Morgunblaðið - 12.11.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.11.1963, Qupperneq 1
síftur Þannig var umhorfs við inngang Mikawa-námurnar á Kyushu-eyju í Japan eftir Biöigunarmenn að störfum umhverfis eld, sem kom upp, er járnbrautarlestirnai sprenginguna. rákust saman í Japan á laugardaginn. Slysin í Japan Ben Bella bjartsýnn á lausn landamæradeilu Tókíó 11. nóv. (NTB). ENN er unnið að björgun manna, sem lokuðust inni í Mikawa-námunni í Japan, er sprengingin varð á laugardag. Rúmlega 400 menn eru enn niðri í námunni, en talið er nær vonlaust, að nokkur sé á lífi. Þegar er vitað um 460 menn, sem létust af völdum slyssins. 164 menn létust í járnbraut arslysi í Japan á laugardaginn og nú hafa yfirvöld í land- inu ákveðið að grípa til að- gerða til þess að reyna að koma í veg fyrir að svo hörmu leg slys endurtaki sig. Einnig var ákveðið að setja á stofn sérstaka nefnd, sem samræma á aðgerðir til hjálpar þeim, sem um sárt eiga að binda vegna slysanna og aðra nefnd, sem rannsaka á orsakir hins mikla námuslyss. Hin síðar- nefnda verður skipuð sérfræð ingum í kolanámuslysum og verður Yuzuru Yamada, fyrr- verandi prófessor við háskól- ann í Kyhshu, form. hennar. Þegar í stað verður hafizt i handa um, að greiða aðstand- t endurn hinna látnu skaðabæt / ur og á morgun ræðir stjórn 1 Japans slysin. \ Félag kolanámumanna, sem \ vinna við Mikawa-námuna, hefur ákveðið að gera sólar- hrings verkfall daginn, sem félagar þeirra verða jarðaðir. Með verkfallinu vilja námu- menn mótmæla öryggisútbún aði námunnar, sem þeir telja ófullnægjandi. Alsír, 11. nóv. — (NTB) — ÞING Alsír hélt fyrsta fund sinn í dag að afloknu hléi, sem gert var á þingstörfum vegna bardaganna á landa- mærum Alsír og Marokkó. Ben Bella, forsætisráðherra, tók til máls á fundinum og sagði, að nú benti allt til þess, að friður myndi haldast á landamærunum. Forsætisráðherrann ræddi væntanlegan fund utanríkisráð- herra Afríkuríkja, sem hefs t i Addis Abeba n.k. föstudag. Á fundinum verða ræddar landa- mæradeilur Alsír og Marokkó og munu utanríkisráðherrarnir gers tilraun til þess að finna endan- lega lausn málsins. Ben Bells kvaðst vera bjartsýnn á árangui af fundinum í Addis Abeba. S/r A/ec segist fullviss um sigur íhaldsflokksins Moro talin stjórn- armyndun á Ítaiíu K London 11. nóvember (NTB). 1 DAG var Sir Alec Douglas- Home, forsætisráffherra Breta, einróma kjörinn leiðtogi brezka thaldsflokksins. Viff það tæki- færi kvaðst hann hlakka til aff stjórna næstu kosningabaráttu flokksins og sagðist fullviss um að Ihaldsflokkurinn myndi sigra. 1 kvöld hélt Sir Alec ræðu i veizlu borgarstjórans í London, Clement Harman. Sagði hann m.a., aff Bretar yrffu að auka auffæfi lands síns ef þeir vildu tryggja, aff í framtíffinni yrffi tekiff tillit til þeirra á alþjóffa- ▼ettvangi. Forsætisráffherrann endurtók loforð sitt um, aff gera þjóðinni Ijóst á einfaldan hátt, hverjar væru fyrirætlanir stjórnarinnar og skoraði á atvinnurekendur aff skýra fyrir starfsmönnum sínum hvaffa stefnu þeir fylgdu í at- vinnurekstrinum og hvers vegna. Sir Al-ec sagði, að það væri eingöngu óttinn við kjarnorku- • Óeirðir í Kashmír Jammur, 11. nóv. (NTB). TJM 90 menn særðust, er til óeirða kom í borginni Jamm- ur í Kashmír í dag. Það var stjórnarandstöðuflokkur- inn sem stofnaði til óeirð- anna. Réðust flokksmenn á margar opinberar byggingar í borginni áður en lögregl- unni tókst að hafa hendur í hári þeirra. styrjöld stórveldanna, sem dreg- ið hefði úr styrjaldarhættunni í heiminum, iþví að Rússum og Kín verjum væri ljóst, að þeir kæmu ekki heilir á húfi úr þeim hild- arleik. Hann lagði áherzlu á að Bretar mættu ekki afsala sér stöðu sinni sem kjarnorkuveldi, því að um leið myndu þeir glata áíhrifum sínum á gang mála í heiminum og svíkja þær þjóðir, sem treystu á forystu þeirra. Að lokum sagði forsætisráð- herrann, að brezka stjómin myndi vinna að friði og öryggi, þannig að allir menn gætu gegnt sínum daglegu störfum án ótta við styrjaldir og skort. Róm, 11. nóv. (NTB - AP). ANTONIO Segni, forseti Ítalíu, fól í dag formanni kristilega demókrataflokks- ins, Aldo Moro, stjórnarmynd un. Forsetmn hefur að und- anförnu átt viðræður við leið toga stjórnmálaflokka lands- ins. Stjórnarkreppa hefur verið í ítalíu frá því að minnihluta- stjórn kristilegra demókrata með Giovanni Leoni í for- Frh. á bls. 31 v ' '%Vv s ^ Bandarískir sérfræðingar álíta: Ingstad hafa fundið bústað Leifs heppna BANDARISKIR fornleifa- fræðingar, dr. Junius Bird frá The American National Museum í New York og dr. Collins frá Smithsonian Institute, hafa kannað forn leifarannsóknir Norð- mannsins Helge Ingstad á Nýfundnalandi og komizt að þeirri niðurstöðu, að hann hafi að öllum líkind- um fundið bústað Leifs heppna í Vínlandi. Telja þeir niðurstöður rannsókna Ingstads sönnun þess, að víkingar hafi haft þar að- setur um 1000. Danska blaðið Politiken hef ur skýrt frá þessu og segir, að fornleifafræðingarnir bandarísku hafi farið með Ing stad á staðinn og athugað forn leifarnar, sem fram komu við uppgreftina síðustu sumur. Hafi þeir við heimkomuna látið í Jjós þá skoðun sína, m.a. við UPI-fréttastofuna, að Helge Ingstad hafi fundið sönnnunargögn fyrir búsetu víkinga á þessum stað í kring- um árið 1000. Fundizt hafi leifar af híbýlum manna, þar á meðal af dæmigerðum skála frá víkingaöld og hlóðaeld- húsi, og ennfremur merki um rauðablástur. Bendi kolefna- rannsóknir á leifum þessum til þess, að þær séu frá því um 1000. Segir blaðið, að á niðurstöð- um þessara rannsókna og frá- sögnum íslendingasagna byggi bandarísku fornleifafræðing- arnir þá skoðun sína, að Ing- ■mMftWftHMMiHMi Helge Ingstad stad hafi þarna fundið bústað Leifs heppna, þar sem í ís- lendingasögum sé kallað „á Vínlandi“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.