Morgunblaðið - 30.08.1963, Side 20

Morgunblaðið - 30.08.1963, Side 20
20 MORCUNBLAÐIÐ r Fostudagur 30. ágúst 1963 William Drummond: / ZIA v/ /?1 TRÖÐ 30 vr, sem kvíðir fyrir að fara út Úir horninu sínu og leggja til næstu lotu. Hún kynni að hafa unnið fyrstu lotuna með litlum mun, en maðurinn sem hún hafði gifzt, hafði alla yfirburði yfir hana. Hún varð hinsvegar að berjast með öllum þeim brögð- um, sem kyn hennar hafði til að bera. Hún hafði alltaf hugsað sér hjónabandið, sem sléttan og felldan samleik skyldra sálna, og það voru óneitanlega vonbrigði að þurfa að líkja því við hnefa- leikakeppni. Þegar hún kom niður var Tony að fylla glasið sitt í annað sinn. — Ertu betri? spurði hann. Hún kinkaði kolli og tók glas ið sitt. Hún smakkaði aðeins á því, af því að hún vildi halda öllum skilningarvitum óskertum. — Hvernig gengur með hr. Elliot? spurði hún. — Fjandinn hirði hr. Elliot, sagði hann. — I>ú hefur nú lengi verið þeirrar skoðunar, sagði hún. — En hvernig gengur með hann í dag? — Þetta Elliot-mál skiptir ekki máli, sagði hann með óþol inmæði. — Að minnsta kosti ekki í samanburði við þetta, sem gengur að þér. Þú veizt það, Kat rín. Hann setti frá sér glasið og reyndi að taka hana i fang sér, en hún sleit sig lausa. Hún fann, að hún gat ráðið við hann, svo fram arlega, sem hún gæti ráðið við sjálfa sig. — Hvers vegna hefurðu svona miklar áhyggjur út af hr. Elliot? spurði hún. — Hefur hann eitt hvert þrælatak á Newton-námun um? Hún var að ýta við því, sem hún hélt að væri helzti veikleiki hans, en hann barðist á móti. — Þessi veslings Elliot heldur sig hafa upp á eitthvað að klaga. En hann hefur engin lög sín meg in. Hann beið eftir að hún héldi áfram, en það gerði hún ekki. Ef hún hefði haldið áfram, hefði tal ið borizt aftur að veikindum hennar, og ímyndunnum. — Úr því svo er, vildi ég leggja af stað til Feneyja á morg un, sagði hún. — Þó ekki væri nema vegna minnar eigin sálarró semi. — Eg er hræddur um, að það séu engin tök á því. Auk þess sem farseðlarnir hljóða upp á hinn daginn, þá hef ég þrjá fundi . . . í þessu hringdi dyrabjallan, og Kit gat ekki að því gert, að hún kipptist við. — Það er allt í lagi, elskan, sagði hann. — Eg skal fara. — Þetta er ekkert. — Ertu viss um það? sagði hún og kaldhæðnin leyndi sér ekki í röddinni. — Það gæti ver ið hann hr. Elliot með uppgerðar kvartanirnar sínar. Það getur verið dáiítið þreytandi þetta í- myndunarveika fólk. Hann leit á hana með hryggð arsvip og gekk síðan fram en skildi eftir hurðina í hálfa gátt. Kit flutti sig til svo að hún gæti séð, hver þetta væri, án þess þó að opna meira. Bólóttur ungling ur stóð þar með böggul í umbúða pappír í hendinni. Það var auð- vitað ferðataskan, sem hún hafði verið að kaupa, enda þótt henm fyndist hún koma aftan úr forn eskju. Kit færði sig til og dró tjöldin fyrir gluggana. Tony kom aftur inn í setustof una og bar töskuna. — Veiztu hvað þetta er? sagði hann í gælu tón. — Eg get ímyndað mér það, sagði hún, en það er bara sá gall inn á, að ég þjáist af imyndun- um. En áður en þú tekur utan af því gæti ég getið mér til, að það væri ferðataska, með fapga markinu A. W. N. Eg gæti getið mér til, að það væri gjöf frá þakk látri konu til áhyggjufulls eigin mans hennar, í þakklætisskyni fyrir Feneyjaferð — brúðkaups- ferð — þrem mánuðum eftir að þau höfðu efni á henni. Tony setti töskuna út að vegg, gekk yfir að vínborðinu og fékk sér aftur í glasið. — Það er eins og nýtt tímabil sé upp runnið hjá okkur, sagði hann. — Ætlarðu ekki að taka hana upp? spurði hún. Hann kveikti sér í vindlingi. — Eg vil gjarna þiggja gjöf en síður hnefahögg í bakið, svar- aði hann. — Eins og demanta-gondólann? spurði hún. Hún sá reiðina í svip hans. Henni var meinilla við svona skæruhernað