Morgunblaðið - 05.09.1963, Side 1

Morgunblaðið - 05.09.1963, Side 1
24 siður Hörmulegt flugslys í Sviss: 80 manns fórust bar af 19 hjón 40 börn munaðarlaus í smáþorpi Humlikon, Sviss, 4. sept. — (NTB-AP) — UM f jörutíu svissnesk börn í þorpinu Hunilikon misstu foreldra sína í morgun þegar Caravelle-þota frá flugfélag- inu Swissair hrapaði logandi til jarðar skömmu eftir flug- tak frá Ziirich. Alls fórust með vélinni 74 farþegar og sex manna áhöfn, og er þetta fyrsta alvarlega slysið í 30 ára sögu svissneska flugfélags- ins. — Ekki er vitað um orsök slyssins, en sjónarvottar segja að sprengingar hafi orð- ið í vélinni, og að hún hafi hrapað logandi til jarðar. I fallinu reif flugvélin þak af búgarði, en ekkert slys varð á mönnum á jörðu. Minnstu munaði þó að vélin lenti á verksmiðjuhúsi þar sem 70 manns voru við vinnu. Flugvélin var á leið frá Ziirich til Genf, og meðal farþega voru 19 bændur frá þorpinu Humli- kon ásamt konum sínum, en í Framh. á bls. 23 Mynd þessi slysstaðnum í Í!ÍcWí;;:S;S:S*Sr~'. var tekin á gær. Fremst á myndinni sést Diirrenásch í gígurinn eftir flugvélina, en Robert Schuman Fulltrúar bænda vilja 36% bækkun verögrundvallar Miklar umræður um verblagsmál á adalfundi Stéttarsambandsins i gær Á AÐALFUNDI Stéttarsam- bands bænda í gær urðu mikl ar umræður um verðlagsmál landbúnaðarins og afkomu- möguleika bænda. Var deilt á forsvarsmenn þeirra en þeir báru af sér. Hvatt var til sóknar á sviði verðlags- og framkvæmdamála bænda. — Formaður Stéttarsambands- ins skýrði ýtarlega verðgrund völlinn, sem fulltrúar bænda .vilja að samið verði um. Sam- kvæmt honum er farið fram á 36,2% hækkun, sem þýðir 13—15% kauphækkun til handa bændum. Meðal gesta á aðalfundin- um var Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, en Robert Schuman, „faðir einingar Evrópu", látinn Átti v/ð langvarandi vanheilsu oð s/r/ðo ROBERT SCHUMAN fyrrum forsætisráðherra Frakklands, sem hlotið hefur viðurnefnið „faðir einingar Evrópu“ lézt í gær að óðali sínu við Metz í Austur Frakklandi 77 ára að aldri. Schuman var einn merkasti stjórnmálamaður, sem uppi hefur verið í Ev- rópu á síðari tímum, og átti einna mestan þátt í þeirri ein- ingu, sem náðst hefur milli Evrópuríkja frá striöslokum. Hefur sú þróun haft heim§- sögulegar afleiðingar eins og öllum er kunnugt. Um lát þessa merka manns segir m.a. svo í fréttaskeytum frá AP og NTB fréttastofunum í gær: Schuman, sem var frumkvöð- ull að stofnun Kola- og stál- samsteypu Evrópu og skapaði grundvöll fyrir stofnun Efna- hagsbandalags Evrópu, hafði lengi átt við heilsuskort að stríða. Hann fékk aðkenningu að slagi í ársbyrjun 1961 þegar hann var í gönguferð í nánd við óðal sitt. L.