Morgunblaðið - 30.08.1963, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.08.1963, Qupperneq 15
4 I*5studagur 30. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 15 SISAM ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJALFSTÆÐISMANNA 1U0IU . BITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. CUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON j HEIMDALLARFERÐ að Tröllafossi N.K. laugardag kl. 2 e.h. efnir Heimdallur F.U.S. til eftir- miídagsferðar. Skoðuð verð- ur Dælusíöðin í Mosfellssveit, gengið upp að Tröllafossi og hann skoðaður og Laxaklak- stöð ríkisins í Kollafirði heimsótt Upplýsingar í síma 17100. Eggert Hauksson: Stjórn og starfræksla er erfið ari í mjög stórum skóla, og því fremur hætta á mistökum. Ég tel því að starfrækja beri Menntaskólann á sínum gamla stað og húsi, sú gamla stofnun verðskuldar sannarlega, að við hlynnum sem bezt • að henni og sýnum henni allan sóma. En brýn r.auðsyn er að byggja á öðrum stað nýjan menntaskóla sem a fyrst. v Jón MagnússoL. ER ÉG skyldi láta í Ijós álit mitt á byggingarframkvæmdunum bak við menntaskólahúsið, lá mér næst hjarta að hafna slíku, þar sem tæpast væri velgjörn- ingur að blása í glæður þess óf’’iðarbáls, sem hafði logað svo NVJAR BVRGINSAR VIB GAMIA MENNTASKÚIANN — Nemendur segja dlit sitt glatt undanfarna áratugi og gert að engu allar raunhæfar tilraun ir til byggingar nýs skólahúss í einhverri mynd. En svo hugsaði ég, að varla kæmi að sök. þótt einhverjar ályktanir yrðu dregn- ar af framvindu þessa bygginga máls skólans, einkum eftir að núverandi framkvæmdir væru komnar það vel á veg, að naum- ast yrði spornað við þeim lengur. Ég fagna því af heilum hug, að loks hafi verið hafizt handa í fullri alvöru og geri það í þeirri vissu, að hér verði eigi látið staðar numið, heldur jafn- framt hafin hið bráðasta bygg- ing nýs skólahús annars staðar í borginni. Ég tel rangt að fella nokkurn annan dóm um ágæti þessara úrræða, er loksins voru ókveðin, þar sem þau munu eina færa undankomuleiðin -eftir að allar fyrri ráðagerðir höfðu dag- að uppi í sleitulausum þrætum viðkomandi ráðamanna, sem ent ist það í áratugi að koma i veg fyrir að nokkuð væri gert, en tókst þess í stað að baka þjóð- inni slíkt tjón sem raun ber vitni. Ég hef nú lokið námi við Menntaskólann í Reykjavík og á þaðan margar góðar endurminn- ingar. Aðstæður voru oft erfið- ar, en ég vona að þar hafi ég öðlast það veganesti, er ég muni njóta um ókomin ár. Öska ég síðan skólanum alls velfarnaðar, og megi sú lausn húsnæðisvand- ans, sem nú er eygð, verða hon- um til eflingar og sóma. Jón Magnússon: Fyrir nokkrum árum var sam- þykkt að hefja byggingu nýs menntaskóla í Reykjavík. Ein af ástæðunum til þess að frá því Kjördæmisþing á Hellu og Siglufirði í LÖGUM Sambands ungra Sjálf- stæðismanna er gert ráð fyrir því, að kjördæmisþing séu hald- in í öllum kjördæmum á ári hverju. Þar safnast saman full- trúar hinna einstöku félaga ungra Sjálfstæðismanna svo og menn frá svæðum þar sem ekki eru félög eftir nánari ákvörðun kjör daemisþings hverju sinni. Kjördæmisþing þessi eru nú *ð hefjast og var hið fyrsta hald- 19 s.l. laugardag að Hellu. Jón Þorgilsson