Morgunblaðið - 12.11.1963, Side 25

Morgunblaðið - 12.11.1963, Side 25
{ f»riðjudagur 12. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 25 Innlendar fréttir í stuttu máli Börn niður um ís Veturinn kominn Eftir að Reykjavíkurtjörn fór að leggja um miðja s.l. viku urðu að því nokkur brögð að börn og unglingar færu niður um ísinn. Var hann ótraustur alveg fram á laugardag og vakir í honum. Á föstudag voru gagnfræða skólastúlkur í hóp á leið yf- ir Tjörnina, er ísinn brast undir þeim. Blotnuðu þær upp í mitti og skólatöskur þeirra fullar af bókum blotn- uðu einnig; Skömmu seinna fóru tveir aðrir niður um ís- inn. Og á laugardag duttu 10-20 börn niður um ísinn. Hafði slökkviliðið nóg að gera við að aka blautum börn um heim og veita í sima þær upplýsingar að ísinn væri ó- traustur. í sl. viku kólnaði um allt land og veturinn er kom- inn. Á þriðjudag kom kulda- þræsingur yfir landið, en lygndi á föstudag. Hefur yf- irleitt verið nokkurt frost nyrðra en um frostmark syðra. Ógœftir hjá síldarbátum Ógæftir hafa verið hjá síld- arbátunum við Suðvesturland nema á föstudag, þegar 21 bátur kom með um 11 þús. tunnur. Á sunnudagsnótt stóð síldin djúpt og var erfitt að ná henni. Mikið hefur verið um um- ferðarslys og fara hér á eftir IMeytendasamtökin fræða urn: Reykingar og megrun ÚT er kotnið 4. tbl. Neytenda- blaðsins 1963, og er verið að senda það út til félagsmanna. Að þessu sinni fjalla tvær aðalgreinarnar um „Reyking- ar og lungnakrabba“ og wMegrun“. í blaðinu segir m.a.: „Mikið hefur verið rætt og ritað um það, hvað valdi krabbameini, og er eðliilegt, að leikmenn eigi erfitt að gera sér grein fyrir, hvað er skoðun, bjargföst trú, líkur eða sönnun. Einna mest ber um þessar mundir á skrif- um um samhengi lungnakrabba og reykinga. í riti bandarísku neytendasamtakanna, Consumer reports, í júní 1963, er birt ýtar- leg grein um þetta efni í því skyni að skýra hlutlaust frá því, hvað væri vitað og hvað ekki vitað í þessu máli. Eru niður- stöðurnar síðan dregnar saman í einn kafla, og er hann birtur í Neytendablaðinu með einka- rétti þess. Um hina aðalgreinina, sem fengin er úr tímariti brezku neyt endasamtakanna, segir svo í for- mála: „Undanfarin ár hefur ým- iss konar megrunarfæðu verið slengt fram á markaðinn í „vel- megunar“-rikjum með brauki og brambolti. Lausn hefur átt að vera fundin á viðkvæmu og erf- iðu vandamáli hluta mannkyns- ins. Margur vill megra sig bæði vegna útlits síns og ótta við sjúkdóma, en helzt ekki þurfa að leggja mikið á sig og allra sízt að þola sult.“ Síðan er skýrt frá rannsóknum á ákveðnum megrunar-fæðutegundum og gefnar almennar ráðleggingar. I>á er einnig í blaðinu m.a. fróðleg grein: „Hvað er „Good Housekeeping", en það merki kannast margir við á markaði hér, þóttt þeir þekki ekki fyrir- tækið að baki því. Nær allar bókaverzlanir í Reykjavík taka á móti nýjum félagsmönnum fyrir Neytenda- samtökin, og fá menn þá afhent um leið hin 6 fyrstu tölublöð hins nýja og vandaða Neytenda- biaðs. frásagnir af slysum, ásamt fleiri smáfréttum: Ekið á tvo við gangbraut Fimmtudaginn 7. nóvember var ekið á tvo vegfarendur er voru á leið yfir götu í í Reykjavík, nær á sömu mín- útu eða um kl. 6 síðdegis. Voru báðir á eða við merkta braut. 9 ára drengur, Hallgrímur Georgsson, Rauðalæk 9, var á leið yfir götuna rétt vestan við Sundlaugarnar, er hann varð fyrir bíl, sem ekið var með miklum hraða austur Sundlaugaveginn. