Morgunblaðið - 27.08.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.08.1963, Qupperneq 3
Þriðjudagur 27. ágúst 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 Manni bjargaö úr báti. 1 baksýn er mannfjöldinn fyrir framan flugturnana og einnig uppi á Öskjuhlíðinni. Fjðldi áhorfenda á Flugdaginn H I N N árlegi flugdagur var síðastliðinn sunnudag. Veður var hið ákjósanlegasta, sólsjcin og norðan gola. Geysilegur fjöldi fólks fylgdist með flug- sýningunni á Reykjavíkur- flugvélli og var Öskjuhlíðin þakin fólki og bílum. Hátíðin hófst með ávarpi varaforseta Flugmálafélags- ins, Leifs Magnússonar. Þá setti flugmálastjóri, Agnar Kofoed-Hansen, flugdaginn með ræðu. Fyrsti liður flugsýningarinn ar var hópflug smávéla. Voru þær 16 talsins. Næst var list- flug á svifflugu, íem Runólfur Sigupðsson stýrði. Var svif- flugan dregin á loft af vél- flugu. Þrjár Douglas DC3 vélar Flugfélags íslands flugu nú yfir völlinn. Skömmu síðar komu þær aftur og höfðu flug mennirnir þá slökkt á öðrum hreyfli vélanna, til að sýna hve vel þær flygju þannig. Næst á dagskrá var listflug á Fleet Finch tvíþekju. Flug- maður á henni var Erling Jó- hannesson, íiugvirki, og lék hann ýmsar listir. Sigurður Þorkelsson, út- varpsvirki, hefur smíðað gíró- kopta, en hefur ekki enn feng- ið vélina í hann til landsins. Ekki lét hann það þó vgrna sér flugs, heldur fékk jeppa- bifreið til að draga sig á loft, og sýndi þannig áhorfendum flughæfni koptans. • •• Douglas DC3 vélar Flugfélagsins koma inn yfir völlinn. Ljósm. Mbl. Sv. Þ. Þá sýndu Sigvaldi Júlíus- son og Þorgeir Pálsson, stud. polyt., listflug á tveimur svif- flugum. Var önnur dregin á loft af Fleet-vélinni, en hin á spili.- Kristján Gunnlaugsson sýndi hve stutta braut TF-LÓA, nýj- asta flugvél Björns Pálssonar, þarf til flugtaks og lendingar. Björn, sem var að koma utan af landi á TF-VOR (Beech- craft Twin Bonanza) flaug eina ferð mjög lágt fram hjá væru bandamenn okkar á ferð en ekki fjandmenn. Um kvöldið komu svo marg- ir áhugamenn um flug saman í Hótel Sögu og gerðu sér glað an dag. Flugvélar frá varnarlíðinu voru til sýnis á Reykjavíkurflugvclli, Hér sjást áhngamenn skoöa æfingaflugvél af gerðinni T 33. mannfjöldanum á 220 mílna að hugsa til þess, að þarna hraða. Helikopter björgunarflugvél frá Keflavíkurflugvelli sýndi hvernig farið er að því, að bjarga mönnum úr sjó. Var gúmmíbátur lagður á flug- brautina og taug látin síga of- an í hann úr vélinni, sem hélzt grafkyrr í loftinu nokkrum metrum ofar. Síðasta atriði sýningarinnar var það, að fiórar orrústuþot- ur frá varnarliðinu, af F 102 Delta Dagger gerð, flugu yfir á 400 sjómílna hraða. Hafði þá einhver á orði, að betra væri UM hádegi í gær var lægðin, sem var hér fyrir sunnan land á sunnudaig, komin aust- ur uim Skotland. önnur lægð er yfir Nýfundnalandi en á Grænlandssvæðinu er stillt og aðgerðarlítið veður, þótt eiginlegt háþrýstisvæði sé ekki um að ræða. Hér á landi er víðast skýjað og sólarlaust, en meinlaust veður. Hiti var ekki nema 4 st. á annesjum fyrir norðan, en í innsveituim og á