Morgunblaðið - 22.08.1963, Page 12

Morgunblaðið - 22.08.1963, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. ágúst 1963. Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. • Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. UTAN ÚR HEIMI FRAMSOKN MEÐGENGUR ¥ gær birtist í Tímanum for- ystugrein undir nafninu: „Orsakir dýrtíðarinnar“. Þar er reynt með venjulegum Framsóknarrökum að sýna fram á, að Framsóknarflokk- urinn hafi aldrei komið ná- lægt neinni dýrtíð á íslandi, hún sé öll meira og minna runnin undan rifjum Sjálf- stæðisflokksins. Tíminn segir, að orsakir þeirrar dýrtíðar- þenslu, sem nú er glímt við, séu m. a. þær, að gengisfell- ingar hafi komið af stað verð- bólgu í landinu. Aldrei þessu vant eru full- yrðingar Tímans ekki alveg út í hött. En vert er að líta nánar á þetta mál. Genginu hefur verið breytt tvisvar í tíð núverandi stjórnarflokka, þ.e. í febrúar 1960 og ágúst 1961. Þegar núverandi ríkis- stjórn hafði tekið við völd- um, fékk hún sérfræðinga til að gera athuganir á styrk- leika vinstristjórnar krónunn ar, og að þeirri athugun lok- inni töldu þeir, að hún væri ekki meira virði en svo, að nauðsyn bæri til að lækka gengi hennar í 40 eða 42 krón- ur fyrir hvern Bandaríkjadal. En ríkisstjórnin vildi, þrátt fyrir þessar leiðbeiningar sér- fræðinganna, halda í íslenzku krónum í dollar. Þessar ráð- ákvað því að lækka hana ekki meira en svo, að næmi 38 krónum í dollar. Þessar ráð- stafanir voru einungis gerð- ar í því skyni að rétta við það sem aflaga hafði farið í tíð vinstri stjórnarinnar. Eins og allir vita voru efnahagsmál landsins í rúst, þegar núver- andi viðreisnarstjórn tók við og bar brýna nauðsyn til að byggja nýja borg á þeim rúst- um, sem fyrir voru. Sú verð- hækkun, sem af þessu hefur leitt, er því arfur frá vinstri stjórninni og sú staðreynd, að verðbólgan og verðlagið urðu ekki hærri en raun ber vitni. á rætur sínar að rekja til þess, hversu fljótt var við brugðizt og af hve mikilli ár- vekni og ábyrgðartilfinningu núverandi ríkisstjórn skarst í leikinn og kom í veg fyrir frekari og alvarlegri skerð- ingar. Ástæðan til þess að ríkis- stjórnin var knúin til að breyta gengi íslenzkrar krónu í ágúst 1961 var sú, að Fram- sóknarflokkurinn gerði sam- særi með kommúnistum og lét SÍS svíkja samstarf við aðra atvinnurekendur í land- inu og samdi um kauphækk- anir, sem allir vissu að voru meiri en greiðsluþol atvinnu- veganna. Framsóknarmenn létu sér þá, ekki frekar en nú, allt fyrir brjósti brenna. Þeir voru staðráðnir í því að fórna hagsmunum íslands fyrir valdabrask sitt, þeir skyidu komast í ríkisstjórn með hvaða brögðum, sem tiltæk voru. En ævintýri þeirra fór sem betur fer út um þúfur. Fólkið sá að nokkru leyti í gegnum blekkingarvefinn, eins og kosningaúrslitin sýndu, og á væntanlega eftir að sjá betur í gegnum hann á því kjörtímabili sem nú er nýhafið. Eftir svikasamninga SÍS hækkaði kaupgjald um allt að 15%, að því að talið er. Þá vissu þó allir, að atvinnuveg- irnir stóðu höllum fæti og þoldu ekki slíka hækkun. Þessir samningar voru því ekki samningar um bætt kjör fólksins, heldur um það eitt, að fella krónuna, ef það mætti verða til þess að fella ríkis- stjórnina um leið. En núver- andi viðreisnarstjórn brást eins vel við vandanum og hægt var, eins og á stóð. Ef hún hefði ekki þorað að horf- ast í augu við þá erfiðleika, sem framundan blöstu í efna- hags- og atvinnulífi þjóðar- innar, væri ástandið í landinu nú öðru vísi en raun ber vitni. Það er því rangt sem Tím- inn segir, að það hafi verið gengisfellingarnar, sem hafi •orsakað dýrtíðarþensluna. Or sakirnar voru fyrst og fremst óstjórn Framsóknarflokksins í tíð vinstri stjórnarinnar og óþjóðleg samvinna hans