Morgunblaðið - 22.08.1963, Side 13
Fimmtudagur 22. ágúst 1963
MORCUNBLAÐIÐ
13
DAGSKRÁ ráðstefnu félags-
málaráðherra Norðurlanda
hófst í gær, en gera varð ýms-
ar breytingar á henni, þar
sem ýmsar tafir og óhöpp
urðu á vegi þátttakendanna.
Ráðstefnan er haldin að Bif-
röst í Borgarfirði.
Nokkrir ráðherranna, ásamt
föruneyti, áttu að koma með
Cloúdmastervél Flugfélagsins
frá Kaupmannahöfn sl. þriðju
dagskvöld. En þegar flugvél-
in nálgaðist landið varð að
snúa henni við til Prestvíkur,
þar sem þoka kom í veg fyrir
að lent yrði á íslandi.
Með flugvélinni voru
finnsku ráSherrarnir Verner
Korsbáck og Onni Nárvánen
og fjöldi finnskra, danskra og
norskra ráðuneytismanna.
Sænski ráðherrann Sven Aspl
Ráðherramir, sem mættir voni í gær til ráðstefnunnar (frá vinstri): Verner Korsbáck,
Finnlandi, Emil Jónsson, Sven Aspling, Svíþjóð, og Onni Nárvánen, Finnlandi.
Raðherrar í hrakningum
ing kom til Reykjavíkur sl.
mánudagskvöld ásamt sinum
mönnum. Enginn ráðherra
kemur frá Noregi, en frá Dan
mörku kemur innanríkisráð-
herrann, Lars P. Jensen, í
veikindaforföllum Bumdvad,
félagsmálaráðherra. Larsen
var væntanlegur til íslands í
gærkvöldi, félli nokkur flug-
ferð.
Þegar Cloudmastervélin
kom til Prestvíkur með hina
þreyttu ferðalanga fengust
þar ekki hótelherbergi. Urðu
þeir að sofa í stólum í biðsal
flugstöðvarinnar, þeir sem á
annað borð gátu sofnað. Um
níu leytið í gærmorgun var
aftur búizt til íslandsferðar.
Lenti flugvélin loks á
Reykjavíkurflugvelli um kl.
1.30 síðdegis. Þar voru fyrir
Emil Jónsson, félagsmálaráð-
herra, Hjálmar Vilhjálmsson,
ráðuneytisstjóri, og aðrir ís-
lenzkir þátttakendur í ráð-
stefnunni. Fögnuðu þeir vel
gestunum, sem voru hátt í sól
arhring á eftir áætlun.
Dagskráin átti að hefjast
kL 9.30 um morguninn með
heimsókn að Reykjalundi og
hódegisverði að Þingvöllum.
Þar sem svo áliðið var dags
varð að hætta við heimsókn-
ina að Reykjalundi. Fóru all-
ir ráðherrarnir og föruneyti
inn í langferðabíl frá Norður-
leið h.f. og innan tíðar var
haldið af stað til Þingvalla.
Blaðamaður og ljósmynd-
ari frá Morgunblaðinu fylgdi
á eftir hópnum. Þegar lang-
ferðabíllinn var farinn að
nálgast Leirvogsvatn sáu
Morgunblaðsmennirnir mik-
inn gufustrók stíga upp frá
honum. Það leit út fyrir að
ekki ætti af hinum þreyttu
ferðalöngum að ganga. Það
sauð á bílnum, svo hraust-
lega, að Ásgeir, bílstjóri, varð
að setja þurrkurnar í gang.
Stanzað var við Leirvogsá,
hjá Svanastöðum, og fór Ás-
geir með brúsa til að sækja
vatn. Þurfti að fara einar 8
eða 9 ferðir í ána þar til vatns
kassinn var orðinn fullur. Síð
asta brúsann sótti Salvesen
norskur skrifstofustjóri. „Það
er bezt að hafa þennan til
vara“, sagði hann og brosti
við.
Vatnsburðinn tók alllangan
tíma, einar 20 mínútur, og
vöppuðu sumir hinna erlendu
gesta í kringum bílinn á með-
an, einn og einn kíkti í op
vatnskassans til að gá að
hvort hann færi ekki bráðum
að fyllast.
Langferðabíllinn er af
Scania-Vabis gerð, sænskur.
Vakti sú staðreynd mikla
kátínu meðal hinna norrænu
ferðalanga, einkum hlóu þeir
norsku dátt að því er einn
Svíinn sagði Morgunblaðs-
mönnum. Aðrir töluðu um, að
gufustrókurinn hefði verið
nokkur raunabót, þar sem
ekki gæfist tækifæri til að
heimsækja Geysi.
Loks var háldið af stað aft
ur og komið að Valhöll kl.
rúmlega 3, í fögru og kyrru
veðri. Þar sem svo áliðið var
dags var hætt við að stanza
við Lögberg.
Það voru þreyttir, syfjaðir
og slæptir menn sem stigu út
úr langferðabílnum á hlaðinu
í Valhöll. Því kærkomnari
var kokteillinn og maturinn
sem beið, lax, kjúklingar, ost
1959, en þá hefði hann milli-
lent á Keflavíkurflugvelli að
nóttu til, er hann var á leið á
þing Sameinuðu þjóðanna.
Kvað Korsbáck þetta því
vera í rauninni í fyrsta skipti
sem hann kæmi til landsins,
sæi það með eigin augum.