setti það þing og stjórnaði því. f sambandsráð S. U. S. var kjörinn Óli Þ. Guð- bjartsson, Selfossi og til vara Jón Þorgilsson, Hellu og Guð'ni Grímsson, Vestmannaeyjum. Á þinginu var rætt um félags- mál ungra Sjalfstæðismanna og skýrði Birgir ísl. Gunnarsson frá starfi S.U.S. N.k. laugardag verður kjör- dæmisþing haldið á Siglufirði fyrir Norðurlandskjördæmi vestra. var horfið var sú, að mörgum fannst að slitinn væri merkur sögulegur þáttur, með því að flytja skólann úr sínu gamla hús- næði og umhverfi. Nemendafjöldinn er kominn á níunda hundrað og fer stöðugt vaxandi, það gefur því auga leið að ekki verður komist hjá að byggja. Spurningin er aðeins, hvort leitast á við að reisa eins konar menntaslgplahverfi í kring um og í tengslum við gamla skólann — eða hafa skólana tvo. Svo ljóst sé, hvora leiðina á að fara, er rétt að gera s grein fyrir, hvort er hagkvæmara og hvort er líklegra til betri rangurs fyrir nám og félags- þroska nemenda. Hvað hagkvæmni snertir, þá er óneitanlega hætta á, að þær byggingar, sem kæmu til með að verða byggðar í kringum gamla menntaskólann, yrðu á ýmsan hátt háðar lóðatak- mörkunum og afstöðu sinni við gamla skólahúsið. Það er því líklegt, að þess arar takmarkanir mundu orsaka hvorttveggja í senn, dýrari bygg ingar og óhagkvæmari. En þótt sjálfsagt sé, að gamli skólinn standi og starfi áfram, þá má hann ekki hefta byggingu og eðlilega þróun á nýjum mennta- skóla í Reykjavík. A nýju og velvöldu skólasvæði væri ekk- ert, sem hindraði, að skóli yrði á allan hátt byggður sem hag- kvæmast, bæði hvað kostnað og húsaskipan áhrærði. Reykjavík er það víðáttumikil, að hentugra er fyrir nemendur að hafa tvo skólastaði. Þá er það starfsárangur skól- ans. Enginn efi er á því að skól- inn er þegar orðinn of fjölmenn- ur. Skólinn ætt-i ekki að vera fjölmennari en svo, að nemend- ur vissu deili hver á öðrum, því annars hljóta takmarkaðir félags hópar eða „klíkur“ að myndast, en engin samstæð félagsheild. Félagsstarfið verður því í molum og veitir nemendum ekki þann þroska, sem æskilegur værL Páll B. Kristjónsson: 1 MÖRG herrans ár hafa hús- næðisvandræði Menntaskólans í Reykjavík verið ofarlega á baugi bæði í ræðu og riti. Minna hef- ur þó verið um raunhæfar úr- bætur þar að lútandi, þrátt fyrir brýna nauðsyn og fjölda tillagna í þá átt. Að vísu var byrjað á grunni nýs menntaskólahúss fyr- ir nokkrum árum, en þær fram- kvæmdir fórust fyrir, illu heilli, aðallega vegna ósamkomulags einhverra forráðamanna. Síðan hafa framkvæmdir algjörlega legið á láginni þar til nú, að málið er komið í algjört öng- þveiti. í sumar var hafist handa að reisa viðbótarbyggingu ofanvert við gamla skólahúsið í svonefndu Olíuporti og á nokkrum lóðum, sem voru þar til keyptar við geypiverði. Bygging þessi er hag- anlega teiknuð, þannig að hún mun ekki eyðileggja heildarsvip gamla hússins, og er það vel. í viðbótinni munu ætlaðar átta kennslustofur. Flestar þeirra munu verða sérkennslustofur til handa starðfræðideild, svo og eitthvað fyrir máladeild. Þarna mun bætt úr þeim hörmulega Framh. á bls. 23 Líkan af Menntaskólanum og nýbyggingunum þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.