Morgunblaðið - 17.09.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.09.1963, Qupperneq 6
e MO»ruNBLADID Þriðjudagur 17. sept. 1963 Við N-Atlantshaf búa elztu og traustustu lýiræðisþjóðir /?æðo forseta íslands i hádegis- verðarboði er hann hélt varaforseta hjónum Bandarikjanna HERRA varaförseti og frú Lyndon B. Johnson. Heiðruðu gestir. Þið eruð okkur kærkomnir gestir, og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin. Það er sögulegur atburður, þegar sjálf ur varaforsefínn heimsækir oss í fyrsta sinn í nafni forseta Bandaríkjanna, Mr. Kennedy. Það má segja, að varaforsetinn hafi nú í eigin persónu fundið ísland. Sjón er sögu ríkari, og við fögnum þeim persónulegu kynnum, sem því fylgja. Við höfum haft mikil og góð kynni af Bandarikjunum allt frá hinni fyrri heimsstyrjöld. Af okkar hálfu nær sagan þó lengra fram, ekki sízt vegna hinna mörgu íslendinga, sem numið hafa nýtt land fyrir vest an haf. í íslenzkum sögum er skýrt frá ferðum Leifs heppna, er hann fann Ameríku, Vínland hið góða, fimm öldum áður en Columbus, og tilraun Þor- finns karlsefnis til landnáms. í Ameríku fæddist Snorri sonur hans, fyrstur hvítra barna, en þeir hurfu aftur til íslands, og eru vísast flestir núlifandi ís- lendingar af Snorra komnir. Leifur og Þorfinnur voru báðir íslendingar, og styttur hafa ver ið reistar til minningar um þá, bæði hér á landi og í Bandaríkj unum. Þing Bandaríkjanna gaf íslendingum Leifsstyttuna og það er því viðeigandi þegar for seti senatsins, fyrrverandi Sena tor og þingmaður, heimsækir oss að færa honum þakkir fyrir þessa gjöf sem og fyrir margvís- lega aðstoð sem Bandaríkin hafa veitt á liðnum árum. Hin rausn- arlega aðstoð Bandaríkjanna til erlendra ríkja á sér ekki nokkurn líka á friðartímum. Þórarinn Stefánsson Húsavík — 85 ára Forsetahjón Íslands fagna varaforsctahjónunum að Bess- stöðum. ÞAÐ FÉKK mér sérstakrar ánægju, þegar ég sá Þórarin Stefánsson við setningu Lands- fundar Sjálfstæðisflokksins á síðast liðnu vori. Þórarinn er einn þeirra manna, sem ég hefi þekkt svo lengi sem ég.man eftir mér. Faðir minn og hann voru frændur og staðföst vinátta var þeirra í milli frá barnæsku beggja. Þeir voru sitt á hvoru árinu, Þórarinn yngri, fæddur 17. september 1878 og því 85 ára gamall í dag. Annar alinn upp á Húsavík, en hinn, Þórar- inn, í Kelduhverfinu, og var ná- inn samgangur í milli. Síðar flutti Þórarinn til Húsavíkur og hefur dvalið þar lengstan sinn aldur. Þar hefur heimili hans og hans gerðarlegu konu, frú Sigriðar Ingvarsdóttur frá ísa- firði, ætíð staðið, og þar búa synir þeirra, Ingvar og Stefán með fjölskyldum sínum, báðir manndómsmenn. Enn rekur Þórarinn bókasölu, en hefur lagt gjörva hönd á margt. Hann lærði ljósmyndun og stundaði það starf nokkur ár, þangað til kona hans tók við því af honum. Verulegur hluti starfsorku Þórarins hefur farið til margháttaðra félagsstarfa. Hann var áratugum saman hrepp stjóri í Húsavík og var það við- urhlutamikið starf í vaxandi kauptúni. Auk þess vann eink- um að kaupfélagsmálum, skatta málum, skólamálum, sjúkrahús- málum og sóknarmálum. Á hann hlóðust flest trúnaðarstörf, sem til er að dreifa, og hann lét nokkurn kost á að taka að sér. Þórarinn var óg lengi umboðs- maður Síldarverksmiðja ríkis- ins á Húsavík »g enn fleiri vandi hefur honum verið lagður á herðar, þótt hér sé ekki talinn. í öllum sínum störfum hefur Þórarinn