og það var honurn sjálfsagt líka. En allt í einu lét hann undan. — Þú vinnur, sagði hann. Fyrirgefðu mér, elskan. Eg er raunverulega áhyggjufull ur út af honum Elliot — ég meina ónæðinu, sem maður hef ur af honum. Hann veit það. Það hefur gert mig uppstökkan. — Hann tók umbúðirnar utan af ferðatöskunni. Þetta var fagur gripur. Hann athugaði fóðrið og fráganginn. — Eg hef verið svo andstyggilegur. Hvernig geturðu fyrirgefið mér, Katrín? Hann gekk til hennar og kyssti hana og horfði á hana með þess um unglingssvip, sem hún gat aldrei staðizt. — Þú ert svo góð! Svo dásamleg! Og ég hef verið þér vondur eiginmaður, elskan mín, að láta þessa áhyggjur í skrifstofunni taka mig frá þér, enda þótt þær séu einskis virði, að öllu samanlögðu. Veslingurinn hafði látið bug- ast svo algjörlega, að Kit fylltist móðurást á honum. — Líkar þér hún vel? — Hún er dásamleg! Og það ert þú lika. Dásamlegasta konan á öllu Grosvernortorginu. — Bara þar? spurði hún og nuddaði saman nefjum við hann. — Jæja, í Mayfair þá. — Segðu heldur í aliri Lund- únaborg . . . Jæja, gott og vel, í aliri veröldinni ef þú vilt það heldur. Ertu ánægð með það? Allt var snögglega orðið dýrð legt aftur. Það var rétt eins og þegar þau hittust fyrst í Cleve- land og sátu á legubekknum með armana hvort um annað og hlógu. Ó, guð minn góður, hvað þetta líf getur verið skritið, sagði Tony. — Allir þessir duttlungar! — Kysstu mig! sagði hún. — Kysstu mig! Hann kyssti hana með miklum ákafa. — Ó, elskan mín, sagði hún. — Við skulum fara upp. — Far þú upp, sagði hann lágt. — Ég kem á eftir. Þegar hún var að ganga upp stigann, full eftirvæntingar, sá hú að hann var að hella í glasið því, sem eftir var í flöskunni. En þetta var dásamlegt, þessi kraftur hans og vald. Hún var eins og hljóðfæri, sem hann lék á, einmitt eins og hún vildi helzt. Hún var eins og í töfraheimi og það var eins og himinninn væri alsettur stjörnuhröpum, en svo kom hún aftur til jarðar, til þess eins að stíga upp í geiminn aft- ur. En þegar þessu var öllu iokið og þau lágu þarna, sæl og þreytt sagði hann allt í einu: — Eg vil nú ekki fara spyrja þig, en. ef þú vilt, geturðu sagt mér þetta, sem Peggy var að tala utan að . . . um strætisvagninn. — Æ, við skulum ekki vara að tala um það. Við höfum allt, sera máli skiptir, finnst þér ekki? En þá byrjaði síminn að hringja í aukatækinu, sem var hjá rúminu og skelíingin héit aftur innreið sína. — Svaraðu ekki! sagði hún. — Æ, lofaöu honum að hringja, Tony. Síðar sá hún, að þetta var heimskulega mælt, því að það var eins og hún vildi ekki lofa honum að sann prófa það, sem hún hafði verjð að halda fram. En hann skeytti því ekki, hvort sem var. Hann strauk fingrinum glettnislega um nefið á henni, og sneri sér síðan við og tók símann. — Halló! Röddin hinumegin var vel heyranleg. — Þetta er miðstöð, sem talar, sagði stúlkurödd. — Eg ætlaði bara að segja yður, að síminn yðar er kominn í lag aft ur. Hann lagði frá sér símann og sneri sér að henni — Viltu sígarettu? Hún kinkaði kolli og hann stakk tveimur upp í sig og Þú glcymdir að salta spaghettiið. kveikti, tók síðan aðra og gaf henni. Það var^Mðið skuggsýnt. Eld urinn í vindlingunum glóði og skein framan í þau, er þau sugu. Ljósin utan af torginu þyrluðu upp gullryki innan um lægri greinarnar á trjánum. Líkami hans lá heitur og grannur við hliðina á henni. En nautnar- kenndin var horfin — símahring ingin hafði spillt henni. — O, bara að þetta hefði verið hann, hugsaði hún, — en nú getur hann kannski komið aftur, þegar siminn er kominn í lag. Eg var örugg meðan hann var bilaður. Undir eins og ég er orðin ein, byrjar þessi djöfull aftur! Hún drap í vindlingnum, fór fram úr og gekk inn í baðher- bergið. Hún fann, að hún þoldi ekki að vera í sama