stjórnarflokkanna að sýna, að þeir séu verðir trausts þjóðar- innar. Margháttaðir erfiðleikar eru framundan eins og oft áður, en á þeim má sigrast með ein- beittum vilja og stefnufestu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.