sýnt, að hann er trausts verður. Hann er maður ger- hugull, varfærinn, tillögugóður og ber gott skyn á fjármál. Af hugðarefnum hans hygg ég, að kirkjumál séu honum hjartfólgn ust, enda hefur hann ætíð látið sér mjög annt um hina fögru sóknarkirkju sína, sem stendur steinsnar frá hans eigin húsi. f það hafa margir heimamenn og ferðalangar átt leið, því að þar hefur ætíð sönn gestrisni ráðið. Þrátt fyrir háan aldur er Þórarinn enn skrafhreifinn og skemmtilegur í frásögnum, svo sem landlægt hefur verið hjá Keldhverfingum. Um margra ára bil átti Þórarinn við mikla vanheilsu að búa sökum érfiðs húðsjúkdóms en fékk á honum undursamlegan bata og gengur síðan í endurnýjan lífdaganna. Þórarinn hefur aldrei haggast í fylgi sínu við Sjálfstæðisflokk- inn, heldur verið ótrauður máls- svari hans í héraði, þar sem aðrir hafa verið mestu ráðandi. Sjálfstæðismönnum er sómi og styrkur að Þórarni Stefánssyni sem útverði sínum og því frem ur vegna þess, að hann hefur ætíð haldið svo á málum, að hann hefur hlotið virðingu allra og óvinskap einskis, sem honum hefur kynnzt. Þeir verða því margir, sem senda Þórarni hug- heilar hamingjuóskir á áttatíu og fimm ára afmælinu. Bjarni Benediktsson. Við fögnum því að hitta vara- forsetann augliti til auglitis. Oss er áður margt um hann kunnugt af spurn. Oss er kunnugt um, að hann er bæði forustumaður, friðarstillir og baráttumaður fyr ir jafnræði og mannréttindum. Við finnum skyldleika hans við okkar eigin hugsjónir. í hinni síðari heimsstyrjöld vorum við - bandamenn þeirra, sem börðust á móti harðsstjórn og grimmd. Vér sömdum við Bandaríkin um landvarnir. Oss er það ljóst, að eins og heimur- inn er og var, þá þarf máttur- inn að styðja réttinn. Sigurinn í síðustu styrjöld héfir bjargað því, að þróun íslenzks þjóðfé- lags getur haldið áfram óslitið frá stofnun Alþingis fyrir þús- und árum til framtíðarhugsjóna á lýðræðisgrundvelli. Bandaríkin og Island töpuðu á sama tíma þeirri vörn, sem alda gömul einangrun veitti. Það tók áratugi fyrir bæði ríkin, stærsta lýðveldið og það smæsta, að átta sig á breytingunni, og vísast eru það nokkrir, sem ekki hafa enn áttað sig til fulls. En tæknin hefur stytt ^allar fjarlægðir og gerbreytt vopnabúnaði, svo nú er enginn blettur á hnettinum einangraður lengur. Það er or- sökin til vaxandi samvinnu allra þjóða, stofnunar Hinna Samein- uðu þjóða, og ýmsra varnar- sambanda, sem geta horfið úr sögunni, þegar framkvæmda- vald Hinna Sameinuðu þjóða verður aukið, svo það hrökki til að varðveita friðinn, og nú síðast Moskvasáttmálanum, sem er spor í áttina að langþráðu marki, sem vísast er langt fram undan. Ég hefi oft orðið þess var, að hugsjónir Frelsisskrárinnar eru enn nálægar og ríkjandi í huga Bandaríkjamanna. Vor stjórnmálaerfð nær aftur til landnáms og stofnunar Alþingis, sem lýsir enn „sem leiftur um nótt“. Framtíðardraumar þjóð- anna eru líkir: frjáls þjóð, batn andi lífskjör, jafnræði og göfug menning. Velgengnin ein nægir ekki. „Þar sem engar vitranir eru kemst fólkið á glapstigu". Vér fögnum því nágrenni sem vér búum við. Norður-Atlants- hafið er von sameiginlega út- haf. Meðfram ströndum þess búa hinar elztu og fbaustustu lýð- ræðisþjóðir. Norður-Atlantshaf- ið er nú á tímum Miðjarðarhaf lýðræðisins. Vort land liggur nálægt miðju, og vér skiljum hvað í því felst. Herra varaforseti. Vér þökk um innilega þessa heimsókn, sem er vottur vináttu og sam- starfs. Við sendum Bandaríkja- þjóð beztu kveðjur og árnaðar- óskir. Vér óskum þess að þér og frú Johnson, dóttir og fylgdar lið flytjið heim með ykkur góð ar endurminningar. Þér eru hér í vinahóp. Ég bið gesti vora að rísa úr sætum. Við minnumst forseta Bandaríkjanna, Mr. Kennedy. The President. 