herbergi og Tony. Hún sótti fötin sín og klæddi sig þarna inni. Hún þurfti úmhugsunartima. Hún kæmist ekki hjá því að segja honum frá strætisvagninum, en hún varð að segja söguna þann ig, að hann gæti ekki snúið út úr henni. Þegar hún hafði klætt sig, gekk hún aftur inn í svefnher- 'bergið. Tony var að kveikja sér í öðrum vindlingi. Þarna var enn dimmt inni. Hún kveikti ljós ið og Tony fékk sem snöggvast glýju í augun. — Gengur nokk uð að, elskan? spurði hann. Hann hafði orðið hissa, því að hann hafði aldrei vitað hana taka sig fram um neitt að fyrra bragði — Eg mundi eftir því, að Bea ætlaði að koma, sagði hún. — Eg var búin að bjóða henm upp á eitt glas. — Þurfum við að hafa þetta ljós? spurði hann og dró rúm- fötin upp yfir bert brjóstið. Kit dró gluggatjöldin fyrir. — það er hægara að klæða sig í björtu, sagði hún. —Bea kemur eftir hálftíma. Svo gekk hún nið ur í setustofuna, til þess að laga þar til og þvo glösin. Hún hafði ekkert að gera þangað til Tony kæmi niður. Upplyftingu hennar var lokið. Hún hafði hert sig upp í að fara með Tony eins og hann væri ó- vinur hennar í staðinn fyrir manninn í símanum, eða þann sem hafði hrint henni fyrir strætisvagninn. Hún var alveg máttlaus. Hún blandaði sér í glas og kallaði svo á Tony og bað hann að koma niður, þvi að hún þyrfti að tala við hann áður en Bea kæmi. Nú, er hún hafði loks ákveðið að segja honum frá strætisvagn- inum, var hún óþolinmóð eftir að geta framkvæmt það. Hún hellti í sig úr glasinu eins og i .hugsunarleysi og hafði fyllt og tæmt annað til, áður en Tony kom niður. "* — Ég hef ákveðið að segja þér frá þesstx með strætisvagmnn, sagði hún. Hún var ofurlitið loðmælt. — Lofaðu mér að ná í þig, sagði hann og hellti 1 glas handa sér. — þú hefur fengið forskot. Það var vitanlega engin ástæða til þess, að hann fengi sér ekki hressingu líka, en Kit þótti það miður að þurfa að bíða eftir því, — Gott og vel, sagði hann. Láttu það koma. — Þú ert hræddur um að ég sé með einhverjar ímyndanir, er ekki svo? spurði hún. KALLI KUREKI ■Xr' Teiknari; FRED HARMAN KJOOWS WHáT'S GOT \NOT ME, OC-TIMEG / N VObB SWEETHEART GOTTH'DWKÍER* SHE BRDILEDTH'STEAKS, MADE TH' SALAD AN' TH’ BISCUITS AH' TH' PIE AM' ME DOWM, DUCHESS .•'BUT 1 WILL SAYTHIS ISTH' BEST COOKIN'YOU EVER COMEUPWITH' IFl 00 SAYIT AN’li SH0U LDM' T, l'M THE J BEST COOKYOU'LL MEET UP WITH.'J ' — Þú ert ekki sérstaklega glaður í bragði, gamli minn. Ég hefði haldið að þú værir veikur ef þú hámaðir ekki í þig eins og þú hefðir aldrei áður bragðað mat. k — Kalli veit hvað er að mér, frænka. En ég segi bara, að þetta er bezti matur, sem þú hefur nokk- urii tima borið á borð. — Ekki ég, gamli minn. Það er kærastan þín sem hefur hefur búið til matiniL Hún steikti kjötið, bjó til sósuna, brauðið og..... — Mabel! Bjóstu þetta til? — Ég skal segja þér, þó ég eigi kannski ekki að gera það, að ég er bezti kokkur, sem bú hittir nokkurn tíma. ajlltvarpiö FÖSTUDAGUR 30. ágúst. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. 16:30 Veðurfr. — Tónleikar. — 17:00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni). 18:30 Harmonikulög. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20:30 Nýja sinfóníuhljómsveitin í Lund únum leikur. 20:45 Erindi: Hálflærður prestur 1 hálft annað ár (Séra Gisli Bryn» jólfsson). 21:10 Solomon leikur píanósónötu nr. 13 í Es-dúr, op. 27 nr. 1 eftir Beethoven. 21:30 Útvarpssagan: „Herfjötur" eftir Dagmar Edquist; VIII (Guðjón Guðjónsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Menn og músik: IX. þáttur. Hugo Wolf. (Ólafur Ragnar Grímsson). 23:15 Dagskrárlok. Vöru* . happdra’ttí 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur* Lægstu 1000 krónur. Pregid 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.