sunnanverðu landinu var 8—12 st. hiti. SMSTflM Aukið fylgi Rikisstjórnin hlaut verðugt traust kjóserida i kosriingunum s.l. vor. Þrátt fyrir ósvífinn og æðisgenginn áróður stjórnarand- stæðinga, sáu kjósendur gegnum blekkingavef þeirra og veittu stjórninni ’ viðurkenningu fyrir störf hennar með auknu fylgi. í haustkosningunum 1959 fengu stjórnarflokkarnir 54,89% át- kvæða, en nú í vor fengu þeir 55,63%. Ekki er það venjulegt hér á landi, að stjórnarflokkar auki fylgi sitt á stjórnartimabil- inu. Þá verður stjórnarandstæð- ingum oft betur ágengt með gagnrýni sinni á stjórnarstörfum og loforðum um gull og græna skóga, ef þeir nái völdunum. Þetta aukna fylgi stjórnarflokk- ana í vor er vafalaust ekki sízt því að þakka, hve gott samstarf stjórnarflokkanna hefur ætíð verið og hve djarflega þeir gengu til verks eftir eymd og úr- ræðaleysi vinstri sijórnarinnar. Aðvörunarorð í sJ. viku birti fjármálaráð- herra grein í Vísi, þar sem hann bendir á þá hættu, sem stafar af því, að jafnvægið í viðskiptunum við útlönd hafi raskazt á þéssu ári. Útflutningurinn hefur aukizt eðlilega, um 5,5% frá sama tíma í fyrra, en innflutningurinn hefur tekið risasiökk — vaxið um 28%. Er viðskipstajöfnuður- inn gagnvart útlöndum frá fyrra helmingi þessa árs um 400 millj. kr. óhagstæðari heldur en á sama tíma í fyrra. Er því fyrir- sjáanlegur halli á viðskiptum við útlönd á þessu ári. Þétta orsakast vitanlegt fyrst og fremsí af því, hve fram- kvæmdir í landinu eru örar og miklar — bæði til lands og sjáv- ar — bæði í iðnaði og verzlun, sjávarútvegi og landbúnaði. Með þessu verður eftirspurnin eftir vinnuaflinu gífurleg og fjárráð almennings rúm svo að flestir geta veitt sér mikið, þrátt fyrir hækkandi verðlag. Þetta aallar á aukinn innflutning bæði á þörf- um hlutum og' óþörfum. Hinar miklu framkvæmdir skapa vitan lega auknar gjaldeyristekjur. þegar frá líður. En hér á það samt við sem oftar, að kapp er bezt með forsjá, og þes3 er að vænta, að þjóðin noti með fullri forsjá það athafna- og við- skiptafrelsi, sem hún hefur nú hlotið eftir haftafargan vinstri mennskunnar. Það eru því sann- arlega orð í tíma töluð. sem fjár málaráðherra endar fyrrnefnda grein sína með: Þau verkefni eru nú fram- undan að tryggja framhald viðreisnar og jafnvægis í öll- um búskap þjóðarinnar. 1 tíma verður áð finna og fram kvæma þau úrræði, sem til þess eru nauðsynleg. Nýtt uppbóta- og haftakerfi má ekki leiða inn á nýjan leik^ né heldur grípa lil gengisfell- ingar. Allar aðgerðir verða að miða að því markí að tryggja og treysta gildi íslenzku krónunnar. Verðlagning búvara A Forystugrein „Alþýðublaðs- ins“ á sunnudag heitir „Verðlagn ing búvara". Þar segir m. a.: „íslendingar eiga í svo miklum erfiðleikum með áð sigrast á verðbólguþróuninni, að þeir verða að gera allt til þess að stöðva óþarfa víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Fyrir- komulag verðlagningar ' búvara er mikið viðkvæmnis- og vanda- mál. En telja má þó víst, að endurskoðun þeirra mála mundi leiða til góðs“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.