300 h. af heyi brunsiu nálægt Húsavík HÚSAVÍK, 16. sept. — Á laug- ardagsmorguninn um 7 leytið urðu menn, sem áttu leið um Tjörnesveginn þess varir að eld- ur var í hlöðu að býlinu Bakka, sem er fyrsti bærinn norðan Húsavíkur. Ekki er búið á Bakka, en Gunnar Maríusson nytjár jörðina og hefur þar all- stórt fjárbú. Brunaliðið á Húsa- vík var kallað út og þá það kom á staðinn, var allmikill eldur í hlöðunni, en í henni voru 300 hestar af heyi. Þegar tekizr hafði að slökkva eldinn, var hlaðaa mikið skemmd af vatni. Áfast fjárhús var varið og má það heita óskemmt af vatni. Hus og hey voru vátryggð. — Fréttaritari. • HESTHÚSI RUTT UM KOLL „Kæri Velvakandi! Skyldu Reykvíkingar ekki vera fínasta fólk í heiminum? Þeir eru a. m. k. svo fínir, að þeir þola hvorki hesta né hunda innan bæjarlandsins, hvað þá kýr og ketti. Annað mál virðist vera með rottur, því mér vitanlega hefur ekkert að gagni verið gert til að halda þeim ófögnuði í skefjum, síðan 1946 eða ’47, en þá var mikil og merkileg rottuherferð gerð hér í bæ, mun hún eiga að duga út öldina. Það er auðvitað líka mögu- legt, að forráðamenn bæjarins, fyrirgefið „borgarinnar", telji útilokað að slíkur ófögnuður geti þrifizt innanum svo fínt fólk sem við Reykvíkingar er- um orðnir. Ég bý á Rauðalæk við stóra opna svæðið, sem nær út að Dalbraut og niður á Sundlauga- veg. Þetta tún er eins og vin í eyðimörk, þrátt fyrir alls kon- ar grjóthnullunga, sem ekki eru til neinnar prýði. Á túninu rétt fyrir utan efstu húsin á Rauða- læk, var þangað til í dag fallegt hesthús, byggt af miklum hag- leik og smekkvísi, úr torfi og grjóti af eldri manni, sem á tvo hesta. Þessi maður er góður hesta- maður og ég er ekki í vafa um, að hans mesta yndi er að hugsa um þessar fallegu skepnur sín- ar og heyja ofan í þá, gefa þeim á vetrum og ríða út. Hestarnir hans hafa verið á sumrin, af og til, í girðingu á þessu sama túni, áreiðanlega öllum í kring til augnayndis, tæplega nokkrum til ama og börnunum til óblandinnar ánægju. í dag var þessu fallega hest- húsi (sem varla sást frá t. .d Dalbraut og þá ekki Sundlauga- vegi), rutt um koll með jarð- ýtu frá bænum. Eftir er grjót- og moldarhrúga, sársauki hesta- etigandans og reiði nágrann- anna. Vona ég. Hvaða læti eru þetta? Fyrir hverjum var húsið? Með þökk fyrir birtinguna. Húsmóðir í gangstéttalausri stórgötu". • ranghermi Velvakandi vill mótmæla því ranghermi, að ekkert hafi verið gert að gagni til að halda rottu- ófögnuðinum í skefjum. Þvert á móti hafa nokkrar herferðir verið gerðar gegn rottunum við Rauðalæk í sumar, og munu í- búar við Rauðalæk telja, að nú loks hafi tekizt að vinna bug á þeim. Grafið hefur verið um- hverfis mörg húsanna, til þess að uppræta gömul rottubæli. Líklegt má telja, að nú hafi rott unum í Reykjavík verið útrýmt að svo miklu leyti, sem það er hægt í einni borg, þ.e.a.s. stofn- inum er haldið niðri eins og framast er unnt. Hvers vegna hesthúsið var látið fjúka, veit Velvakandi hins vegar ekkert um. ÞURRHLOBUR ERU ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.