Morgunblaðið - 22.08.1963, Page 3

Morgunblaðið - 22.08.1963, Page 3
 Fimmtudagur 22. ágúst 1963. MORGUNBLADIÐ 3 — - m: ■ . i — Það er nóg pláss þar sem hjartarýmið er nóg, segir Páll ísólfsson, og verið þið hjart- anlega velkomin. Við erum stödd í ísólfsskála á Stokkseyri. Páll hefur boð- ið til sín Tónskáldafélagi ís- lands ásamt frúm og það get- ur engum dulizt, að það eru miklir aufúsugestir, sem Páll og frú Sigrún taka á móti af innileik og rausn. Æðri mátt- arvöld virðast ekkert hafa út á þennan samfund að setja, því veðrið er yndislegt, sól- skin og hlýja. Tónskáldin teyga svalandi hafgoluna um leið og þeir rabba saman um Páli ræðir við yngri kynslóðina, Þorkel Sigu rbjörnsson, Jón Þörarinsson og Jón Nordal. Inspírasjón í ísdlfsskála „Liengdarbaugurlnn, sem íiggur um Stokkseyri, sker ekkert Iand í suðurátt fyrr en kemur að Suðurskautslandinu", segir Páll við Helga Pálsson. hugðarmál sfn á svölunum, er snúa fram að sjónum. — Gerðir þú samning við þá þarna efra um veðrið, Páll? spyr einhver og bendir til himins. — Ég talaði við þá helztu, svarar Páll. — Óskaplega er hér inspír- erandi umhverfi, segir Skúli Halldórsson. — Já, hér er ágætt, segir Páll. Önnur ástæða fyrir því, að ég valdi þennan stað undir ísólfsskála, er sú, að hér var leikvangur okkar krakkanna á Stokkseyri. Eitt sinn bar það við að kerling nokkur af- gömul kom til okkar, er við voru að leik hérna á túninu og gekk beint til mín og tók að tauta fyrir munni sér. Hin börnin hlupu öll sitt í hverja áttina en ég mátti mig hvergi hræra af ótta. Svo stjarfur var ég af hræðslu að ég veit ekk- ert hvað sú gamla þuldi yfir mér eða hvað um var að vera fyrr en ég stóð hér allt í einu einn og yfirgefinn og kerlingin á bak og burt. Ég þekkti allar kerlingar á Stokkseyri og þetta var eng- in þeirra. Askell Snorrason er að segja frá því, er Glinka samdi óperu og þurfti að fá leyfi Rússakeisara, til þess að fá hana flutta: —Czar inn gaf leyfi til flutnings, með því. skilyrði að óperan yrði nefnd „Lifið fyrir Czar- inn!“ Glinka líkaði ekki þessi nafngift betur en svo, að hann skýrði óperuna „Lifið án keisarans!“ — Já, þetta voru slæmir tímar. — Það er misjafnt hvar og hvernig menn fá inspirasjón, segir Þorkell Sigurbjörnsson við nokkra yngstu listamenn- ina, sem standa í hóp undir garði haglega hlöðnum úr fjörugrjóti. Magnús Blönd- al Jóhannsson samdi músík við leikrit í Land-Rover jeppa á leið norður í land um dag- inn. Inspírasjónin var svo mik il, að músíkin var allt of löng fyrir leikritið og verður senni lega að nota aíganginn i út- göngumarz. — Magnús fær nú alls kon- ar inspírasjónir, segir Atli Heimir Sveinsson. Hann er svifflugmaður mikill og fyrir skömmu var hann á flugi yfir Vífilsfelli, er hann sá stúlkur nokkrar liggja í sólbaði i Evu klæðum ofarlega í fjalls- hlíðinni. Vissu þær ekki fyrr til en kallað var rétt fyrir ofan þær: „Góðan daginn, stúlkur.“ Þeim varð svo mik- ið um, að þær hlupu fyrir björg og hafa ekki sézt síðan. Svipazt um af Baugsstaða- kambi Nú stíga allir upp í strætis- vagninn, sem flutti gestina austur, og er ekið út að Baugs staðavita, sem stendur nokkru austar en ísólfsskáli. Þar er farið út og ganga menn upp á kambinn fyrir framan vit- ann. — Þessi fjara nefnist Baugs staðagrjót, segir Páll ög bend ir á stórgrýtta fjöruna framan við kambinn. Þegar flóð er og hvasst af hafi, er hér öðru vísi um að litast. Kamburinn er þá eins og hólmi umflot- inn brimróti. — Hér er aðgrunnt, heldur Páll áfram. Hægt er að vaða langt út á landgrunnið og spýta í Atlantshafið. Nú tekur Páll að fræða kollega sína um staði í ná- grenninu og sögu. — Þarna er Traðarholt. Þar var Fjalla-Eyvindur vinnu- maður, komst undir manna hendur og flúði síðan. Þetta eru Baugsstaðir, sem vitinn dregur nafn af. Þarna eru Stjörnusteinar, sem fyrstur byggði Hásteinn Atlason. Ann ars er strandlengjan milli Þjórsár- og Ölfursárósa mesta skrímsla og draugahérað á íslandi. Hér áður fyrr gekk varla nokkur maður