á hann hjálparvana úti alla vetrarnóttina þar til leitarflokkar fundu hann morguninn eftir. Eft- ir það náði hann aldrei fullri heilsu, og í síðasta mánuði fékk hann enn alvarlegt hjartaáfall. Schuman var tvisvar forsætis- ráðherra Frakklands. í fyrra skiptið frá nóvember 1947 þar til í júlí 1948 og svo seinna fjóra daga í september sama ár. Hann var utanríkisráðherra frá því í júlí 1948 þar til í ársbyrjun 1953. Gegndi hann fleiri ráðherraem- Framh. á bls. 23. hann mun ávarpa fundinn um það er honum lýkur í dag eða kvöld. Aðalfundur Stéttarsambanðs bænda var settur í Bændahöll- inni kl. 10 f.h. í gærmorgun. Fundarstjórar voru kjörnir Bjarni Bjarnason, Laugarvatni og Bjarni Halldórsson, Uppsöl- um, Skagafirði. Fundarritarar Guðm. I. Kristjánsson, skáld og Einar Halldórsson, Setbergi. Sverrir Gíslason bóndi í Hvammi og formaður Stéttarsam bandsins flutti skýrslu stjórnar. í upphafi ræddi hann og skýrði samninga um síðasta verðlags- grundvöll. Síðan ræddi hann um verðgrundvöll þann, sem nú væri til umræðu í sexmannanefnd og sem ósamið væri um. Hækkun á verðlagsgrundvellin um er samkvæmt tillögum full- trúa framleiðenda í sex-manna- nefnd 36,2% og þýðir það hækk- un landbúnaðarvara sem því svar ar, en það þýðir 13—15% kaup- hækkun til bænda. Form. lagði fram greinargerð ’með hinum nýja grundvelli. Samkvæmt þeirri greinargerð er hækkun gjaldaliða sem hér segir: Til gjalda er fært kjarnfóður samkvæmt skýrslum Hagstofunn ar á verði sem nú gildir eftir að niðurgreiðslur á fóðurbæti hefir verið hætt. Áburður er tekinn á sama hátt. Viðhald og fyrning húsa hefir hækkað um 20 þúsund eða sem nemur bygg- ingu útihúsa pr. bónda á árinu 1962 og 3% fyrning er 5.531 kr. Kostn. við girðingar hefir verið hækkaður um 2.449 kr. og kostn- aður við vélar um 4.233 kr. Flutn ' ingskostnaður hefir verið hækk- aður úr umreiknuðum grundvelli i á miðri mynd húsið, sem flug vélin tók þakið af í fallinu. um 487 kr. Vextir hafa verið hækkaðir um 10.938 k.r. Annar reksturskostnaður er tekinn eftir úrtaki Hagstofunnar. Kaup bónd ans er nú reiknað 122.757 kr. og aðkeypt vinna 20.901.00 kr. Um tekjurnar segir að afurða magn sé látið haldast óbreytt utan hvað mjólkurmagn er auk- ið um 500 lítra með tilliti til kúafjölgunar úr 7,3 í 7,5 í grund vellinum. Aukabúgrejnar lækka úr rúmum 12 þús í rúmar 5 þús.- en samkvæmt búnaðarskýrslum eru þessar tekjur 4.745 en eru hækkaðar um 12% vegna verð hækkana. Launatekjur hefir ver ið lagt til að verði 9 650 og hækk aðar í hlutfalli við laun bónd- ans um 30%. Þá vék formaður að niður- greiðslum afurða og útflutnings- uppbótum «em nóma á síðasta án samtals 372 miiljónum 215 þús. kr. þegar allt væri talið. f>essi upphæð yrði hærri í ár og færi yfir 400 milljónir. Þá skýrði forðmaður frá þvi að 244 ærgildi væri nú meðal- Framh. á bls. 2 IMorðmenn moka upp sild Bergen, 4. sept. — (NTB) — MORGENAVISEN í Álasundi hefur það í dag eftir talsmönn um síldariðnaðarins þar í bæ að norskir síldarbátar afli nú vel við ísland. „Fullfermdir snurpubátar liggja nú eins og perlur á bandi á heimleið,“ segir blaðið. Undanfarna tvo sólarhringa hafa 28 veiðiskip og tvö flutningaskip lagt af1 stað heim til Noregs af mið- unum við fsland, og eru skip þessi með alls um 100 þúsund hl. af síld. Heildarafli norsku skipanna er nú rúmlega 750 þúsund hektólítrar, en var á sama, tima í fyrra 1,5 milljónir hl. Síldveiðum var að mestu lok- ið um þetta leyti í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.