Morgunblaðið - 22.08.1963, Page 24

Morgunblaðið - 22.08.1963, Page 24
ŒIBBIií 178. tbl. — Fimmtudagur 22. ágúst 1963 Fengu yf ir 100 kg. hákarl á ýsuldð “ • **•—**■' •*- —1*~~~ jr*» —Lr.u^ii. Skartgripaverzlunin séS úr glugga Rafns. Ljósm. Studio Gests. AKRANESI, 21. ágúst. Trillubáturinn Farsæll, 7 tonna, fékk ekki alls fyrir löngu stærðar háikarl, á annað tonn að þyngd, á ýsulóðina. Hann hafði tekið agnið á litla önglinum í sinn gráðuga kjaft, en um leið og hann sneri frá, undið línuásn- um upp á' sporð sinn. Þeir fóru að, eins og alvanir hákarlamenn, spændu kringlótt gat í gegnum snoppuna, þræddu í vír-manillu og drógu skepnuna til lands. Úr maga hákarisins kom ein tunna ai lifur, sem þeir urðu að fleygja: enginn markaður. En há- karlinn verður verkaður; mun væntanlegur á matborð manna á næeta þorra, verðmikill, og af Heyfengur góður LÁGAFELLI, 22. ágúst. Fyrri slætti er yfirleitt lokið á Fljótdalshéraði, heyfengur víða allgóður og sums staðar sérstak- lega á úthéraðj hefur verið heyj- að nokkuð á útengi. í heild má telja tiðarfar hagstætt til hey- skapar, yfirleitt kalt í veðri en þurrviðrasamt, sérstaklega í ágúst. — J-B. Búið oð salta upp í samn- inga ? MORGUNBLAÐEÐ frétti í gær, að mjög langt mundi nú vera komið að salta síld upp í gerða sölusamninga. Saltað hefði verið upp í saltsíldar- samninga, langt komið með að salta upp x sérverkunarsamn- inga og búið að „fylla" Finn landssamninginn. Ekki tókst Mbl. að fá staðfestingu á þess um fréttum, en ljóst má vera, að söltun upp í samninga mörgum talinn hnossgæti. — Þeir fiskuðu og tæpt tonn af ýsu. Trillubátarnir róa hér daglega, en það er langt að sækja, 4ra klst. sigling út, svo að róðurmn tekur stundum allt að því sólar- hring. Ýsuaflinn er 1—2 tonn á bát. — Oddur. Taldi þjdfinum hughvarf Á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags féll maður, sem leið átti um Skólavörðustíg lítið eitt við.skál, fýrir freist- ingunni, braut rúðu á skart- gripaverzlun Kornelíusar Jóns sonar, greip þaðan þrjú falleg og girnileg úr og gekk síðan hröðum skrefum niður í Bankastræti. Á efstu hæð á Skólavörðu- stíg 3, beint á móti skartgripa- verzluninni, var 19 ára piltur nýkominn heim og hafði gripið bók til að lesa áður en hann færi að sofa, af því hann var í sumarfríi. Hrökk hann upp við brothljóðið og þaut út að þakglugganum, horfði niður á manninn, sem var að taka úr glugganum, og hljóp síðan niður stigann til að elta sökudólginn. Pilturinn heitir Rafn Gestsson. — Þegar ég kom út á göt- una var hann að hverfa fyrir hornið á BankastrætL Ég hljóp strax á eftir Honum, og náði honum svolítið neðar í brekkunnL Hann hljóp ekki en gekk frekar hratt, og mér fannst strax eins og hann væri eitthvað hræddur við það, sem hann var búinn að gera. — Ég tók af honum úrin, sem voru þrjú, og hann veitti enga mótspyrnu, en þegar ég hafði orð á því að fara með hann á lögreglustöðina tók hann á rás inn í Þmgiholts- stræti en ég náði honum fljótt aftur. — Ég vildi ekki leggja í neinar stympmgar og fór þess vegna að tala við hann, sagði ; honum að ég mundi kannast við hann aftur þó að hann hlypist á brott, það flækti bara málið og það yrði tekið harðara á honum. — Hann varð aumari eftir Framh. á bls. 23. Enn góð veiði eystra Rafn Gestsson með úrið frá KornelíusL Yfirmenn á toj»urum boða verkfall YFIRMENN á togurum hafa boð at verkfall 28. ágúst, hafi samn ingar ekki tekizt fyrir