milli án þess að hitta fjörulalla eða aðra óvætti. — Ögmundur biskup Páls- son hafði Flóann ekki í há- vegum, heldur Páll áfram. Honum þótti rýr tíundin héð- an miðað við suma aðra hluta Árnesþings. Dómurinn hljóð- aði svo: „Grímsnesið góða og Gullhreppar, Sultartunga og Svartiflói“ Mjög gott skyggni er til fjalla og bendir Páll á þau helztu: — Kambarnir og Ing- ólfsfjall. Þarna austar sjá- Framh. á bls. 23 Tónlistarmenn á BaugsstaSakambi. Talið frá vinstri: Pálmar Eyjólfsson, Helgi Pálsson, Jón Þórarinsson, Karl Ó. Runólfsson, Sigurður Þ órðarson, Þórarinn Jónsson, Paul Pampichler, Gunnar Reynir Sveinsson, Áskell Snorrason, S kúli Halldórsson, Jón Nordal, Jórunn Viðar, Páll ísólfsson, Jón S. Jónsson, Atli Heimir Sveinsso n, Sigfús Halldórsson og Þorkell Sigurbjörnsson „BændablaJið" Tíminn gerir í gær enn eina tilraun til að ráðast á minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, sem sat að völdum 1942. Segir w þar m.a.: , „Dýrtíðin hefur aldrei magn- azt eins hratt hér á landi og sein- ustu misserin, þegar undan er skilið valdatímabil flokksstjórnar Ólafs Thors 1942“ Um fyrri hluta þessarar máls- greinar er rætt í forystugrein i blaðinu í dag, en um síðari hlut- ann, þ.e. fullyrðingar Tímans um minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins, er rétt að það komi fram, að dýrtíðarhækkun sem Tíminn ræðst nú á stafaði ein- göngu af hækkuðu verði á land- búnaðarafurðum. Það er furðulegt blygðunar- leysi af flokki, sem kennir sig við bændur, að ráðast á aðgerðir minnihlutastjórnarinnar 1942. Þá gerði Sjálfstæðisflokkurinn átak í þá átt að rétta hlut bænda eftir að Framsóknarflokkurinn hafði gengið svo frá málum þeirra að engum hefði þótt mik- ið þótt óáran í sveitum landsins hefði fylgt í kjölfar stefnu hans. Með þessum árásum Tímans eru Framsóknarmenn beinlínis að ráðast á aðgerðir til bjargar ís- lenzkum bændum á erfiðum tím um. Sjálfstæðisflokkurinn hækk- aði kjötverðið til bænda og ekki er of djúpt í árinni tekið, þótt fullyrt sé að hann hafi þar með bjargað mörgum þeirra frá yfir- vofandi gjaldþroti eftir venju- lega ringulreið, sem fylgir í kjöl farið á svokallaðri „stefnu“ Fram sóknarflokksins í landbúnaðar- málum. Kommunistaþjónusta Framsóknarflokkurinn hefur oft þjónað kommúnistum vel, nú síðast í svonefndu Hvalfjarðar- máli. Timamenn hafa jafnvel gengið feti framar en kommún- istar í því að breyta staðreynd- um í máli þessu. Mönnum er ljóst orðið, hver er hin raunverulega ástæða til viðbragða Tímans þeg ar hann nú fyrir skömmu réðst með oforsi á ríkisstjórnina vegna Hvalfjarðarmálsins. Flokkurinn stendur uppi berskjaldaður, það er óðum að skýrast hvað undir býr. En þó Þjóðviljinn sé ekki allskostar ánægður með ástæð- una, fagnar hann þó þeirri „stefnu“, sem nú hefur verið upp tekin í Tímanum. í forystu- grein Þjóðviljans í gær segir m.a. svo um mál þetta: Það er engum efa bundið að yfirgnæfandi meirihluti af kjós- endum flokksins (þe. I’ramsókn- arflokksins) er algerlega andvíg- ur hernámsstefnunni og raunar aðild að Atlantshafsbandal. Engu að siður stóð forusta flokksins að því að kalla herinn inn í landið, hún hefur síðan verið aðili að hernámsstefnunni, og sú stefna hefur yfirleitt verið varin á síð- um Tímans, en hernámsandstæð- ingar innan flokksins hafa naum- ast komið sjónarmiðum sínum að. Það er engum efa bundið að það er fyrst og fremst hernáms- gróðinn sem bundið hefur for- ustu Framsóknarflokksins við þessa stefnu, hin ógeðfelldu um- svif Olíufélagsins og annarra hermangsfyrirtækja; forusta flokksins tók meira tillit til fjár- muna þeirra en skoðana ó- breyttra flokksmanna. Með her- námsframkvæmdunum nýju í Hvalfirði virðist ætlunin að ganga fram hjá hermángsfyrir- tækjum Framsóknarflokksins og því rýnar áhrifavald þeirra á for ustu flokksins að sama skapi. Þetta er ástæðan til þess að for- usta Framsóknarflokksins hefur tekið afstöðu gegn Hvalfjarðar- samningunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.