Kvað hann hin fyrstu áhrif
mjög jákvæð.
Ráðherrann kvaðst hafa les
ið í flugvélinni bækling um
fsland og í honum væri farið
fögrum orðum um íslenzka
náttúru. Þar væri ekki orðum
aukið, því það sem hann hefði
enn séð væri bæði tilkomu-
mikið og fagurt
Að lokum sagði Korsbáck,
og brosti við: „í bæklingnum
stendur einnig, að islenzkar
konur séu mjög fagrar. Þær,
sem ég hef enn séð, rísa fylli
lega undir þeim ummælum".
Sven Aspling sagði, að
mörg þýðingarmikil mál yrðu
rædd á ráðstefnunni, sem nú
væri haldin í fyrsta skipti á
íslandi. Vonandi fengjust
ákveðin svör við ýmsum
þeim erfiðu spurningum, sem
ræddar yrðu, og alls ekki
mætti gleyma hversu þýðing-
armikil væru persónuleg
kynni manna, sem fjölluðu
um lausn svipaðra vanda-
mála.
Aspling kvaðst hafa einu
sinni áður komið tii íslands,
árið 1949. Hefði hann hrjfizt
af landinu. Undraðist ráðherr
ann, hversu nýtízkuleg borg
Reykjavík væri og hina stór-
kostlegu uppbyggingu, sem
þar færi fram. Reykjavík
væri fögur borg.
í dag hefjast fundir á ráð-
röst. Helztu mál, sem rædd
stefnunni kl. 9 árdegis að Bif-
verða, eru trygging tekna á
meðan á veikindum stendur,
hvenær borgarar öðlist rétt
til ellilífeyris, námskeið til
verkþjálfunar og vandamál
varðandi heimilisaðstoð og
ibúðamál aldraðs fólks.
Emil Jónsson hellsar liinum norrænu gestum við komuna til Reykjavíkur. Ljósm. Sv. Þ.
Ásgeir bílstjóri sækir vatn
í brúsann.
ar, kaffi með tilheyrandi veig
um.
Þegar snæðingi var lokið
um kl. 5.30 voru menn hýrari
á svip og var ákveðið. að far-
in skyldi Kaldadalsleið að
Bifröst, en það er nokkurra
klukkustunda akstur.
Áður en haldið var af stað
tókst Morgunblaðinu að ná
tali sem snöggvast af þeim
ráðherrunum Verner Kors-
báck og Sven Aspling.
Korsbáck sagði, að fsland
væri vel þekkt í Finnlandi,
enda lærðu börn og ungling-
ar um landið í skólunum, sem
og hin Norðurlöndin. Þessi
þekking kæmi sér vel þegar
mönnum gæfist tækifæri til
að heimsækja ísland. Hann
kvaðst hafa aðeins einu sinni
komið til landsins fyrr, árið
Salvesen hinn norski kemur
hlaupandi með vatn til
vara.
Tveggja alda afmælis Hóladóm-
kirkju minnzt á prestastefnunni
PRESTASTEFNA fslands 1963
(synodus) verður haldin á Hól-
um í Hjaltadal n.k. mánudag. I
sambandi við hana verður
tveiggja alda afmæli Hóladóm-
kirkju minnzt á Hólum daginn
iður.
Dagskrá prestastefnunnar er
sern hér segir.
Sunnudaginn 25. ágúst:
Minnzt tveggja alda afmælis
Hóladómkirkju.
Kl. 2:00. Hátíðarmessa. Bisk-
up íslands, dr. Sigurbjörn Ein-
arsson og síra Björn Björnsson,
prófastur, predika og þjóna fyrir
altari. Kór Sauðárkrókskirkju
syngur undir stjórn Eyþórs Stef
ánssonar.
KI. 5.00. Svipmyndir úr sögu
Hóladómkirkju, dagskrá í um-
sjón dr. Kristjáns Eldjárns,
þjóðminjavarðar. Orgelleikur:
Dr. Páll ísólfsson.
Kl. 9:00. Kvöldsöngur með alt
arisgöngu.
Mánudaginn 26. ágúst:
Kl. 9 árd.: Morgunsöngur. —
Hugleiðing. Síra Finnbogi Krist
jánsson.
Kl. 10:00. Ávarp biskups Og
yfirlitsskýrsla.
Kl. 11:00. Þórarinn Þórarins-
son, skólastjóri, flytur erindi og
gerir grein fyrir störfum mennta
málanefndar, er kjörin var á
prestastefnu síðasta árs.
Kl. 2:00. Síra Þorgrímur V.
Sigurðsson segir frá lútherska
heimsmótinu í Helsingfors.
Kl. 4:00. Síra Sigurjón Guð-
jónsson, prófastur, flytur erindi:
Sálmar og sálmabók.
Kl. 5:00. Síra Helgi Tryggva-
son flytur erindi. Kennið þeim
Kl. 9:00. Síra Sigurður Einars
son flytur erindi: Gengið í heilög
spor. Kvöldsöngur. Synodusslit.
í sambandi við prestastefnuna
verða flutt tvö erindi í útvarp:
Síra Einar Guðnason: Hróðólfur
biskup og Bæjarskólinn. Síra
Sigurður Pálsson: Um kirkju-
byggingar. Annað erindið verð-
ur flutt á sunnudagskvöld en
hitt sennilega á þriðjudagskvöld.