Morgunblaðið - 22.08.1963, Page 6
6
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 22. ágúst 1983.
E. J. Stardal:
Veiöar og „drápsgleöi"
Lokasvar til Hallgríms Jónassonar
HALLGRIMUR Jónasson ritar
grein í Mbl. hinn 17. þ.m. vegna
greinarkorns, sem undirritaður
hafði sett í sama blað til þess
að bera til baka tvítekin ósann-
indi í dagblaðinu Tímanum um
að undirritaður hygðist leiðsaga
erlenda veiðimenn á hreindýra-
veiðar hér. Umræður þessar
hafa spunnizt á þann veg í með-
förum H.J. að erfitt er að leiða
alveg hjá sér, þó ef til vill rétt
ast væri. Gætir í senn hjá H.J.
misskilnings, vanþekkingar og ó
vandaðs málflutnings. I fyrsta
lagi nefnir H.J. það rugl hjá mér
er ég leiðrétti þann misskilning
hans í upphafi að hreindýr séu
friðuð á íslandi. Hann hafði á-
litið þau alfriðuð nema að lógað
væri nokkrum aflóga dýrum. Er
ég hafði upplýst hann um að ár
lega væri leyft að fella 500—600
fullorðin dýr frá 7. ágúst til 20.
september segir hann, að fengn
um þessum upplýsingum, að víst
séu dýrin friðuð 10% mánuð af
12. Nema hvað? Veit H.J. ekki að
næstum öll villt nytjadýr sem
veidd eru, eru friðuð langan tíma
ár hvert? Langflest þeirra um
fengitíma og meðan þau ala og
ala önn fyrir afkvæmum sínum.
Leitast er við að veiða þau, þeg
ar þau gefa mestan arð og minnst
hætta er á að stofninn verði fyrir
skerðingu. Rjúpan er til dæmis
alfriðuð, — nema þann tíma sem
leyft er að skjóta hanaH Les-
endur geta svo sjálfir dæmt hvor
okkar H.J. er að rugla í þessu
tilliti.
H.J. vill ekki trúa því að veiði
menn geti verið dýravinir og
segir síðan að þeir „láti slag
standa“ hvort dýrunum sem send
er banakúla „limlesti og særi til
langvarandi kvala eða veldur
bráðum bana“. Þetta eru ósvífn
ar dylgjur sem H.J. getur ekki
staðið við. Eg hygg mig hafa
meiri kynni af veiðimönnum en
H.J. og á ennþá eftir að finna
þann í þeim hópi, sem lætur
sér á sama standa um slíkt. Auð
vitað er misjafn sauður í hópi
þeirra þúsunda og milljóna
karla og kvenna er við veiðar
fást. En langflestir veiðimenn
gera sér allt far um að vinna
veiðidýrum bana á eins hreinleg
an og skjótan hátt og auðið er.
í veiðilöggjöf og reglugerðum
flestrá landa gilda afarstrangar
reglur um þetta atriði og eru þó
hin óskráðu veiðimannalög venju
lega strangari. Víða í Afríku
m.a.s. eru fyrirmæli um að sært
villidýr skuli skilyrðislaust leit
að uppi og fellt þó það feli í sér
hinn mesta lífsháska fyrir veiði
manninn.'
Sportveiðimenn munið
Eftir þessa fuliyrðingu kem-
ur H.J. með þá fölsun orða minna
að ég hafi sagt að veiðimenn
„umbæti líf hér á jörð“ og legg
ur út af þessu. Eg sagði hins
vegar að í hópi sportveiðimanna
mætti finna fjölda ágætismanna
og ýmsa mestu og beztu menn
þessarar jarðkringlu, sem hefðu
gert sitt til að bæta mannlíf hér
á jörð; nefndi þar til menn eins
og t.d. Friðþjóf Nansen. Hins
vegar lagði H.J., óviljandi, mér
sannleik í munn, því sportveiði
menn hafa gert mikið til þess að
fá bannaðar ómannúðlegar veiði
aðferðir, t.d. gildruveiðar, veið
ar með dýrabogum, útburð eit-
urs gegn meindýrum o.fl. í
mörgum löndum og ekki hvað
sízt í Ameríku. Þeir hafa og jafn
an hlutast til um, að þar sem
skotvopnum er beitt séu þau af
hæfilegum stærðum og gerðum.
