Morgunblaðið - 03.09.1963, Qupperneq 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. sept. 1963
Heildaraflinn nær 900 þús.
mál og tn. minni en í fyrra
SÍÐASTLIÐNA viku veiddist síld á tveimur svæðum. NA
af Langanesi og SA af Gerpi og Skrúð.
Vikuaflinn var 131.843 mál og tunnur, en var 174.374 mál
og tunnur sömu viku í fyrra. Heildaraflinn var í vikulokin
1.179 371 mál og tunnur en var 2.094.836 mál og tunnur á
sama tíma í fyrra.
Aflinn var hagnýttur þannig:
í salt 443.447 uppsalt. tunnur 370.448 í fyrra.
í frystingu 30.416 uppmæld. tunnur 38.905 í fyrra.
í bræðslu 705.508 mál, 1.685.483 í fyrra.
Á meðfylgjandi skrá eru 16í skip, en þau skip, sem eru
hætt veiðum eru ekki tekin á skrá að þessu sinni.
Mál og tunnur:
Akraborg, Akureyri 13094
Akurey, Hornafirði 6949
Anna, Siglufirði 10058
Arnarnes, Hafnarfirði 4321
Arnfirðingur, Reykjavík 5839
Árni Geir, Keflavík 9171
Árni Magnússson, Sandgerði 10377
Arnkell, Rifi 3491
Ásbjörn, Reykjavík 2024
Ásgeir Torfason, Flateyri 1996
Ásketl, Grenivík 7933
Ásúlfur, ísafirði 3845
Auðunn, Hafnarfirði 6759
Baldur, Dalvík 7331
Baldur í»orvaldsson, Dalvík 7935
Bára, Keflavík 12614
Bergvík, Keflavík 5506
Bjarmi, Dalvík 10406
Björg, Neskaupstað 7130
Björg, Eskifirði 6738
Björgúlfur, Dalvík 12360
Björgvin, Dalvík 8510
Björn Jónsson, Reykjavík 4962
Bragi, Breiðdalsvík 4451
Búðafell, Fáskrúðsfirði 7026
Dalaröst, Neskaupstað 6154
Dorfi, Patreksfirði 6632
Draupnir, Súgandafirði 4998
Einir Hálfdáns, Bolungarvík 10892
Einir, Eskifirði 4312
Eldey, Keflavík 5742
Engey, Reykjavík 9650
Faxaborg, Hafnarfirði 6856
Fram, Hafnarfirði 7139
Framnes, Þingeyri 8170
F^eyfaxi, Keflavík 6781
Freyja, Garði 5652
Freyja, Súgandafirði 2376
Friðbert Guðmundsson, Súgandaf. 1554
Garðar, Garðahreppi 9808
Garðar, Rauðuvík 3404
Gísli lóðs, Hafnarfirði 2378
Gissur hvíti, Hornafirði 6853
Gjafar, Vestmannaeyjum 8355
Glófaxi, Neskaupstað 4579
Gnýfari, Grafarnesi 6634
Grótta, Reykjavík 19196
Guðbjartur Kristján, ísafirði 4702
Guðbjörg, ísafirði 7404
Guðbjörg, Olafsfirði 7573
Guðfinnur, Keflavík 4717
Guðmundur Péturss, Bolungarvík 9631
...með kvöldkaffinu
ÞEGAR ÞÉR gistið í Kaup-
mannahöfn, getiö þér lesið
Morgunblaðið samdægurs, —
með kvöldkaffinu í stórborg-
inni.
FAXAR Flugfélags tslands
flytja blaðið daglega c.'j það
er komið samdægurs i blaða-
söluturninn ■ aðaljambrautar-
stöðinni við Ráðhústorgið —
Hovedbanegardens Aviskiosk.
FÁTT er ánægjule.jra en að
lesa nýtt Morgunblað, þegar
verið er á ferðalagi vtra eða
dvalizt þar.
