Morgunblaðið - 12.11.1963, Síða 30
30
MORGU NBLAÐIÐ
T’riðjudagur 12. nóv. 1963
umjQ JmíJ m m ff
1 og 2 mörk réðu úrslitum
í meistaraflokki
— en leikirnir samt daufir
TÍU leikir Reykjavíkurmótsins
í handknattleik fóru fram um
helgina. I nfeistaraflokki karla
urSu tvö af liðum þeim er mættu
Tékkunum á dögunum að sætta
sig við lægri hlut, er Þróttur
vann ÍR og Ármann vann Vík-
ing. KR vann svo Val með 1
marki — og fagnaði enn heppni
að hreppa bæði stigin. Tveir
leikir fóru fram í m.flokki
kvenna og 5 aðrir leikir í yngri
flokkunum og í 1. flokki.
Ármann — Víkingur 16—15
Ármenningar tóku völdin í
byrjun leiks gegn Víking og
höfðu örugga forystu framan af.
Fjórum sinnum undir lok fyrri
hálfleiks jöfnuðu þó Víkingar en
í hálfleik var staðan 10—9 fyrir
Ármann.
í byrjun síðari hálfleiks gerðu
Ármenningar eiginlega út um
leikinn með 3 fyrstu mörkunum.
Það var sú forysta er nægði
þeim til sigurs þó Víkingar
sæktu fast í leikslok og skoruðu
3 síðustu mörkin. Lokastaðan
varð 16—15 fyrir Ármann.
Mörk Ármanns skoruðu Árni
Sam. 7, Hörður 5, Lúðvík 3 og
Ingvar 1. Mörk Víkings skoruðu
Þórarinn 4, Rósmundur og Björn
Bjarnason 3 hvor, Pétur 2 Sig.
Hauksson, Hannes og Óli sitt
hver.
Þróttur — ÍR 11—9
Það var sviplaust ÍR-liðið án
Gunnlaugs Hjálmarssonar. Það
var likast feimnum unglingi og
3 landa
keppni
í Rvík
— i fugþraut
Á ÞINGI frjálsíþróttasam-
bands Norðurlanda, þar sem
sátu fulltrúar frá frjáls-
íþróttasamböndum allra land
anna fimm, var ákveðið að
efna til þriggja landa keppni
í tugþraut í Reykjavík 8. og
9. ágúst næsta sumar. í keppn
‘inni taka þátt tveir keppend-
ur frá Svíþjóð, Noregi og ís-
landi.
Þá var einnig ákveðið að
stofna til Norðurlandamóts
unglinga í frjálsum íþróttum.
Verður fyrsta mótið í Osló
næsta sumar.
Loks voru ákveðnir keppn-
isdagar í landskeppni ís
lands og V-Noregs í Reykja
vik næsta ár og verður keppn
in 21. og 22. júlí. S.l. sumar
kepptu íslendingar við V-
Norðmenn í Noregi og unnu
Norðmenn með miklum mun.
Mörg önnur mál voru rædd
á þessu 20. þingi norrænna
frjálsíþróttaleiðtoga sem hald
ið var í Kaupmannahöfn. Af
íslands hálfu sátu það Björn
Vilmundarson og Örn Eiðs-
son stjórnarmenn FRÍ.
lét mjög mótast af leikaðferð og
hraða mótherjans, en byggði
ekki upp sjálfstætt. Leikurinn
var afar jafn en í hann vantaði
þó alla spennu, hraðinn enginn
og eins og allir væru syfjaðir.
f hálfleik stóð 5—5 og rétt fyrir
leikslok var staðan enn jöfn
9—91. En Þróttarar tryggðu sér
sigur með tveim síðustu mörk-
unum. 11—9 var lokastaðan.
Mörk Þróttar skoruðu Þórður
4, Páll Pét. 2, Jón Björgvinsson,
Gísli og Haukur sitt hver. —
Mörk ÍR skoruðu Gylfi 4, Her-
mann 2, Gunnar og Erlingur sitt
hvor.
Valur — KR 9—10
KR-ingar náðu góðum tökum
á leiknum þegar í byrjun og for-
ysta þeirra var örugg allan fyrri
Enska
knattspyrnan
17. umferð ensku nieildarkeppninnar
fór fram sl. laugardag og urðu úrslit
{>essi:
1. deild.