T.d. vakti Skotfélag Reykjavíkur
yfir því á sínum tíma, er hrein-
dýraveiðar hófust aftur að vænt
anlegir hreinaveiðarar notuðu
nægilega öfluga riffla til veið-
anna, og benti á nauðsyn þess
að litið væri eftir því að þeir
kynnu með þau að fara.
H.J. færir þessu næst til ljóta
sögu af „veiðimanni“ sem laum-
aðist heim að bæ einum og drap
þar hálfgerðan alifugl fyrir aug
um heimilisbarnanna, — segir
þetta hafi verið alkunnur sport
maður reykvískur, og semur síð
an siðapredikun út frá þessum
texta og kveður ekki ofmælt að
þeir menn er slíka iðju stunda
fá heitið mannskepnur. Þar
urðum við H.J. algerlega sam-
mála því mannfýla þessi er ef
sagan er sönn, margsekur, bæði
við veiðilöggjöf og almenn hegn
ingarlög og ætti að hýðast með
sinni eigin byssuól að loknum
öðrum refsingum.
En það er ósmekklega ræt
ið af H.J. að taka þetta dæmi
og reyna síðan lævíslega að
klína svona verknaði almennt
á veiðimenn. Það er sams
konar röksemdafærsla eins
og eg t.d. reyndi að telja
mönnum trú um að ferðalang
urinn Hallgrímur Jónasson
væri fyllibytta og fjallagarp-
ar þeir, sem leita öræfanna
væru slarkarar, á þeim for
sendum að nokkrir afvega-
leiddir unglingar hafa stofnað
til ölæðisskemmtana á ýms
um fegurstu stöðum í óbyggð
um landsins.
H.J. segir að sportveiðimenn
hafi þá sérstöðu meðal íþrótta-
manna að þeir æfi sig á lifandi
dýrum. Þetta er hálfur sannleik
ur og tæplega það. í flestöllum
menningarlöndum starfa veiði-
og skotfélög þar sem byrjendum
er kennt að fara með skotvopn
og þeim gefin tækifæri á að æfa
leikni sína á skotmörkum úr
pappír o. þ. h. í Englandi er byrj
endum ekki leyft að beina skot-
vopni gegn lifandi dýrum fyrr
en þeir hafa fengið næga leikm
á öðrum vettvangi og þar er tek
ið ómjúkum höndum á kæru-
leysi eða klaufaskap. í Þýzka-
landi verða menn að gangast und
ir ströng próf um þekkingu á
dýralífi og veiðiskap og ganga í
samtök veiðimanna áður en þeir
fá veiðileyfi. Hérlendis eru ágæt
lega skipuglöð félög lax- og sil-
ungsveiðimanna er setja meðlim
um sínum strangar reglur, en
hvað skotvopnum viðvíkur er
þetta enn á byrjunarstigi. Skot-
félag Reykjavíkur hefur ekki
veiðiskap á stefnuskrá sinni
heldur iðkun skotfimi, sem keppn
isíþróttar, en í því félagi eru
fjölmargir sportveiðimenn. Hér
má því gjarnan skjóta því inn að
þegar bóndi utan af landi aug-
lýsti í útvarpi eftir skotmönnum
til þess að drepa gæsir um há
varptímann, er hrjáðu kornarkra
hans og hét verðlaunum fyrir
þessi lögbrot, bærði Dýravernd
unarfélagið ekki á sér! ókunnugt
er mér um að löggæzluvaldið
hafi látið málið til sín taka og
ekki rak Hallgrímur Jónasson
upp skræk, en Skotféiag Reykja-
víkur áminnti félagsmenn sína
með útvarpsauglýsingu og skor
aði jafnframt á alla aðra er með
skotvopn fara að virða fugla-
friðunarlögin.