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna en meiðsli hans ekki talin mjög mikil. Fullorðin kona, Stefanía Einarsdóttir, Austurbrún 4, var á leið vestur yfir Póst- hússtræti frá Verzlun O. Erl- ingsen, er bíll á leið norður Pósthússtræti ók á hana. Datt hún, er talin hafa lent á Ijósastaur og viðbeinsbrotn- aðL Bifreiðaslys á Mýrum Borgarnesi, 7. okt. — Rétt fyrir kl. 8 í morgun varð árekstur rétt fyrir vestan Borg á Mýrum á svokölluð- um Skálmarási. Rákust þar saman Landrover bifreið, M 710, og bíll frá Landssíman- um, R-5480. í landbúnað- arbifreiðinni voru 7 menn. Slösuðust 6 þeirra. Gerði læknirinn Eggert Einarsson að sárum þeirra, og sendi tvo áfram til Akraness til nánari athugunar í sjúkrahúsinu. Landroverbifreiðin er mjög mikið skemmd. Árekstrar verða oft á þess- um stað. f>ar er blindbeygja og oft mjög ógætilega ekið í hana, einkum af þeim sem eru á vesturleið. — Hörður Ekið á dreng á Selfossi Kl. 2 á þriðjudaginn 5. nóv. var jeppa ekið á 10 ára dreng á Selfossi. Lenti drengurinn upp á vélarhúsi bilsins og framrúðu, og braut hana. Var hann fluttur í sjúkrahús stað- arins en síðan heim. Maður i höfnina Á mánudagskvöld féll mað- ur í höfnina við Faxagarð. Maðurinn var undir áhrifum og var mjög af honum dreg- ið er hann náðist. Var hann fluttur í slysavarðstofuna. Skýtaxi í íshafsflugi Skýfaxi Flugfélags íslands mun verða í ísleitarflugi við Grænland og fór hann fyrstu ferðina s.l. miðvikudag. Mun hann lenda í Narsassuaq og taka um leið farþega. Sœsímastrengurinn slitinn Sæsímastrengurinn milli íslands og Færeyja slitnaði að faranótt sunnudags um 100 km. fyrir norðan Þórshöfn í . Færeyjum. Er búizt við að viðgerðarskip komist þangað á mánudagskvöld. Á meðan er notuð ein lína um Ameríku til Evrópu. Fyrsta báti Stálskipasmiðj- unnar hleypt af stokkum FYRSTA bátnum, sem Stálskipasmiðjan h.f. í Kópa- vogi smíðar, var hleypt af stokkunum á laugardaginn. Á föstudaginn var báturinn skírður Dimon. Átti hann að hlaupa af stokkunum þann dag, en því var frestað vegna veðurs. Dimon, sem er 24 rúmlestir, fór í stutta reynslusiglingu á laugardaginn og gekk hún mjög vel. Báturinn er nær fullgerður og verður afhentur eigendum, Sveini Jónssyni og Gísla Þor- steinssyni, innan fárra daga. Dimon er skrásettur í Höfnum og ber einkennisstafina GK 535. Skipstjóri á honum verður Elís Bjarnason, en 10 ára dóttir hans Elísabet Birna, skírði bátinn. Hafizt var handa um smíði Dimons í apríl s.l., er hann stál- bátur, frambyggður með gafli. Stýrishús er úr alúminíum, en þilfarið úr járni, klætt Semtex- gúmmímassa. íbúð fyrir fimm menn er í bátnum. Hann er knú- inn 130 hestafla Albin dísilvél, búinn vökvastýri og fjögurra lesta vökvavindu. í Reykjavíkur höfn verður ratsjá og dýptar- mæli komið fyrir í bátnum. Stálskipasmiðjan annaðist alla smíði bátsins, nema tréverk, sem Sverrir Gunnarsson, skipasmið- ur sá um og raflagnir, en þær annaðist Áslaugur Bjarnason, raf virkjameistari. Dimon er gerður fyrir humar og dragnótaveiðar og verður sennilega gerður út frá Þorláks- höfn í vetur. Framkvæmdastjóri Stálskipa- smiðjunnar h.f. er Ólafur H. Jóns son og þar starfa nú sex menn. í húsakynnum fyrirtækisins er hægt að smíða allt að 200 lesta skip. Dimon GK 535 hleypt af stokkunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.