Arsenal — Westham .... .... 3—3
Birmingham — Blackpool _ .... 3—2
Bolton — Liverpool ... .. _ 1—2
Burnley — Wolverhampton .... 1—0
Everton — Blackburn .... 2—4
Fulham — Aston Villa .... _ .... 2—0
Ipswich — Stoke ...... .. .. 0—2
Leicester — Sheffield U..... 0—1
Manchester U. — Tottenham 4—1
Sheffield W. — N. Forest .... .J. 3—1
W. B. A. — Chelsea .^. _ 1—1
2. deild.
Charlton — Rotherham .... _ _ 5—3
Grimsby — Leeds ...... _ .... 0—2
Huddersfield — Norwich _ 1—l
Leyton O. — Northampton .... 0—0
Middlesbraugh — Swindon .... 1—1
Newcastle — Cardiff ... «« .... 0—4
Plymouth — Portsmouth .... 0—4
Preston — Sunderland .... _ 1—1
Southampton — Manchester City 4—2
Swansea — Bury .... .... _ .... 0—2
Staðan er þá þessi:
1. deild (efstu og neðstu liðin).
Sheffield U. 17 9-6-2 34:21 24 st.
Arsenal 18 10-3-5 49:38 23 —
Manchester U. 17 9-4-4 36:19 22 —
Liverpool 16 10-1-5 32:19 21 —
Tottenham 16 9-3-4 47:31 21 —
Blackburn 18 8-5-5 38:26 21 —
Burnley 18 8-5-5 28:24 21 —
hálfléikinn og staðan í hléi 7—4.
í síðari hálfleik sóttu Vals-
menn mjög á og á síðustu mín-
útunni komst spennan 1 algleym
ing. Staðan var 10—9 fyrir KR
og nokkrar sekúndur til leiks-
loka. Hermann Gunnarsson
Frh. á bls. 31
HEIMSÓKN Spartak Pilsen,
handknattleiksliðsins fræga
frá Tékkóslóvakíu, var vel
heppnuð að mörgu leyti. Hún
sýndi m. a. þær geysivaxandi
vinsældir sem handknattleik-
ur á að fagna hér á landi.
Hún sýndi einnig, að beztu
handknattleiksmenn okkar,
og beztu handknattleikslið
okkar standa beztu liðum
Mið-Evrópu fyllilega á sporði
og þá er mikið sagt því þar
stendur handknattleikur með
mestum blóma. Tékkar fyrr-
Hörður Kristinsson vakti sérstaka athygli fyrir vel heppnuð
vítaköst. Hann framkvæmdi mörg og öll höfnuðu í netinu.
(Ljósm. Sv. Þorm.)
Koma Spartak Pilsen
Hótuou að fara heim eftir fyrsta tapið
um heimsmeistarar, Rúmenar
nú og allir handknattleiks-
menn á þessum slóðum brýnd
ir í harðri keppni við beztu
menn heims.
Spartak Pilsen kenndi okk-
ar mönnum fátt í tækniupp-
byggingu eða knattmeðferð.
En meginn styrkur liðsins var
hörð og óvægin leikaðferð.
Sennilega má ætla að sú hlið
sé einnig sterkasta stoð liðs
ins heima í Tékkóslóvakíu,
þar sem þeir standa framar
í deildakeppninni en lið eins
og Gottwaldov (er hingað
kom) og sýnir betri og fall-
egri handknattleik.
Af þessum sökum var ekki
að -undra þótt til átaka kæmi
milli liðsmanna og dómara.
Það fór og svo að Tékkar ætl
uðu að fara heim eftir tapið
gegn Reykjavíkurúrvalinu,
en heyktust á því vegna af-
leiðinga er slík ákvörðun
hefði. Þeir ætluðu einnig að
neita að leika á Keflavíkur-
velli vegna vals í dómara-
stöðu leiksins — en heyktust
á því einnig eftir nokkurt
þóf.
Tékkarnir léku ákaflega
fast. Þeir lögðu menn í einelti
ef þeim þótti einn skara fram
úr öðrum. Sú leikaðferð gaf
þeim góða raun. Og m. a.
tókst þeim með því að koma
heilum liðum islenzkum úr
jafnvægi. Slíkt sýnir að sjálf-
sögðu reynsluleysi okkar
manna.