Dýravernd eða sentimentalismi
H.J. klykkir út með senti-
mental hugvekju um hversu
ljótt það sé hjá sportveiðimönn
um að drepa dýr. Kallar það
takmörkun hugsunarinnar sem
felist í því að líta á málið að-
eins frá sjónarmiði veiðimanns-
ins. Ójá. Þetta er virðingarvert
sjónarmið svo langt sem það
nær, en H.J. hugsar bara ekki
kenningu sína til fulls, éða a.m.k.
virðist dýraverndunaráhuga hans
og dýraást þröngur stakkur
skorinn. Það er nú einu sinni
svo að I hinni miklu hringrás
náttúrunnar virðist það vera ó-
rjúfanleg lögmál að ein tegund
lífvera er ætluð annarri til fæðu
og stærsti liðurinn í fæðuöflun
mannsins er og hefur verið dýra
dráp og útlit til að verði um
skeið. Hinn frumstæði maður
forntíðarinnar gladdist er hann
hafði drepið dýr sér og sínum til
framdráttar. Hjarðmaðurinn og
bóndi nútímans gleðjast yfir væn
um fjárhjörðum, sem þeir hyggj
ast innan tíðar reka á blóðvöll.
Ef þetta er af „drápsgleði* þá
er sjálfsbjargarviðleitni manns-
ins lika drápsgleði. Leiðir H.J.
hugann að því næst er hann hef
ur lambasteik á borðum, að rif
ið sem hann nagar, var fyrir
skömmu partur af lifandi veru,
er lék sér áhyggjulaust um laut
og hól meðal lyngs og blóma,
eða hvaða hugrenningar fóru um
kýrheilann er hún var svipt af-
kvæmi sínu, það rotað og étið svo
manna börn fái mjólk? Lands-
búar heyra ekki aðrar fregmr
fúsari en, að Eggert á Sigurpáli
og aðrir aflakóngar hafi kramið
og kæft til dauða nýjar milljónir
síldar og þorsks. Hvílíkir óþokk
ar og gleðjast áreiðanlega yfir
öllu athæfinu! Mannskepnan
ræðst með eitri og öllum morð-
tólum, sem henta, gegn rottum,
refum, úlfum og öðrum að henn
ar áliti meindýrum. ^>etta er
nauðsyn, en ekki leikur kann
einhver H.J. að segja. Alveg rétt,
en gleymum bara ekki því að öll
þessi dýr eiga bara sitt eina líf
og jafnan rétt til lífsins. Annað
er hræSni. Og ég hefi persónu-
lega enga trú á því að ferfætt
dýr, fuglar eða fiskar geri hinn
minnsta mUn á því hvort það er
ofsótt og drepið af nauðsyn at-
vinnumannsins eða af sportveiði
manni, sem veiðir í frístundum.
Hitt veit ég, sem og allir, sem
veiða og hafa alizt upp með dýr
um, að af öllum þeim aragrúa
dýra sem maðurinn aflífar sér
til framdráttar munu þau dýr
sem falla fyrir æfðri hendi góðs
veiðimanns hljóta mannúðlegast
an bana, sem kemur venjulegast
að óvörum og slekkur líf þeirra
eins og Ijós sem blásið er á.
Og þá er ekki seinna vænna
að skilgreina hugtakið góður
veiðimaður ef skilningur þess
skyldi enn vera óljós fyrir H.J.
Veiðimaður kallast sá sem veið-
ir villt dýr. Sportveiðimaður
nefnist sá sem fer til veiða í frí-
stundum sínum. Góður og sann
ur veiðimaður hefur í fyrsta
lagi til að bera nægilega leikni
með veiðitæki sitt, hann fer að
lögum og reglum á hverjum
stað og tima og banar bráð sinni,
hvort það er fiskur, fugl eða fer
fætlingur á eins skjótan og hrein
legan hátt og auðið er og líður
ekki öðrum annað.
Innilokaðir borgarbúar nútím
ans leita meðfæddri ævintýraþrá
hvers heilbrigðs manns útrásar
á ýmsan hátt. Sumir lesa leyni-
lögreglusögur og morðreyfara,
aðrir fara til fjalla, en aðrir til
veiða. Ef sá hópur æskumanna
er það gerir stækkaði að mun er
ég viss, að sá hópur gæti lagt lóð
sitt á metaskálarnar þannig að
íslenzkir unglingar reyndust
ekki einhverjir þrekminnstu I
heiminum eins og nú er að koma
á daginn.
Þessi blaðaskrif sem upphaf-
lega spunnust út af einni Tíma-
lygi eru þegar orðin of löng. Eg
hefi leitast við að leiðrétta hár-
toganir og misskilning H.J. og
setja um leið að nokkru fram
skoðanir mínar og fjölda ann-
arra er veiði- og útilífi unna.