við kommúnistaflokkinn. Dýrtíð- in er því fyrst og fremst arf- ur sem þjóðin hefur tekið frá Framsóknarflokknum. Hún er eitt af afkvæmum þeirrar „þjóðlegu stefnu“ sem Tím- inn boðar. HVALFJÖRÐUR OG TÍMINN Fins og menn muna gerði ^ Tíminn mikið veður út af svonefndu Hvalfjarðarmáli og hneykslaðist ósköpin öll á því, að þar skyldi- eiga að fara fram rannsókn á því, hvort ekki væri ástæða til að auka birgðageymslur Atlants hafsbandalagsins í firðin- um. Gekk Tíminn svo langt í blekkingum sínum um mál þetta, að almenningur var agndofa og er þó ýmsu vaft- ur úr þeim herbúðum. Tíminn þóttist auðvitað vera að gæta hagsmuna ís- Helandermálið gengur aftur ER Helander biskup sekur um níðskrif, eða hefur hann verið dæmdur frá embætti fyr ir verknað, sem hann hefur ekki framið? Þessari spurn- ingu hafa margir Svíar verið að velta fyrir sér í meira en tíu ár. Um Helandermálið hef- ur verið meir rætt og ritað en nokkurt annað sænskt mál á þessari - öld, auk blaðaskrifa hafa langar ritgerðir verið birtar um það, og meira að segja hefur leikrit verið sam- ið um það (A. Kielland: „Herr ann og þjónar hans“). Dick Helander hefur jafnan neitað sekt sinni og eftir að dómur féll á hann fyrst í undirrétti og svo í Svea Hovratt, sem er yfirdómur, safnaði hann nýj- um gögnum og krafðist þess að málið yrði tekið upp að nýju. En hæstiréttur neitaði þessu lengi vel, eða þangað til í júlí 1961. Þá hafði Helander gefið út varnarrit sitt, „Oskyldig dömd“ og lagt fram fjölda nýrra gagna, sakleysi sínu til sönnunar. Af því að mál þetta er nú orðið 11 ára gamalt, er rétt að rifja upp aðalatriði þess: — í Strangnasbiskupsdæmi skyldi nýr biskup kosinn í maí 1952. Meðal umsækjenda var Dick Helander, þáverandi guðfræði prófessor í Uppsölum, 56 ára. Hann var kosinn. En fyrir kosninguna höfðu margir þeirra, sem atkvæðisrétt höfðu, fengið nafnlaus bréf, með níði um ýmsa hinna um- sækjendanna. Yfir tiu mis- munandi útgáfur af þessum níðbréfum hafa komið fram, og spunnust sögur um hver höfundurinn mundi vera og var m.a. tilnefndur presturinn Eric Segelberg. Helander var skipaður bisk- up í desember 1952, en nokkru áður hafði Segelberg kært til lögreglunnar út af níðbréfun- um og því, að orðrómurinn hafði bendlað hann við þau, En þegar lögreglan fór að Helander rannsaka málið komst hún bráðlega á þá skoðun, að níð- höfundurinn væri enginn ann- ar en hinn nýkjörni biskup, Helander. Rökstuddi hún þetta með fingraförum, sem fundust á sumum bréfunum, og einkennum á ritvélaletri, sem þótti mega rekja til rit- vélar er Helander notaði. Mál- ið kom fyrir dóm haustið 1953, og í desember dæmdi undir- rétturinn í Uppsölum Heland- er sekan, og í apríl 1954 stað- festi Svea Hovratt þann dóm og dæmdi Helander frá emb- ætti. Hann skaut málinu til hæstaréttar, sem neitaði um leyfi til þess að málið yrði tek ið upp að nýju. En áður en hér var komið sögu höfðu miklar deilur haf- izt meðal lögfræðinga í Sví- þjóð um dóm þenna, og héldu margir því fram, að líkurnar sem Helander var dæmdur á, væri svo veikar, að óforsvar- anlegt væri að byggja sektar- dóm á þeim. Er það einsdæmi að nokkur dómur hafi sætt jafn mikilli gagnrýni í Sví- þjóð. Helander og meðhaldsmenn hans héldu áfram að safna gögnum í málinu og vorið 1957 gaf hann út áðurgreint varnarrit sitt, og bað hæsta- rétt aftur um að málið yrði tekið upp á ný. Og árið eftir sendi hann ný gögn. Hæstirétt ur leitaði álits saksóknara rík- isins, sem ráðlagði að beiðn- inni yrði neitað. En loks komst hæstiréttur að þeirri niður- stöðu í júlí 1961, að rétt væri að málið yrði tekið upp aftur og fengið Svea Hovrátt til meðferðar þá um haustið. En síðan hefur frestur komið eft- ir frest, sumpart vegna veik- inda Helanders en