Guðmundur Þórðarson, RVík 22108
Guðrún Jónsdóttir, ísafirði 8026
Guðrún Þorkelsdóttir, Eskifirði 13793
Gullfaxi, Neskaupstað 12752
Gullver.Seyðisfirði 14769
Gunnar, Reyðarfirði 12313
Gunnhildur, ísafirði 4236
Gylfi II, Rauðuvík 3280
Hafrún, Bolungarvík 10492
Hafrún, Neskaupstað 6593
Hafþór, Rvik 7499
Halkion, Vestmannaeyjum 8873
Halldór Jónsson, Ólafsvík 14913
Hamravík, Keflavík 11347
Hannes Hafstein, Dalvík 15616
Haraldur, Akranesi 7244
Hávarður, Súgandafirði 5223
Heiðrún, Bolungarvík 5274
Heimaskagi, Akranesi 1997
Heimir, Keflavík 3445
Helga, Reykjavík 10030
Helga Björg, Höfðakaupstað 10239
Helgi Flóventsson, Húsavík 16073
Helgi Helgason, Vestmannaeyjum 15745
Héðinn, Húsavík 15981
Hilmir, Keflavík 3802
Hilmir II, Keflavík 3226
Hoffell, Fáskrúðsfirði 13314
Hólmanes, Eskifirði 2625
Hrafn Sveinbjarnarsson, II. Grv. 3418
Hringver, Vestmannaeyjum 5592
Hrönn II, Sandgerði 3416
Hugrún, Bolungarvík 3854
Húni, Höfðakaupstað 2638
Húni II, Höfðakaupstað 5117
Hvanney, Hornafirði 2836
Höfrungur, Akranesi 6687
Höfrungur II, Akranesi 6772
Ingiber Ólafsson, Keflavík 5026
Jón Finnsson, Garði 12680
Jón Garðar, Garði 18009
Jón Guðmundsson, Keflavík 8031
Jón Gunnlaugs, Sandgerði 6702
Jón Jónsson, Ólafsvík 6869
Jón á Stapa, Ólafsvík 9442
Jökull, Ólafsvík 3925
Kambaröst, Stöðvarfirði 6502
Kópur, Keflavík 10751
Leifur Eiríksson, Reykjavík 4977
Ljósafell, í'áskrúðsfirði 5615
Loftur Baldvinsson, Dalvík 2502
Lómur, Keflavík 13439
Mánatindur, Djúpavogi 12054
Manni, Keflavík 6578
Margrét, Siglufirði 13150
Mímir, Hnífsdal 5963
Mummi, Flateyri 6209
Mummi II, Garði 5951
Náttfari, Húsavík 5707
Oddgeir, Grenivik 14232
Ólafur Bekkur, Ólafsfirði 10026
Ólafur Magnússon, Akureyrl 18488
Ólafur Tryggvason, Hornafirði 9787
Páll Pálsson, Hnífsdal 5787
Pétur Ingjaldsson, Reykjavík 3934
Pétur Jónsson, Húsavík 7053
Pétur Sigurðsson, Reykjavík 8174
Rán, Hnífsdal 3120
Rán, Fáskrúðsfirði 7185
Rifsnes, Reykjavík 7633
Runólfur Grafarnesi 7575
Seley, Eskifirði 10052
Sigfús Bergmenn, Grindavík 6669
Sigrún, Akranesi 7619
Sigurbjörg, Keflavík 5114
Sigurður, Siglufirði 7578
Sigurður Bjarnason, Akureyrl 20687
Sigurpáll, Garði 24825
Skagaröst, Keflavík 10874
Skarðsvík, Rifi 11244
Skipaskagi, Akranesi 8169
Skírnir, Akranesi 6352
Smári, Húsavík 3862
Snæfell, Akureyri 16329
Sólrún, Bolungarvík 9356
Stapafell, Ólafsvík 6748
Stefán Árnasom, Fáskniðsfirði 5655
Stefán Ben, Neskaupstað 7685
Steingrímur trölli, Eskifirði 8830
Stígandi, Ólafsfirði 9394
Straumnes ísafirði 5027
Sunnutindur, Djúpavogi 9546
Svanur, Reykjavík 6612
Sæfari, Akranesi 4316
Sæfari, Tálknafirði 17667
Sæfaxi, Neskaupstað 10621
Sæúlfur, Tálknafirði 12090
Sæunn, Samigerði, 4585
Sæþór, Ólafsfirði 5949
Tjaldur, Rifi 6077
Valafell, Ólafsvík 8878
Vattarnes, Eskifirði 14341
Víðir II, Garði 9945
Víðir, Eskifirði 13659
Von, Keflavík 7389
Vörður, Grindavík 4237
Þorbjörn, Grindavík 14553
Þórkatla, Grindavík 12177
Þorlákur, Bolungarvík 4850
Þorleifur Rögnvaldsson, Olafsfirði 4983
Þráinn, Neskaupstað 12049
Kynna séi
skólnmdl
ó íslondi
Osló, 2. sept. (NTB); _
Þingmaðurinn Kristian I.anglo
er nýkominn heim til Osló eftir
vikudvöl á íslandi þar sem hann
kynnti sér skólamál ásamt landa
sínum Kristen Örbeck Sörheim
skólastjóra.