H.J. getur síðan umsnúið þessu
eins og hann vill, gert mér upp
skoðanir og barist síðan við þær
eins og hann er drengur til. Eg
hygg ég muni ekki telja ómaks
ins vert að svara því frekar né
fara í mannjöínuð við hann.
Reykjavík, 20. ágúst 1963.
E. J. S.
Moskva varð-
veitir hrein-
leikann
MOSKVU, 20. ágúst. — Moskvu-
blaðið „Pravda“ birti í dag í
heild yfírlýsingu sýrlenzka
kommúnistaflokksins um stuðn-
ing- við Rússa í hugsjónadeilu
kommúnistaflokkanna í Kína og
Soyétríkjunum.
I yfirlýsingunni eru Kínverj-
ar meðal annars víttir fyrir til-
raunir sínar til þess að einangra
þjóðir í Asíu, Afríku og Suður-
Ameríku frá sósíalísku ríkjunum,
emkum Sovétríkjunum.
Fyrirsögnin fyrir yfirlýsing-
unni í Pravda var svohljóðandi.
„Sovézki kommúnistaflokkurinn
varðveitir hreinleikann í kenn-
ingum Marx og Lenins“.
• Umferðarmenningin
„Þorri“ skrifar:
„Kæri Velvakandi.
í framhaldi af skrifum þín-
um um umferðina á þjóðveg-
unum langar mig til þess að
leggja örfá orð í belg. Ég get
vel samþykkt það, að bílstjórar
stóru flutningabílanna og áætl
unarbílanna séu yfirleitt mjög
kurteisir og liprir. í þessu sam
bandi get ég sagt þér frá einu
atviki, sem kom fyrir mig á
Norðurlandi í sumar, það gæti
orðið öðrum til leiðbeiningar.
Ég ók alllengi á eftir stórum
flutningabíl, sem ekki vék þótt
ég þeytti bílhornið eins og orka
þess leyfði. Ég var orðinn sann
færður um, að ég hefði þar
hitt fyrir undantekninguna,
einn, sem „ætti veginn“. En þá
kom mér skyndilega í hug, að
ef til vill heyrði maðurinn ekki
„hljómleika" mína. Hann var
ef til vill að hlusta á sama
glymjandann í útvarpinu og ég
í mínum bíl. Ók ég þá þegar
utarlega á veginn, komst í sjón
færi við spegil skelmisins á
undan, kveikti ljós og blikkaði.
Þetta hreif á stundinni.
• Smábílarnir
Því ber ekki að neita, að sum
ir bílstjórar, sem óvanir eru
að aka úti á vegum, kunna alls
ekki að mæta bílum né hleypa
þeim íram úr sér. Einum mætti
ég t. d. á veginum upp að
Geysi. Ofaníburður er laus bæði
á vegarkantinum og hryggnum
á miðjum veginum. Ég skipti
niður að venju og fikraði mig
út á vegarbrúnina, en hinn ók
án þess að draga úr ferðinni
eins og hann væri á sléttum og
breiðum vegi. Mér er enn
óskiljanlegt, hvernig hann
skauzt framhjá, en hann fékk
lexíuna, missti nær vald á bíin-
um, en hélt honum þó á vegin-
um. Þar stanzaði hann alveg
og var þar enn, þegar ég hvarf
fyrir næstu haeð.
• Ef bíll er í „skottinu“
Ég hef haft það fyrir reglu,
að nái bíll mér úti á vegi, só
kominn „í skottið* á mér, eins
og það er kallað, að hægja
strax á ferðinni og hleypa hon-
um framúr við fyrsta tækifæri.
Bíll, sem nær mér, ekur hrað-
ar en ég, og ég þarf ekki að
hafa áhyggjur af honum, hann
hverfur skjótt úr augsýn. Og
nú í sumar tók ég eftir því, að
fjölmargir bílstjórar, ég vil
segja mikill meirihluti, fer eins
að.
Umferðarmenningin úti á
vegum hefir aukizt svo mjög,
að ef áframhaldið verður eins,
geta menn glaðir lagt upp i
sína ferð, án þess að eiga það
á hættu að durtar eða angur-
gapar eyðileggi alla ánægju.
Þorrr1,