sumpart vegna nýrra gagna, sem fram hafa komið og rétturinn hefur þurft tíma til að rannsaka. Meðal þeirra má nefna stað- hæfingar um, að lögreglan og ákæruvaldið hafi farið grun- samlega með níðbréfin og stungið skjölum undir stól. - Loks þótti tímabært að taka málið fyrir 19. marz í vor sem leið, en þá heimtaði opinberi ákærandinn enn frest til þess að kanna ný plögg í málinu. Var því þá frestað til 23. apríl en vegna nýrra kæruatriða milli aðila var málinu enn frestað til 20. ágúst. En nú er ekkert talið að vanbúnaði lengur. Þetta verð- ur umfangsmikið mál, því að það eru um 14.000 ummæli, dómsforsendur, blaðagreinar og fleira, sem rétturinn á að Framh. á bls. 23 lenzku þjóðarinnar, ekki síð- ur en kommúnistar, og kenpt- ist um að slá ryki í augu fólks. En allar fullyrðingar blaðs- ins um það, að nú ætti að koma ‘upp flota- og kafbáta- stöð í Keflavík, voru auðvit- að staðlausir stafir. Og í frétt frá AP sem Morgunblaðið birti sl. laugardag er sagt, að talsmenn Bandaríkjastjórnar hafi lýst því yfir, að fregnin um fyrirhugaða kjarnorku- kafbátastöð í Hvalfirði hafi við engin rök að styðjast. Hvalfjörður mundi vera á- fram, eins og hingað til, olíu- birgðastöð fyrir Atlantshafs- bandalagið. Tíminn veit líka upp á sig skömmina. Nú þegir hann þunnu hljóði og þorir varla að minnast á „rosafréttina“ um Hvalfjörð. Ástæðan mun ekki sízt vera sú, að almenn- ingur er farinn að gera sér grein fyrir því hver muni vera hin raunverulega ástæða þessa öldugjálfurs í „bænda- blaðinu“. Olíufélagið á olíu- geymana í Hvalfirði og hefur, að því er upplýst hefur verið, þénað á þeim marga milljóna- tugi. Þegar svo er ráðgert að fjölga olíugeymum í Hval- firði er komið við peninga- kaunin á Framsóknarbrodd- unum. Þeir óttast um sinn hag. Þeir eru hræddir um að missa spón úr sínum olíuaski. En til að hyljast reykskýi blekkinganna, er málinu sleg- ið upp á forsíðu Tímans sem „íslenzkri stefnu“ eða „þjóð- legri stefnu.“ Þó að Þjóðviljinn hafi séð, hver er raunveruleg ástæða til afstöðu Tímans í máli þessu, á hann í gær ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. á frammistöðu Framsóknar. Segir hann meðal annars, að hinni raunverulegu herleið- ingu Framsóknarflokksins kunni loksins að vera lokið, ef Framsóknarflokkurinn heldur fast fram þeirri stefnu, sem hann nú síðast hefur markað um utanríkismál með Hvalf j arðarmálinu. ÍSLAND í UNESCO Tll'orgunblaðinu hefur borizt í hendur fyrsta bindi af stórmerku riti, sem gefið er út á vegum UNESCO, eða Vísinda- og menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Er hér um að ræða fyrsta bindi af bokaflokki um menn- ingarsöguna frá upphafi vega. Hafa verið til kvaddir hinir merkustu rithöfundar og fræðimenn frá ýmsum lönd- um heims og munu þeir sjá um ritverk þetta, sem verður í allmörgum stórum bindum. Vísinda- og menningarstofn unin hefur unnið margt þarft verk á sínu sviði. Meðal ann- ars gefur hún út þýðingar á bókmenntum aðildarþjóð- anna og hefur þannig stór- aukið kynni á menningu þeirra, en fátt er betur til þess fallið að auka skilning þjóða í milli. ísland á enga aðild að hinu mikla menningarsögulega rit- verki, sem nú er unnið að. Ástæðan er sú, að ísland hef- ur, af einhverjum ástæðum, ekki gerzt meðlimur í UN ESCO. Þeir eru margir sem segja, a^.við eigum ekki að eyða stórfé í aðild að alla konar samtökum og má það stundum rétt vera. En þegar stórmerk nytjastofnun eins og UNESCO á í hlut, er óskilj- anlegt, hvers vegna ísland á ekki aðild að þeirri stofnun. Það mundi aðeins kosta ó- verulegar upphæðir, sem þjóðin getur fengið margfald- lega ávaxtaðar í því merka starfi, sem unnið er á vegum þessarar stofnunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.