Við heimkomuna kvaðst Lang-
lo mjög hrifinn af skólafram-
kvæmdum á íslandi, og minntist
sérstaklega á skólamiðstöðina við
Laugarvatn.
Á íslandi ræddu Norðmennirn
ir við Gylfa Þ. Gíslason, mennta
málaráðherra og stjórnendur ým
issa skóla. Láta þeir mjög vel af
ferðinni. Báðir eru þeir fulltrúar
í sérstakri skólamálanefnd
norska þingsins, en nefnd þessi
á m.a. að kynna sér skólamál á
hinum Norðurlöndunum og Bret
landi.
Ljósmyndasamkepprci
um Reykjavíkurmyndir
ALMENNA bókafélagið hefur
ákveðið að efna til verðlauna-
samkeppni um beztu ljósmyndir
frá Reykjavík og er samkeppn-
in einn þáttur í undirbúningi
nýrrar myndabókar um Reykja-
vík, sem félagið hyggst gefa út
í náinni framtíð. Ætlast er til,
að myndirnar sýni höfuðborg-
ina og næsta umhverfi hennar
eins og það er í dag, vöxt borg-
arinnar og viðgang og daglegt
líf og störf í henni — með sér-
stakri áherzlu á því, sem talizt
getur einkennandi fyrir borg-
ina. Veitt verða 4 peningaverð-
laun og sex bókaverðlaun; fyrir
litmyndir verða 1. verðlaun
10.000 krónur og 2. verðlaun
5.000.00 krónur — og fyrir svart
hvítar myndir verða 1. verð-
laun 7.000,00 krónur og 2. verð
laun 3.000,00 krónur. Bókaverð-
laun verða þrenn í hvorum
flokki og getur hver sem þau
hreppir, valið úr útgáfubókum
Almenna bókafélagsins bækur
að verðmæti 1.000,00 krónur,
reiknað á hinu lága félagsmanna
verði. Við mat á öllum mynd-
um, sem til keppninnar eru send
ar, verður í senn tekið tillit til
uppbyggingar þeirra og efnis.
Dómnefnd skipa þeir Sigurður
Magnússon og Guðmundur W.
Vilhjálmsson ásamt einum full-
trúa Almenna bókafélagsíns.
Hver þátttakandi getur sent allt
að 5 myndir til keppninnar, en
engin þeirra má hafa birzt í
bók áður. Jafnt áhugaljósmynd-
arar sem atvinnuijósmyndarar
geta tekið þátt í keppninni. Skila
frestur mynda er til 15. október
1963. Nánari reglur um sam-
keppnina verður að finna í blaða
auglýsingum og ennfremur í
næsta hefti af „Félagsbréfum“
Almenna bókafélagsins, sem út
kemur innan skamms. Mynda-
bók sú um Reykjavík, sem, ljós-
myndasamkeppnin er undirbún-
ingur að, verður gefin út í sam-
vinnu við forlag Hanns Reich í
Þýzkalandi, sem m.a. gaf út
myndabókina Ísland í samvinnu
við Almenna bókafélagið, en sú
bók hefur nú selzt í yfir 20
þúsund eintökum, sem mun vera
meira en áður eru dæmi til um
slíka bók.