Hins vegar gengu Tékkam-
ir of langt í þessum efnum
og einnig í því að reyna að
hagnast á brotum. Hjá sum-
um dómurum tókst þeim
þetta, hjá öðrum ekki. Þeir
sem mest gátu af Tékkunum
lært voru dómararnir og stóð
ust þeir prófið misjafnlega —
sumir afleitlega.
En hvað um það. Heim-
sóknin var góð og áreiðan-
lega uppörvun og lyftistöng
fyrir handknattleiksíþróttina.
— A. St.
FH og úrvalsliðin stóðu
Tékkunum á sporði
TEKKNESKA handknattleikslið-
ið Spartak Pilsen og leikir þess
við beztu lið hér var kjarni íþrótt
anna mcðan á verkfallinu stóð.
Föstudaginn 1. nóv. léku Tékk-
arnir annan leik sinn hér og
mættu úrvali Reykjavíkurliða.
Leikurinn var afar spennandi og
lauk með sigri Reykjavíkurliðs-
ins, 24 gegn 23 mörk.
Þetta var einn bezti leikur sem
Reykjavíkurúrval hefur sýnt,
einkum er á leið. Tékkarnir voru
yfir í hálfleik 13—9, en það bil
tókst úrvalinu að vinna upp og
komast um tíma 4 mörk yfir.
Sýnir þessi síðari hálfleikur veru
legan styrkleika og hvers má
vænta af handknattleiksmönnum
okkar síðar í vetur. Gunnlaugur,
Karl Jóh. og Ingólfur Óskarsson
voru beztu menn — en samstill-
ing liðsins í heild óvenju góð.
Daginn eftir, 2. nóv., mættu
Tékkarnir liði FH. FH hafði
undirtökin í leiknum allan tím-
ann og rétt fyrir leikslok voru
þeir 2 mörk yfir og hafði þá
einum Tékkanna verið vísað af
velli fyrir gróf leikbrot. Sigurinn
blasti við FH — en fyrir fljót-
færni og klaufaskap misstu þeir
tvívegis af knettinum í vonlaus-
um markfærum og Tékkunum
tókst að jafna leikinn 19 mörk
gegn 19.
Sunnudaginn 3. nóv. mættu
Tékkarnir tilraunalandsliði suð-
ur á Keflavíkurvelli. Leikurinn
var daufur og lélegur framan af.
Tékkar höfðu 11—7 í hálfleik. í
síðari hálfleik kom meiri hraði
og ákveðni í leikinn og undir
lokin tókst íslendingum að jafna
og 19—19 urðu lokatölur leiks-
ins. Þarna gætti ekki eins og að
Hálogalandi slagsmála og handa-
pats sem skemmir alla leiki. —
Sýnir það hversu handknattleik-
urinn breytist við að koma á
nægilega stórt salargólf.
Á þriðjudagskvöld sl. léku
Tékkarnir við Víking en með
Víkingum lék hinn tékkneski
þjálfari liðsins, Ruza. Framan af
hafði Víkingur yfir en smám sam
an sigu Tékkarnir á — og spör-
uðu heldur ekki kraftana í því
skyni. Náði Spartak Pilsen veru-
legu forskoti, skoraði 6 síðustu
mörk í fyrri hálfleik, svo stað-
an var 11—19. — í síðari hálf-
leik voru Víkingar ákveðnari og
sigu á forskot Tékkanna svo loka
staðan varð 26—22, Tékkunum
í vil.
Síðasti leikur gesta ÍR var
gegn íslandsmeisturum Fram.
Snemma í leiknum kom til leið-
indaatvika sem settu Framara
upp á móti dómaranum og dóm-
arann upp á móti þeim. Eftir það
gekk allt á afturfótum milli
þeirra. Dómarinn tók öll brot
Fram mjög ströngum tökum —•
alveg réttilega. En sams konar
brot Tékkanna átaldi hann ekki.
Slíkt er að sönnu ranglátt.
En Framarar náðu aldrei að
standa verulega í Tékkunum,
voru að vísu óheppnir, einkum
með það að eiga aragrúa stang-
arskota. Sigri Tékka var aldrei
ógnað oe var 26—19 um það er
lauk.