þann tíma. Sáttasemjari ríkisins hélt fund með deiluaðiljum aðfara- nótt þriðjudags, án þess að ár- angur næðist. Annar fundur hef ur verið boðaður í kvöld. SÓLARHRINGINN frá þriðju- dagsmorgni til miðvikudagsmorg uns fengu 42 skip tæplega 25 þús. mál og tunnur, afþillega rúmar 40 mílur út af Glettinganesi. I gærkvöldi voru skipin farin að kasta á Seyðisfjarðardýpi, 27 —30 mílur út af Dalatanga. Veð- ur var þá gott. ★ V OPNAFIRÐI, 21. ágúst. — Hér hefur verið saltað úr tveim- ur skipum í díf„ 800 tunnur úr hvoru. Skipin eru Jón Garðar og Guðmundur Péturs. Síldin er nú að færast norður eftir og að verða álitlegri. „Æg- ir“ er nú yfir torfum 40 mílur NA frá Glettinganesi, og eru skipin að flykkjast þangað. — S. ★ NESKAUPSTAÐ, 21. ágúst. — Inn komu í dag: Guðný ÍS með 350 tunnur, Gissur hvíti 1000 tunnur, Helgi Flóvents 200 tunn- ur, Hafrún NK 250 tunnur, Smári ÞH 100 tunnur, Hafþór NK 150 tunnur og 144 mák, Stefán Ben. NK 250 tunnur, Freyfaxi KE 396 mál, Björgvin EA 258 mál, Gnýfaxi SH 307 mál, Rán ÍS 192 mál, Guðrún Jónsdóttir 241 mál, Kópur 392 mál, Bára KE Þátttakendur í fundi félags málaráðherra Norðurlanda voru ekki fyrr komnir til íslands í gær eftir hrakn- inga, en þeir lentu í smá- vandræðum við Svanastaði á Þingvallaveginum. Það sauð á bílnum. Sjá bls. 13. — Ljósm. Sv. Þ. Verkfoll boðoð d verzlunor- flotonum FARMANNA- og fiskimanna- samband íslands og Sjómannafé lag Reykjavíkur hafa boðað verk fall á verzlunarflotanum frá kl. 24 hinn 31. ágúst n.k., hafi samn ingar ekki tekizt fyrir þann tíma. Verkfall þetta, ef af yrði, mundi því ná bæði til yfir- og undirmanna á kaupskipunum. Sáttafundur hafði ékki verið boðaður í gær. 866 mál, Loftur Baldvinsson EA 41 mál. — Ásgeir. ESKIFIRÐI, 21. ágúst. —. Síldarbræðslan hér hefur tekið á móti 35.059 málum, en hún bræð- ir 2.500 mál á sólarhring. Þessir lönduðu hér í dag (talið í tunnum); Jón Finnsson 400, Ólafur Tryggvason 500, Bigurð- ur Bjarnason 100 + 500 mál, Guð- rún Þorkelsdóttir 500, Sæþór ÓF 300, Steingrímur trölli 250 off Björgúlfui- 150. — G. W. Fyrsta tog- arasalan ágæt Bv. Freyr seldi í Cuxhaven á miðvikudagsmorgun, og var það fyrsta ísfisksala íslenzks togara, frá því er vetrarsölum lauk. Bv Freyr seldi 208,5 lestir fyrir 167.500 mörk. Þetta var að lang- mestu leyti karfi, en með fylgdl slatti af ufsa, ýsu og þorski. Þetta þykir ágæt sala miðað við árstíma, en skýringin ei sú, að karfaafli þýzku togaranna hefur verið fremur rýr að undanförnu. Góö síldveiöi viö Eyjar IVEiklir löndunarörðugleikar Vestmannaeyjum, 21. ág.: — Dágóð síldveiði var í nótt, en nokkuð misjöfn. Nokkrir fengu 6—800 tunnur, en aðrir allt nið ur í 2—300. Aflahæstur Eyja- báta var Reynir með 1150. — Stíldin fékkislt aöa/Hega 20—22 mílur vestur af Eyjum og vestur af Þrídröngum, en sumir fengu afla fyrir sunnan og kringum Skerið (Geirfuglasker). Miklir örðugleikar eru nú á löndun. Hér er alger löndunar- stöðvun fram að helgi. Starfs- fólkið í fiskimjölsverksmiðjunnf þarf að vinna að útskipun í tvo daga. Skipað verður út 500 tonnum af mjöli. Bátarnir hafa reynt að landa á Faxaflóahöfnum, en nú munu þær vera hættar að taka á móti nema frá heimabátum. Sumár eru jafnvel að hugsa um að fara með síldina á AUstfjarðahafnir, Einn bátur, Hafrún, fór alit til ísafjarðar, og þykir mönnum það að vonum nokkuð langt far ið með síld í löndun. — S.J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.