+ SKOKK NOTKUN
STEFNULJÓSA
Kæri Velvakandi.
í dálkum þínum hefir nýlega
verið rætt nokkuð um umferð-
armál, og það ekki að ástæðu-
lausu. Slysin eru orðin óhugn-
aniega mörg fyrir utan allt það
tjón, sem þeim er samfara. Sum
slysin verða að sjálfsögðu ekki
umflúin, en þó er mikill meiri
hluti þeirra ökumönnum, eða
gangandi vegfarendum að
kenna.
Mikið öryggi er í notkun
stefnuljósa, en þau verður þá
líka að nota rétt. Röng notk-
un stefnuljósa er háskaleg. Ég
var t.d. fyrir nokkru á leið inn
Borgartúnið. Á undan mér ekur
bíll, sem gefur til kynna með
stefnuljósi að honum eigi að
aka til hægri upp Nóatún. Hann
hægir ferðina og stanzar alveg
á gatnamótunum, enda kemur
bíll á móti. Ég beygi til vinstri
út fyrir malbikaða veginn og
ætla ’">ar framhjá, en einmitt í
því er bílnum ekið af stað til
vinstri, þótt stefnuljósið gefi
hægri-beygju til kynna. Það
eina, sem bjargaði árekstri, var
að þarna er nóg rými.
Karl.
+ ÞJÓNUSTAN Á
HERJÓLFI
Kæri Velvakandi.
Fyrir nokkru birtir þú bréf
frá manni nokkrum, sem farið
hafði með Herjólfi milli Eyja
og lands og hlotið slæma með-
ferð. Kvartaði hann sáran yfir
lélegum og litlum mat — og
sagði, að pylsur hefðu kostað
10 krónur um borð — og gos-
drykkir verið seldir út um gat
á hurð.
Við skipverjar á Herjólfi urð-
um mjög leiðir yfir þessum
skrifum, bæði vegna þess að
brytinn er mesti sómamaður —
og líka-vegna þess að við sjá-
um ekki neina ástæðu til að
gera veður út af því, þótt pyls-
ur kosti 10 krónur og gosið sé
selt út um gat á hurð.
Það er auðvitað matsatriði
hve mikið pylsur ættu að kosta,
en ef þeir, sem ferðast, hafa
ekki efni á að kaupa sér mat í
ferðunum, þá eiga þeir að hafa
með sér nestisbita eða að svelta.
Við hásetar fáum nóg að
borða, ég veit ekki til að far-
þegar hafi verið sveltir á Herj-
ólfi.
+ SKIPI OG ÚTGERÐ
TIL SKAMMAR
Þótt bréf þetta sé í hvatvís-
ara lagi, telur Velvakandi á-
stæðu til að birta það, þótt ekki
væri nema til að svara því sjálf-
ur. Hann fór með Herjólfi sl.
vetur. Skal ekkert um það sagt
hvort brytinn er sá sami nú og
þá. Ferðin var að næturþeli,
brytinn var önugur og endaði
svo samskiptum við hann að
flúið var á náðir annara yfir-
manna skipsins, sem greiddu
fyrir Velvakanda með stakri
prýði. Um morguninn var hon-
um boðið til árdegisverðar með
skipshöfn og var þar hinn bezti
matur á borðum. Hins vegar
var þjónusta öll fyrir farþega
skipi og útgerð til sHammar,
farþegar súpandi gos um alla
ganga, en engan ætan bita að
fá. Þetta er eigin reynsla Vel-
vakanda og gott þegar hann
hefir jafn ágætt tækifæri til
að svara og nú.
BOSCH
Höfum varahluti
i flestar tegundir
Bosch jSmJiBÍ*- .
BOSCH f
startara
og dynamóa.
Kaupfélag Eyf., Akureyrl.
Veladcild
BOSCH